Morgunblaðið - 02.09.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.09.1978, Blaðsíða 2
MOÍtGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1978 Lannamálaráð Bandalags háskólamanna: Sigri launþegahreyf- ingarinnar í land- inu gloprað niður „NÚ í BYRJUN septembermánaðar eru boðuð ný kaupránslög og krafan cr því enn sem fyrn Kjarasamningana "í gildi,“ segir í samþykkt, sem launamáiaráð Bandalags háskólamanna samþykkti í gær. Segir þar ennfremur, að Launamálaráð BIIM lýsi ábyrgð á hendur þeim umboðsmönnum launþega, jafnt hinum faglegu sem pólitísku umboðsmönnum, sem nú standi að þvf að glopra niður þeim sigri launþegahreyfingarinnar í landinu sem nú var innan seilingar og launþegar hefðu svo samstiga barizt fyrir. Ályktun launamálaráðs BHM er stendur það meginatriði samt svohljóðandi: „Hinn 1. marz 1978 skipuðu launþegasamtökin í land- inu, þ.á m. opinberir starfsmenn innan BHM, sér í órofa fylkingu um kröfuna: Kjarasamningana í gildi. Hinn 7. maí s.l. kröfðust launþegar þess enn að kaupráns- lögin yrðu afnumin og kjarasamn- ingarnir tækju gildi. Nú í byrjun septembermánaðar eru boðuð ný kaupránslög og krafan er því enn sem fyrr: Kjarasamningana í gildi. Krafa þessi er enn jafn brýn og fyrr, því þótt ríkisvaldið hafi nú tvívegis hopað um skref frá kaupránslögunum í febrúar, óbreytt, að seilst er inn á svið hins frjálsa samningsréttar og eigi aðeins kauplagi heldur og gerð og innihaldi kjarasamninga raskað með þvingunarlöggjöf. Launamálaráð BHM lýsir á- byrgð á hendur þeim umboðs- mönnum launþega, jafnt hinum faglegu sem pólitísku umboðs- mönnum, sem nú standa að því að glopra niður þeim sigri launþega- hreyfingarinnar í landinu sem nú var innan seilingar, sigri sem launþegar höfðu svo samstiga barist fyrir, sigri, sem haft hefði víðtækt fordæmisgildi um langa framtíð. En nú er að reyna að bjarga því sem bjargað verður. Baráttan gegn lögþvingunum og fyrir friðhelgi kjarasamninga verður að halda áfram. I því skyni munu opinberir starfsmenn innan BHM leita samvinnu við önnur tiltæk laun- þegasamtök. í því skyni mun BHM leita eftir viðræðum og samvinnu við hina nýju ríkisstjórn, í trausti þess að síðari verk hennar verði eigi jafn hrapalleg og hið fyrsta." Framleiðsla ofna er hafin á ný hjá Ofnasmiðju Suðurlands. Ljósm.t Georg. Ofnasmiðja Suðurlands hefur starfsemi á ný Lodnuaflinn ord- inn 120 þús. lestir MJÖG góð loðnuveiði var á miðvikudag og fimmtudag, en í fyrrinótt brældi á miðunum norður af landinu og dró þá nokkuð úr loðnuveiðinni, en frá því á miðvilytfdagskvöld fram til kl. 16 í gær tilkynntu 25 skip afla samtals 15370 lestir. Af þessum afla fóru 10 þús. lestir til Austfjarða, þar sem þrær í verksmiðjum á Suður og Norður- landi voru að mestu leiti fullar. Skipin. sí*m tiikynntu afia, eru þessi, Gfsli Árni RE 620 lestir, Bjarni Ólafsson AK 1000. f’étur Jónsson RE 670. Húnaröst ÁR 600. Seley Sll 430. Grindvfkingur GK 1100. Árni Sigurður AK 850. Eldborg GK 570, Súlan EA 780, Iluginn VE 570, Víkingur AK 1400. Skírnir AK 440, ísleifur VE 450. Helga 2. RE 540. Albert GK 570. Gjafar VE 200. Faxi GK 200. Rauðsey AK 550, Ilelga RE 280. Ssebjörg VE 500. Jón Kjartansson SU 900, Skarðsvík SH 450, Loftur