Morgunblaðið - 02.09.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.09.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1978 13 limirnir og á ég við þátt Matthíasar Bjarnasonar heilbrigðisráðherra. Ég óska honum til hamingju með árangurinn. Fyrrnefndir aðilar hafa stutt SAA með ráðum og dáðum í að flytja Freeport-prógrammið heim. í dag virðist takmarkið í sjónmáli og er það ekki síst óeigingjörnu fram- lagi Freeport-sjúkrahússins að þakka, þar sem þeir hafa lagt, af mörkum alla sína kunnáttu og tilboð um >að mennta allt starfsfólk SÁÁ. Margir kunna að hugsa, að allt of mikið sé dekrað við alkahólista. Ég vísa þessu á bug. Samvinna og skilningur almennings hefur svipt sjúkdóminn fordómum og feluleikn- um er að ljúka. Hin ógnvekjandi en sönn tala alkahólista mun innan tíðar koma í ljós og þeir sem enn leynast í ystu myrkrum geta verið fullvissir um að opnir armar bíða þeirra. Það er liðin tíð að alkahólist- ar þurfi að drekka sig á einhvern ímyndaðart botn smánar og lítils- virðingar til að vera umhyggju verðir. Almenningur hefur lyft botninum upp til þeirra. Lokaorð Ég persónulega er ánægður með svarið við spurningu erlenda frétta- mannsins. Ég geri mér grein fyrir að þessi atburðarás hefði hvergi getað gerst nema á íslandi. Sagan er aö endurtaka sig. Við tókumst á við holdsveiki og berklaveiki með sam- eiginlegu átaki og árangurinn er fyrirmynd um allan heim. Islenska þjóðin virðist ætla að taka alka- hólisma sömu tökum. Við SÁÁ menn og konur gerum okkur fyllilega ljóst að við höfum ekki leikið neitt hetjuhlutverk. Við höfum aðeins eins og fjarstýrðar leikbrúður gert okkar bezta til að framkvæma vilja og óskir almennings. Án hugheillrar aðstoðar hans vorum við livorki fugl né fiskur. Vera má, að einhver framangreind persónuleg skoðun mín henti ekki öllum. í dag eru þær sannfæring mín er það skal tekið fram aö komi annað og betra í ljós, áskil ég mér rétt til að skipta um skoðun. Ég hef grun um áð mér hafi getað orðið sú skissa á að gleyma einhverjum mikilsverðum þætti eða persónu, sem ekki er ósennilegt í svo mikilfenglegri atburðarás. Ef svo er biðst ég afsökunar. Með þökk til ykkar allra fyrir að \iera til. afstaða, sem Karvel hefur sýnt þar — með því að hafna skæruhernaði, ólöglegum verkföllum og út- flutningsbanni. sem grefur undan sjálfstæði þjóðarinnar — bendi til þess, að þar fari maður gjör- sneiddur viti og dómgreind? Karvel hefur fullkominn rétt til þess að fara sínar eigin leiðir í pólitík, það er hans mál en ekki mitt eða doktorsins, á meðan hann fer þær leiðir sem löglegar eru. Ég mun nú ekki fjölyrða frekar um grein skólastjóra Verzlunar- skólans, en vil lýsa því yfir að ég tel, að hann ætti nú senn að láta af starfi, sakir „aldurs". Árásir hans á góða og gegna Vestfirðinga, og viðleitni hans til að draga þá niður í svaöið og lítilsvirða þá í augum J)jóðarinnar, eru til skammar. Ég hélt að menntahroki, hafi hann einhvern tíma verið til staðar, væri horfinn úr dr. Jóni, en slíkur löstur er meðal þeirra verstu sem þekkist. Ég vil svo að lokum lýsa því yfir, að mér fellur það miður að