Morgunblaðið - 03.09.1978, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 03.09.1978, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1978 I marKumtöluðu og íróðlegu hlaðaviðtali við skólastjóra Tónlistarskóla Reykjavíkur (frá því í vor) kom fram svohljóðandi spurningi Skólar ykkar keppast innbyrðis um þá tiltöluleKa fáu nemendur. kennara og fjárframlög, sem li'til borg eins og Reykjavík hefur uppá að bjóða. Er þetta rétt? Væri ekki nær að sameina tvístraða krafta, kennaralið. nemendur og fjármuni svo klcift yrði að reka cinn veglegan tónlistarskóla eða tvo, fremur en fjóra, sem allir berjast í bökkum? Skólastjórarnir svöruðu því til að tónlistarskólarnir berðust ekki í hökkum frá því nýju lögin um tónlistarskóla voru samþykkt 1975t að framboð nemenda væri meira en svo að hægt væri að anna þvít að eina raunverulega samkeppnin milli skólanna væri sú að bæta menntuninat að það væri nægilegt olnbogarými fyrir fleiri tónlistarskólat að æskilegt væri að fjölga tónlistarskólum borgarinnar og þá helst með útibúum frá núverandi kennslustofn- unum. Rœtt við Ragnar Björnsson skólastjóra Ragnar Björnsson skólastjóri. Nýi tónlist- arskólinn í Reykiavík í samræmi við þessa stefnu hafa borgaryfirvöld nú ákveðið að fjármagna nýjan tónlistar- skóla í höfuðborginni, þann fimmta í röðinni: Ragnar Björnsson orgelleikari verður aðstoðaður við að koma á fót tónlistarskóla, Nýja tónlistarskólanum, í Smáíbúð- arhverfi. Er full ástæða að óska Ragnari góðs gengis í nýju starfi. Hugmyndin Ragnar sagði hugmyndina gamla er hann var inntur eftir tildrögum að stofnun Nýja tónlistarskólans. I vor hefði hugmyndin kristallast og skrif- aði Ragnar þá bréf til borgar- stjórnar, þar sem hann gerði grein fyrir henni. Tillögur Ragnars vöktu athygli borgar- ráðs, er taldi þær æskilega viðbót í tónlistarkennslukerfi borgarinnar. Nokkrir áhrifa- miklir menn úr borgarlífinu veittu Ragnari stuðning með undirskriftum, og buðust sumir hverjir til að sitja í skólanefnd hins nýja skóla. Skólinn heitir, a.m.k. til bráðabirgða, Nýi tónlistarskólinn í samræmi við nýjar kennsluaðferðir sem þar verða viðhafðar. En þær eru þessar samkvæmt bréfi Ragnars til borgarráðs. Ragnar segir: 1. Að öll kennsla fari fram í hóptímum a.m.k. fram að síðari hluta námsins (framhaldsstig- um). 2. í stað þess að um beina einkatíma verði að ræða í hljóðfæraleik yrðu þrír eða fjórir nepiendur í tíma samtímis og lærðu þannig hver af öðrum. 3. I stað 30 mín. kennslutíma kæmu a.m.k. 60 mín. kennslu- stundir. 4. Þegar nemandi, af einhverj- um ástæðum, ætti ekki lengur heima í þeim hópi, sem hann hóf nám sitt með, yrði hann færður í annan hóp þar sem hann ætti betur heima og gæti það orðið á miðju námsári eða við miðsvetr- arpróf. 5. Svokölluð aukafög yrðu í hóptímum með sama hætti og í öðrum skólum. 6. Þegar nemandinn kæmi í síðari hluta námsins, 5. og 6. stig, yrðu aðeins tveir í tíma samtímis en kennslustundin yrði áfram 60 mín. 7. A síðustu tveimur stigum námsins yrði nemandinn að vera einn í tíma en þar með styttist kennslutíminn niður í 45 mín. 8. Skólagjald nemandans breytist (hækkar) ekki við að hann kemst í efri deildir skól- ans. Aðeins fáir nemendur ná þeim árangri að komast svo langt. Skuli það vera verðlaun slíkrar getu að skólagjaldið hækki ekki þó að um meiri einkakennslu verði að ræða. 9. Rétt tel ég að róléga verði farið af stað með slíku skólafyr- irkomulagi og miða kennsluna til að byrja með aðeins við eftirtalin hljóðfæri: pianó, fiðlu, celló og orgel. 10. Undirbúningsdeild yrði við skólann. 11. Ahuga hef ég fyrir að Tónhvísl eftir GUÐMUND EMILSSON koma á hóptímum eða nám- skeiðum fyrir söngnemendur undir handleiðslu „korrepetit- ors“. 12. Til þessarar kennslu álít ég heppilegast að fastráða tvo kennara með hálfa kennslu- skyldu, e.t.v. einn stundakenn- ara auk skólastjóra í fullt starf. 13. Nemendur á strokhljóð- færi fengju hljóðfærin lánuð hjá skólanum fram ‘ að ákveðnu námsmarki, en skólagjöld yrðu notuð til kaupa á þessum hljóðfærum ásamt greiðslu á húsaleigu og öðrum kostnaði. 