Morgunblaðið - 03.09.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.09.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1978 27 j™jgj2 vió gluggann eftirsr. Arelius IMielsson Hver borg á sinn kjarna, sinn hjartastað. Oft er þessi kjarni nefndur einu nafni miðbær — miðborg, „centrum". Samt er það öðru nær en sá miðbær sé þar sem skrifstofu- stjórar, tölvufræðingar og stjórnendur telja tölfræðilegan miðdepil. Þarna ráða allt önnur lögmál, ósýnileg, andleg, söguleg lögmál. Vaxin og mótuð út frá lífi, starfi og minningum. „Miðborgir" — centrum Lundúna, Oslo, Kaup- mannahafnar, Stockholms og jafnvel New York, að ekki sé nú talað um Aþenu, Rómar og Parísar, eru því varla svo mikið sem nálægt miðju sé miðað við vegalengdir frá útjöðrum og útborgum. Það væri þá helzt New york —• Nýja-Jórvík, sem er svo „ný" að útreikningar og tölur hefðu mótað og ráðið þar í upphafi. Sem betur fer hafa sömu lögmál ráðið í okkar borg — Reykjavík, sem þau er mótað hafa Aþenu, Róm og Jerusalem. Og við erum meira að segja svo lánsöm,, að eiga okkar „miðbæ" við elzta og helgasta tún og töðuvöll fyrsta bóndans og landnemans, sem festi hér byggð og reisti bú til langdvalar. Austurvöllur, Arnarhóll, Naust eru tungunnar varðar á þeim vegi frá upphafi. Og sé lengra haldið koma til sögu Aðalstræti, Hafnarstræti og Austurstræti. Og í kjarna þessa fyrsta bústaðar er „kirkjugarðurinn gamli" milli Austurvallar og Tjarnar. Svo segja má að grafir feðr- anna séu grunnur „miðborgar" Reykjavíkur. Hvernig yrði unnt að flytja þennan hjartastað, þennan hjartaslátt inn í Kringlumýri og upp í Breiðholt, nema rífa upp heígustu og dýpstu rætur Reykjavíkur og íslendinga? Þess vegna verður nútíð og framtíð að standa vörð um þennan kjarna svo sem helgi- dóm sinn. En samt má þar ekki verða um innantóman og auðnarlegan forngrip að ræða. Þar verður hið forna að fyllast lífi í anda orðanna fögru: „Guðsríki — það er líf á jörð — er líkt og húsfaðir, sem fram ber nýtt og gamalt úr fjársjóð- um sínum". Og ekki skyldi þar heldur gleymast orð káldspekingsins, Einars Benediktssonar: „Hið gamla, sem var, skal ei lastað og lítt, en lyft upp í framför hafið og prýtt". Hugsuðir, hönnuðir, stjórn- endur, teiknarar, tæknimenn og meistarar ættu allir að taka höndum saman að þessu marki. Lengi — já, alltof lengi voru augu og hugir haldin blindu og hugsunarleysi á þessu sviði. Nú bendir margt til vöku og Hjarta höfuðr borgar gróandi lífs í anda landverndar og hollustu við verðmæti, gull og fjársjóði hins farna og forna. Hvað skal þá gera? Hér er sannarlega ekki rúm né ráðrúm til svars. Til þess þyrfti heila bók og óteljandi vinnustundir og hugsanir heilla andvökunótta. En eitt er víst, það þarf meira en að mála framhlið húsa á Bernhöftstorfu og standa vörð um skúra í Grjótaþorpi, þótt hvorttveggja gæti verið gott. Hér þarf nýrrar og vakandi stefnu í málefnum og fjárveit- ingum borgarinnar. Sú stefna hófst á síðustu áratugum og efldist til dáða. En hér má ekki slaka á í einu né neinu. Hver slökun, töf og bið getur orsakað glötun ómetan- legra og óbætanlegra verðmæta. Hugsið ykkur „Bernhöfts- torfuna" með Menntaskólann og Gimli eins og kóng og drottn- ingu við Bakarabrekku og Bankastræti. Þar verða hin gömlu húsin að eignast nýtt líf og starf. Þar ætti að framleiða og selja yægu verði gómsætustu kökur á íslandi. Þar ættu að vera til sýnis handíðir liðinna alda í höndum lifandi og starfandi manna og kyenna líkt og á landbúnaðar- sýningunni á Selfossi. Þar mætti koma upp sölum í sama stíl og húsin, sem fyrir eru eða innan þeirra veggja, þar sem fallegu búðirnar með heimilisiðnaðinn, sem nú eru í Hafnarstræti og á horninu við Laufásveg, ættu sitt forrétt- indasvæði og hásæti. Þar ætti að vera veitinga- stofa, með allt það á boðstólum, sem áður vakti gleði og reisn gestrisninnar