þurfa að gera athugasemdir og mótmæla grein manns, sem ég hefi aldrei séð eða rætt við. Reyndar hefi ég oft heyrt hans getið, og hér áður fyrr hélt ég að dr. Jón Gíslason væri hinn mætasti maður. Magnús Reynir Guðmundsson bæjarritari á ísafirði. Oskar Jóhannsson: Stefnan fannst og stýrið bundið fast (fyrir áratugum) Mikla athygli hefur vakið, skýrsla verðlagsstjóra um óeðli- lega hátt innkaupsverð varnings, sem fluttur er til landsins. Islenskum kaupsýslumönnum kemur hún þó ekki á óvart, því samtök þeirra hafa margsinnis reynt að benda stjórnvöldum á að verölagsiöggjöfin virkar þveröfugt á við það, sem reynt hefur verið að telja fólki trú um að hún geri. Þau hafa bent á að innflytjend- um er beinlínis refsað fyrir að gera hagkvæm innkaup erlendis, því þá fá þeir minna í sinn hlut. Þau hafa bent á, að vegna óeðlilega lágrar álagningar hafa innflytjendur „spilað á kerfið" með umboðslaunagreiðslum og með því náð um 30% hærri álagningu en reglur segja til um. Þau hafa bent á, að með frjálsri sámkeppni njóti sá viðskiptanna, sem bjóði bestu vöruna á lægsta verði, og það tryggi neytendum bestu kjörin. Skýrsla verðlagsstjóra fjallar aðeins um innflutning og koma manni þá fyrst í hug heildsalarnir. völdum og verkalýðsforystunni ákveðið hvaða vörutegundir fá- tæka fólkið í landinu átti að borða. Vöruflokkur þessi kallaðist nauðsynjavörur eða „vísitöluvör- ur". Ef tækist að halda verði þeirra í skefjum, þyrfti verkamað- urinn ekki að fá hærra kaup, og þar með yrði verðbólgunni haldið niðri. Vörur sem ekki tilheyrðu vísi- töluflokkum nefndist einu nafni „lúxusvörur" og voru þar á meöal grænar baunir í dósum, kornflög- ur, niðursoðnir ávextir, tómatsósa, sveskjur, rúsínur og kex. Þær voru eingöngu ætlaðar ríka fólkinu og gerði því minna til þótt þær hækkuðu í verði. í þeim tilgangi aö halda niðri verði á vísitöluvörunum og þar með launum og dýrtíð, ákváðu verðlagsyfirvöld að verzlunin fengi aöeins greiddan um það bil helm- ing kostnaöar af sölu vísitöluvör- unnar. Hins vegar átti hún að fá skaðann bættan með hagnaði af sölu lúxusvörunnar. Óskar Jóhannsson Nú er svo komið að fjöldi fyrirtækja, m.a. bankar og önnur ríkisfyrirtæki, starfrækja mat- vörudreifingu í stórum stíl, auk mötuneytanna fyrir starfsfólk og kunningja þess, á kostnað fyrir- tækjanna sjálfra. Söluskattur er aðeins greiddur af heildsöluverði Jón Jónsson verkamaður (í þjóðfélagsþegnaflokki nr. 2) greið- ir hluta af söluskatti og hluta af öðru verði matvörunnar sem fjöl- skyida Jóns Jónssonar ríkisstarfs- manns (í flokki nr. 1) borðar heima hjá sér, auk matarins, sem hann borðar sjálfur nær ókeypis á vinnustað. Hér sjáum við eitt dæmi um hve þetta furðulega kerfi getur virkað öfugt. Það átti að tryggja aö verkamaðurinn fengi „fá- tæka-fólks“-matinn sinn á sem lægstu verði, en í staðinn er hann látinn greiða niður „lúsuxmatinn“ fyrir ríkisstarfsmanninn. Ég er ekki að álasa ríkisstarfs- manninum fyrir að nota sína aðstöðu til að afla sér ódýrrar matvöru, það rnundu eflaust flestir gera í hans sporum. Hins vegar er ég að reyna að sýna fram á í hvað ógöngur þetta kerfi er komið.