14. Breytingar yrðy ekki nema í samráði við borgarstjórn. Blokkflautulausir og ódýrir hóptímar Að auki sagðist Ragnar von- ast til að geta efnt til sérstakra námskeiða fyrir ljóðasöngvara, óperusöngvara og jafnvel popp- ara, og yrði hið síðastnefnda væntanlega undir leiðsögn Atla Heimis Sveinssonar. I stórum dráttum verður skipulag náms- ins líkt því sem gerist í öðrum tónlistarskólum: Um er að ræða átta hæfnisstig, forskóla 6 til 8 ára nemenda, og próf sam- kvæmt hefð. í forskólanum verður ekki kennt á blokkflaut- ur, heldur lögð áhersla á söng og nótnalestur, og sagði Ragnar að hugmyndafræði Kodaly í Ung- verjalandi verði höfð til hlið- sjónar. Með þessu væri verið að spara nemandanum tíma og orku sem færi í að handleika og læra á blokkflautu. Guðrún Birna Hannesdóttir mun hafa yfirumsjón með forskólanum. Ragnar sagði að tuttugu ára reynsla sín sem skólastjóri Tónlistarskóla Keflavíkur kæmi að notum í þessu sambandi. Kvaðst t.d. ætla að halda þeim hætti að ráðleggja nemendum, sem lokið hefðu forskólanámi, ákveðið hljóðfæri ef þess væri óskað. Kvaðst Ragnar taka margt til greina í því sambandi, bæði aldur nemandans, hæfi- leika og andlega orku. Kennt verður á strokhljóðfæri, píanó og orgel. Blásturshljóðfæri verða ekki með í upphafi, enda fjármunir takmarkaðir á fyrsta starfsári sem öðrum. Hóptím- arnir verða tvisvar í viku fyrir byrjendur, klukkustund í senn, og fjórir nemendur saman hverju sinni. Með þessu móti er nemandinn klukkustund lengur undir handleiðslu kennara síns í viku hverri en gengur og gerist í öðrum tónlistarskólum. Þrátt fyrir þetta verða kennslugjöld allt að helmingi lægri. Ragnar sagði að hóptímarnir myndu skapa heilbrigða samkeppni, og að nemendur myndu venjast fljótt á að leika fyrir aðra og koma fram. Kennarar og húsrými Kennarar auk Ragnars verða Árni Arinbjarnar, Guðrún Birna Hannesdóttir og Pétur Þorvaldsson. Nýi tónlistarskól- inn hefur fengið aðstöðu á efstu hæð Breiðagerðisskóla í Smá- íbúðarhverfi. Þar er lítill salur og tvær kennslustofur. Ragnar segist vona að nemendafjöldi verði töluverður strax í upphafi. Samstarf tónlistarskóla Ragnar sagði að of lítið væri gert til þess að samræma kennsluaðgerðir tónlistarskóla landsins. Hinsvegar sagðist hann þó álíta að tilkoma þessa nýja tónlistarskóla myndi hins vegar verða búbót þar sem farið væri nýjar leiðir. BLM. Róbert A. Ottósson reyndi hópkennslu í Barna- músíkskólanum á sínum tíma. Frá henni vár horfið. Réttlætir upptaka hópkennslu stofnun nýs skóla? Ragnar: Má vera. Það væri kannski æskilegra að tilraun þessi færi fram innan veggja einhvers þess skóla sem fyrir hendi er. En auðvitað þyrftu viðkomandi skólastjórar þá að hafa áhuga á slíkri tilraun. Hins vegar byggði Róbert heitinn hópkennslu sína ekki kerfis- bundið upp, og því komst aldrei ábyggileg reynsla á fyrirkomu- lagið. BLM. Ert þú, með stofnun nýs tónlistarskóla. að draga afla frá núverandi skólum? Ragnar: Nei. Tónlistaruppeldi með þjóðinni er í mótun, og æskilegt að prófa sem flest. En lækkun skólagjalda um helming réttlætir í sjálfu sér stofnun skólans. Það er mikils virði fyrir bæði nemendur og foreldra. BLM. Ifyggst þú leita sam- starfs viö aðra tónlistarskóla um vinnslu kennslugagna. námsbóka og verkefna? Ragnar: Það er óráðið. Það vantar hins vegar mikið á að skólarnir vinni að þessu máli í sameiningu. Hver skóli, og skólastjóri, undirbýr námsefnis- gerð sjálfstætt, enda kannski ekki við öðru að búast þar sem sérstaða hvers skóla um sig réttlætir tilverurétt þeirra. Til hvers ættum við annars að skipta kennslustarfinu á milli fimm skóla og skólastjóra? Það vantar enn kennslubækur í grundvallarfögum tónmennta, t.d. tónfræðibók með verkefnum og tónlistarsögu. Ég hef unnið mikið að kennsluefnisgerð og mun halda því áfram. BLM. Var haft samráö við Félag tónlistarskólastjóra er Nýi tónlistarskólinn var settur á laggirnar? Ragnar: Nei, ekki það ég veit. Hins vegar höfðu borgaryfirvöld samráð við skólastjóra tónlist- arskóla borgarinnar. Þeir töldu að þörf væri á fleiri skólum ella hefði Nýi tónlistarskólinn aldrei verið stofnaður. Utsala — Útsala Skyrtur frá 700. Buxur frá 1900. Herrabuxur úr polyester og bómull kr. 3.200. Kvenbuxur ódýrar. Bútar í miklu úrvali. Ódýr sterk efni í bífsæti, setur, dýnur og fleira. Kokkabuxnaefni. Ódýr góö stredsefni í reiöbuxur, sterk efni. Kakíefni. Flauelsefni og gallabuxnaefni og margt fleira. Komið og gerid góö kaup. Buxna- og bútamarkaðurinn Skúlagötu 26. AKil.VSlM, \ SIMINN KK: 22480 Landssmiðjan SÖLVHÓLSGÖTU IOI REYKJAVIK SÍMI 20680-mEX 2207 Plötusmiöir óskast Upplýsingar gefur yfirverkstjóri í síma 20680.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.