Morgunblaðið - 02.09.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.09.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1978 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1978 21 — sagði Hreinn Halldórsson eftir að hafa varpað kúlunni 19.34 metra, en það dugði til að ná í stig fyrir ísland í fyrsta skipti á EM í 16 ár bórarinn Ragnarsson blaðamaður Morgunblaðsins skrifar frá Prag ____________________________________________________________________________________________________________________□ IIREINN Halldórsson varð áttundi í kúluvarpskeppninni á EM í Prag í gær. í sjálfu sér er það ánægjulegur árangur hjá Hreini að ná áttui>dú sætinu, en árangur hans var hins vegar lakari en búizt hafði verið við. Hreinn kastaði „aðeins“ 19.34 metra, en hann hefur bezt kastað 20.95 í sumar og munar þarna rúmlega hálfum öðrum metra. Sigurvegari varð Udo Beyer frá A-Þýzkalandi og kkstaði hann 21.08, en eins og aðrir kúluvarparanna var hann langt frá sínu bezta. Úrslitin í kúluvarpinu drógust um klukkustund og hafði það mjög slæm áhrif á alla keppend- ur. Þeir voru komnir inn á völlinn, búnir að hita sig upp og taka prufuköstin tvö sem heim- iluð eru út úr hringnum, er þeir voru skyndilega kallaðir aftur inn í búningsklefa. Þetta hafði sérstaklega slæm áhrif á Hrein Halldórsson, þori ég að full- veðja, en hann átti að kasta Jón var nokkuð frá anu bezta JÓN Diðriksson keppti í 1500 metra hlaupi í Prag í gær og hljóp hann f öðrum riðli. Jón varð í síðasta sæti í sínum riðli og tími hans. 3>48.10, sem er aðeins fimmti bezti timi hans f greininni í ár. Sigurvegari í riðlinum varð Owett frá Bret- landi, en hann hljóp á 3i42.90. Tími Jóns var annar slakastur þeirra þrjátiu og tveggja kepp- enda, sem hlupu i undanrásun- um. Jón hélt sig framarlega f hlaupinu til að byrja með, en cr siðasti hringurinn hófst og hraðinn var keyrður upp varð Jón að gefa eftir. Jón virtist þó alls ekki útkeyrður er hann kom i mark. Beztum tima í undanrásunum náði Finninn Antii, 3>39.70. — Það var gaman að fá að taka þátt f þessari keppni hér f Prag, þó árangurinn væri ekki eins góður og ég hefði vonað, sagði Jón Diðriksson. — Reynslan sem maður fær er dýrmæt og nú er bara að færa sér hana f nyt. - ÞR. fyrstur. Hann var kominn í mikinn ham og búinn að kasta vel yfir 20 metra í æfingaköst- unum. Ástæðan fyrir þessari löngu töf var sú að brezki kúluvarpar- inn Capes mætti til leiks með aðeins eitt keppnisnúmer á sér en ekki tvö. Númerið á bakinu var á sínum stað, en það sem vera átti framan á kappanum vantaði alveg. Capes var meinuð innganga á völlinn og hann beðinn að leiðrétta þetta. Reidd- ist Capes þá mjög og ýtti dyraverðinum úr vegi sínum. Varð þetta atvik til þess að Capes var dæmdur frá keppni og tók því ekki þátt í úrslitunum. Capes vildi ekki tjá sig um þetta atvik við undirritaðan, en var augsýnilega í mikilli geðshrær- ingu. Kúluvarpararnir biðu sem sé í heila klukkustund áður en þeim var tilkynnt að keppnin myndi nú hefjast. Hreinn