Morgunblaðið - 02.09.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.09.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1978 Lítið vitað um getu mótherjans ÍSLENDINGAR leika landsleik í knattspyrnu við Bandaríkjamenn á Laugardalsvellinum á morgun og heíst leikurinn klukkan 14. Þetta er annar leikur þjóðanna. en mikið vatn hefur til sjávar runnið síðan landinn vann Bandaríkjamenn á gamla Melavellinum 3i2 fyrir 23 árum. Það var 13. landsleikur íslands og Gunnar Guðmannsson var hetja íslenzka liðsins og skoraði tvö íslenzku markanna. Landsleikurinn á morgun er númer 104 hjá íslendingum, þannig að nákvæmlega 90 landsleikir eru á milli þessara viðureigna þjóðanna. 19 • EINHVERJIR þessara kappa fá sinn fyrsta landsleik á móti Bandaríkjamönnum á morgun. Þorsteinn Bjarnason, ÍBK, Róbert Agnarsson, Víkingi, Sigurður Björgvinsson, ÍBK, og Dýri Guðmundsson, Val. (Ljósm. Mbl. GG). Landsleikurinn við Bandaríkjamenn klukk- an 14 á morgun: Undirrituöum viröist sem helzt til mikillar bjartsýni gæti fyrir landsleikinn á morjíun. Bandaríkjamenn eru aö vísu ekki hátt skrifaðir í alþjóðlejíri knattspyrnu ofí íslenzka lands- liöiö ætti að geta unnið þá, en sá galli er á gjöf Njarðar að liðið er algjörlega óskrifað blað — Eg veit ekkert um Bandaríkja- mennina sagði landsliðs- þjálfaripn Youri Uytchev í vikunni og hann rennir því blint í sjóinn með leikaðferöir gegn þeim. Ekki hefur verið tilkynnt hvaða leikmenn byrja leikinn fyrir ísland á morgun, en ljóst er að einhverjir fá þá sinn fyrsta landsleik. Þorsteinn Bjarnason verður trúlega í markinu og þeir Gísli Torfason, Dýri Guðmundsson, Arni Sveinsson og Janus Guðlaugsson í öftustu vörn. Höfuðverkur landsliðsþjálfarans er miðjan en ekki kæmi á óvart þó þeir Hörður Hilmarsson og Sigurður Björgvinsson lékju á miðsvæðinu, en þeir Karl Þórðarson og Atli Eðvaldsson á vængjunum. Frammi verður örugglega Pétur Péturson og trúlegt er að Guðmundur Þor- björnsson byrji með honum. Ingi Björn Albertsson kemur t.rúlega inn á og annar hvor Ólanna, Danivalsson eða Júlíus- son. Islenzka landsliðið hélt austur á Þingvöll í fyrrakvöld, en þá hafði liðið æft í tvö kvöld á Laugardalsvellinum. Farið verður í gegnum leikaðferðir á hótelinu í Valhöll, en æft á Laugarvatni eins og tíðkast hefur með góðum árangri und- anfarin ár. Liðið kemur síðan í bæinn skömmu fyrir leik á morgun. A miðvikudag er lands- leikur við Pólland og landsliðið heldur væntanlega aftur austur á Þingvöll á mánudaginn til æfinga fyrir þann leik. Bandarísku leikmennirnir eru væntanlegir til landsins árla í dag og þeim hefur verið boðið að æfa á Laugardalsvellinum klukkan 18 í kvöld. Dómari á leiknum verður Rolf Haugen frá Noregi, línuverðir Eysteinn Gúðmundsson og Róbert Jóns- son. Forsala aðgöngumiða hófst í gær, en heldur áfram á Laugardalsvelli í dag og á morgun. - áij Frumlega og skemmtilega valið landslið LANDSLIÐII). Á morgun leika íslendingar öðru sinni lands- leik við Bandaríkjamenn. en fyrri leikurinn fór fram fyrir 23 árum. Landslið U.S.A. sem lék á Melavellinum í þann tíð var ekki upp á marga íiskana. þó ekki tækist of vel að sigra þá. en sú knattspyrna sem þá var leikin var afar frumstæð. Um það hvort Bandaríkja- mönnum hefur farið eitthvað fram veit ég lítið en hitt veit ég að íslenzk knattspyrna hefur tekið miklum framförum. ís- lenzka landsliðið sem leikur á sunnudaginn hefur verið valið. og kom val liðsins mér á óvart. Mér finnst liðið nokkuð frum- lega valið, en um leið skemmti- lega. Nýliðarnir 'koma mér nokkúð á óvart, en eiga þar fyllilega heima ef grannt er skoðað. Einna spenntastur er ég þó fyrir að sjá Ólaf Danivalsson leika í landsliði á ný, én það er leikmaður sem ég álít að hafi ekki fengið nóg tækifæri. í heild er ég ánægður með val liðsins. miðað við að aðeins er valið úr leikmönnum sem leika hérlend- is, en vona jafnframt að liðið verði nær óbreytt í leik gegn Pólverjum n.k. miðvikudag, því ég á alls ekki von á að Bandaríkjamenn sýni neitt sem hægt verður að byggja á í leiknum við Pólverja. Mér koma aðeins í hug tveir leikmenn sem kæmu til greina til