Morgunblaðið - 03.09.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.09.1978, Blaðsíða 1
64 SIÐUR 191. tbl. 65. árg. SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Rhódesía: Leynifundur um aukin völd til þjóðemissinna Jóhannes Páll I verður krýndur formlega í dag Vatikanið. 2. september. AP. JÓHANNES Páll I, nýkjörinn páfi kaþólsku kirkjunnar og leiðtogi 700 milljóna manna verður á morgun krýndur formiega til embættis. Jóhann- es Páll I hefur þegar tilkynnt að hann muni bregða út af aldagamalli venju og láta krýna sig með ullarbandi í stað þríkórónunnar miklu sem páf- ar síðustu 15 alda hafa verið krýndir með þegar þeir hafa formlega tekið við embætti. Ennfremur hefur Jóhannes Páll I ákveðið að breyta út af fyrri hefð með því að fara með messugjörð ásamt kardínálun- um sem höfðu kosningarétt á kardínálasamkundunni svo og þeim sem eru orðnir áttræðir, í útimessu á torgi heilags Péturs á morgun þegar krýningin fer fram. Þá hefur hann einnig ákveðið að láta ekki bera sig á börum til athafnarinnar eins og venja er. Vegna páfakjörsins hefur þjóðhöfðingjum víðs vegar að úr heiminum verið boðið að vera viðstaddir athöfnina. I því sambandi hafa risið nokkrar deilur vegna þess að forsvars- menn Vatíkansins höfðu boðið frá Argentínu bæði Jorge Rafael Videla forseta herforingja- stjórnarinnar og einnig ónefnd- um stjórnmálamanni utan stjórnarinnar. A Italíu hafa samtök kommúnista og sósíal- ista og kaþólska verkamanna- sambandið hótað að grípa til aðgeröa til að mótmæla komu Videla. Afram róstur í Nicaragua ManaKUa — Panamaborg. 2. sept. AP. YFIRMENN Rauða kross- ins, sem verið hafa við hjálparstarf í átökunum í Nicaragua að undanförnu, bjuggust við áframhald- andi blóðsúthellingum í helztu borgum landsins í dag, laugardag. Flestar verzlanir í þessum borgum eru nú lokaðar og athafna- líf að mestu lamað. Svo til engin umferð er á götum úti, sem hefur verið lokað með götuvígjum og óbreyttir borgarar halda sig innan dyra. í dag verður Lusaka, 2. seþtember. AP. JOSHUA Nkomo, leiðtogi þjóðernissinnaðra blökku- manna í Rhódesíu, sagði á fundi með fréttamönnum í dag að sögusagnir um leynilegan fund hans og Robert Mugabes með Ian Smith forsætisráð- herra Rhódesíu ættu við rök að styðjast. Þeir hefðu komið saman fyrir skömmu og rætt þar aðallega um tilfærslu valds í landinu í hendur skæruliða- hreyfingunum sem þeir eru í forsvari fyrir, en Nkomo vildi ekki fara nánar út í þá sálma, nema hvað hann játti spurn- ingu þess efnis, hvort Smith hefði á fundinum samþykkt einhverja valdatilfærslu. Fyrr í vikunni höfðu bæði Nkomo, Mugabe og Smith lýst fréttir um fund þessara aðila þvætting sem ætti að ekki við nein rök að styðjast. Að síðustu sagði Nkomo að öll stórveldin, Bandaríkin, Þessi mynd sýnir tvo af andstæðingum Somoza. eftir að hafa náð borginni Matalgalpa á sitt vald á þriðjudag. Þjóðvarðliðum Somoza tókst síðan að ná henni á sitt vald á föstudag og létust 50 manns í þeim átökum. Jóhannes Páll páfi, veifar til mannfjöldans eftir að kosning hans hafði farið fram.— hann krýndur formlega í Péturskirkjunni í Róm. Bretland og Sovétríkin, hefðu allan tímann vitað af þessum fundi þeirra félaga með Ian Smith. 