Morgunblaðið - 03.09.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.09.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1978 23 innairli^t IllUUl Ilill ORMAR Þór Guðmunds- son, teiknaði á sínum tíma hótel fyrir of an Langasand á Akranesi, sem ekki hef ur orðið að veruleika. Hann nef ndi og annað nýrra verkefni, sem unnið hefði verið á Arkitektastof u hans og Örnólf s Hall, sem miðaði að því að líf ga upp á bæjarbrag Akraness, torg í miðbænum milli Landsbankabyggingarinnar og húss Þorgeirs Jóseps- sonar, sem á Akranesi er stundum kallað „Lesbók- in", þar sem það þykir minna á Morgunblaðshöll- ina, bara minna. Ormar Þór Guðmundsson: Hann ræddi eilítið þessa torghugmynd með hliðsjón af uppbyggingu bæja hér á landi. „Þetta torg, sem upphaf- lega hét Skuldartorg, en hafði fengið nafnið Akra- torg, þegar Landsbankinn byggði við það, er í miðjum eldri hluta bæjarins, þar sem helstu verslunargöt- urnar skerast og þó að fyrirhugaður sé nýr miðbær á Akranesi, þá er eðlilegt og gert sé vel við þann gamla, og að viðskiptalíf í nánum tengslum við íbúðarbyggð fái að þróast þar áfram. Á þessu torgi var reiknað með brunni, söluturnum og því um líku, sem lífgar upp á bæjarbraginn. Hugmyndin að brunnin- um, sem Snorri Sveinn Friðriksson myndlistar- maður hefur útfært, er sprottin af því að fyrir daga vatnsveitunnar var á þess- um stað drykkjarvatns- brunnur Akurnesinga". „Ég held að flestir arki- tektar hafi alltaf verið á því að meiri forsjá og minna kapp þyrfti að ríkja hér í uppbyggingu bæja. Það er aðallega hugsað um að hvert hús standi fyrir sínu, en ekki horft nógu mikið á samhengið. Og þar sem uppbygging er mjög ör, höfum við hugað of lítið að því að framkvæma eitthvað sem gerði bæinn sérstak- lega aðlaðandi til búsetu. Þess vegna eru margir af þessum hraðvöxnu bæjum heldur kaldir og leiðinlegir. Það er langt frá því að þessi sjónarmið séu einhver ný bóla meðal arkitekta, en þau eru farin að heyrast meira nú og fá stuðning í Ormar teiknaöi á sínum tíma „útsýnishótel" á Jaöarsbökkum á Akranesi, fyrir ofan Langasand. Hraðvöxnu bæirnir kaldir og leiðinlegir vaxandi áhuga á umhverfis- vernd almennt". „Umrætt torg á Akranesi er raunar þegar til staðar, en skorið í sundur af akvegi með tveimur akbrautum í hvora átt og eyju á milli, með öðrum orðum um- ferðaræð með hraðbrautar- sniði, en reyndar aðeins um 50 metrum lengri. Rökin, sem fram hafa verið færð gegn því að búa þarna til torg fyrir gangandi fólk eingöngu eru að sjálfsögðu þau að það torveldi bílaum- ferð og einum tveim eða þrem bílastæðum yrði víst færra á svæðinu en nú er. Þetta sjónarmið finnst mér dæmi um dekur við bílaum- ferð, á kostnað annarra þátta, sem því miður er allt of algengt. Svo frábært samgöngutæki sem billinn er, má ofnota hann eins og fleiri góða hluti." Hugmynd Ormars að torgi í miöbæ Akraness. Brunnurinn er hannaður af Snorra Sveini Friörikssyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.