kast- aði fyrstur af þeim 11 sem kepptu í úrslitunum. Fyrsta kast Hreins var alveg út við kastgeirann og mældist 18.42 m, lengsta kastið í fyrstu umferð átti Mironov frá Sovétríkjunum, 20.73 m. I öðru sæti bætti Hreinn sig og kastaði 19.34 m og það kast tryggði honum áttunda sætið, en litlu munaði því níundi maður kastaði aðeins 7 cm skemur. Þriðja kast Hreins í keppninni mældist 19,°2 metrar og síðari þrjú köstin gerði Hreinn öll ógild. Virtist hann mjög miður sín í keppninni og atrennan hjá honum langt frá því að vera eins og vant er. Átti Hreinn greinilega erfitt með að beygja sig og var greinilegt að meiðslin, sem hafa hrjáð hann í hné háðu honum í keppninni. Að lokinni keppninni var Hreinn greinilega daufur í dálkinn, en vildi þó alls ekki afsaka árangur sinn. — Ég legg það ekki í vana minn að afsaka mig, sagði hann. — Því er þó ekki að neita að það hafði mjög slæm áhrif á mig að vera kallaður inn aftur eftir að ég var búinn að fullhita mig upp og koma mér í keppnisskap. Eg átti að kasta fyrstur og var því alveg tilbúinn til átaka þegar kallið kom. Öll þessi bið gerði mig þreyttan og keppnisskapið rann af mér, ég á að geta kastað þetta án atrennu, sagði Strandamað- urinn. — Það gefur auga leið að ég varð fyrir miklum vonbrigðum með árangur Hreins. Hann var ekki hann sjálfur hvað sem því olli. Ljósi punkturinn er samt sá að árangur Hreins gefur okkur stig á Evrópumóti í fyrsta skipti í 16 ár, sagði Örn. Udo Beyer var hinn öruggi sigurvegári í kúluvarpinu. Strax í öðru kasti náði hann 21.08 m og var sá eini sem náði að kasta yfir 21 m. Á árangri kúluvarpar- anna hér að neðan má sjá að þeir eru allir nokkuð frá sínu bezta. Udo Beyer. A-Þýzkal. 21.08 Jevsenij Mironov. Sovétr. 20.87 Barysnikov, Sovétr. 20.68 Schmidt. A Þýzkal. 20.38 StálberK. Finnl. 20.17 Jaros, Sovétr. 20.03 Jaromir, Tékkóslóvakfu 19.53 Hreinn Halldórsson 19.34 Brabec, Tékkóslóvakíu 19.27 Stojev, Búlgaríu 19.23 Mathias Schmidt, A-Þýzkal. 19.21 Geoff Capes var dæmdur úr leik. — Það er mín skoðun á þessari keppni að við hefðum allir kastað hálfum metra lengra en við gerðum ef ekki hefði komið til mikil truflun og óþægindi af öðrum greinum og þetta leiðinlega atvik með Capes, sagði Udo Beyer, sigur- vegari í kúluvarpi f gærkvöldi. — Við fengum engan tíma til að hita okkur upp er við komum til keppninnar á nýjan leik og köstuðum því kaldir. Ég tel Sovétmennina Mironov og Barysnikov og Finnann Stál- berg sterkustu kúluvarpara í heimi auk mi'n. Þeir gætu hugsanlega slegið heimsmet mitt. en ég hef þó hugsað mér að verða sjálíur fyrri til á næsta ári, sagði Beyer. Keppcndur í kúluvarpinu mótmæltu brottvísun Capes með því að ganga allir út af leikvanginum í einfaldri röð áður en þeir byrjuðu keppnina eftir töfina. Þeir komu til baka inn á völlinn í röð fimm mínútum síðar og þá loks hófst keppnin. ■æ- Oskar í hring- inn í dag UNDANKEPPNIN í kringlu- kastinu fer fram fyrir hádegi í dag og meðal keppenda er Óskar Jakobsson, en hann er síðastur íslendinganna á