Morgunblaðið - 02.09.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.09.1978, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR OG LESBÓK Vinstri stjórn tók við völdum í gær VINSTRI stjórn undir forsæti Ólafs Jóhannessonar formanns Framsóknarflokksins tók í gær við af ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar, sem veitt var lausn frá störfum. Hin nýja ríkisstjórn er samsteypustjórn Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags og eiga sæti í stjórninni níu ráðherrar eða einum fleiri heldur en í fráfarandi ríkisstjórn. Ríkisstjórn Geirs Hallgríms- sonar kom saman til síns síðasta rikisstjórnarfundar í Stjórnar- ráóshúsinu kl. 10 í gærmorgun en klukkan 11 hófst ríkisráðsfundur á Bessastöðum þar sem forseti íslands veitti ráðuneyti Geirs Hallgrímssonar lausn írá störf- um. Að loknum ríkisráðsfundi buðu forsetahjónin fráfarandi ráðherrum og konum þeirra til hádegisverðar. Ráðherrarnir níu. sem skipa hina nýju ríkisstjórn, komu til Bessastaða kl. 15 í gær en þar hófst þá íyrsti ríkisráðsfundur forseta og hinnar nýju stjórnar. Á þeim fundi skipaði forseti íslands Ólaf Jóhannesson til þess að vera forsætisráðherra og með honum átta aðra ráðherra. Jafn- framt var gefinn út úrskurður um skipun og skiptingu starfa ráðherranna. Þá staðfesti forseti íslands bráðabirgðalög um niður- færslu verðlags og verðlagsvísi- tölu í september 1978. Að loknum rikisráðsfundinum héldu nýju ráðherrarnir í ráðuneytin og hittu þar fráfarandi ráðherra um kl. 16.30. Samstjórn Framsókiiarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubanda- lags hefur einu sinni áður setið að völdum en það var ráðuneyti Ilermanns Jónassonar sem sat frá í júlí 1956 og þar til í desember 1958. RÍKISSTJÓRN Geirs Ilallgrímssonar kom saman til síns síðasta ríkisráðsfundar með forseta íslands á Bessastöðum í gærmorgun. Lj«sm. Gunnar g. ViKfúss,,n. Sjá Einn kemur þá annar fer á bls. 16 og 17. Harðnandi and- staða gegn stjóm- inni í Danmörku Kaupmannahöfn. 1. septembcr. — Frá fróttaritara Mbl. Lars RanKKaard. „BRÆÐRALAG jafnaðarmanna og hins stórkapítalíska Vinstri- flokks“. eins og nýja samsteypu- stjórnin í Danmörku heitir á máli ýmissa verkalýðsfélaga í landinu, á við mjög harkalega andstöðu að etja, og hafa danska alþýðusam- bandið og formaður þess, Thomas Nielscn, fengið mun eindregnari stuðning frá einstökum félögum og vinnustöðum f baráttunni gegn henni en búizt var við í upphafi. Þannig hafa til dæmis samtök málara og ölgerðar- manna, sem hvortveggja eru öflug stéttasamtök, skorað ein- dregið á alþýðusambandið að ekki verði látið sitja við orðin tóm, heldur gripið til harkalegra aðgerða og herferð skipulögð til að fella stjórnina. Mótmælaverkföll eru víða hafin og búizt er við að þau muni breiðast út næstu daga. Samtök byggingarmanna í Kaupmanna- höfn, sem eru með um 20 þúsund manns innan sinna vébanda, efndu* í dag til mótmælafundar fyrir framan Kristjánsborgarhöll. Ríkisstjórnin lagði í dag fram á þingi frumvarp um verðstöðvun og 2% hækkun á virðisaukaskatti, sem þá yrði eftirleiðis 20%. Danska krónan átti í vök að verjast á gjaldeyrismarkaði í dag, og hafa sögur um gengisfellingu fengið byr undir báða vængi. Fjármálaspekingar segja að ekki þurfi meiriháttar aðgerðir stjórn- valda til að styrkja krónuna, og hinn nýi utanríkisráðherra og leiðtogi Vinstri-flokksins, Henn- ing Christophersen, harðneitaði í dag að gengisfelling væri í aðsigi, og sagði að hér væri um að ræða fáránlega hugmynd. RÍKISSTJÓRN Ólafs Jóhannessonar á sfnum fyrsta ríkisráðsfundi með forseta íslands á Bessastöðum í gær. Ánægja hjá NATO með lok stjórnarkreppu á íslandi Flosnar upp innan hálfs árs — segir Arbeiderbladet um stjórnina BrilsKel, Ósló, 1. septcmber, AP <>K Jan Erik Lauré. fréttaritari Mbl. TALSMENN NATO í aðal- stöðvum handalagsins í Briissel lýstu í dag yfir ánægju sinni með lausn stjórnarkreppunnar á íslandi og þær lyktir mála að með forsæti í nýrri ríkisstjórn og. stjórn utanríkismála fari leiðtogar flokka, sem styðji aðild landsins að NATO. Haft var eftir hátt settum embættis- mönnum í hækistöðvunum að hefði kommúnistum hins vegar verið falið að gegna „viðkvæm- um ráðherraemba>ttum“ kynni svo að hafa farið að bandalagið hefði neyðzt til að stöðva mikilvægar hernaðarlegar upp- lýsingar. sem fslenzk stjórn- völd fá í hendur sem aðili að bandalaginu undir vcnjulcgum kringumstæðum, en slfkar ráð- stafanir voru gerðar er vinstri stjórn með aðild kommúnista var við völd í Portúgal 1974-75. Arbeiderbladet. helzta mál- gagn stjórnar norska Verka- mannaflokksins, hefur það eft- ir „áreiðanlegum heimildar- mönnum" sfnum íslenzkum að hin nýja stjórn Ólafs Jóhannes- sonar flosni upp innan hálfs árs vegna ágreinings um lausn efnahagsvandans. Arbeiderbladet var eina norska blaðið, sem í dag birti sjálfstæða grein um stjórnar- myndunina á íslandi, en aðrir fjölmiðlar í Noregi hafa stuttar frásagnir eftir íslenzkum frétta- riturum hinna stóru alþjóðlegu fréttastofnana. Viðbrögð vegna stjórnar- myndunarinnar hafa ekki borizt annars staðar frá enn sem komið er, en það var haft eftir ónafngreindum heimildarmanni í Brussel, að varðandi öryggis- mál hafi bandalagið til þessa aðeins átt samskipti við forsæt- is- og utanríkisráðuneyti, og séu málefni Atlantshafsbandalags- ins venjulega ekki rædd innan ríkisstjórnarinnar, þar sem Alþýðubandalagið, sem sé að hluta til kommúnískur flokkur, fari nú með stjórn viðskipta-, mennta- og iðnaðarmála. Hafa forsvarsmenn bandalagsins ekki viljað tjá sig um stjórnmála- þróunina á' Islandi meðan á stjórnarkreppunni stóð, auðsjáanlega til að girða fyrir að slík ummæli gætu haft áhrif á gang máia.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.