Morgunblaðið - 01.09.1978, Síða 23

Morgunblaðið - 01.09.1978, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1978 23 Minning: Kristrún Jósefsdótt- ir frá Hofsstöðum Merk kona er gengin. Hún Kristrún Jósefsdóttir frá Hofs- stööum var brott kölluð hinn 23. ágúst, hnigin aö aldri. Hún var fædd aö Hólum í Hjaltadal hinn 14. október 1887, dóttir hjónanna Hólmfríöar Björnsdóttur Pálma- sonar, bónda í Asgeirsbrekku í Viðvíkursveit og Jósefs Jóns Björnssonar, skólastjóra á Hólum. Vorið 1888 hættir Jósef skóla- stjórn á Hólum og tók við búi af öldruðum tengdaföður, eftir að hann hafði misst konu sína, að Bjarnastöðum í Kolbeinsdal, en flutti síðar að Asgeirsbrekku og bjó þar til ársins 1896, er hann tók aftur við skólastjórn á Hólum. Kristrún var með foreldrum sínum og fimm systkinum fyrstu sex ár ævi sinnar, en vorið 1894 missti hún móður sína og var þá tekin í fóstur af merkishjónunum Mar- gréti Símonardóttur og Einari Jónssyni í Brimnesi í Viðvíkur- sveit. Margrét og móðir Kristrún- ar voru bræðradætur. Kristrún naut hins mesta ást- ríkis hjá fósturforeldrum sínum og hlaut hið bezta uppeldi, sem kostur var á um síðustu aldamót, á annáluðu rausnar og menningar- heimili. Hún vandist öllum venju- legum störfum í sveit innan húss og utan auk þess, sem hún fékk notið meiri menntunar bæði á bóklegu og verklegu sviði en algengt var með ungar stúlkur um þær mundir. Á unglingsárunum var hún einn vetur við nám hjá föður sínum á Hólum og sat þá í sumum tímum með búfræðinem- um skólans. Taldi Kristrún sig hafa haft mikið gagn af því, enda voru bændaskólarnir þá hinir beztu gagnfræðaskólar fyrir þroskaða nemendur. Ári síðar hélt Kristrún til náms í Danmörku og var þar í tvö ár. Þar lærði hún danska tungu, en stundaði auk þess nám í þrem skólum, hann- yrðaskóla, hússtjórnarskóla og lýðháskóla. Eftir Danmerkurdvöl- ina bauðst Kristrúnu starf hjá Búnaðarfélagi Islands sem hús- mæðrakennari. Skyldi kennslan fara fram á námskeiðum út um sveitir. Kristrún hélt mörg slík námskeið á Suðurlandi. Þótt henni þætti starfiö skemmtilegt ílentist hún ekki í því, heldur hélt heim til átthaganna og lagði þar grundvöll að lífshamingju sinni, er hún giftist jafnaldra sínum og sveit- unga Jóhannesi Björnssyni á Hofsstöðum hinn 9. maí 1912. Sama vorið hófu ungu hjónin búskap á Hofsstöðum í Viðvíkur- sveit. Var hinni ungu húsfreyju nokkur vandi búinn að taka við búsforráðum á fjölmennu stórbýli víðkunnu fyrir ríkidæmi og ráð- snilld eldri kynslóðarinnar, sem áfram átti þar heima. En þetta veittist Kristrúnu létt. Hún vann strax hylli tengdaforeldra sinna og annarra yngri sem eldri á heimil- inu og með stjórnsemi sinni og lagni í umgengni við fólk tókst henni að breyta heimilishögum og venjuum í nýtízku horf þeirra tíma. Um 20 ára skeið bjuggu þau hjónin, Kristrún og Jóhannes, góðu búi á Hofsstöðum, eignuðust þar sjö börn, sem enn eru öll á lífi, héldu við og juku reisn staðarins og nutu vinsælda og virðingar nær og fja;r. Á fyrstu tugum þessarar aldar voru mörg myndarheimili í Skagafirði rómuð um Húnaþing og víðar og voru Hofsstaðir þar í fremstu röð. Árið 1932 í dýpsta öldudal heimskreppunar verður breyting á högum þeirra Hofsstaðahjóna. Þau bregða búi og flytja til Reykjavíkur með börn sín öll. Var þá skarð fyrir skildi heimafyrir og hörmuðu Skagfirðingar brottför þessarar fjölskyldu. Það skarð, sem þau skildu eftir er enn ófyllt. Þessi örlagaríka ákvörðun mun hafa verið tekin barnanna vegna. Foreldrarnir voru samhent um, að veita þeim eins gott uppeldi og kostur var á. Tvö elztu börnin voru þegar komin í skóla, en öll voru þau vel gefin og líklegt, að þau vildu öll stunda skólanám. En að kosta sjö börn til náms í fjarlægð frá heimili var engum