Morgunblaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 32
AK.LYSIViASIMINN KH: 22480 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1978 Þrír þingmenn með strangan fyrirvara FJÓRTÁN sátu hjá við atkvæða- Kreiðsluna í flokksstjórn Alþýðu- flokksins í fyrrinótt um myndun vinstri stjórnarinnar cn stjörnarað- ildin var samþykkt með 30 atkvæð- um gegn 12. Enginn þingmanna flokksins sat hjá, en auk þess sem þrír greiddu atkvæði gegn; Bragi Sigurjónsson, Sighvatur Björgvinsson og Vilmund- ur Gylfason, höfðu a.m.k. þrír þing- menn strangan fyrirvara á samþykki sínu; Árni Gunnarsson, Eiður Guðna- son og Jóhanna Sigurðardóttir. Auk þingmanna greiddu Gylfi Þ. Gíslason og Bragi Jósepsson m.a. atkvæði gegn stjórnaraðild. Fyrirvari Árna Gunnarssonar var sá að ef ekki yrði á fyrsta ríkisstjórnarfundi bókað að ríkisstjórnin tæki upp tiltekin atriði í efnahagsstefnu næsta árs þá styddi hann ekki stjórnina. Jóhanna Sigurðardóttír hafði sama fyrirvara og einnig þann að formennska utanríkismálanefndarinnar yrði ekki í höndum Alþýðubandalags og sama fyrirvara hafði Eiður á sínu sam- þykki. Ólafur Jóhannesson formaður Framsóknarflokksins gekk um hálfellefuleytið í gærmorgun á fund forseta íslands í Stjórnarráðinu og tilkynnti honum að sér hefði tekizt að mynda ríkisstjórn, sem nyti meirihlutafylgis á Alþingi. „Ég tilkynnti forsetanum að þetta hefði tekizt og að ég væri tilbúinn, verkaskipting ákveðin og við tilbúnir á ríkisráðsfund „Hinir sfðustu verða stundum á morguh," sagði Ólafur eftir fundinn með forsetanum, fyrstir.“ Viðtal við Ólaf bls 12. Vilja alls ekki „frystingu” GREINILEGUR ágreiningur er rikjandi innan verkalýðsforystunn- ar i' afstöðunni til launamálastefnu vinstri stjórnarinnar. Fram kemur f viðtali við Guðmund Hallvarðsson gíldi Starfsmenn borg- arinnar fá óskert ar verðbætur fullu gildi um n.k. áramót og gengur félagið út frá því að öllu starfsfólki borgarinnar verði frá þeim tíma greiddar óskertar verðbætur sam- kvæmt ákvæðum kjarasamninga, að því er Þórhallur Halldórsson for- maður félagsins tjáði Mbl. Miklar umræður urðu á fundi ASI. Snorri Jónsson framkvæmdastjóri ASÍ og Eðvarð Sigurðsson formaður Dagsbrúnar höfðu þar forgöngu um að leggja málið fyrir fundinn. Atkvæðagreiðsla um ályktunina fór þannig, að 57 greiddu atkvæði með ályktuninni, 27 sátu hjá og 1 var á móti, Guðmundur H. Garðarsson. Sjá viðtai við Guðmund H. Garðarsson bls 2 og ályktun ASÍ á bls. 8. formann Sjómannafélags Reykja- vikur að sjómenn geti alls ekki fallizt á ýmis ákvæði f launamála- stefnu vinstri stjórnarinnar og beri þar hæst. að ekki sé stafkrók að finna um nýtt fiskverð og að sjómenn geti alls ekki sætt sig við „frystingu“ samninga til 1. desem- ber á næsta ári. Það kom fram hjá Guðmundi að allir fulitrúar Sjómannasambands íslands hefðu greitt atkvæði á móti þessu á fundi ASÍ í dag. Þá kom fram í viðtali við Björn Þórhallsson formann Landssambands íslenzkra verzlunarmanna að verzlunarmenn geti á engan hátt sætt sig við „frystingu" samninga á næsta ári á sama tíma og verzlunarmenn vanti allt að 60% launahækkanir til að standa jafnfætis BSRB mönnum við sömu störf. Sjá bls. 8 og 11. Stjórnar- skipti í dag Stjórnarskipti verða í dag. Forseti íslands heldur ríkisráðs- fund að Bessastöðum klukkan 11 þar sem ríkisstjórn Geirs Hall- grímssonar verður veitt lðusn frá störfum og klukkan 15 heldur forsetinn annan ríkisráðsfund, þar sem ríkisstjórn Ólafs Jóhannes- sonar tekur við völdum BSRB: Samningar vegna vísitöluþaks FORMANNAFUNDUR Bandalags starfsmanna ríkis og bæja samþykkti seint í gærkvöldi ályktun, þar sem fagnað er að lögin um ráðstafanir í efnahagsmálum eru afnumin en jafnframt bent á að kjarasamningar séu ekki komnir að fullu i' gildi. þó að hugmyndir vinstri stjórnar f þessum efnum nái fram að ganga, og þar sé gert ráð fyrir vísitöluþaki, sem BSRB sé andvígt. Fyrr í gærdag samþykkti samciginlegur fundur miðstjórnar Alþýðusambandsins og landssambanda þcss ályktun þar sem kemur fram að