Morgunblaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1978 25 U' I k í fréttum + Maraþonsundkonan Diana Nyad, sem fyrir skömmu varð að gefast upp úrvinda af þreytu er hún ætlaði að synda frá Kúbu til Flórida, hefur sagt frá því í blaðaviðtali, að hún ætli að reyna aftur að synda þessa leið. — Hún sagði sér það nokkra huggun harmi gegn, að annarri maraþon- sundkonu, Stellu Taylor, mistókst sundraun — en hún ætlaði að synda frá Bahama til Florída. — Ætla að hjóla á Olympíu- leikana í Moskvu + Sextán Kaupmannahafn- arbúar hafa tekið sig saman um að fara í „hóp- ferð“ hjólandi til Moskvu á Olympfuleikana þar eftir tvö ár. Eru æfingar þegar hafnar. Eru hjólreiða- kapparnir á aldrinum 16 til 60 ára. Leiðin frá Kaup- mannahöfn til Moskvu er um 3000 km. Ætla Danirnir að vera einn mánuð á leiðinni austur, og gera ráð fyrir að hjóla ca. 150 km leið á dag. Hugmyndin fæddist fyrir tveimur árum. Hér eru nokkrir úr hópnum á æfingu, en meðal hinna 16 eru tvær konur. + Brezka poppstirnið Rod Stewart ku ekki hafa orðið þunglyndi að bráð er upp úr slitnaði hjá honum og Britt Ekland. Hann er hér kominn með nýtt konuefni upp á arminn. — Hún er nú ekki alveg ósjóuð sjálf, var gift áður, dægurlagasöngvaranum George Hamilton. — Fyrrum frú Hamilton heitir reyndar Alina. + Það er engu líkara en það hafi ekki gerzt að Vesturlandakonur giftist austur fyrir járntjald fyrr en Kristina Onassis giftist í Moskvu nú í sumar. Kunnasta ljóðskáld Sovétrfkjanna er giftur enskri konu, Jan Butler, og fluttizt hún austur til bónda síns fyrir 5 mánuðum. Hún er 26 ára, vann við bókaútgáfufyrirtæki. Þar sem hjartað þitt er, þar áttu heima, hafði hún sagt í blaðasamtali fyrir nokkru, á heimili sínu í Moskvu. Þar var þessi mynd tekin af Jan yfir pottunum f eidhúsi hennar. Náttúruvernarsam- tök Vestfjarða funda JARÐFRÆÐI Hornstranda og Jökulfjarða ásamt kynningu á verksviði náttúruverndarráðs eru meðal dagskrárliða á aðalfundi vestfirskra náttúruverndarsam- taka, sem haldinn verður að Klúku í Bjarnarfirði í Strandasýslu 2. og 3. september n.k. Frummælendur verða- Leifur Símonarson jarð- fræðingur og Vilhjálmur Lúðvíks- son efnaverkfræðingur. Auk þess- ara forvitnilegu erinda verður farin ferð norður Strandasýslu, skoðuð verða helztu náttúruundur sýslunnar undir leiðsögn heima- manna. Rútuferð verður frá ísafirði á föstudag 1. sept. kl. 16, en á Klúku verður hægt að fá svefnpokapláss og fæði. Félagsmenn og aðrir áhugamenn eru hvattir til að koma á fundinn og taka með sér gesti. Reykhólaskóli aftur fokheld- ur í haust? Miðhúsum, 30. ágúst. MIKILL áhugi ríkir hér á því að endurbyggja skólahúsið á Reyk- hólum sem brann fyrir skömmu nær fullbyggt og er rætt um það að reyna að gera það fokhelt aftur í haust. Enda er það nauösyn því aðstaða öll er mjög erfið í skólastarfinu og brýn þörf að úr rætist eins fljótt og unnt er. —Sveinn i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.