jafns við þá sem valdir voru. Sigurður Har- aldsson markvörður, en ég get ekki séð að Sigurður sé ekki einn af fimm beztu markvörðum landsins, og hins vegar er það e.t.v. óskhyggja en mig hefur lengi langað að sjá Sigurlás Þorleifsson ÍBV spreyta sig í landsleik. Um val á landsliði. Lengi hafa verið skiptar skoðanir um það hvernig velja beri landslið og haga undirbúningi fyrir landsleiki, og sennilega verða menn aldrei á eitt sáttir. E g og fleiri hafa hallast að því að ekki sé sótt of mikið af leikmönnum til útlanda. en liðið heldur byggt upp með leikmönnum sem leika með íslenzkum liðum. Um það hvort einn maður, eða landsliðs- nefnd, tveir menn eða fleiri, velja liðið hverju sinni hefur einnig verið rætt mikið í gegn- um tíðina. Á síðari árum hefur það orðið algengara og víðast einhlítt að einvaldur velji og stjórni leikjum landsliðs. Hér- lendis er það landsliðsnefnd sem ber ábyrgð á og velur liðið og svo hefur verið lengst af. Þrátt | í BANDYRÍSKA landsliðs- hópnum. sem hinuað kemur. | eru 20 lcikmenn og koma þeir ■ frá 10 félögum. Tveir leik- ' manna koma frá Ne\\ York Cosmos og hafa þoir því , vamtanlega leikið með snilling- I um eins og líeekenhauer og | Pele. Meðal annarra félaga. sem eiga menn í iandsliði. má I nefna Tampa Bay Rowdios. | YYashington Diplomats. Port- land Timhers og (olorado I ( arihous. | Etherington (>r leikjaha’stur. leikur með Co.sm- við val liðsins, segir mér hugur um að landsliðsþjálfarinn sé hér einráður og er ekkert við því að segja, þar fer maður sem kann sitt fag. Undirbúningur fyrir lands- leiki hefur verið með ýmsum hætti síðustu ár. Með tilkomu landsliðsþjálfara í fullt starf, hefur sú skoðun að landsliðs- þjálfari þurfi að vinna sem mest og bezt fyrir sínum laun- um skotið upp kollinum og landsliðsþjálfarar því lagt fram vinnuplan varðandi æfingar og annað til undirbúnings lands- leikjum. Eg hefi áður rætt um það vinnuplan sem lagt var fram í vor og reyndist haldlítið vegna þess fyrirkomulags sem við höfum á okkar mótafyrirkomu- lagi og mun því ekki ræða það nánar. Ég tel því þann hátt sem nú er við hafður að kalla liðið saman 4 dögum fyrir leik til undirbúnings, réttan og raunar það eina sem hægt er að gera. Að þessu sinni er málið nokkuð auðveldara þar sem úrslit í Islandsmótinu eru kunn þrátt f.vrir að einni umferð sé ólokið. En hvað hefði gerzt ef Valur og Akranes hefðu bæði átt mögu- leika á að sigra í síðustu umferð? Ég er hræddur um að eitthvað hefði heyrst í þjálfur- um viðkomandi liða. Leikirnir við U.S.A. og Pólland.Ég vona að leikurinn við U.S.A. sé aðeins logn á undan stormi því Pólverjar hafa á undanförnum árum verið vaxandi knattspyrnuþjóð. Ég ítreka það sem ég sagði í upphafi að ég er sáttur við val liðsins, og vona að liðinu verði ekki mikið breytt gegn Pólverj- um. Ég á von á að sjá nýjar og ferskar hugmyndir landsliðs- þjálfarans koma fram í þessum tveimur leikjum. Eftir nokkurra ára samstarf við dr. Youri veit ég að ýmislegt skemmtilegt varöandi knattspyrnu á hann í pokahorninu, sem ég vona að sjái dagsins ljós á rnorgun. Óli Ben í Val é ný ÓLAFUR Benediktsson heíur nú ákveöið að leika með Val í 1. deildinni í handknattleik í vetur. Ólaíur hafði upp á vas- ann tilboð frá sænska félaginu Olympia, en með því lék hann síðasta vetur. Að athuguðu máli ákvað ólafur heldúr að leika hcima í vetur og þarf ekki að orðlengja það hversu gífurlegur styrkur það er fyrir Val að fá landsliðsmarkvörð- inn á ný í sínar raðir. ÍSÍ-þingiö um helgina UNGLINGAKEPPNI FRÍ fer fram á Laugardalsvellinum um næstu helgi og hcfst keppnin klukkan 14 á laugardag. Keppnin er hoðskeppni og hafa fjórir beztu ungiingar á land- inu í hverri grein rétt til þátttöku. Keppt verður í fimm aidursflokkum og eru keppend- ur 103 talsins frá 18 samhiind- um og félögum. 103 þau beztu keppa í frjáls- um íþröttum ÍÞRÓTTAMNG ÍSÍ hefst í dag klukkan 10.00 með setningu (lísla Ilalldórssonar. Þingið stendur laugardag og sunnu dag »>g fer fram á Loítleiðahót- eli. Verður þar fjallað um öll helstu mál hreyfingarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.