Morgunblaðið - 02.09.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.09.1978, Blaðsíða 10
1 0 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1978 „Fyrir mér er ísland fyrst og fremst land bókarinnar ” Rætt við norska skáldið Jul Haganes í ágústmánuði síðast liðnum dvaldi hér á landi norska skáldið Jul Haganes. Blm. Morgunblaðsins ræddi 'vtö hann skömmu áður en hann hélt utan að nýju. „Kent“ og „Johnny“ — „Ek kom hinnail fyrir tólf árum, on var |)á okki noma í viku, on síðan [)á hof ófí haldið fíóóu samhandi við ýmsa íslond- infía. Nú í ár hlaut ók svo styrk frá Norska rifhöfundasamband- inu til Islandsdvalar, on sam- handið voitir árlofja ferðastyrki til hvors hinna fýorðurland- iinna." „Tilfíanfíurinn moð forð minni or einkum sá að fá tækifæri til að hittii islenzk Ijóðskáld Ofj kynnast íslonzku þjóðlífi dálítið. Kfí hof lorifíi haft mikinn áhuffa á íslenzkum Ijóðskáldum ok íslonzku máli, Ejr tel að við Norðmonn Kotum lært mikið af ,\kkur á sviði málverndar. Það or mjöjí athyfilisvert hvernif; Islendinfjar [)ýða nær öll erlend orð, on hleypa ekki alls kvns útlenzku inn í málið, eins of; við Kerum því rniður í Noref;i. Þar or [)að meira að sefya orðið alf;enf;t að fólk skíri börn sín erlondum nöfnum, eins ok Kent OK Johnny ok þess háttar. Þetta virðist sem betur fer ekki tíökast hér. Hór sér maður enn og heyrir hin f;ömlu norrænu nöfn.“ „Ek kem frá fjallahéraði í Noref;i, sem heitir Valdres of; |);ir or töluö mállýzka. Það or skommtiloKt að sjá hve mörf; orð í íslenzkunni eru svipuð orðum að heiman. Það eru ýmis íslenzk orð sem Valdres-búi myndi skilja á auf;abraf;ði, enda þótt aðrir Norðmenn ættu sumir hverjir uftftlausí í vandræðum moð þau.“ „Því miður kann éj; okki íslenzku, on óf; hof ont;u að síður Kaman af að hlusta á íslenzku t.d. í útvarpi of; sjónvarpi. Það or eins oj; að hlusta á tónlist. Það or einmitt þessi tónlist í íslonzkum ljóðuni sem hefur svo mikið að segja, — raunar í öllum ftóðum ljóðum að mínu viti, þessi tónlist hverfur nær alltaf í þýðinftum ok éf; er því miður háður þeim, þej;ar íslenzk Ijóð eru annars vef;ar.“ Mikils virði að fá ljoð mín þýdd á þetta mál — „Ivar Orj;land hefur þýtt nokkuð af íslenzkum ljóðum of; skrifað skýrinf;ar með. Þannig kynntist ég íslenzkum skáldskap fyrst. Ég met.ísland og Isjend- inj;a. - rrrritTfe TII Jæmis vjjgna þess.að hér búa aðeins 220 þús. sálir og þær eiga þessa ljóðlist, sem er jafn fjölbreytt og merkileg og ljóðlist milljóna- þjóða. Það er ekki sízt þetta sem dregur mig hingað. Ég vil sjá með eigin augum hvaða samfé- lag það er sem fóstrar þessar bókmenntir. Eitt hið fyrsta sem ég heyrði um Islendinga var það að þeir mætu bækur og hið skrifaða orð mjög mikils. Þetta hef ég nú sannreynt. Það er mér mikils virði sem ljóðskáldi að fá ljóð eftir mig þýdd á þetta mál, íslenzkuna. Nokkur ljóða minna hafa raunar verið þýdd á íslenzku, t.d. af Guðmundi Daníelssyni og Matthíasi Jo- hannesen.“ „Eg hef nú skrifað greinar um norska höfunda f.vrir Lesbók Morgunblaðsins, sem Guðmund- ur þýðir og hefur samstarf okkar verið einkar blómlegt. Ég hef dvalið á heimili hans á Selfossi og rætt mikið við hann,, ennfremur fór ég til Akureyrar og hitti Kristján frá Djúpalæk og heimsótti hús Davíðs Stef- ánssonar. Það var eftirminnileg ferð.