18. skák- iníbið Baguio — 2. sept. Reuter. ÁTJANDA skákin í einvígi þeirra Karpovs og Korchnois fór í bið í gær eftir 41 leik. Biðskákin verður tefld í dag. Sérfræðingar telja líklegt. að þeir semji um jafntefli í biðskákinni og örlítið rýmri staða Karpovs nægi honum ekki til vinnings. Korchnoi hafði svart í þessari skák og beitti Pirc vörn í fyrsta skipti í einvíginu. „Vissulega er það lýgi” Stokkhólmur — Moskva — 2. sept. AP. SOVÉZKI útlaginn Agapov sagði blaðamönnum í dag, cð eiginkona hans hefði sagt hönum í símtali, að sovézk yfirvöld hefðu gefið henni leyfi til að fara til Svíþjóðar og heimsækja Agapov síðar í þessum mánuði. Hann hefur nú í hart nær fjögur ár barizt fyrir því að fá fjölskyldu sína til Svíþjóðar, en án árangurs. Haft er eftir eiginkonu hans, Ludmilu, í Moskvu, að hún sé ekki trúuð á að þetta reynist rétt þrátt fyrir loforðið og þetta sé helber lygi. „Ef við fengjum að fara, væri búið að senda okkur til Svíþjóðar umsvifalaust og án frekari mála- lenginga," sagði Ludmila. Sovétríkin auka stuðning við Víetnam Washington. 2. sept. AP. SOVÉTRÍKIN hafa á siðustu vikum sent fjölda herflugvéla ásamt ýms- um birgðum til stuðnings herjum Víetnam í vaxandi átökum þeirra við Kambódíuher undanfarið, að því er bandarfsk yfirvöld sögðu í dag. Bandarískur starfsmaður, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði, að nýlega hefði milli 15 og 20 sovézkum herflugvélum verið flogið til Víetnam með millilendingu í Pakistan og á Indlandi. Með í förinni hefðu einnig verið fjölmargir tækni- og herráðgjafar. Hann sagði jafn- framt, að þetta væri mesti liðsauki, sem Víetnömum hefði borizt í langan tíma frá Sovétríkjunum í deilunum við Kambódíu. Ekki hefur vitnazt um meiri háttar átök frá því á föstudag, er þjóðvarðliðar Somozas náðu borg- inni Matalgalpa úr höndum Sad- anista hreyfingarinnar. í þeim bardögum létust 50 manns og hundruð manna særðust. Helztu talsmenn Sadanista hreyfingarinnar, sem nú eru í Panamaborg hafa brugðizt hart við þeim orðrómi að Bandaríkja- stjórn ætlaði að stilla til friðar í Nicaragúa. Þeir sögðu á blaða- mannafundi, að ef Bandaríkja- stjórn hlutaðist til um deilurnar í landinu væri ekki hægt að líta á það sem annað en beina innrás og þeirri innrás yrði snarlega hrund- ið. Hu'go Torres, sem sjálfur kallar sig foringja Sadanista, sagði á þessum fundi, að stjórnin í Washington hefði ævinlega veitt Somoza margháttaðan stuðning í efnahags-, her- og stjórnmálum og að staðaldri væru um 70 Banda- ríkjamenn í Nicaragua við þjálfun þjóðvarðliða. Uemura ætlar á Suðurpólinn Tokýó, 2. september. AP. NAOMI Uentura, japanski ofurhuginn sem fyrstur manna fór einn síns liðs á Norðurpólinn og síðan þvert yfir Grænlandsjökul, kom heim í gær eftir 7 mánaða fjarveru. Og viti menn, það fyrsta sem kappinn lét eftir sér hafa var að nú þyrfti hann að fara að undirhúa ferð sína á Suðurpólinn og þangaö ætlar hann auðvitað einn sfns liðs. Er Uemura var að því spurður af fréttamönnum hvers vegna hann færi allar þessar ferðir sínar einn síns liðs, svaraði hann því til að hann þyrfti að einbeita sér svo mikið í svona ferðum að hann gæti hreinlega ekki alltaf verið að taka tillit til annarra, svo væri hann reyndar „töluverður eiginhags- munaseggur". Uemwra lagði upp í ferð sína á Norðurpólinn 5. marz s.l. en þangað er um 800 km leið. Þá var flogið með hann til norðurodda Grænlands þar sem hann lagði upp í 2600 km göngu 12. maí s.l. Uemura hefur unnið sér fleira til frægðar en þessar ferðir því að á undanförnum árum hefur hann klifið hæstu fjöll allra heimsálfa nema Ástralíu, þ.á m. Monte Everest, hæsta fjall -heims. Naomi Uemura. japanski ofur- huginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.