Morgunblaðið - 03.09.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.09.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1978 15 tilraunir með höndum nema tæpar tvær vikur af þeim tíu, sem stjórnarmyndunarviðræður hafa staðið. Sannleikurinn er sá að þessir svokölluðu vinstri flokkar hafa verið að bisa við að mynda vinstri stjórn í þremur tilraunum, ef ekki fjórum, og þegar maður svo les samstarfsyfirlýsingu þessara flokka þá er það hreint undrunarefni við hvað mennirnir hafa eiginlega verið að fást." — Þú nefndir áðan að andstæðingar Sjálfstæðis- flokksins myndu nú vafalaust gera tilraun til þess að einangra hann. Er það ef til vill sú löngun sem fyrst og fremst heldur þeim saman? „Þetta vinstri stjórnar tal, sem ýmsir menn virðast hafa að ávana, er sennilega sumpart af þessum toga spunnið. En á hinn bóginn getur vel verið að Aiþýðubanda- lagið sé með þessari stjórnarþátttöku, þar sem það í fyrsta skipti setur ágreininginn um utanríkis- og öryggismál til hliðar, að undirbúa jarðveginn fyrir samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Sagði ekki Lúðvík Jósepsson einmitt í samtali við þig á dögunum eitthvað á þá leið, að það væru aðeins óvitar í umferðinni, sem tækju of skarpa hægri beygju út úr sterkri vinstri sveiflu?" Vilji manna til aö koma í veg fyrir vinstri stjórn kristallaðist Þegar hún blasti viö — En nú hefur komið í ljós að þátttaka Sjálfstæðisflokksins í stjórnarmyndunarviðræðun- um var ekki bundin við þínar eigin tilraunir, heldur áttu sér stað mjög ákveðin samskipti milli ykkar og alþýðuflokksmanna eftir þær. „Það lá ljóst fyrir fljótlega eftir kosningaúrslitin að Sjálfstæðisflokkurinn myndi hafa verið reiðubúinn til samstarfs við Alþýðuflokkinn um stjórnarmyndun undir forystu hans, viðreisn með öfugum formerkjum skulum við segja. Og á seinni stigum var það ítrekað af okkar hálfu. Þá barst okkur á síðustu stjórnarmyndunardögum fyrirspurn frá hópi í þingflokki Alþýðuflokksins um það, hvort við teldum möguleika vera á því að Sjálfstæðisflokkurinn væri tilbúinn til að veita minnihlutastjórn Alþýðuflokksins hlutleysi sitt. Þessari fyrirspurn svöruðum við þannig að við værum reiðubúnir til þess að beita okkur fyrir þessum möguleika innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins, ef ósk þar um kæmi frá Alþýðuflokknum." — Batt stjórnarsamstarfið við Framsóknarflokk- inn eitthvað hendur þínar í sambandi við þessar þreifingar? „Við Gunnar Thoroddsen vorum alveg óbundnir af tillitssemi við Framsóknarflokkinn, þegar þetta var rætt við Alþýðuflokkinn þegar af þeirri ástæðu að Framsóknarflokkurinn átti þá í stjórnarmyndunar- viðræðum við aðra flokka en okkur." — En hvað með vilja sjálfstæðismanna sjálfra? „Ég gerði grein fyrir afstöðu Sjálfstæðisflokksins í viðtali við Morgunblaðið þegar eftir kosningarnar og taldi að flokkurinn myndi ekki skorast undan ábyrgð af þátttöku í ríkisstjófn en væri á hinn bóginn einnig reiðubúinn til að vera í stjórnarandstöðu. Ég varð þá var við nokkra gagnrýni af hálfu flokkssystkina minna sem töldu mig hafa gengið of langt varðandi afstöðu okkar til stjórnarþátttöku. Þessi gagnrýni mun þó upphaflega-hafa stafað