Morgunblaðið - 03.09.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.09.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1978 17 Manarbúar halda upp á 1000 ára af- mæli þingsins 1979 Fulltrúar fcrðaskrifstofanna sem hingað komu, O'Connor og Boon. Mælir með 20% hærri út- borgun fyrir vetrarmjólkina EYJAN Mön á írlandshafi heldur upp á 1000 ára afmæli þings síns á næsta ári, 1979. Þingið ber nafnið Tynwald sem minnir óneit- anlega á nafnið á þingstað okkar Islendinga til forna. Tynwald var stofnsett af víkingum árið 979 og er nú í dag elsta samkoma þar sem hafðar eru í heiðri gamlar venjur en þær hafa lítið sem ekkert breyst frá því í fyrstu. A eyjunni búa 60.000 manns og heitir höfuð- borgin Douglas. Svo virðist sem Manarbúar séu um margt skildir okkur íslendingum, hæsta fjallið á eyjunni heitir t.d. Snaefell. Til Manar kemur um 'Æ milljón ferðamanna á ári hverju en eyjan er ekki aðeins þekkt sem ferða- mannastaður. Árið 1665 fóru þar fram fyrstu Derby veðreiðarnar en þær hafa síðan verið fluttar yfir til Englands og eru þær þekktustu veðreiðar sem fram fara. Alþjóð- legir kappakstrar bæði á bílum og vélhjólum eru haldnir þar ár hvert og eru mjög rómaðir. í upphafi bjuggu Keltar á eyjunni og réð menning þeirra ríkjum þar til norrænir víkingar settust þar að á 9. öld. Þeir stofnuðu þar sjálfstætt konungsríki sem hélst fram á 13. öld en eyjan komst undir yfirráð Skota og síðan ensku krúnunnar. { dag er Mön með sjálfstætt'þing fyrir utan breska heimsveldið, en drottningin breska er yfirmaður eyjarinnar og er kölluð „The Lord of Man.“ Hið gamla tungumál er varðveitt og er það kennt í skólum. í sambandi við afmælishátíð eyjarskeggja komu hingað til lands tveir fulltrúar ferðaskrif- stofa á Mön til þess að kynna eyjuna, afmælishátíðina og mögu- leikana á að eyða leyfinu á Mön. í tilefni afmælisins mun verða skandinavísk vika, skosk vika, keltnesk vika, sérstök „þingheims" Merki afmælisársins. vika og fleira mun verða gert til þess að minnast afmælisins en aðaldagskrá hátíðarinnar verður maí til september. Einnig ræddu fulltrúarnir við íslenskar ferðaskrifstofur um hugsanlegar ferðir íslendinga á afmælishátíðina. AÐALFUNDUR Stéttar- sambands bænda sem hald- inn var í síðustu viku á Akureyri, samþykkti að mæla með því að tekið verði upp um land allt mishátt verð á innlagðri mjóik eftir árstíðum þannig að mjólk lögð inn mánuðina septem- ber — febrúar verði greidd með allt að 20% hærri útborgun en mjólk lögð inn aðra árshluta. Fram kom í umræðum á fundinum að þessi háttur hefur verið viðhafður síðustu ár á 1. verðlagssvæði, sem er suð-vestanlands en minna á öðrum svæðum, en allt að helmingi minni mjólk berst mjólkursamlögunum á veturna en sumrin. Er ætl- un að reyna með þessu móti að fá bændur til að jafna framleiðslu sína. Þá samþykkti fundurinn að styðja eindregið fram- komnar hugmyndir um verðtilfærslu milli mjólkur- afurða með hliðsjón af eftirspurn eftir einstökum vöruflokkum. þeir allir fjórir boðnir velkomnir í hóp þeirra ísiendinga, sem tilbún- ir eru til að líta raunsæjum augum á stöðu þjóðarinnar í öryggis- og varnarmálum. Þessi skoðanamun- ur, sem upp er kominn í Alþýðu- bandalaginu um varnarmálin, gef- ur vissulega tilefni til að ætla, að hugsanlegt sé að ná þeirri breiðu samstöðu um stefnuna í öryggis- málum þjóðarinnar, sem sýnist vera hugsunin að baki þeirri nefnd um öryggismál, sem talað eru um í starfslýsingu stjórnarinnar. Veri „valtinkollar" velkomnir í hóp þeirra, sem í aldarfjórðung hafa ekki verið reiðubúnir til að láta ísland varnarlaust með öllu. Hlutskipti Alþýduflokks Þeim Olafi Jóhannessyni og Lúðvík Jósepssyni hefur tekizt það, sem vakti fyrir báðum að kosningum loknum að hafa kosn- ingasigurinn af Alþýðuflokknum. Sá' Alþýðuflokkur, sem gekk til samstarfs um myndun hinnar nýju vinstri stjórnar, er ekki hinn sami, sem daginn eftir kosningar stóð uppi með mesta kosningasig- ur í sögu lýðveldisins og þótt lengra væri leitað. Það er búið að berja forystu Alþýðuflokksins til hlýðni og það gerðu þeir í samein- ingu Olafur Jóhannesson og Lúð- vík Jósepsson og hafa sjálfsagt haft gaman af. Kannski er mesta auðmýking Alþýðuflokksins sú, að setjast í ríkisstjórn undir forsæti Ólafs Jóhannessonar, þess manns, sem talsmenn Alþýðuflokksins hafa gagnrýnt mest undanfarin ár og