“ „Það er sorglegt hve lítið af íslenzkum skáldskap er til í norskum þýðingum, þar eð áhugi á íslenzkum bókmenntum er töluverður í Noregi. Það ætti að þýða verk eftir t.d. Stein Steinarr, Stephan G. Stephans- son og ekki sízt Gunnar Gunnarsson. Ég er einmitt að lesa mjög góða bók eftir hann.á dönsku núna, Sælir eru einfald- ir. Þegar ég kem heim, mun ég skrifa bréf til Den Norska Bokklubben og fara þess á leit viö forráðamenn hans að þeir gefi út bækur eftir íslenzka höfunda, eins og Gunnar Gunnarsson.“ „Þeir íslenzkir höfundar sem verk hafa verið þýdd eftir, á norsku, eru aðallega Laxness og svo Ólafur Jóhann Sigurðsson. Auk þeirra eru til tvær bækur eftir Guðmund Daníelsson og eitthvað af ljóðum Jóns úr Vör og svo náttúrulega bækur Kristmanns Guðmundssonar, en það er reyndar talsvert síðan þær hafa komið út í nýjum útgáfum." AÖ vera blaða- maður og skáld — „Ég hef unnið við blaða- “tnérifisku t tuttugu og eitt ár og er nú svæðisstjóri dagblaðsins Samhold/Velgeren. Það hefur sína kosti og galla að vera blaðamaður og skáld. Gallinn er t.d. sá að maður notar meiri hlutann af tíma sínum og vinnu til blaðamennsku, en kostur er það aftur á móti að maður kynnist mörgu fólki í gegnum starfið og öðlast mikilvæg sam- bönd. Fyrir nokkru vann ég reyndar erfiðisvinnu í eitt ár til að hvíla taugarnar. Það var dýrmæt re.vnsla, en maður var full þreyttur til að skrifa meðan á því stóð. Það er í senn kostur og ókostur við blaðamennskuna hvað maður skrifar mikið. Mað- ur öðlast mikla æfingu í að skrifa, en mann langar líka ekki endilega til að halda áfram að skrifa þegar maður kemur heim að kvöldi.“ „Það hafa komið út eftir mig sjö ljóðabækur, hin fyrsta árið 1965 og hin síðasta nú'í ár. Ég hef ekki enn skrifað neitt ljóð hér á Islándi, en nokkur eru að gerjast í höfðinu á mér. Ég hef lesið mikið og talað við fólk. Það veitir manni mikið.“ „Ég hef skoðað bókabúðir og heimsótt bókaútgáfur hér, og ég verð að segja að ég er hrifinn af því hve hér eru góðar bækur á boðstólnum, bæði í verzlunum og hjá útgáfunum, en það kemur mér ekki á óvart, því fyrir mér er ísland fyrst og fremst land bókarinnar.“ - SIB „Neyðarskýli SVFÍ verulega misriotuð” Rætt vió Jósep Vernharðsson, er hefur eftirlit með skýlum SVFÍ á Hornströndum Slysavarnafélag Islands hefur á undanförnum árum unniö að því að setja upp skýli víðs vegar uni landið og eru skýlin ætluð til hjálpar nauðstöddu fólki. Það eru þó margir, sem eitthvað virðast hafa misskilið tilgang Slysavarna- félagsins með þessum skýlum, því stoðugt færist það í vöxt að fólk ieggur upp í skemmtiferðir um óbyggðir landsins, og hefur fyrir- l’ram ákveðið að notfæra sér aðstööuna í neyðarskýlunum. Skýlin, sem ætluð eru nauðstöddu fólki, eru því í auknum mæli farin að verða aðsetur skemmtiferða- manna. Jósej) Vernharðsson frá Hnífs- dal vinnur sem rafvirki á ísafirði, en auk þess hefur hann þann starfa að hafa yfirumsjón með skýlum Slysavarnafélags íslands vestur á Hornströndum. Slysa- varnafélag Islands skipaði Jósep í j)etta