af vali Morgunblaðsins á fyrirsögn á þetta viðtal okkar. Ég býst ekki við að það sé neinum sjálfstæðismanni fagnaðarefni að vinstri stjórn hefur nú verið mynduð og þess vegna hafi vilji manna til að koma í veg fyrir það kristallazt, þegar hún blasti við." — Það hefur mikið verið ritað og rætt um ágreining í forystu Sjálfstæðisflokksins. „Það er sjálfsagt rétt að kosningarnar milli okkar Gunnars Thoroddsen 1971 í varaformannsembættið hafi haft einhverjar eftirhreytur. En andstæðingar okkar ýkja oft ágreining um menn og málefni. Ég svaraði spurningu af þessu tagi á Heimdallar- fundinum fyrr í sumar. Það svar hefur birzt í Morgunblaðinu: Ég minnist ekki alvarlegs málefna- ágreinings okkar í milli. Og ég get nú bætt því við að við Gunnar Thoroddsen höfum átt traust og gott samstarf í þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem fram hafa farið að undanförnu, beinum sem óbeinum." Hef ekki alltaf verið herra minna örlaga fremur aðrir menn — Þú minntist á það áðan að menn hefðu talað um mótviðralausan borgarstjóraferil þinn. En hvað með framhaldið? „Að vissu leyti má segja að minn stjórnmálaferill hafi orðið án þess að ég hafi beinlínis ætlað mér eitt hlutverk frekar en annað í stjórn eða flokki. Ég fékk ungur áhuga á stjórnmálum og tók þátt í umræðum í skóla og samtökum ungra manna og var síðan kosinn í borgarstjórn. Síðan hef ég dregizt lengra og lengra inn í stjórnmálastarfið og eitt leitt af öðru. Og í sannleika sagt hef ég ekki alltaf verið herra minna örlaga fremur en aðrir menn, þó ég telji að það eigi ef til vill frekar við um stjórnmálamenn en aðra. Ég hef ekki beint barizt fyrir því að verða kosinn í sérstakar trúnaðarstöður innan flokksins nema í eitt skipti, þegar ég varð varaformaður 1971. Þetta segi ég þó ekki sjálfum mér til gildis. Nú á dögum þykir ekkert eðlilegra en að menn sem ætla sér áhrif gangi sjálfir fram með oddi og egg. Við því er ekkert að segja, þótt ég á hinn bóginn telji að stjórnmálabarátt- an hafi gott áf því að einnig sé reynt að leita uppi og fá menn þar til þátttöku svo meiri breidd og grundvallaðri þekking sé til staðar." — Sú mynd, sem ég hef fyrst og fremst af þér. er að þú gerir þér far um að koma fram sem hinn trausti og yfirvegaði stjórnmálamaður, sem aldrei gefi sér lausan tauminn hvorki til orðs né æðis. Andstæðingar þínir virðast líka sammála um það að þú sért fyrst og fremst heiðarlegur stjórnmálamað- ur en gefa í skyn að þig skorti lit og skap. Hvað finnst þér um slíkt? „Ég tel mig mega vel við una ef það mat þitt er rétt að ég sé talinn heiðarlegur stjórnmálamaður. Hitt er svo aftur, að um leið og fólk talar gjarnan um að stjórnmálamenn eigi að vera heiðarlegir þá er eins og það hafi um leið gaman af bragðarefum og telji mönnum til gildis að geta sett gildrur hver fyrir annan. Ég verð að játa það að ég kann lítið til slíkra verka. En ég hef mitt skap sem aðrir þótt ég hleypi mér ekki upp bara til þess að sýna einhver svipbrigði." — Ungir menn í Sjálfstæðisflokknum tala um að þú einangrir þig um of. „Já. Ég hef heyrt þessa gagnrýni. Mér finnst hún óréttmæt vegna þess að ég tala við ákaflega marga eða hef samband við og ég vil