Morgunblaðið - 03.09.1978, Side 14

Morgunblaðið - 03.09.1978, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1978 Rætt við Geir Hallgrímsson formann Sjálfstæðisflokksins Hleypi mér ekki upp bara til að sýna einhver svipbrigði „Ég hringdi í gamlan samstarfsmann fyrr í dag og baö hann aö líta viö hjá mér bví mig langaöi til aö kveöja hann áöur en ég léti af starfi og hann sagöist mundu gera baö meö mestu ánægju. Ég benti honum auövitaö á aö betta gæti nú veriö nokkuö tvírætt svar undir bessum kringumstæöum“, segir Geir Hallgrímsson formaöur Sjálfstæöisflokksins er viö hittumst aö máli eftir aö hann haföi afhent Ólafi Jóhannessyni eftirmanni sínum í embætti forsætisráöherra lyklana aö Stjórnarráöinu. „Aö vissu marki fylgir bví ef til vill léttir í augnablikinu“, segir hann svo, begar ég spyr hann, hvernig tilfinning baö sé aö sjá á eftir embættinu í hendur öörum.“ En hins vegar er baö líka eftirsjá. Menn eru ekki í stjórnmálum nema til bess aö hafa áhrif og í trú á baö, aö geta látiö gott af sér leiöa og embætti forsætisráöherra hefur ólíkt meiri áhrif en forysta stjórnarandstööu“. „Það var að vísu rétt hálft annað ár sem leið frá því að ég sanði bornarstjórastarfinu lausu ok þar til é(í varð forsætisráðherra þannig að skiptin þarna á milli voru ekki alvefí snöfjg", segir Geir, þefjar ég spyr hann hvort það hafi ekki verið tvennt ólfkt að stýra samsteypustjórn tveggja flokka og að vera borgarstjóri með meirihlutaflokk á bak við sig. „En vissulega er það tvennt nokkuð ólíkt að hafa flokksmeirihluta á bak við sig og vera í forsæti samsteypustjórnar, auk þess sem verkefni borgar- stjóra, þótt víðfeðm og fjölbreytt séu, eru nokkuð annars eðlis en störf forsætisráðherra. Menn sjá ef til vill skjótar og áþreifanlegar árangurinn af starfi í embætti borgarstjóra en forsætisráðherra“. I stjórnmálum verða menn að læra að taka bæði meðlæti og mótlæti með jafnaðargeði — Nú hefur myndin breytzt heldur betur á forsætisráðherratið þinni. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði í alþingiskosningum og borgarstjórnarkosn- ingum. Hvernig metur þú stiiðu þína og flokksins nú? „Af þessu tvennu er það nú staða flokksins sem skiptir öllu máli“, svarar Geir að bragði. „Auðvitað hefur flokkurinn orðið fyrir áföllum í þessum tvennum kosningum. En það er engin ástæða til að láta hugfallast fyrir því. Svokölluð vinstri stjórn hefur tvívegis áður verið mynduð í landinu eftir lýðveldisstofnun og í bæði skiptin hefur þjóðin verið leidd í ógöngur. Sjálfstæðis- flokkurinn varð að sætta sig við vinstri stjórn eftir Alþingiskosningarnar 1971 en að þremur árum liðnum vann hann sinn mesta sigur. Þá var því reyndar spáð fyrir Alþýðuflokknum að hann þurrkaðist út en í næstu kosningum vinnur hann sinn mesta kosningasigur. Þannig skíptast á skin og skúrir í stjórnmálunum. En auðvitað verða menn að draga sinn lærdóm af hvoru tveggja. Sjálfstæðisflokkurinn st'endur verr að vígi nú þar sem hann hefur misst meirihlutann í borgarstjorn Reykjavíkur en það hefur ekki átt sér stað fyrr á nær fimmtíu ára ferli flokksins að vinstri stjórn væri við völd bæði í landinu og höfuðborginni. Vafalaust munu andstæðingar okkar reyna að setja okkur til hliðar og gera tilraun til að einangra flokk okkar, en það hefur ekki tekizt hingað til og mun ekki takast frekar nú?