Morgunblaðið - 02.09.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.09.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1978 3 Keflavíkurflugvöllur: Óvissa ríkir um bygg- ingu flugstöðvarinnar Dansku hu>;mvndin að fluKstöðinni á Kcflavi'kurfluKvolli. ÓVTSSA ríkir um bygginRU fyrirhugaðrar flugstöðvar á Keflavíkurflugvclli fyrir utan- iandsflugið vcgna mismunandi túlkunar tveggja stjórnar- fiokka. Alþýðuflokks og Al- þýðuhandalags, á ákvaxlum um utanrikismál í samstarfsyfir- lýsingu hinnar nýju ríkis- stjórnar. Flugstöðin cr innan sjálfs varnarsvæðisins á Kefla- víkurflugvelli en í samstarfsyf- irlýsingunni er kveðið á um. að ekki skuli ráðizt f neinar meiriháttar framkvæmdir á því svæði og stendur Alþýðubanda- lagið fast á þessu orðaiagi. Benedikt Gröndal utanríkis- ráðherra hefur hins vegar lýst yfir. að hann líti á flugstövar- bygginguna sem íslenzka fram- kvæmd og eitt markmið með hyggingu hennar sé aðskilnað- ur utanlandsflugsins og starf- semi varnarliðsins. I vor gerði Einar Ágústsson fráfarandi utanríkisráðherra fyrir hönd íslenzku ríkisstjórn- arinnar samkomulag við banda- rísk stjórnvöld, þar sem kveðið er á um aðild Bandaríkjanna að byggingu flugstöðvarinnar. í bókuninni um þessar viðræður segir svo: „Ríkisstjórn Banda- ríkjanna mun leitast við að finna leið til þess að vinna að því í samvinnu við íslenzku ríkisstjórnina að skilja að svæði þau, þar sem rekstur farþega- flugs og starfsemi varnarliðsins fer fram. Ríkisstjórn Bandaríkj- anna mun taka þátt í byggingu nýrrar farþegaflugstöðvar eftir því sem fjárveitingar heimila og varnarliðsrekstur krefst. í þessu sambandi var rætt um að Bandaríkin kosti lagningu qð- keyrslubrautar fyrir flugvélar, byggingu flugvélastæða, lagn- ingu vega, þar með talinn nýr bílvegur, svo og endurnýjun á kerfi því, er flytur eldsneyti að flugvélum.“ Að því er Mbl. hefur fregnað reyndist það töluverðum vand- kvæðum bundið að tryggja þátttöku Bandaríkjanna í bygg- ingu flugstöðvarinnar, þar eð sýnt þótti að ekki mundi takast að fá samþykki bandaríska þingsins við þessari framkvæmd nema með því að sýna fram á hernaðarlegt mikilvægi bygg- ingarinnar. Það tókst þó um síðir, þegar einhverjum embætt- ismanni vestan hafs datt það snjallræði í hug að á stríðstím- um myndi flugstöðvarbyggingin þjóna sem hersjúkrahús. Allar áætlanir varðandi flug- stöðina og framkvæmdir tengd- ar henni hafa miðazt við að hún yrði innan varnarsvæðisins en síðan þegar byggingin væri komin upp, yrði sett girðing í báða gafla b.vggingarinnar, þannig að sjálft flugvallarsvæð- ið yrði eftir sem áður afgirt en íslendingar og aðrir almennir farþegar sem um flugvöllinn þyrftu að fara, gætu komizt að honum og frá honum án þess að þurfa að fara í gegnum nokkurt hlið. I fyrri áætlunum var gert ráð fyrir að bandaríski herinn ann- aðist framkvæmdir tengdar flugstöðvarbyggingunni, eins og við flughlaðið, akstursbrautir flugvéla, eldsneytisleiðslur og þar sem bandaríski herinn stendur að þeim fengi hann allt efni til þessara framkvæmda tollfrjálst og án söluskatts samkvæmt varnarsamningnum, og svo yrði einnig um efni til flugstöðvarbyggingarinnar mið- að við þátttöku Bandaríkjanna í henni og hún teldist innan varnarsvæðisins. Ef hins vegar þessi