starf stíðastliðið vor, en að sögn. Jóseps hefur hann starfað við þetta mun lengur sem áhugamaður. I viðtali við Morgun- blaðið sagði Jósep að síðastliðið haust hefði hann farið í skýlin á Ilornströndum og gengið frá búnaði þeirra og talsföðvum fyrir veturinn. „Aðkoman í flestum skýlunum \ar góð en oft kemur þó fyrir að skýlin verði fyrir barðinu á fólki, sem gengur illa um. Til dæmis var aðkoman í skýlunum í Fljótavík og á Búðum í Hlöðuvík heldur hryggileg. í Fljótavík virtust engin áhöld vera eftir og öll matföng voru horfin. Mjög illa hafði verið gengið um skýlið og var þar mikið drasl og óhreinindi. í Hlöðuvík var aðkoman þanttfgafreWstó var óii.CT og lá úti.á hlaði. Þegar inn kom var fatnaður allur á gólfi og bekkjum rennandi blautur og er slíkt ekkert einsdæmi, en sem betUr fer ekki mjög algengt." „I hverju skýli eru höfð nauðsynleg matföng, fjórir svefn- pokar og alfat-naður fyrir fjóra. Ennfremur sjúkrakassi, gashellur og gaskútur og eldstó. Talstöð í í öllum skýlum,“ sagði Jósep. „I vor var farið í könnunarleið- angur í skýlin, og var þá allt óbreytt frá því.farið var síðast um haustið. Slysavarnamenn frá Isa- firði, Hnífsdal, Bolungarvík, Suðureyri, Súðavík og úr Inndjúpi fóru síðan í.sumar í ferð til þess að snyrta og mála skýlin. Starfið er [)annig ski]>ulagt að skýlunum er skipt á milli deilda Slysavarna- félagsins á ísafirði, Hnífsdal og í Bolungarvík og þegar þarf að fara í eftirlitsferðir, eða til að sjá um viðhald, þá er leitað til formanna viðkomandi skýlanefnda í deiidun- um og sjá þeir þá um- að útvega fólk í þessar ferðir. Öll vinna er sjálfboðaliðavinna og gengur mjög misjafnlega að fá fólk í vinnu og er í rauninni aldrei vitað, fyrr en lagt er af stað, hversu margir fara með í hvert skipti.“ — I hverju er þitt starf aðallega fólgið? „Mér ber að sjá um að birgðir séu nægar í skýlunum og að þau séu í því ástandi sem þau best geta verið. Starfið sjálft er ólaunað sjálfboðastarf, og má segja að þetta sé einskonar köllun hjá mér að vera í þessu, en birgðirnar fæ ég sendar að sunnan. Mér líkar ákaflega vel í þessu starfi því ég hef mjög gaman af því að ferðast, sérstaklega um þessa staði.“ „Við vitum að ásókn ferðafólks hefur verið gífurleg í skýlin undanfarin sumur, og ferða- mannastraumurinn á Horn- strandirnar eykst stöðugt ár frá ári. Margir hafa jafnvel dvalist þarna í fleiri daga. Fólk virðist halda að skýlin séu opin almenningi en það er mikill misskilningur, því skýlin eru í eigu Slysavarnafélags íslands og eru ætluð blau-tum og hröktum mönn- um í ne.vðartilfellum. Til þess að reyna að koma fólki í skilning um þetta settum við upp miða í öll skýlin, þar sem það er brýnt fyrir fólki, að óheimilt sé að nota búnað skýlanna nema í neyðartilfellum og ekki sé ætlast til að fólk noti skýlin sem dvalarstaði á ferða- lögum. Þetta virðist þó vera misskilið af mörgum og má sem dæmi nefna að í ágúst s.I. kom ég að skýlinu á Sæbóli og var þar fyrir þýskur kvikmyndatökumað- ur. Hafði hann lagt undir sig skýlið að svo miklu leyti að ekki var hægt að þverfóta þar fyrir alls konar kvikmyndatökuútbúnaði og öðru slíku, en eins og áður segir er tilgangurinn með skýlunuriU-Jtft veita hröktu fóLki- +rjátp og pvt~að koma frá sér l)oðum.