bónda kleift í tekjuleysi kreppuáranna. Var því óðalið yfirgefið og haldið áfram að settu marki í Reykjavík. Þar setti fjölskyldan fyrst saman heimili í leiguhúsnæði í Lækjargötu 6. Skömmu síðar keyptu þau hjón húsið Þingholtsstræti 31, þar sem þau bjuggu meðan börnin voru að vaxa upp, en fiuttu síðar á Bollagötu 3, þar sem þau bjuggu til hinstu stundar, en Jóhannes lézt hinn 31, ágúst 1967 nær áttræður. Frá því hann flutti til Reykjavík- ur, þar til hann lét af starfi fyrir aldurs sakir vann hann ætíð hjá sama fyrirtækinu, Áfengisverzlun ríkisins, lengst sem verkstjóri. Eg kynntist fyrst Hofsstaðafjöl- skyidunni persónulega, eftir að hún var flutt til Reykjavíkur. Ég hafði kynnst Birni, elztá syni þeirra Hofsstaðahjóna, tveimur árum áður, er við vorum skóla- bræður einn vetur á Akureyri. Er við hittumst í Menntaskólanum í Re.vkjavík veturinn 1932—33 urðu með okkur fagnaðarfundir og heimsótti ég hann oft á heimili foreldra hans. Þar var mér tekið af hlýju af húsráðendum og tókst þegar vinátta milii mín og fjöl- skyldunnar, sem haldist hefur síðan. Hofsstaðaheimilið, eins og það var jafnan kallað, er mér ógleymanlegt. Að búnaði öllum, gestrisni, veitingum og alúð hús- ráðenda var það dæmigert fyrir- myndarheimili á stórbýli í sveit. Húsfreyjan, Kristrún, var drottn- ingin í þessu fagra og vel skipu- lagða ríki og réði þar öllu án þess að nokkuð bæri á því, að hún þyrfti að beita valdi. Persónuleiki Kristrúnar, meðfædd stjórnsemi og hlýtt viðmót skóp henni vináttu og virðingu allra, sem henni kynntust. Hún var börnum sínum ágæt móðir, unni þeim heitt, hvatti þau til dáða og opnaði heimilið fyrir skólasystkinum þeirra og vinum. Eiginmaðurinn átti líka sinn mikla þátt í að móta heimitið. Hann var einbeittur í skapi og í senn háttvís, sanngjarn og réttsýnn drengskaparmaður, vel metinn ög vinsæll af þeim, er honum kynntust og bjó yfir léttri kímnigáfu. Þau hjónin voru með afbrigðum samhent, og með þeim og börnunum ríkti gagnkvæm ástúð og samhugur, sem er grund- völlur sannrar hamingju, sem hið glaðværa og góða heimili, sem að framan er lýst, endurspeglaði. Kristrún var kona fríð sýnum, lágvaxin og svaraði sér vel, fluggáfuð og hlaut í vöggugjöf það bezta, sem nokkrum hlotnast, heilsteypta skapgerð, sem ein- kenndist af bjartsýni, glaðværð, sanngirni og drenglund. Hún sá ætíð hið jákvæða í iífinu, tók mótlæti með hugprýði og ró, æðraðist aldrei og eyddi ekki tíma sínum í vol og víl, þótt eitthvað gengi úrskeiðis, heldur sneri sér ávallt að uppbyggingarstarfi, því að veita öðrum gleði og trú á framtíðina og lífið — trú á hið góða, sem í öllum býr. Kristrún var trúkona og sannkristin. Niðjar þeirra Hofsstaðahjóna + Úttör eiginmanns míns, fööur, sonar og bróöur, ÓMARS BRAGA INGASONAR, Skólabraut 18, sem lézt 26. ágúst, fer fram laugardaginn 2. september kl. 13 frá Akraneskirkju. Blóm vinsamlega afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hins látna, er bent á Slysavarnafélag íslands. Bára Guómundsdóttir og börn, Bára Eyfjörð og systkini hins látna. t Móöursystir okkar, KRISTÍN GUDMUHDSDOTTIR, Frá Hellissandi, sem lézt í Sjúkrahúsinu Stykkishólmi 25. þ.m. verður jarösungin frá Ingjaldshólskirkju laugardaginn 2. september kl. 2. Bílferö verður frá Umferöarmiðstööinni kl. 8 aö morgni laugardags og suöur aö kvöldi. Jón Júlíusson, Guómundur Júlíusson, Hrefna Júlíusdóttir, Þuríöur Júlíusdóttir, Þóróur Júlíusson. + Alúöar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför KRISTINS J. GUDNASONAR forstjóra Helga I. Kristinsdóttir Ólafur R. Magnússon, Ása Kristinsdóttir Svavar Björnsson, Ólafur Kristinsson, Auóur Linda Zebitz, og barnabörn. + Innilegar þakkir færum viö öllum sem sýndu okkur samúö og vinsemd viö andlát og