Morgunblaðið - 03.09.1978, Side 16

Morgunblaðið - 03.09.1978, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1978 Útgefandi Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480. Askriftargjald 2000.00 kr. é mánuði innanlands. 1 lausasölu 100 kr. eintakið. ekki orðið við kröfum laun- þegasamtakanna um samn- ingana í gildi. Þetta er auðvitað alveg rétt hjá BSRB. Jafnframt hefur BSRB lýst því yfir, að það sé tilbúið til að falla frá umsömdum grunnkaups- hækkunum á næsta ári, ef vinstri stjórnin sé tilbúin til þess að rýmka verkfalls- rétt opinberra starfs- manna. Þetta þýðir, að BSRB vill verzla með launakjör opinberra starfs- manna við vinstri stjórnina jafn brýn og fyrr, því þótt ríkisvaldið hafi nú tvívegis hopað um skref frá kaup- ránslögunum í febrúar, stendur það meginatriði samt óbreytt, að seilzt er inn á svið hins frjálsa samningsréttar og eigi að- eins kauplagi heldur og gerð og innihaldi kjara- samninga raskað með þvingunarlöggjöf. Launa- málaráð BHM lýsir ábyrgð á hendur þeim umboðs- mönnum launþega, jafnt hinum faglegu sem póli- Samningamir taka ekki gildi Vinstri stjórnin hefur lýst því yfir, að hún muni verða við kröfu verkalýðsfélaganna um að setja samningana frá júní 1977 í gildi og er sú yfirlýsing grundvöllur að því, að Alþýðusamband Islands hefur samþykkt að leggja til, að kjarasamn- ingar verði framlengdir í eitt ár án þess, að um grunnkaupshækkanir verði að ræða. Morgunblaðið fagnar því, að Alþýðusam- bandið hefur tekið þá af- stöðu, að ekki sé almennt talað tilefni til grunn- kaupshækkana, þótt aug- ljóst sé, að einstök félög telji, að sér aðstæður ríki í kjaramálum þeirra sem taka verði tillit til. Hins vegar er ástæða til að benda á, að það er alrangt, að vinstri stjórnin hyggist setja „samningana í gildi". Þvert á móti hyggst vinstri stjórnin halda áfram vísi- töluskerðingu, sem verka- lýðshreyfingin kallar „kauprán". Morgunblaðið er ekki eitt um þá skoðun, að því fari fjarri, að vinstri stjórn hyggist verða við kröfunni um að setja samningana í gildi. Stjórn BSRB hefur lýst því yfir, að með því að setja sérstakt vísitöluþak á laun hafi vinstri stjórnin og er það mál út af fyrir sig. En stjórn BSRB er ekki ein um þá skoðun, að Alþýðuflokkur og Alþýðu- bandalag hafi svikið gefin loforð um að setja samn- ingana í gildi. í yfirlýsingu, sem launamálaráð BHM sendi frá sér í fyrradag, segir m.a. „Hinn 7. maí sl. kröfðust launþegar þess enn að kaupránslögin yrðu afnumin og kjarasamning- arnir tækju gildi. Nú í byrjun septembermánaðar eru boðuð ný kaupránslög og krafan er því enn sem fyrr: Kjarasamningana í gildi. Krafa þessi er enn tísku umboðsmönnum, sem nú standa að því að glopra niður þeim sigri launþega- hreyfingarinnar í landinu, sem nú var innan seilingar... En nú er að reyna að bjarga því, sem bjargað verður. Baráttan gegn lögþvingunum og fyr- ir friðhelgi kjarasamninga verður að halda áfram." Svo mörg eru þau orð. Niðurstaðan er sú, að bæði Bandalag starfsmanna rík- is og bæja og launamálaráð Bandalags háskólamanna lýsa því yfir, að vinstri stjórnin með Alþýðuflokk og Alþýðubandalag innan- borðs hafi ekki staðið við loforðin um samningana í gildi. Forystumenn þessara samtaka eru að því leyti heiðarlegri en forystumenn ASÍ og Verkamannasam- bandsins, að þeir segja þetta hispurslaust en gera ekki tilraun til þess að blekkja meðlimi samtak- anna eins og þeir Guð- mundur J. Guðmundsson og Snorri Jónsson. Kjarni málsins er sá, að stefna vinstri stjórnarinn- ar í kjaramálum byggist á því í fyrsta lagi að setja samningana ekki í gildi, og í öðru lagi á því að telja fólki trú um, að samningarnir verði settir í gildi. Samn- ingarnir frá júní 1977 munu ekki taka gildi held- ur