gjarnan bera mig saman við menn áður en ég tek ákvarðanir. Hins vegar getur vel verið að ég vilji ekki segja of mikið fyrr en ég get sagt hlutina með sanni og standi á traustum grunni." — Hvað tekur nú við, þegar forsætisráðherraem- bættinu sleppir? „Ég ætla að taka stutt sumarfrí, sem lítið eða ekkert hefur verið um síðustu fjögur árin. Síðan taka við annir á Alþingi og vinna með flokkssystkinum mínum að því að treysta málefnagrundvöll og skipulagsstarf svo við séum undir kosningar búin, hvenær sem til þeirra kemur sem gæti orðið fyrr en seinna." - «. Með gítar- skóla út á lands- byggðina Gítarskóli ólafs Gauks er um þessar mundir að hcf ja sitt f jórða starfsár. Hclztu nýjungar á þessu starfsári eru þær að nú hyggst skólinn ferðast um landsbyggðina og kynna nýtt námskeið sem er á bók og tveimur kasettum, og svipar að nokkru til kennslunnar sjálfrar við skólann, segir í frétt frá skólanum. Ólafur Gaukur mun fara á riokkra staði utan Reykjavíkur á næstunni og kynna námskeiðin og veita almennar upplýsingar um gítarnám. — Hann verður í Barna- skólanum í Borgarnesi mánudaginn 4. september, Grunnskólanum á Blönduósi þriðjudaginn 5. septem- ber, Héraðsbókasafni Skagfirðinga, Sauðárkróki, miðvikudaginn 6. september, Gagnfræðaskóla Siglu- fjarðar fimmtudaginn 7. september, Gagnfræðaskóla Ólafsfjarðar föstu- daginri 8. september og hefst kynningin klukkan 20.00 á öllum þessum stöðum. Þá verður hann á ferðinni í Oddeyrarskóla á Akureyri Iaugar- daginn 9. september klukkan 14.00 og loks í Gagnfræðaskóla Húsavík- ur sunnudaginn 10. september klukkan 14.00. Ný ju rádherrarnir vil ja afnema bílahlunnindin FLEST bendir nú til þess að ráðherrar núverandi ríkisstjórnar muni ekki nota sér hlunnindi ráðherra til bílakaupa og er búizt við að á komandi alþingi verði lagt fram frumvarp um að þessi hlunn- indi ráðhcrra verði afnumin. „Eftir að við þrír ráðherrar Alþýðuflokksins höfðum verið til- nefndir í okkar stöður, ákváðum við í sameiningu, að afsala okkur þeim sérréttindum, sem ráðherrar hafa haft til kaupa á bifreiðum," sagði Benedikt Gröndal utanríkisráðherra. „Afstaða okkar Alþýðubandalags- ráðherranna hefur alla tíð verið ljós. Þegar þessi ríkisstjórn var mynduð lá fyrir að við myndum ekki notfæra okkur hlunnindi ráðherra til bíla- kaupa og þegar alþingi kemur saman í haust, munum við óska eftir að reglum um bílakaup ráðherra verði breytt," sagði Ragnar Arnalds menntamálaráðherra þegar Morgun- blaðið ræddi við hann. „Við höfum ekki tekið ákvörðun um ráðherrabílana. Ég tel eðlilegast að gerð verði um það almenn ákvörðun fyrir alla ráðherrana, ef menn vilja breyta þessu fyrirkomu- lagi sem vissulega má gera," sagði Ólafur Jóhannesson „Ákvæðið um tollfrjálsa bíla má mjög gjarnan missa sig úr lögum. Þetta var nú sett inn 1970 eða þar um bil, áður en ég kom í ríkisstjórn. í stjórnarsrtimálanum er almennt ákvæði um að forréttindi og sérrétt- indi skuli afnumin. Benedikt Gröndal sagði að vel kæmi til greina að ráðherrar notuðu eigin bíla í sínum störfum. „Persónu- lega vildi ég finna einhverja lausn, svipaða og gildir um aðra starfs- menn ríkisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.