“ „Ásókn ferðafólks hefur einkum verið mikil í talstöðvarnar og hafa þær verið notaðar til að kalla eftir alls kyns þjónustu, t.d. bátsferðum og ýmsum útbúnaði, sem gleymst hefur eða vantar. Ég vil að fólk geri sér grein fyrir því að tal- stöðvarnar á aðeins að nota í neyðartilfellum, t.d. ef fólki seink- ar ’í bæinn, þannig að komið væri í veg fyrir óþarfa leit, einnig ef kalla þarf eftir aðstoð vegna óhappa eða veikinda. Fólk er eindregið beðið um að Iáta vita, ef það þarf að nota birgðir skýlanna, þannig að þau séu ekki tóm, þegar á þarf að halda.“ — Hafa skýlin bjargað manns- lífurn? „Já, það tel ég alveg tvímæla- laust, því fyrir hefur komið að fólk hefur virkilega þurft að nota neyðarkostinn. Skýlið í Fljótavík bjargaðí að minnsta kosti þremur mannslífum þegar bjarndýrið var skotið hér um árið. Dýrið var komið alveg upp að mönnunum og áttu þeir fótum sínum fjör að launa og gátu þeir á síðustu stundu forðað sér inn í skýlið. FJinnig hafa komið upp veikindi hjá ferðafólki, þannig að nauðsyn- lega héfur þurft að ná í lækni og þá hefur það komið sér vel að hafa talstöð í skýlunum." — Teluröu að það þurfi að gera einhverjar ráðstafanir vegna ferðamannastraumsins á Horn- strandir? „Já, því að á undanförnum árum hefur ferðamannastraumurinn aukist alveg gífurlega á Horn- strandir og þá hefur sóknin í þau hús, sem þarna eru, aukist að sama skapi. Ég held að á Horn- ströndum þyrfti helst að vera vörður, sem leiðbeint gæti fólki um þessa staði, því þeir eru mjög illir yfirferðar fyrir ókunnugt fólk og eru þar bara gamlir gönguslóð- ar, sem auðvelt er að villast á, því vörðum er ekki haldið við.“ „í þessu sambandi vil ég fá að beina þeim tilmælum til fAlí"7’ ae,a ?>crar ”i skýlum Slysa- varnafélagsins, að það skilji við skýlin í sama ásigkomulagi og það helst kysi að koma að þeim. Flinnig vil ég koma á framfæri þakklæti til þeirra manna, sem hafa á einhvern hátt aðstoðað við þetta starf.“ Er við flettum gestabók, sem Jósep hafði meðferðis úr einu skýlanna, sem hann hefur umsjón með, rákumst við á margar kynlegar frásagnir. Það var aug- ljóst á öllu að margir litu fyrst og fremst á þessi skýli, sem dvalar- staði fyrir ferðamenn og margar voru lýsingarnar af alls kyns veislum og gleðskap sem haldinn hafði verið í skýlunum, sem eins og áður segir eru ætluð nauð- stöddu fólki. Gott dæmi um það hversu hlutverk slysavarnafélagsskýl- anna er misskilið af almenningi, eru eftirfarandi skrif „fjögurra manna ferðaflokks að sunnan“ í gestabókina: „Slysavarnafélagi íslands þökk- um við fyrir allar gistingarnar í skálum félagsins og stuðla þessir skálar að því að unnt er að fara í svona leiðangra. Hins vegar hefði okkur þótt þægilegra að eiga frjálsan aðgang að matföngum skálanna og gera svo grein fyrir því er við komum suður. Við sjáum þó vandkvæðin á slíku í fram- kvæmd og 'erum því ekkert að kvarta." Fólk virðist ekkert vera feimið við að skrifa slíkar frásagnir, sem þó augljóslega brjóta gersamlega í bága við yfirlýstan tilgang skýl- anna. A.K.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.