þessu Evrópumóti til að hefja keppni. óskar hefur notað vikuna hér vel til æfinga og ætti að vera vel undirbúinn fyrir átökin. — Ég verð að vera bjartsýnn á að komast i' aðalkeppnina, en til þess þarf ég að kasta 61 metra, sagði óskar í stuttu spjalli við Mbl. í gær. — Ég óttast mest að það verði rign- ing, en þá gengur mér yfirleitt illa. Þá mega taugarnar ekki gefa sig, en þetta er mitt fyrsta stórmót erlendis í kringlukasti og það má lítið útaf bera í þessum þrcmur köstum, sem maður fær 1' undankeppninni, sagði Óskar að lokum. - ÞR SVIPTINGAR Á EM PRAG SVIPTINGARNAR héldu áfram á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Prag í gær. Capes mætti ólöglegur til leiks í kúluvarpinu og í stað þess að ræða málin við dómara stjakaði hann við dyraverði og var dólgslegur við aðra starfsmenn. Kappanum var vikið úr keppninni, en Bretar hafa kært málið. Ekki er þó talið að þeir hafi árangur sem erfiði frekar en er þeir kærðu Sovétmenn fyrir að stjaka við Thompson í 1500 metra hlaupi tugþrautarinnar. Heimsmethafinn í 100 metra grindarhlaupi kvenna, Rabsztyn, var vikið úr keppni í gær fyrir að hindra andstæðing og verður hlaupið að fara fram á nýju í dag — án heimsmetshafans. VAR HEPPIN AÐ KOMAST í ÚRSLIT - EN SIGRAÐI ___________ÓVÆNT_____________ Sovézk stúlka, Uudmila Kondtrateva, vann óvæntan sigur í 200 metra hlaupi kvenna í Prag í gær. Enginn hafði reiknað með henni og fyrirfram var aðeins talið að um formsatriði væri að ræða fyrir a-þýzku stúlkuna Marlies Gohr að vinna hlaupið. Hún hafði sigrað glæsilega í 100 metra hlaupinu og tvenn gullverðlaun í spretthlaupunum voru hennar að allra áliti. En svo hófst hlaupið og engri keppni er lokið fyrirfram, það sannaðist í þessari grein. Gohr hafði tveggja metra for- ystu þegar stúlkurnar komu út úr beygjunni, en greinilegt var að sama öryggi var ekki yfir henni og í 100 metra hlaupinu. Kondtrateva og Bodendorf, sem varð þriðja, söxuðu jafnt og þétt á forskot hennar. Það virtist þó of mikið og það var ekki fyrr en á marklínu að Kondtratevu tókst að kasta sér fram og sigra þannig með 1/100 úr sekúndu betri tíma. Kondtrateva hafði heppnina með sér er hún komst í sjálf úrslitin, því í milliriðli var hún ekki meðal þeirra þriggja beztu í sínum riðli, en tími hennar fleytti henni þó í úrslitin. Hún náði síðan draumahlaupinu á hárréttu augnabliki og sigurinn var hennar. — Ég þekki fjölda fólks, sem verður undrandi þegar það fréttir um sigur minn, sagði rússneska stúlkan. — En ég hef lengi einbeitt mér að keppni í 200 metrunum og var alltaf bjartsýn á verðlaun. Gohr, sem er 20 ára sálfræði- nemi, virtist hafa orðið fyrir meiriháttar sálrænu áfalli er hún sigraði ekki í greininni. Hún kastaði sér í jörðina og forðaðist að ræða við nokkurn mann að keppninni lokinni. Ludmila Kondtrateva, Sovétr. 22.52 Marlies Gohr, A-Þýzkal. 22.53 Carla Bodendorl. A-Þýzkal. 22.64 Monika Hamann, A-Þýzkal. 22.76 Chantal Rexa. Frakkl. 22.77 Ljudmila Maslakova, Sovétr. 