“ Þrátt fyrir stóraukna neyzlu hinnar svonefndu lúxusvöru (sem enginn kallar því nafni í dag) hefur hlutfallsleg sala hennar minnkað í hverfisverzlpnunum vegna undirboða stórmarkaðanna o.fl., og jafnframt hefur álagning vísitöluvörunnar náð skemur, til að standa undir meðaldreifingar- kostnaði. Sjá mynd nr. II. Ég vil hvetja verðlagsstjóra til að halda áfram rannsókn sinni, og fá til liðs við sig neytendasamtök- in, launþega, samvinnumenn og kaupsýslumenn, til að gera heild- arúttekt á áhrifum vísitölukerfis- ins á kaupgjald og verðlag í landinu á síðustu áratugum. Að sjálfsögðu þarf verðlagning landbúnaðarvara að fylgja þar En hvað um stærsta innflytj- andann, S.Í.S., sem þrátt fyrir aðild að stórinnkaupum samvinnu- sambanda hinna norðurlandanna, eigin skipastól o.fl. sem ætti að auka hagkvæmni, en virðist þó ekki bjóða ódýrari vörur en heildsalarnir? Þó mörgum spurningum sé enn ósvarað, ber að fagna þessu framtaki verðlagsstjóra, og vona að hér sé aðeins um að ræða upphaf að heildarrannsókn á þeim áhrifum, sem löngu úrelt verðlags- kerfi hefur haft, ekki eingöngu á innflutning og heildverzlun, en þó ennfremur smásöluverzlun með nauðsynjavörur. Í grein, sem ég skrifaði i Morgunblaðið þann 6. desember s.l., gerði ég m.a. að umtalsefni þá þýðingarmiklu þjónustu, sem mat- vöruverzlanir í íbúðarhverfum borgarinnar inna af hendi, og þá örðugleika, sem rekstur þeirra á við að stríða í dag. Ég sýndi fram á að orsakirnar eiga að langmestu leyti rót sína að rekja til ósamræmis í álagningar- reglum á matvörur. Verzluninni er jafnan ætlað minnst fyrir að selja þær vörur, senr dýrastar eru í dreifingu, svo sem vegna reksturs frysti- og kælitækja, vigtunar og pökkunar. Ilins vegar er henni ætluð óþarflega há greiðsla fyrir að selja aðrar vörur sem auðveldast- ar eru í meðförum og varla þarf hillur undir. Ástæðan fyrir þessum undar- legu reglum er sú, að fyrir mörgum áratugum var, af stjórn- á sölu vísitöluvörunnar. „lúxus"-vörunnar nægir ekki til að bæta upp tapið á víitöluvörunni. Með samræmi í álagn- ingu mundi jafnvægi nást. án heildar verð- ha'kkunar. og hverfisverzlunin haldið áfram að . gegna hlutverki sínu. I áðurnefndri grein segir m.a.: Þegar svo mikið ósamræmi varð á álagningu, var eðlilegt, að fólk reyndi að fá „lúxus“-vörur á lægra verði en kaupmaðurinn bauð. Á fjölmennum vinnustöðum voru stofnuð pöntunarfélög, sem lögðu í fyrstu aðaláherzlu á að útvega þessar vörutegundir. og tapar ríkið þar með söluskatti af smásöluálagningunni, sem nem- ur tugum milljóna árlega. Rikisstarfsmaðurinn kaupir kartöflurnar og mjólkina hjá kaupmanninum, en „lúxusvöruna" fær hann miklu ódýrari í Seðla- bankanum eða pöntunarfélagi lögreglunnar, svo dæmi séu nefnd. meö, þótt hún tilheyri ekki em- bætti hans. Þegar þær upplýsingar lægju fyri'r má telja víst að þeir verkaiýðsleiðtogar og stjórnmála- menn, sem hingað til hafa ekki þorað að ráðast gegn vísitölukerf- inu. rnyndu enn síður þora að mæla því bót eftir það. Dregið á þriðjudag I lappdrætti WSSfis--79

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.