verður vísitalan skert áfram undir vinstri stjórn eins og gert var með febrú- arlögunum og bráðabirgða- lögunum. Eini munurinn er sá, að vísitöluþakið verður sett ofar, sem þýðir að fleiri fá fullar vísitölubæt- ur greiddar en jafnframt að launamunurinn eykst. Sú þverstæða er því komin upp, að flokkarnir, sem telja sig helztu málsvara láglaunafólks, berjast fyrir því að auka launamuninn í landinu. En „kaupránið" heldur áfram, svo notuð séu orð verkalýðsforingjanna. Að þessu sinni eru það hins vegar Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur, sem standa fyrir því. f Reykjaví kurbréf *►♦♦♦♦♦♦♦♦♦< Laugardagur 2. september ♦♦♦♦♦♦♦< Stjórnir eru lífseigar Við upphaf þessarar vinstri stjórnar eins og hinnar síðustu heyrast spádómar um, að stjórn- inni verði ekki langra lífdaga auðið. Þessi vantrú á langlífi hinnar nýju vinstri stjórnar bygg- ist bæði á reynslu manna af tveimur fyrri vinstri stjórnum og þeirri hörðu andstöðu, sem ber- sýnileg er innan Alþýðuflokks og Alþýðubandalags gegn aðild þess- ara flokka að stjórninni. En menn skyldu muna, að ríkisstjórnir eru býsna lífseigar, þegar á herðir og það þarf töluvert til að rjúfa samstarf flokka um ríkisstjórn, eftir að það er einu sinni komið á. Jafnvel meðan viðræður um stjórnarmyndun standa yfir er í mörgum tilvikum erfitt fyrir stjórnmálaflokka að hætta aðild að þeim, þótt þeir gjarnan vilji. Þá er spurningin um það, hvernig hægt er að rjúfa viðræðurnar á þann veg, að það styrki pólitíska stöðu þess flokks, sem það gerir. Líklega hefur meirihluti þing- flokks Alþýðuflokksins viljað kom- ast út úr viðræðum þeim um myndun vinstri stjórnar, sem að lokum leiddu til samkomulags, vegna þess að þeir töldu, að niðurstaðan yrði Alþýðuflokknum ekki tii framdráttar. En um leið og Alþýðuflokkurinn hafði samþykkt að setjast við samningaborðið með þeim Lúðvík Jósepssyni og Ólafi Jóhannessyni var hann ekki leng- ur sjálfs sín herra. Þetta á þó miklu fremur við um I stjórnarsamstarf. Um leið og Isamkomulag hefur tekizt um stjórnarmyndun og ríkisstjórn hefur tekið við völdum, verður það sameiginlegt hagsmunamál þeirra manna, sem sitja í kringum ríkisstjórnarborðið, að halda henni saman. Þeir hagsmunir eru svo sterkir, að það þarf mikið til, að samstarfið rofni. Og jafnvel þótt einhverjir þeirra vilji rjúfa er ekki endilega auðvelt fyrir þá að finna pólitískar forsendur fyrir því. Þettá skyldu menn hafa í huga, þegar rætt er um það hvort vinstri stjórnin verður langlíf eða skammlíf. Um það verður engu spáð hér. En það er ekki einfalt mál að koma ríkisstjórnum saman og þær flosna heldur ekki svo auðveldlega upp. „Valtinkollar" koma í ljós Þessi vinstri stjórn er að því leyti ólík tveimur hinum fyrri, að hún hefur ekkert landhelgismál til að sameinast um. Meðan baráttan fyrir útfærslu í 12 mílur 1958 stóð yfir og í 50 mílur 1972—1973, sameinuðust aðildarflokkar þeirra ríkisstjórna um þá baráttu og hún skyggði á allt annað. Landhelgis- málið átti því verulegan þátt í að halda þeim ríkisstjórnum saman. Yfirlýst stefna þeirra ríkisstjórna um brottför varnárliðsins átti líka mikinn þátt í að halda Alþýðu- bandalaginu innan þeirra meðan þeir alþýðubandalagsmenn höfðu von um að koma því stefnumáli fram, sérstaklega veturinn 1974. Nú er ekkert landhelgismál, sem sameinar hina nýju vinstri stjórn og vonin um brottför varnarliðsins mun heldur ekki halda í Alþýðu- bandalagið vegna þess, að það er yfirlýst stefna þessarar vinstri stjórnar að varnarliðið skuli vera. Og þá er komið að þeim punkti, sem kannski á eftir að verða hvað örlagaríkastur fyrir þessa vinstri stjórn en það er andstaðan gegn henni innan Alþýðubandalagsins. A flokksstjórnarfundi þess var stjórnarþátttaka