“ — Hvað með þig sjálfan? „Víst hafa svona úrslit áhrif á mann persónulega. Vinir mínir og samherjar sögðu gjarnan allt til loka borgarstjóraferils míns að ég hefði aðeins hlotið meðbyr um ævina. En sannleikurinn var sá að oft munaði mjóu að meirihlutinn héldist í borgarstjórn. í stjórnmálum verða menn að læra að taka bæði meðlæti og mótlæti með jafnaðargeði. Ofmetnast ekki þegar vel gengur en láta ekki bilbug á sér finna, þegar straumurinn er á móti“. — Þær raddir hafa heyrzt að það hafi verið hljótt um Sjálfstaðisflokkinn frá kosningum. „Þetta tel ég nú ekki vera rétt. Við höfum haldið marga fundi bæði í miðstjórn og þingflokki og almenna fundi, til dæmis hér í Reykjavík, þar sem kosningaúrslitin og staða flokksins í stjórnarmynd- unarviðræðum hafa verið rædd af hreinskilni og einurð. Og við höfum þegar hafizt handa af fullum krafti, sett nefnd á laggirnar til að gera tillögur um breytingar og endurnýjun á okkar starfi og við munum leggja áherzlu á að efla áhrif okkar í ýmsum hagsmunasamtökum, eins og til dæmis launþegasam- tökum, og um leið greiða götuna fyrir víxláhrifum milli hinna ýmsu hagsmuna- og áhugamannahópa og flokksins. Með þessu hyggjumst við treysta grundvöllinn að fylgi flokksins og vera í þeirri stöðu að geta sannfært landsmenn um það, að Sjálfstæðisflokkurinn sé í raun flokkur allra stétta og fólks í öllum landshlutum." Dróst aö gefa þjóð- stjórnina upp á bát- inn vegna Lúðvíks — Varðandi stjórnarmyndunartilraunir þínar hefur komið fram sú gagnrýni að þú hafir ekki nýtt tímann nógu vel og gjarnan vísað til þess að verzlunarmannahelgin hafi liðið hjá í aðgerðarleysi. Ilver var ástæða þess að þú dróst að gefa þjóðstjórnartilraunina upp á bátinn? „Eg tók til við tilraunir til stjórnarmyndunar miðvikudaginn 2. ágúst og hófust þær þannig að við Gunnar Thoroddsen varaformaður flokksins ræddum við fulltrúa annarra flokka um myndun þjóðstjórnar. Þegar okkur þótti ljóst af þeim viðræðum að þessi leið kæmi ekki til greina og ég var í þann veginn að snúa mér að öðrum möguleikum, þá fékk ég boð frá áhrifamönnum innan Alþýðubandalagsins um að þeir teldu ekki æskilegt að rjúfa þennan þátt áður en við Lúðvík Jósepsson hefðum tækifæri til að tala saman. Hann var þá örfáa daga utanbæjar og þessi þáttur málsins tafðist því á meðan. Við snérum okkur síðan að tilraunum til myndunar stjórnar með Alþýðuflokknum og Framsóknarflokkn- um. Framsóknarflokkurinn taldi sig ekki geta svarað beiðni okkar um viðræður án þess að halda fund fyrst, en síðan hófum við viðræðurnar af fullum krafti, sem síðan var skyndilega slitið af hálfu Alþýðuflokksins án þess að hann hefði þá komið fram með neinar tillögur varðandi sína stefnu. Eftir að við höfðum með viðtölum við forystumenn annarra flokka gengið úr skugga um að áðrir kostir voru þá ekki fyrir hendi varðandi samstöðu flokka, þá tjáði ég forseta íslands niðurstöðu mála á þriðjudag og þannig hafði ég ekki stjórnarmyndunar- 1 Gjöf til sundlaugar- byggingar Grensásdeildar NÝLEGA var Grensásdeild Borgarspítalans afhent gjöf frá Slysasjóði félags ís- lenzkra leikara og starfs- mannafélagi Sinfóníu- hljómsveitar Islands. I gjafabréfi sem fylgdi gjöfinni segir: „Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að láta Grensásdeild Borgarspítalans njóta úthlutunar- fjárins fyrir árið 1978 að upphæð kr. (>21.328.- Stjórn sjóðsins óskar að úthlutunin renni óskipt til byggingar sundlaugar við Grens- ásdeild Borgarspítalans og þess vænst að framkvæmdir við það verk geti hafist hið fyrsta.“ Guðbjörg Þorbjarnardóttir for- maður sjóðsstjórnar? Lárus Sveinsson fulltrúi starfsmannafé- lags Sinfóníunnar og Hannes Þ. Hafstein afhentu gjöfina. Af hálfu Grensásdeildar Borgarspítalans veittu þau Jóhann Gunnar Þor- bergsson settur yfirlæknir, Kalla Malmquist yfirsjúkraþjálfari og Sigrún Knútsdóttir deildarsjúkra- þjálfari gjöfinni viðtöku. Hafa Grensásdeild nú verið færðar hátt í 3 milljónir króna frá ýmsum velunnurum til sundlaug- arb.vggingar. Lionsklúbburinn Freyr gaf eina milljón og starfs- menn og sjúklingar Borgarspítal- ans efndu til fjársöfnunar í þessu tilefni. Þá hafa ýmsir einstakling- ar látið fé af hendi rakna. Mynd þessi er tekin við afhendingu gjafarinnar. Frá vinstri crui Lárus Sveinsson. Kalla Malmquist, Ilanncs Þ. Hafstein. Guðbjörg Þorbjarnardóttir. Jóhann Gunnar Þorbergsson og Sigrún Knútsdótt- *r- Ljósmynd Clive Ilallivell.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.