minningarathöfn eiginkonu minnar og móöur okkar, HREFNU BJÖRNSDÓTTUR, Borgarvegi 21, Njarövík. Karl Pálsson, Kristrún Karlsdóttir, Ragnar Snssr Karlsson. eru margir. Börnin sjö eru þessi í aldursröð: Una, ekkja dr. Björns Sigurðssonár, læknis. Dr. Björn, efnaverkfræðingur og jarðvegs- fræðingur; starfaði lengi hjá Búnaðardeild Atvinnudeildar Há- skólans og síðar hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og vinnur nú að ýmsum hugðarefnum hér heima. Margrét, gift dr. Olafi Bjarnasyni, lækni og prófessor. Hólmfríður, gift Gísla Olafssyni, ritstjóra. Jósef Jón, kennari. Sigurður, yfirmaður gjaldeyris- deildar Seðlabankans, kvæntur Þórhöllu Gunnarsdóttur. Einar, læknir í Svíþjóð kvæntur sænskri konu, Marianne Carlsson. Barnabörnin og barnabarna- börnin eru nú 33 og niðjarnir alls 40. Börnin, tengdabörnin, barna- börnin og börn þeirra voru Krist- rúnu óþrjótandi gleðigjafi, enda vel gerð og hafa reynst, sem uppkomin eru, hinir mætustu borgarar, bæði að starfshæfni og mannkostum. Manndómur og sterk ábyrgðartilfinning þeirra Kristrúnar og Jóhannesar hafa erfst mjög til afkomendanna. Ætíð var heimili þeirra Hofs- staðahjóna og síðar Kristrúnar, eftir lát Jóhannesar, samkomu- staður fjölskyldunnar. Alúð ættmóðurinnar dró að sér yngstu einstaklingana, börnin, sem voru augasteinar ömmu og langömmu og glöddu hana með nærveru sinni. Kristrún Jósefsdóttir var gæfu- kona. Hún giftist ágætum manni og lifðu þau saman í ástríku hjónabandi í 55 ár. Þau eignuðust sjö börn, sem þeim tókst að veita það uppeldi, sem þau kusu sér, og fórnuðu fyrir óðali sínu. Þeim tókst allt vel, sem þau tóku sér fyrir hendur. Ég er viss um að Kristrún þakkaði það handleiðsiu Guðs. Með Kristrúnu er gengin ein merkasta húsfreyjan, sem ég hef kynnst, af aldamótakynslóðinni, sem hélt menningararfi sínum í heiðri til hinstu stundar, en sú kynslóö með bjartsýni sinni og dugnaði lyfti íslenzku þjóðinni úr fátækt og umkomule.vsi til þeirrar velmegunar, sem hún býr við í dag. Hlutur Kristrúnar í því starfi var mikill. Ég þakka Kristrúnu og fjölskyldunni allri vináttu liðinna ára og votta öllum aðstandendum hennar samúð mína. Þótt henni væru umskiptin án efa kærkomin, svo háaldraðri, sem hún var, þá ríkir ávallt söknuður við brott- hvarf ástríkrar formóður. Blessuð sé minning Kristrúnar Jósefsdóttur. Ilalldór Pálsson. + Móðir okkar JÓNA JÓNSDÓTTIR KÖTLUFELLI 7. andaðist aö Hrafnistu 31. ágúst Svava Jónsdóttir Ágústa Rafnar Gísli Jónsson Kristjana Jónsdóttir Haraldur Jónsson. + Eiginkona mín, móöir okkar og fósturmóöir, GUÐBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR, frá Stóra Knarrarnesi til heimilis aö Álfheimum 11, andaöist aö morgni 31. ágúst í Hafnarbúöum. Marteinn Ólafsson og börn. + Eiginmaöur minn og faöir okkar JÓN KRISTINN PÉTURSSON Skarfholti Miöfírði V-Hún. verður jarösettur á Melstaö laugardaginn 2. september kl. 2. Jóhanna Björnsdóttír og börn. + Eiginkona mín GUDNÝ EINARSDÓTTIR hústreyja, Fremri-Brekku, Dalasýslu, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 5. sept. kl. 13.30. Lárus Daníelsson, börn og tengdabörn. + Inniiegar þakkir til allra, er auösýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför systur okkar, ÞÓRUNNAR PÉTURSDÓTTUR, sjúkrabjálta, Aóalheiður Pétursdóttir, Sigríöur Pétursdóttir, Karl Pétursson og aórir aóstandendur. + Okkar beztu þakkir fyrir auösýnda samúð viö fráfall og útför eiginkonu, móöur, tengdamóöur og ömmu. AGNESAR PÁLSDÓTTUR, Dúfnahólum 2. Helgi Guómundsson, Erla Pálsdóttir, Höröur Hjartarson, Jóhann Helgason, Nanna Ragnarsdóttir, Hrafnhildur Helgadóttir, Jón Bryngeirsson, Kristbjörg Helgadóttir, Már Gunnpórsson Sævar Helgason og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.