Baldvinsson EA 720. Helga Guðmundsdóttir BA 600 og Jón Finnsson GK 580 lestir. Heildarloðnuaflinn á sumar og haust- vertíðinni mun nú vera kominn yfir 120 þús. lestir ok aflahæsta skipið er Sigurður RE. sem búinn er að fá rösklega 6000 lestir. Seldu Ólafi sjálfdæmi um skiptinguna RÁÐHERRAÚTNEFNING Fram- sóknarrlokksins gekk fljótt og vel fyrir sig eins og Mbl. hefur skýrt frá. Ljóst var að Olafur Jóhannes- son yrði forsætisráðherra og Steingrímur Hermannsson mun hafa óskað eftir því að fara ekki í fjármálaráðuneytið, sem hins vegar hafi af ýmsum ástæðum ekki hentað Tómasi Árnasyni illa þótt reynslan sýni að það embætti sé ólíklegt til vinsælda. Þeir Steingrímur og Tómas seldu Ólafi sjálfdæmi um skiptingu ráðherra- embættanna sem ekki hefur verið erfið þraut samkvæmt framan- sögðu en þó mun Steingrími hafa komið það þægilega á óvart að fá dómsmálin. Honum er tryggður reyndur aðstoðarmaður, þar sem er Eiríkur Tómasson, sonur Tóm- asar Árnasonar. Hveragerði 1. september OFNASMIÐJA Suðurlands hefur nú tekið til starfa á ný í nýju húsnæði að Austurmörk 11, en sem kunnugt er brann húsnæði fyrirtækisins fyrir skömmu. Fyr- irtækið er þegar byrjað að afgreiða pantanir og er rekstur þess nú sem óðast að færast í venjulegt horf. Þá hefur verið opnað nýtt bifreiðaverkstæði hér í Hvera- gerði. Nefnist það Bifreiðaverk- stæði Bjarna og er til húsa að Austurmörk 11. Annast það allar almennar bifreiðaviðgerðir ásamt hjólbarðasölu og ljósastillingum. Starfsmenn eru þrír. Dollar í rúm- lega 306 krónur HINIR'nýju valdhafar, ríkisstjórn Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks, hafa ákveðið að gengi íslenzkrar krónu skuli fellt um 15%. Þessi breyting hefur í för með sér 17,6% hækkun erlends gjaldeyris. BandaríkjadoHar mun þá kosta rúmlega 306 krónur, en kostaði hinn 25. ágúst, er hætt var gengisskráningu, rúmlega 260 krónur. Sterlingspund. sem kostaði rúmlega 500 krónur, fer upp í 588 krónur eða rúmlega það. „Þurfum róttækarí uppskurð í efnahags- og þjtiðfreLsismálum” Greiddu atkvæði gegn myndun vinstristjómar á fiokks- ráðsfimdi Alþýðubandalagsins MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær samband við tvo flokksráðs- meðlimi Alþýðubandalagsins, Svövu Jakobsdóttur og Ásmund Ásmundsson, og innti eftir umsögn þeirra vegna atkvæða- greiðslu á flokksráðsfundi um þátttöku í ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar, en þau greiddu bæði atkvæði á móti þátttöku í þeirri rikisstjorn sem nú hefur tekið við völdum. en í viðtali við Vísi í gær sagði Kjartan Ólafs- son alþingismaður og ritstjóri Þjóðviljans að hann gæfi engar yfirlýsingar um að hann styddi þessa ríkisstjórn til hvers sem væri, en hann kvaðst myndu verja hana vantrausti. Svava Jakobsdóttir alþingis- maður Alþýðubandalagsins sagð- ist hafa greitt atkvæði á móti þessari stjórnarmyndun vegna þess að hún hefði viljað ná fram meiru af baráttumálum Alþýðu- bandalagsins en náðist, „bæði róttækari uppskurði í efnahags- lífinu en unnt er að ná fram með þessum samstarfsflokkum og í þjóðfrelsismálum, sérstaklega herstöðvamálinu. Hins vegar treysti ég því að þessi ríkisstjórn geri vel í þeim verkefnum sem hún hefur fyrst og fremst tekið