Morgunblaðið - 03.09.1978, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 03.09.1978, Qupperneq 20
________________________________________________________________________________________________a,í;,-í................................. Helgi kannaöi á sínum tíma ásamt fleirum gerö íslenzks torfbæjar í Eskihlíð. Hann bendir á, aö í gegnum þennan gamla byggingarstil megi finna séríslenska byggingarlist. Á efri myndinni er útlitsteikning og á beirri neöri grunnmynd af bænum í Eskihlíö. Helgi Hjálmarsson: „VIÐ höfum svo mikið af heitu vatni,“ sagði Helgi Hjálmarsson og sýndi okk- ur prófverkefni sitt frá námsárunum í Stuttgart, nokkurs konar nútimaút- gáfu af fornrómversku baðhúsi. Þar voru almenn- ingslaugar með misheitu vatni, en inn á milli voru litlir gróðurreitir, kaffihús og fundaherbergi. Þannig urðu böðin viðlíka menn- ingarmiðstöð og í Róm til forna. Helgi kvaðst oft hafa gælt við hugmyndina um slík almenningsbað- svæði hér. „Við höfum í raun ekki áttað okkur á því enn, hvernig við eigum að byggja í samræmi við þær aðstæð- ur sem við búum við á íslandi," sagði Helgi. Hann kvaðst hafa komizt smám Getum lært af torf- bæjunum LrV ‘ 4, —c. '‘MP: »l|*y 5 RZ "I pl iífhSXI saman að því er hann var snúinn heim frá námi, að það væri í sjalfu sér gott til að styðjast við, en hins vegar væri ekki hægt að nota erlendar fyrirmyndir óbreyttar hér. Til dæmis kölluðu aðstæðurnar á önn- ur byggingarefni. „Það hef- ur verið talað um, hvað íslenzk hús séu oft þung- lamaleg, en ég álít einmitt að við eigum að byggja þannig í þessu landi,“ sagði Helgi. „Og þegar allir úti í heimi eru að reisa þessar stóru borgir, ættum við að leyfa landinu meira að njóta sín.“ Helgi benti á gömlu ís- lenzku torfbæina sem á- kjósanlegt hjálpargagn að því leyti. Þar hefði fólk búið innan um húsdýr sín í náttúrunni, og byggingunni hefði í raun aldrei verið lokið, þar sem sífellt var verið að endurnýja torfþök- in. „Út úr þessum gömlu bæjum ætti að geta sprottið það sem væri sérstætt við okkar byggingarlist," sagði Helgi. Hann gerði einmitt athugun á einum slíkum bæ Grunnmynd af hluta al- menningsbaösvæöisins, 8em Helgi hannaöi. á námsárum sínum ásamt fleirum. „Húsin voru tengd saman, þetta var í rauninni skipulag, þar sem híbýlin tengdust því sem fólk lifði af. Því að það eru vandræði hér hvað byggð er dreifð út um allar trissur. Hún þyrfti að vera samþjappaðri byggð og ýmsir þættir hennar í meiri tengslum hver við annan. Um leið yrði meira af ósnortnu landi og íbúar byggðanna kæmust fyrr út í náttúruna." Og í rauninni má spyrja sem svo, hvort ekki sé ástæða til að hafa aðra áætlun í gangi, sem miðaði að því að fólk gæti átt sín sumarhús og flutt þau til, svo að ekki þyrfti að særa jörðina um of.“ Helgi Hjálmarsson nefndi fleiri dæmi þess, hvað mætti fara betur í aðlögun bústaða hér að umhverfinu. „Fólk málar hús sín með mismunandi litum frá ári til árs. Þar af leiðandi verður litaskipting- in svo óróleg, að húsið fær aldrei tækifæri til að aðlag- ast landinu," sagði hann að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.