Morgunblaðið - 03.09.1978, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 03.09.1978, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1978 Sjónvarp á morg- un kl. 21.00: Feðurn- ir leggja á ráðin Á DAGSKRA sjónvarpsins á mánudagskvöldið er sjónvarps- leikrit sem heitir „Seint er kvenna geð kannað“. Sagan gerist í litlum bæ og fjallar um viðskipti tveggja fjölskyldna. Annars vegar er par maður sem er ríkur verksmiðju- eigandi, Nat Jeffcote. Hann hefur barizt við fátækt en hafið sig upp til vegs og virðínga. Hann á son sem heitir Allan og er pað ákveðið að hann eigi að giftast dóttur annars ríks verksmiðjueiganda. Dag nokkurn er frí í verksmiðj- unni og fer fólkið til Blackpool til þess að skemmta sér, þar á meðal er dóttir verkamanns sem starfar hjá Jeffcote ásamt öðru ungu fólki. Stúlkan, sem heitir Fanny, hittir þar Allan og þau stinga af til næsta þorps og eru þar yfir helgi. Þegar Fanny kemur heim komast foreldr- arnir að hinu sanna. Vegna tíðar- andans bar þeim Allan og Fanny aö giftast hvort öðru þar sem þau höfðu verið saman. Faðir Fannyar, Kristofer, fer því til Jeffcotes til þess að ræöa viö hann málin og þeir leggja á ráöin í sameiningu. Leikritið hefst kl. 21.00 og er þýðandi Kristmann Eiðsson. Leik- stjóri er hinn kunni leikari Laurence Olivier. Jack Hedeley og Pay Heywood en pau leika foreldra Fannyar. Útvarp í dag kl. 13.30: Leitar ævintýra med lunda HJALTI Jón Sveinsson sér um pátlinn „Fyrir ofan garð og neðan“ sem er á dagskrá útvarps- ins í dag kl. 13.30. Hjalti sagði að í þættinum myndi hann leita ævintýra meö lundanum. Til þess fengi hann í lið með sér hjónin Pétur Guðjónsson og Lilju Sigfúsdóttur frá Kirkjubæ í Vest- mannaeyjum. Pétur er einn elzti bjargsigismaöur Vestmannaeyinga en hann er kominn á áttræðisaldur og stundar enn bjargsigið. Þá sagðist Hjalti ræða við ungan Nýsjálending um starf hans hér og kynni hans af landi og þjóð. Síðan mun Hjalti kynna skáldskapargrein sem nefnist stafl og mun hann ræða við aldinn alþýðumann sem hefur stundað þá iðju að stafla Ijóð. Að lokum mun Hjalti svo ræöa við Silju Aðalsteinsdóttur um barna- bækur. Þetta er síöasti þáttur Hjalta í bili og hefst hann eins og áöur segir kl. 13.30. Eldvamarplötur Höfum á lager ýmsar geröir af viöurkenndum þilplötum til eldvarna frá ETERNIT I Belgíu. M.a: PICALUX innanhússplötur. ETERSPAN utanhússplötur. GLASAL meö innbrenndum lit til alhliða nota. HU5A SMIÐJAN HF Súöarvogi 3 104 Reykjavík Sími 86365 En SUNNA býður ykkur mögu- leika á fleiri sólardögum. ERÐIR Á HAGKVÆMU VERÐI: Grikkland 5/9 2 vikur og 4 vikur 19/9 BIÐLISTI 3/10 V1KUFERO Kanaríeyjar Sérstök fjölskyldukjör 21/9 BIDLISTI Mailorca 10/9 3 vikur 17/9 2 og 3 vikur 24/9 2 og 3 vikur 1/10 1, 2 og 4 vikur 8/10 1 og 3 vikur 15/10 2 vikur «r> JðjCf ■ ■ Costa Del Sol 8/9 BIOLISTI 15/9 3 vikur 22/9 2 vikur Beint dagflug M ______ _ millilendinga SUNNA BANKASTRÆTI 10. SÍMI 29322. AKUREYRI, IIAFNARSTRÆTI 94. SÍMI 21835. ÞARFTUAÐKAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? hl Al Cl.YSlR l M AI.I.T I.AN'D ÞEOAR W AKILYSIR I MORr.LNBLAOINT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.