framkvæmd telst utan varnarsvæðisins, eins og nýi utanríkisráðherrann vill rneina, væri þetta tollfrelsi úr sögunni nema sett yrði sérstök löggjöf um tollfrelsi á þeim hluta, sem íslenzka ríkið annast. Að dómi kunnugra manna sem Mbl. átti tal við er jafnvel talið að ákvæði samstarfsyfir- lýsingarinnar um að ekki megi hefja neinar nýjar framkvæmd- ir á Keflavíkurflugvelli sé í algjöru ósamræmi við það sam- komulag sem gert hefur verið milli íslands og Bandaríkjanna í þessu efni miðað við að Islendingar séu jafnbundnir af samkomulaginu og Bandáríkja- menn. Ýmis fleiri atriði varðandi framkvæmdir á Keflavíkurflug- velli eru óljós eftir því sem Mbl. kemst næst. Til að mynda er búið að ákveða að taka í notkun á Keflavíkurflugvelli nýjar rat-' sjár-flugvélar sem kallast AWACS og eiga þær að koma á næstu mánuðum. Búið er að ákveða ýmsar framkvæmdir vegna komu þessara risavöxnu flugvéla til landsins, en eftir er að sjá hvað verður um frarhhald þeirra. Þá er í samkomulagi þjóðanna grein þar sem stjórn Bandaríkjanna fellst á að at- huga möguleikana á kaupum á heitu vatni til afnota fyrir varnarliðið svo fremi sem látin verði í té slík þjónusta af hálfu íslenzku ríkisstjórnarinnar á Reykjanessvæðinu, og er raunar þegar búið að ganga frá samn- ingum við hitaveituna í Grinda- vík þar að lútandi. Hins vegar á eftir að koma í ljós hvernig þessi framkvæmd vérður flokk- uð. Áformað var að hingað kæmi til landsins sendinefnd frá Bandaríkjunum vegna fyrirhug- aðra byggingaframkvæmda við flugstöðina en nánari upplýsing- ar um ferðir nefndarinnar liggja ekki fyrir. „íslenzk föt1978” opnuð: Hiuti af tízkusýningunni við opnun sýningarinnar. 23 kynna framleiðendur framleiðslu sína SÝNINGIN „íslenzk föt 19787 var opnuð í gær í LaugardalshöII. Við opnunina flutti Davíð Schev- ing Thorsteinsson formaður fé- lags fslenzkra iðnrekenda ávarp og er það birt í heild á öðrum stað í hlaðinu. Er Tlavíð hafði opnað sýninguna sáu þeir gestir, sem til opnunarinnar voru komn- ir. viðamestu tízkusýningu scm fram hcfur farið hér á landi að sögn forráðamanna sýningar- innar. Pálína Jónmundsdóttir stjórnaði tfzkusýningunni en sýniiigarfólk var úr Módel- og Karon samtökunum. Á sýningunni „Islenzk föt 1978“ kynna 23 íslenzkir fataframleið- endur vöru sína og verða haldnar tízkusýningar daglega kl. 18 og 21 ennfremur kl. 15 um helgar. Auk þeirra fara fram hárgreiðslu og Ljósm. Kristján. Á sýningunni „Islenzk föt 1978“ munu verða snyrti- og hárgreiðslusýningar. Leikfélag Reykjavíkur sýndi á tízkusýningunni fiit frá liðnum árum. snyrtisýningar daglega kl. 17.30 og 20.30 og einnig kl. 15 um helgar. Fyrir utan það að fyrirtækin, sem þar kynna framleiðslu sína, munu hafa brot af henni til sýnis verður í anddyri Laugardalshallar fata- markaður þar sem fólki gefst kostur á að kaupa föt við vægu verði. „íslenzk föt 1978“ er opin almenningi frá kl. 17—22 daglega en um helgar er hún opin frá kl. 14 og mun hún standa til 10. september. Á mánudag og þriðju- dag kl. 16—18 fer fram sérstök kaupstefna sem aðeins er opin kaupmönnum ,og innkaupastjór- um. Að sögn forráðamanna sýn- ingarinnar er búizt við að um 20 þús. manns sæki sýninguna „ís- lenzk föt 1978“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.