Alþýðubanda- lagsins samþykkt með yfirgnæf- andi meirihluta atkvæða. En líklega gefur sá atkvæðamunur ekki rétta mynd af styrkleika síjórnarandstöðunnar í Alþýðu- bandalaginu. Hún byggist fyrst og fremst á óánægju svonefndra herstöðvaandstæðinga með það, að Alþýðubandalagið skuli fórna því baráttumáli fyrir ráðherrastóla. Brottför varnarliðsins er djúp- stætt tilfinningamál fyrir mjög stóran hóp manna í Alþýðubanda- laginu. Sannleikurinn er sá, að Alþýðubandalagið hefur hlotið kjörfylgi frá stórum hópi kjós- enda, sem ekki hafa í sjálfu sér sósíalískar lífsskoðanir,. en geta ekki þolað dvöl erlends herliðs í landinu af tilfinningalegum ástæðum. Alþýðubandalagið hefur verið eini raunverulegi vettvang- urinn í stjórnmálabaráttunni, sem þetta fólk hefur fundið, þar sem þessar tilfinningar þess hafa getað fengið útrás. En Alþýðubandalagið hefur verið að breytast frá því að vera andstöðuflokkur og til þess að verða flokkur, sem sækist eftir völdum og er tilbúinn til þess að fórna býsna miklu af baráttumál- um sinum til þess að ná þeim völdum. Innan Alþýðubandalags- ins er að koma fram ný kynslóð forystumanna, sem metur völdin meira en baráttuna fyrir vissum grundvallarhugsjónum. Það er álitamál, hvort stór hópur fylgj- enda Alþýðubandalagsins er til- finningalega undir það búinn að kyngja þessari breytingu og það er álitamál, hvort hinni nýju forystu- sveit tekst að fá herstöðvaand- stæðinga í hópi alþýðubandalags- manna til þess að sætta sig við stjórnaraðild, sem ekki felur í sér brottför varnarliðsins og þá hversu lengi. Það er eftirtektarvert, að a.m.k. tveir þingmenn Alþýðubandalags- ins hafa bersýnilega verið andvígir aðild flokks síns að þessari ríkis- stjórn, þ.e. Kjartan Ólafsson, varaformaður flokksins og Svava Jakobsdóttir. Þau voru í miklum minnihluta þingflokksins en ekki er ólíklegt, að sjónarmið þeirra eigi mun meira fylgi að fagna innan flokksins sem slíks. Það á eftir að koma í ljós, hversu sterk þessi stjórnarandstaða innan Alþýðubandalagsins verður og það á líka eftir að koma í ljós hvort hætta er á því fyrir þá alþýðu- bandalagsmenn, að flokkur þeirra klofni, þegar það liggur fyr- ir, að hluti forystumanna þeirra er ekki lengur tilbúinn til þess að láta herstöðvamálið svo- nefnda þvælast fyrir því, að þeir fái þau völd, sem þeim finnst þeir eiga heimtingu á. Hitt er svo annað mál, að eftir að það er opinbert, að verulegur hluti hinnar nýju for- ystusveitar Alþýðubandalagsins er búinn að leggja andstöðu við bandaríska varnarliðið til hliðar sem höfuðbaráttumál í íslenzkum stjórnmálum og herstöðvaand- stæðingar eru orðnir sérstakur þrýstihópur innan Alþýðubanda- lagsins, sem ekki er nema tak- markað tillit tekið til, hefur auðvitað skapazt alveg nýr grund- völlur fyrir því, að samstarf geti tekizt í framtíðinni milli Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðubanda- lagsins. Frá sjónarmiði sjálf- stæðismanna hljóta forsendur fyrir samstarfi við Alþýðubanda- lagið að vera gjörbreyttar eftir að forystusveit Alþýðubandalagsins hefur lagt baráttu gegn banda- ríska varnarliðinu á hilluna. Að Ólafur Jóhannesson — hefur v Alþýðubandalagið og Alþj flokkinn að „kaupráns“ílokk Spurningin er sú. hvort hi getur fundið íleira til að láta éta ofan í sig, en andstöðu varnarliðið. „Kaupránið“ hann sjálfan. Benedikt Grönds í utanríkisrá varð honum samningum um þesu leyti hafa „valtinkollarnir" í Alþýðubandalaginu, eins og Árni Björnsson nefndi þá fyrr i sumar og nú er komið í ljós hverjir eru, markað viss tímamót. í forystu fyrir „valtinkollunum" eru þeir Hjörleifur Guttormsson, Svavar Gestsson, Ragnar Arnalds og Ólafur Ragnar Grímsson og eru

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.