Morgunblaðið - 02.09.1978, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.09.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1978 37 .II VELVAKANDI ,, SVARAR í SÍMA ^OIOOKL 10—11 FRÁ MÁNUDEGI bjargráðunum, en hafði rétt áður fordæmt hana. Lúðvík sagði her- inn vel mega vera kyrran í landinu um sinn. En skömmu áður höfðu kommar hellt sér yfir Einar Agústsson sem sérlegan loftfim- leikameistara í utanríkismálum á síðustu sjö árum (1971—1978). Rétt er það, að Einar Ágústsson hefur verið nokkuð reikull í ráði í þeim efnum, en skoðanaskipti Lúðvíks í þessu máli voru þó mun meiri á sjö dögum en Einars á sjö árum. Sautján milljarða gat reyndist í efnahagsmálatillögum Lúðvíks Jósepssonar (á „ársgrundvelli", eins og sagt er á nútíma íslensku). Fyrstu daga sinnar stjórnarmynd- unartilraunar taldi Lúðvík Jóseps- son forsætisráðherrastólinn ekki vera neitt úrslitaatriði, en rétt strax sneri hann þó við blaðinu, og setti Alþýðuflokkinn upp við vegg í þessu efni með frægu bréfi, og heimtaði skýr svör þegar í stað. Nú hefur Lúðvík Jósepsson löng- um verið talinn manna klókastur, en þó merkilegt sé, sáu þeir Benedikt Gröndal og Ólafur Jóhannesson þarna við honum, og varð Lúðvík bráðlætið að falli, er hann hugðist leika nýkvænta manninn, sem forðum sagði: „Ekk- ert kaffi, bara hátta“. Allt ber hér að sama brunni: Þær kúnstir, sem hér hefir verið drepið á, voru þess eðlis, að japönsku ólympíumeistararnir í fimleikum karla í Montreal hefðu talið þess háttar garp sem Lúðvík sóma sér vel í því einvala liði þ.e. mann, sem tekið gat slík heljar- stökk afturábak eins og að drekka vatn, þó að þar sæust að vísu nokkur merki um hægri hlið- ar-snúning. Reykjavík, 28.8. 1978, Sigurjón Jónsson. P.s. Eitt hefur raunar aldrei brugðist hjá Lúðvík Jósepssyni, en það er tryggð hans við Rússa, allt frá Finnlandi (1939—1940), Ung- verjalandi, Tékkóslóvakíu, Berlín og til Moskvuréttarhaldanna á þessu herrans ári 1978. S.J. • Lausavísa eftir Vestur- bæjarskáld Kæri Velvakandi. Ég sá það í einu bréfa þinna, að velkveðnar vísur væru vel þegnar til birtingar í dálkum þínum. Hér er ein eftir Vilhjálm frá Skálholti, það mikla Vestur- bæjarskáld: Þó ég stæli' glóandi gulli úr greipum hvers einasta manns, þá væri ég örn minnar ættar og orka míns föðurlands. Með þökk fyrir birtinguna! 2920-8867. Þessir hringdu . . . • Verðlagsmál Steini vélsmiður vildi koma eftirfarandi á framfæri í dálkum Velvakanda: Ég er nú barasta leikmaður í viðskiptum og panta stundum frá útlandinu hitt og þetta smávegis og reyni að selja það. Þegar ég heyrði svo verðlags- stjórann okkar ávarpa þjóðina um daginn rifjaðist upp fyrir mér svolítil lífsre.vnsla í sambandi við innkaup frá breskum járnsteypu- framleiðanda. Mig langaði í svolít- ið merkilegt stykki frá honum, sem ég var viss um að hægt væri að selja nokkur stykki af hér á landi. En viti menn. Hann svaraði að ef ég pantaði 1 stykki í einu kostaði stykkið 7 pund og 15, ef ég keypti 4 stykki í einu 4 pund og 97, ef ég keypti 8 stykki í einu 4,41 pund og 40 stykki í einu 4.30 pund og ef ég keypti 200 stykki í einu var verðið aðeins 3 pund og 97. Nú er bara íslenski markaður- inn ekki stærri en svo, þegar um slíkt stykki er að ræða að ég þorði SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðiga skákmótinu í Torre- molinos á Spáni í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Garciá-Padrons, Spáni, og Larry Christiansens, Bandaríkjunum, sem hafði svart og átti leik. Hvítur lék síðast 38. De3 - b3?? ' 38. ... Hal! og hvítur gafst upp. Hann getur með engu móti forðað mannstapi. ekki fyrir mitt litla líf að panta meira en 4 stykki í einu, enda kom það á daginn að mér hefur enn ekki tekist að selja nema þrjú stykki á tveimur árum. Það sér hver heilvita maður að ekki er hægt að gera hagkvæm innkaup, þegar markaðurinn er svona lítill, en samt er maður rægður fyrir okur yfir alla alþjóð og það af æðstu mönnum þjóðar- innar. Það má ryðia einhverjum af þessum „pótentátum** úr vegi. Svoná menn, sem gera ekkert annað en að vefjast fyrir. „Sveiatt- ann“. Steini vélsmiður.“ Svo mörg voru þau orð, en Velvakanda þætti fróðlegt að heyra meira frá fólki um verðlags- málin, en vinsamlegast munið eftir að láta nafn og símanúmer fylgja með, svo.hægt sé að birta bréf ykkar. HÖGNI HREKKVÍSI Frá Menntaskólanum á ísafirði 9. starfsár skólans hefst viö skólasetningu sunnudaginn 10. september kl. 16:00. Mánudaginn 11.9 mæti nemendur sem hér segir: 1. bekkur kl. 09:00. 2—4 bekkur kl. 11.00. Vegna valgreinakönnunar er áríöandi aö allir nemendur skólans mæti strax á 1. degi. Skólameistari. FRÍKIRK JUFÓLK Séra Kristján Róbertsson, eini umsækjandi um Fríkirkjuna í Reykjavík, flytur messugjörð í kirkjunni, sunnudaginn 3. september 1978 kl. 11. árdegis. Fjölmennið. Allir hjartanlega velkomnir. Athugið breyttan messutíma. Safnaöarstjórn Orð Krossins Fagnaöarerindi veröur boöaö á íslensku frá Trans World Radio, Monte Carlo, á hverju mánudags- kvöldi kl. 23.15—23.30. Sent verður á miðbylgju 205 metra (1466 KHz) Ath: Breyttur tími og bylgjulengd. Orö krossins, Pósth. 4187, Reykjavík. Stórmarkaður í vikulokin Herra- dömu- og barnaföt á verksmiöjuveröi. , Fóöur og efni á tilboðsveröi. Ný sending af íslenskum skinnum á einstaklega hagstæöu veröi. Stórmarkaðurinn er aöeins opinn föstudaga frá kl. 6—10 og laugardaga 9—6. Módel magasín Tunguhálsi 9, Árbæjarhverfi, sími 85020. blaðburðarfólki Austurbær Freyjugata frá 28— Sóleyjargata Samtún Vesturbær Reynimelur 1—56. Hringbraut II Kvisthagi Miöbær Túngata Hávallagata Seltj.nes Baröaströnd Uppl. í síma 35408

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.