raunar borið þungum sökum. Um leið er það mesti sigur Ólafs Jóhannessonar, að þrír þingmenn Alþýðuflokksins skuli setjast eins og lömb í ríkisstjórn undir forsæti hans. í annan stað er auðmýking Alþýðuflokksins fólgin í því, að hann, sem sigurvegari kosning- anna og átti auðvitað að móta að langmestu leyti stefnu nýrrar ríkisstjórnar, gengur til stjórnar- samstarfs á grundvelli efnahags- stefnu Lúðvíks Jósepssonar, ef stefnu skyldi kalla, sem er langt frá efnahagsstefnu þeirri, sem Alþýðuflokkurinn boðaði fyrir kosningar og hlýtur að leiða til ófarnaðar og vaxandi vanda í efnahags- og atvinnumálum. í þriðja lagi er það nú komið í ljós, að Alþýðuflokkurinn hefur alls ekki staðið eins fast í utanríkis- málum í viðræðum um stjórnar- myndunina eins og formaður flokksins hefur viljað vera láta. Þannig standa þeir alþýðubanda- lagsmenn nú uppi með neitunar- vald í öllum málum, sem varða framkvæmdir á varnarsvæðinu og ætla sér bersýnilega að standa fast á því neitunarvaldi og vissulega vekur það athygli, að nefnd, sem fjalla á um verksvið utanríkisráð- herra, á áð starfa undir stjórn forsætisráðherra. í fjórða lagi er það mörgum umhugsunarefni, að þeir alþýðu- flokksmenn hafa afhent Alþýðu- bandalaginu viðskiptamál og menntamál í ríkisstjórninni, hvorir tveggja mjög viðkvæmir málaflokkar, sem Alþýðubanda- lagið mun vafalaust hagnýta sér út í yztu æsar. í fimmta lagi er það ljóst, að mönnunum, sem skópu kosninga- sigur Alþýðuflokksins, hefur verið ýtt til hliðar og baráttumál þeirra setja engan svip á stefnumál núverandi ríkisstjórnar. Skýringin á því, hvernig Alþýðuflokkurinn hefur látið fara með sig í samning- unum um stjórnarmyndun getur ekki verið önnur en sú, að formanni flokksins hafi legið svo mikið á að komast örugglega í ríkisstjórn, að hann hafi verið tilbúinn til þess að fórna nánast hverju sem var fyrir ráðherra- stóla. Sú skýring er þó ekki að öllu leyti haldbær vegna þess að Alþýðuflokkurinn átti aðra kosti. Sú staðreynd að hann valdi verri kostinn verður hins vegar ekki skýrð með málefnalegum rökum. Ekki voru allir Alþýðuflokks- menn tilbúnir til þess að kyngja þeirri meðferð á flokknum, sem formaður hans lét sér vel líka. Sex þingmenn flokksins af fjórtán voru ýmist andvígir aðild flokks- ins að vinstri stjórninni eða höfðu sterkan fyrirvara þar á. Fjölmarg- ir aðrir áhrifamenn í Alþýðu- flokknum voru einnig andvígir þessari stjórnarþátttöku. Á flokksstjórnarfundinum greiddu 30 atkvæði með en 28 ýmist á móti eða sátu hjá. Þetta sýnir, að það er óhætt að fullyrða, að a.m.k. helmingur Alþýðuflokksins er í stjórnarandstöðu. Reynslan á eftir að skera úr um hvernig sú stjórnarandstaða þróast, eða hvort stungið verður dúsu upp í hina ungu reiðu menn Alþýðuflokksins. Hvad eiga þeir eftir til ad éta ofan í sig? Hlutur Ólafs Jóhannessonar í þessari stjórnarmyndun er mjög sérstæður. Honum hefur tekizt að láta Alþýðubandalagið éta ofan í sig andstöðu þess við dvöl banda- rískra varnarliðsins, sem er afrek út af fyrir sig. Honum hefur tekizt að láta Alþýðuflokkinn éta ofan í sig stóryrðin um hann sjálfan. Þetta hvort tveggja er þó nokkur árangur. En athyglisverðast er kannski, að hann hefur dregið Alþýðuflokk og Alþýðubandalag inn í félagsskap þeirra stjórn- málaflokka, sem verkalýðshreyf- ingin hefur nefnt „kaup- ráns“flokka. Það er rétt, sem stjórn BSRB vakti athygli á fyrir nokkrum dögum, að stefna vinstri stjórnar- innar í efnahagsmálum þýðir ekki samningana í gildi. Það er líka rétt, sem launamálaráð BHM, sem starfar undir forystu alþýðu- bandalagsmanns, segir að „nú í byrjun septembermánaðar eru boðuð ný kaupránslög". Yfirlýst stefna vinstri stjórnarinnar er sú, að þak skuli sett á vísitöluna. Þetta þýðir í raun að eini munur- inn á stefnu hennar í kaupgjalds- málum og fyrrverandi ríkisstjórn- ar er sá, að vinstri stjórnin vill auka launamuninn á ný. Það er rangt, að vinstri stjórnin hafi ákveðið að setja samningana í gildi. Þvert á móti hefur hún ákveðið að halda áfram þeirri stefnu í kaupgjaldsmálum, að skerða vísitöluna. Þannig hafa Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur líka étið ofan í sig stóryrðin um „kaupránið". Þeir eru orðnir „kaupránsflokkar". Er eitthvað eftir, sem þeir hafa ekki étið ofan í sig nú þegar?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.