22.89 Linda llaclund. Svíþjóð 23.07 Liljana Ivanova. Búlgariu 23.23 EVRÓPUMET TRYGGÐI YFIRBURÐASIGUR Hlutirnir gengu heldur ekki átakalaust fyrir sig í spjótkasti kvenna. Ólympíumeistarinn Rut Fuchs náði sér ekki á strik fyrr en leið á keppnina og lengi vel var hún ekki í verðlaunasæti. Þá náði hún „stóra kastinu" í fimmtu umferðinni. Spjótið flaug 69.16 metra og nýtt Evrópumet leit dagsins ljós. Heimsmetið á banda- ríska stúlkan Kathy Schmidt 69.32 metra. Með metkasti sínu náði Fuchs yfirburðum í keppninni og næsta stúlka var 7 metrum á eftir henni, en síðan komu stúlkurnar í hnapp. Ruth Fuchs. A-Þýzkal. 69.16 Theresa Sanderson, Bretlandi 62.40 Ute Hommola. A-Þýzkalandi 62.32 Ute Richter, A-Þýzkal. 62.04 Eva Zorgo. Rúmeníu 61.14 Eva Helmschmidt, V-Þýzkal. 60.96 Ingrid Thyssen, V-Þýzkal. 60.18 Bernadetta Blechacz. Póll. 60.14 ÞRIÐJI MAÐUR í 3 ÁRATUGI TIL AÐ VINNA 2 GULL Italinn Pietro Mennea vann sín önnur gullverðlaun hér í Prag er hann sigraði glæsilega í 200 metra hlaupinu. Mennea varð fyrstur til að ná þessu afreki og e.t.v. verður hann sá eini sem fær tvenn gullverðlaun í einstaklingsgrein- um. Aðeins tveir aðrir íþrótta- menn hafa náð þessum árangri síðan eftir seinni heimsstyrjöld- ina, Heins Futterer 1954 og Valery Borzov 1971. — Ég vissi að ég átti alla möguleika á þessum verðlaun- um ef ég héldi ró minni og ekkert óvænt kæmi fyrir. Þegar leið á hlaupið fann ég að þetta yrði auðvelt, sagði Mennea. Pietro Mennea, ftalíu 20.16 Olaf Prcnzler, A-Þýzkal. 20.61 Peter Muster, Sviss 20.64 Lech Dunecki. Póll. 20.68 Pascal Barre Frakkl. 20.70 Zenon Licznerski, Póll. 20.74 Aleksander Aksinin. Sovétr. 20.87 Vladimar Ivanov, Búlgariu 20.92 FÉKK GADD í LÆRIÐ Franz Peter Hoffmeister sigraði á hetjulegan hátt í 400 metra hlaupinu á tímanum 45.73. Á marklínunni hneig hann örmagna og sárkvalinn niður. Á síðustu metrunum fékk hann einn gaddinn á skó andstæðings í læri og þessi meiðsli gætu verið það slæm að hann gæti ekki tekið þátt í 4x400 metra boðhlaupinu á sunnudaginn. • Johanna Klier. A-Þýzkalandi í grindahlaupinu í Montreal. Ilún sigraði í greininni í Prag í gær. en verður að hlaupa aftur í dag vegna úrskurðar dómnefndar, en ætti ekki að verða skotaskuld úr því að vinna þá einnig. Um 30 þúsund áhorfendur fögnuðu silfurmanninum þó meir en sigur- vegaranum, en í 2. sæti varð Tékkinn Karel Kolar á nýju landsmeti, 45,77. Franz Peter Hoffmeister. V-Þýzkalandi 45.73 Karel Kolar. Tékkóslóvakfu 45.77 Francis Demarthon, Frakklandi 45.97 Lothar Krieg, V-Þýzkalandi 46.22 Terry Whitehead, Bretlandi 46.23 Richard Ashton, Bretiandi 46.34 Bernhardt Herrmann, V-Þýzkal. 46.69 FINNAR FENGU _________SILFUR OG BRONS____________ Finnskir stangarstökkvarar náöu góöum árangri á EM í gær, en þeir Kalliomaki og Pudas urðu í 2. og 3. sæti. Vladimar Trofimenko. Sovétr. 5.55 Antti Kalliomaki, Finnl. 5.50 Rauli Pudas. Finnl. 5.45 Vladyslaw Kozakiweicz, Póll. 5.45 Tananika Sovétr. 