fundurjnn lýsir sig samþykkan þeirri jákvæðu afstöðu, sem miðstjórnin hafði áður tekið til hugmynda flokkanna sem þá stóðu í vinstri viðræðum. og samþykkti fundurinn að leggja til við aðildarsamtök ASÍ að þau framlcngi kjarasamninga sína í eitt ár. Formannafundur BSRB stóð fram undir kl. 11 í gærkvöldi og sam- kvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk var í lok fundarins samþykkt ályktun með 48 atkvæði gegn 1 og eru helztu efnisatriði hennar að fagnað er að lögin um efnahagsráð- stafanir eru afnumin en hins vegar bent á að kjarasamningar séu ekki komnir að fullu í gildi og gert sé ráð fyrir vísitöluþaki, sem BSRB sé andvígt. Aftur á móti er það metið mikils að breytt verði lögum um samningsrétt á þann hátt, sem fram hefur komið hjá flokkunum sem að nýrri ríkisstjórn standa og bent á að gengið verði frá lagabreytingu þar að lútandi hið fyrsta en BSRB muni síðan beita sér fyrir framlengingu samninganna óbreyttra án áfanga- hækkana til 1. desember 1979. Á fundi BSRB kom fram að Starfsmannafélag Reykjavíkurborg- ar telur sig hafa kjaralega sérstöðu, sem felist í því að Reykjavíkurborg hafi tekið þá ákvörðun í júní s.l. að kjarasamningur félagsins taki að ekkií Óryggismálanefndin undir forsætisráðherra ekki utanríkisráðherra Benedikt: Flugstödin mun rísa Lúðvík: Engarnýjar framkvæmdir HVER verða iirliig fyrirhugaðr- ar flugstöðvarbyggingar á Keflavíkurflugvelli i' Ijósi utan- ríkismálaákvæðisins í sam- starfsyfirlýsingu hinnar nýju vinstri stjórnar? Um það eru íorsvarsmenn Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins ekki á eitt sáttir. Benedikt Gröndal staðhæfði í samtali við Mbl. í ga-rkvöldi að flugstiiðvarbygg- ingin mundi rísa en Lúðvík Jósepsson formaður Alþýðu- bandalagsins nefndi það fyrst allra atriða sem dæmi um athyglisverðan þátt í utanríkis- málayfirlýsingunni. að þar væri því lýst yfir að ekki kæmu til greina neinar nýjar meiri- háttar íramkvæmdir á svæði varnarliðsins. I>á er nú einnig komið á daginn. að öryggis- málanefnd sú. sem sett verður á laggirnar samkvæmt sam- starfsyfirlýsingunni og tölu- verðar deilur hafa orðið um milli Alþýðuflokks og Alþýðu- handalags. fellur undir forsæt- isráðuneyti en ekki utanríkisráðuneytið. I samtali við Mbl. í gærkvöldi lagði Lúðvík Jósepsson formað- ur Alþýðubandalagsins á það áherzlu að frá sjónarmiði al- þýðubandalagsmanna hefðu náðst fram mikilsverð atriði og nefndi hann þar fyrst að sam- kvæmt samstarfsyfirlýsingunni kæmu ekki tii greina neinar nýjar meiriháttar framkvæmdir á svæði varnarliðsins, ekki væri hægt að breyta stefnunni í utanríkismálum án samþykkis bandalagsins og að sett yrði á laggirnar nefnd til að gera úttekt á öryggismálum og ítrek- aði Lúðvík að nefnd þessi væri á vegum ríkisstjórnarinnar allr- ar og flokkaðist ekki undir utanríkisráðherra heldur for- sætisráðherra. Mbl. spurði Benedikt Gröndal, sem tekur við embætti utan- ríkisráðherra í dag, hvernig hann liti á fyrirhugaða flug- stöðvarbyggingu í ljósi sam- starfsyfirlýsingarinnar. Bene^ dikt sagði, að flugstöðvarbygg- ingin væri islenzk^íramkvæmd og mannvirki og enda þótt staður sá, sem henni hefði verið valinn, væri nú innan varnar- liðssvæðisins, hefði alltaf verið ráð fyrir því gert að um leið og flugstöðin risi, yrði varnarsvæð- inu breytt, algjör aðskilnaður yrði milli hins alþjóðlega flugs um flugvöllinn og starfsemi varnarliðsins þar og flugstöðin yrði þannig fyrir utan sjálft varnarsvæðið. Benedikt stað- festi að öryggismálanefndin félli ekki undir ráðuneyti hans heldur ríkisstjórnina alla og það þýddi embætti forsætisráð- herra. Nefnd þessi væri í reynd hugmynd um fræðslustofnun eða upplýsingabanka, sem safn- aði og dreifði vitneskju varðandi öryggismál og leitaðist við að örva málefnalega umræðu um þessi mál, en nefndin kæmi framkvæmd utanríkismála ekk- ert við fremur en guðfræðideild- in starfsemi biskupsskrifstofu. Sjá viðtöl við Lúðvík og Benedikt á bls. 10 og 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.