að sér að leysa og ég styð hana í þeim málum sem til heilla horfa fyrir launafólk í landinu." „Samtök herstöðvaandstæð- inga taka ekki ábyrgð á Alþýðu- bandalaginu í herstöðvamálinu fremur en öðrum flokkum," sagði Ásmundur Ásmundsson formað- ur miðnefndar Herstöðvaand- stæðinga í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi, er hann var spurður álits á þeim málefna- samningi vinstri stjórnarinnar að halda óbreyttri stefnu fráfar- . ■» andi ríkisstjórnar í utanríkis- og varnarmálum. „Við munum halda ótrauðir áfram baráttu okkar, en samtök- in fella ekki neina dóma yfir ákvörðun Alþýðubandalagsins þótt þau harmi það' að þessi ríkisstjórn hafi tekið þessa af- stöðu í herstöðvamálinu. Okkar barátta er þjóðfélagsbarátta, en ekki þingræðisbarátta þótt slíkt geti farið saman." Ásmundur á einnig sæti í flokksráði Alþýðubandalagsins, en úrslit atkvæðagreiðslu á fundi flokkráðs um stjórnarþátttöku urðu þau að 104 greiddu atkvæði með stjórnarþátttöku en 19 voru’ á móti. „Ég var einn af þessum 19,“ svaraði Ásmundur aðspurður „fyrst og fremst vegna afstöð- unnar til herstöðvamálsins og einnig vegna þess að mér finnst persónulega ekki nógu vel búið að Svava Kjartan Ásmundur ganga frá ýmsum þáttum í efnahagsmálum eins og eðlilegt hefði verið, þótt ég hins vegar treysti okkar mönnum til þess að bærilegar lausnir náist og einnig kemur ýmislegt fleira til sem ekki er hægt að tjá sig um í síma.“ Ég geri þær kröfur til ríkis- stjórna sem minn flokkur tekur þátt í að gerður sé uppskurður á a.m.k. einhverjum grundvallar- meinsemdum okkar þjóðfélags. Ef það er ekki gert þá er eins víst að við hjökkum í sama farinu og að ýmsar þjóðfélagsúrbætur svo sem eins og í efnahags- og kjaramálum verði ekki merkjan- legar þegar til lengdar lætur. Sá vandi, sem við nú glímum við, á sér rætur í þjóðfélagsgerð okkar og þess er ekki að vænta að vinnandi fólk í landinu hafi varanlegan ávinning nema að henni sé breytt. Hér á ég fyrst og fremst við stjórn efnahagsmála svo og ekki síður ýmis utanað- komandi áhrif sem bandaríski herinn og Nato og erlendar fjármálastofnanir hafa á íslenzkt þjóðfélag. Það er hins vegar ljóst að stjórnarsáttmáli þessarar ríkisstjórnar verður tekinn til endurskoðunar innan eins árs eða svo og þá leitazt við að gera hann víðtækari. Ég á von á því að lokinni þeirri endurskoðun að stefnu míns flokks gæti þá meir í stjórnarsáttmálanum en nú er.“ Þessir reikningar, sem hér eru birtir, eru framkvæmdir með þeim hætti að gjaldmiðillinn er hækkaður um 17,6%, en innbyrðis breyting milli gjaldmiðlanna á erlendum gjaldeyrismörkuðum getur þó haft einhver áhrif og breytt endanlegum niðurstöðum. Samkvæmt þessu hækkar dönsk króna úr 46,68 krón- um í 54,90 krónur, norsk króna úr 49,26 í 57,93 og sænsk króna úr 58,27 í 68,53 krónur. Þýzkt mark hækkar úr 129,14 krónum í 151,86, pesetar úr 3,50 í 4,12 krónur og japönsk yen úr 1,35 krónum í 1,59 krónur. Formleg ákvörðun um gengis- breytinguna verður tekin af Seðla- banka Islands og er þess að vænta að nýtt gengi taki gildi eftir helgina, en þá munu gefin út bráðabirgðalög um ráðstafanir vegna breytingar á gengi íslenzkrar krónu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.