5.40 Houvion. Frakklandi 5.40 Tracanelli. Frakklandi og Hooper. Bret- landi 5.40. Verðlaunaskipting EFTIRTALDAR þjóðir hafa hlotið verðlaunapeninga á Evrópu- meistaramótinu í Prag í Tékkóslóvakíui Gull Silfur Brons 8 7 5 A-Þýzkaland Sovétríkin Ítalía V-Þýzkaland Finnland Bretland Tékkóslóvakía Rúmenía Svíþjóð Noregur Pólland Frakkland Sviss 6 3 3 1 0 0 0 0 0 0 0 0 5 1 0 1 3 2 1 1 0 0 0 0 • 2. flokkur IBK, Islandsmeistarar eftir sigur gegn KA í gærkvöldi. (Ljósm. — gg.) ÍBK vann KAí úr- slitum 2 flokks ÍBK eru íslandsmeistarar í 2. flokki í knattspyrnu, eftir að hafa sigrað KA frá Akureyri verðskuldað í úr- slitaleik á Kaplakrika í gærkvöldi. Sigurinn hljóð- aði upp á 2—1, staðan í leikhléi var jöfn, 1—1. Allan leikinn var nokkurt jafnræði með liðunum úti á vellinum, en það sem gerði gæfumuninn var mun ákveðnari og beittari fram- lína ÍBKj þar sem Einar Ásbjörn Olafsson var allt í öllu í sóknarleik liðsins. Hann náði forystu fyrir Keflavík á 25. mínútu og hann átti allan heiðurinn af sigurmarkinu, sem Sigurjón Sveinsson skoraði fallega á 55. mínútu. KA tókst að jafna á 33. mínútu með fallegasta marki leiksins, sem Gunnar Gíslason skor- aði beint úr aukaspyrnu af rúmlega 20 metra færi. -gg- Reynir og ÍBK unnu bikarmótin SUÐURNESJAMENN hafa gert það gott í bikarmótum knatt- spyrnumanna undanfarið. Keflvíkingar unnu í 1. flokki og Revnir. Sandgerði í 2. flokki annað árið í röð. í 1. flokki mætti ÍBK í úrslitaleikinn gegn Breiðablik með marga af sínum beztu knattspyrnumönnum gegnum árin og liðið vann verðskuldað 2:0. Þeir Steinar Jóhannsson og Ingiber Olafsson skoruðu mörk Keflvíkinga og tryggðu bikar- sigur ÍBK í 1. flokki í annað skiptið. ÍBK sigraði er keppnin fór fyrst fram árið 1971. Víking- ar hafa einnig unnið keppnina tvívegis, en ÍBV, IBA, Þróttur og Breiðablik einu sinni hvert félag. Það var mikið markaregn í úrslitaleik Reynis og Breiða- Tækninámskeið í badminton Badmintonsamliand ísiands hef- ur ákveðið að halda tækninám- skeið dagana 16. og 17. september og fer það fram í íþróttahúsi TBR við Gnoðarvog. Stjórnandi námskeiðsins verður Garðar Alfonsson. Námskeiðið er sérstaklega ætlað þeim sem ætla sér að sækja A-stigs leiðbeinenda- námskeið B.S.l. á næsta ári. Þar sem þátttaka er takmörkuð, eru >eir sent áhuga hafa á að sækja >etta námskeið, beðnir að hafa samhand við Rafn Viggósson í síma: 84451 og 30737, fyrir 10. september. (Fréttatilkynning). Aðalfundur UMFN Aðalfundur UMFN fer frant í Stapa í dag, laugardaginn 9. september, og hefst hann klukkan 13.00. Frá badminton- deild KR BADMINTONDEILD KR hefur starfsemi sína 1. seplember. Þeir sem ekki hafa endurnýjað adinga- tíma sína íyrir komandi vetur. verða að gera það í síðasta lagi á laugardaginn 2. septemher. hjá formanni deildarinnar óskari Guðmundssyni í síma 15881. eftir klukkan 5. Strax einn með 12 rétta GETRAUNIR hófu starfsemi sína að loknu sumarleyfi með leikjum 3. umferðar ensku deildarkeppn innar. sem fram fór á laugardag. Fram kom einn seðill með 12 réttum og nam \ inningurinn fyrir hann kr. 120.000,- en fyrir einn seðil. sem reyndist með 11 réttum verða