Morgunblaðið - 03.09.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.09.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1978 Islenzk bvqqinqarlist ■P ' " " wÆ Magnús Skúlason: ákaflega ánægður með að þetta var ekki fært í verk,“ sagði Magnús Skúlason, en hann teiknaði á námsárum sínum í Englandi heljar- stórt ráðhús við Tjörnina. „Þetta er eitt þeirra teikniborðsverkefna sem verða til við ákveðnar fors- endur innan skólaveggj- anna,“ sagði Magnús. „Ég hafði reyndar áhuga á stjórnkerfi borgarinnar sem slíku og vildi kynna mér það nánar og þarfir þess. Ég hafði hins vegar vit á að láta gamla miðbæinn njóta sín í stórum dráttum og þess vegna er ráðhúsið svo lágreist." I teikningum sínum gerir Víti til varnaðar „ÉG veit ekki hvort það I Magnús ráð fyrir samkomu- var í raun og veru draum- sal og veizlusal niðri í ur minn að setja ráðhúsið húsinu, auk skrifstofa ým- þarna niður. Og nú er ég | issa deilda. Pundarsalur Á Þessari mynd sést lega ráöhússins, sem Magnús Skúlason teiknaöi á námsárum sínum og ákvaö staö viö noröurenda Tjarnarinnar en aö neöan sést útlit hússins. borgarstjórnar svífur hins vegar uppi undir kringlótta þakinu, eða „þyrlupallin- um“, eins og Magnús kallaði það. Gert er ráð fyrir litlum gróðurvinjum inni í húsinu, og bifreiðastæðin eru að sjálfsögðu öll í kjallaranum. „Hugmyndin að slíku húsi í gamla miðbænum er ein- hvers konar víti til varnað- ar,“ sagði Magnús. „Hins vegar tel ég það gæti átt prýðilega heima í nýjum miðbæ. Til dæmis ef sá gamli væri látinn halda áfram yfir það svæði sem nú er flugvöllurinn, þá sómdi þetta hús sér vel á bakka Skerjafjarðar, þar sem það gengi út í fjörðinn. Mir.n aðaldraumur er að sjá þennan gamla bæ okkar tiltölulega heilsteyptan. Að ekki sé rifið niður og byggt upp án þess að taka tillit til þess sem fyrir er, svo að það sem er gott, og það er margt, fái að vera í friði. Þar sem hins vegar þarf að rífa, sé séð um að nýbygg- ingin falli inn í þessa heild. Helzt af öllu vil ég að allir fái að búa niðri á jörðinni og geti haft einhvern smá- skika við húsið. Ef lóðir yrðu minni og væri jafnað aðeins út, þyrftum við ekki að byggja þessar blokkir. Ég hef hins vegar engan áhuga á þessum stórfeng- legu byggingum lengur.“ Bifreiðaeigendur takið eftir: Frumryðvörn og endurryðvörn spara ekki einungis peninga heldur eykur öryggi ykkar í umferðinni. Endurryðvörn á bifreiðina viðheldur verðgildi hennar. Eigi bifreiðin að endast, er endurryðvörn nauðsynleg. Látið ryðverja undirvagn á 1 — 2ja ára fresti. Látið ryðverja að innan á 3ja ára fresti. Góð ryðvöm tryggir endingu og endursölu. BÍLARYÐVÖRNhf Skeifunni 17 a 81390

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.