greiddar kr. 180.000. . Það var Reykvíkingur sem átti ..tólfarann". Kópavogs- húi var með 11 rétta. ERFIÐIR ÚTILEIKIR BLACKPOOL. liðið sem sló hikarmeistara lpswieh út úr deildabikarkeppninni í Eng- landi. dróst á móti „peningalið- inu" Manehester ('itv í þriðju umferð keppninnar. Blaekpool fær heimaleik. en dregið var í fyrradag um það hvaða lið leika na'st saman. Miirg stórlið- anna í' 1. deildinni hafa þegar lokið þátttiiku sinni i keppn- inni sem hoðið hefur upp á bliks í bikarkeppni 2. flokks um síðustu helgi og Reynispiltarnir unnu 5:2 — skoruðu fjögur fyrstu mörkin í leiknum. Öniar Björnsson (2), Grétar Sigur- björnsson, Þórir Eiríksson og Jón Guðmann Pétursson skor- uðu mörk Reynis. Þjálfari Reyn- is er Eggert Jóhannesson og flestir strákanna í 2. fiokki leika einnig með meistaraflokki fé- lagsins í 2. deild. Reynir vann nú bikarkeppni 2. flokks annað árið í röð, en hin liðin, sem unnið hafa keppnina eru ÍA (5), ÍBV (3), ÍBK (2), Breiðablik (2) og Selfoss. - áij miirg óvænt úrslit. í þriðju umferðinni er enn útlit fyrir að 1. deildarliðunum fækki því miirg þeirra drógust á útivöll gegn snjiillum „bikarliðum". Eftirtalin lið leika saman í þriöju umferðinni, Exeter — Bollon Aston Viiia — Crystal Palace Oxford Plvmouth — Oldham Notting-1 ham Forest Everton — Fulham Darlington Sheffield Utd. WBA Leeds Northampton — Hereford Stoke Southampton — Derby Chester — Norwich Chesterfield — Charlton Luton — Crewe BlarkpsKil — Man. Citv Rotherham — Reading QPR — Swansea/ Tottenham Middleshrough — Peterhrouzh Swind- on Burnley Bradford — Brighton Man. lltd. — Watford Leikirnir ciga að fara fram 4. oktúber. -áij. KSÍ samþykkir engin félaga- skipti til er- lendra félaga á keppnistíma- bilinu hérlendis KNATTSI’VRNUSAMBANDID samþykkti á fundi i siðustu viku að hér cftir yrði ckki skrifað undir ncin félagaskipti íslcnzkra lcik- manna til crlcndra liða ntcðan á kcppnistímahili sta’ði. Tckur bann þctta þcgar gildi og cr í samnvmi við fvrri ákvarðanir KSl í þcssu máli. Þýðir þcssi samþykkt í raun að Islaml cr lokaöur markaður fvrir crlcnd félög á tímabilinu frá hyrjun maí til loka scptombcr. á ári hvcrju, cða í um fintni mánuði. KSI hcfnr kynnt hclgiska knatt- spyrnusambandinu, FIKA, UEFA, íslcnzkutu fclogum og öðru, scm lilut ciga að niáli. sjónartnið sín. Jcns Sumarliðason var fyrir nokkru á fundi norr;vnna knatt- spyrnuforystumanna í Svíþjóð og var þar rætt tim rélt hcimaliöa og hcimasambanda vcgna fclaga- skipta lcikinanna yfir til atvinnu- mannaliða og til notkunar a atvinnumönnum í landslciki. Kont á fundinum fram stuðningur við skoðanir KSI þcssum málunt -áij Ronrico á Hvaleyri 111N ARLF.GA Ronrico golfkcppni fcr frant utn Itdgina á livalcyra- holtsvcllinum i Ilafnarfirði. Ilcr cr um flokkakcppni að ræöa og hcfst kcppnin klnkkan í) fyrir hádcgi i dag, mcð kcppni t mcistaraflokki og fyrsta flokki. Kcppl vcrður utn vcrðlaun. scm Einar Malthicscn, umboðsmaður Ronrico gcfur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.