á íslenzku höfuð- bóli. Slíkar framkvæmdir ættu að vera skrautfjöður í stefnu og störfum borgarstjórna um alla framtíð. Menntaskólinn, Hlíðskjálf, vísindasetur. Gimli einmitt ferðaskrifstofa af frábærri gerð og þokka í fullri merkingu nafnsins síns: Staður sem veitir hlé frá eldi og eldraunum ófriðar streitu og ótta og gefur vonir um gleði og hvíld. Hótel Borg, sem sökum sögu sinnar og upphafs síns er fyrst og æðst allra hótela Reykjavík- ur og landsins, með fullri virðingu og vaxandi fyrir þeim öllum, ætti að fá forréttindi til margs konar aðstöðu í mat og drykk og alls konar íslenskra skemmtikrafta. Þar ætti að gera gestrisni íslands heimsfræga. Þar ætti Reykjavíkurborg að styðja eigendur til starfa, sem gerðu „Borgina" eina kunnustu miðstöð skemmtiiðnaðar og gestrisni á Norðurlöndum. Og þótt víðar væri leitað. í anda þess stórmennis og frægðar- drengs, sem fyrstur laðaði þar gesti, Jóhannesar Jósefssonar EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU A^L aiglysinga- síminn kr: 22480 glímukappa og íþróttahetju og íslandsvinar. Annars er ýmsilegt nú þegar í „Miðbænum", sem bendir í rétta átt. Bæði gamalt og nýtt. Gömlu húsin við Aðalstræti alla leið frá dögum Skúla Magnússonar við fæðingu borgarinnar, og Hressingarskál- ans við Austurstræti, sem hefur um nær fjóra áratugi verið einn þekkilegasti og vinsælasti áningarstaður gesta, með kaffi og kræsingar, til Brauðhússins, sem tengir tvö stræti, Kokk- hússins við Lækjargötu og Tómstundahússins á horni Bankastrætis og Ingólfsstrætis eru merkar vörður á vegi þess að gæta Miðbæinn þeirri reisn og lífi, sem honum ber. En svö er „Hallærisplanið" íhugunarefni, sem ekki má gleymast. Þar eru ótamdir og óbeizlaðir kraftar að verki, sem verður að beizla og færa í réttan farveg. Fossinn, hverinn, stormur- inn. meira að segja sólgeislinn geta verið og verkað sem eyð- ingaröfl og hafa gert það um aldir. En sé þeim beint á réttar brautir, veita þeir ljós, varma, kraft, líf og heillir. Þannig er ekki síður með óbeizlaða orku æskunnar, hjart- slátt og þrár unga fólksins. Þessi orka hefur verið van- rækt í Reykjavík að ýmsu leyti, þótt margt hafi verið gjört og menntasetur reist. Fáið æskunni, sem öskrar og hamast á hallærisplani nútím- ans í borginni verkefni til að vinna sig þreytta af striti ásamt bókastreðinu í skólunum. Þá hljóðna öskrin og orkan eignast útrás til nota og blessunar. Sjáið unga fólkið, sem vinnur í görðum borgarinnar á sumrin, farsælt, fallegt og fagnandi með blóm í hverju spori, blik í augum og bros á vör. Hjálpið æskunni til að byggja sér ágæta æskulýðshöll, læra að skemmta sér, reisa sinn fjöl- breytta skemmtistað í Grjóta- þorpi í framtíðarleikhús, dans- sali og tómstundastofur. Einu sinni átti ég mér draum um að kenna fólki að skemmta sér á frjálsan og fagran hátt. Það tókst að ýmsu leyti, þótt nú hafi verið niður rifið. Þá voru hér samtök, sem hétu B.Æ.R., Bandalag æskulýðsfé- laga Reykjavíkur. Þá var og stofnað samband íslenzkra ung- templara og æskulýðsfélag safnaðarins. En þau fengu aldrei eyri til starfa. Samt gátu þau margt gert, aðeins af bjartsýni og fórnarlund beztu manna. Hvers vegna ætti ekki sjálf höfuðborg íslands að eignast og eiga sín félagsheimili æskunni til handa eins og sveitirnar? Þar ætti að velja hina færustu menn til forystu og kennslu í hinni erfiðu námsgrein, sem heitir skemmtanir og gleðimót. Ekkert skrautblóm yrði glæsi- legra í „Miðbænum" gamla en sú stofnun sem gæfi æskunni tæki- færi til starfs og leikja. Kenndi þeim, sem þar kæmu að syngja, dansa og gleðjast örugg og frjáls, falleg og góð. Þá kæmi „Heillaplan" fyrir „Hallærisplan". Hjartsláttur höfuðborgar ís- lands bergmálaði sem gleðisöng- ur um götur og torg. Megi svo verða sem fyrst. Reykjavík. 18. ágúst 1978. afmælisdegi borgarinnar. A/klæðning er fáanleg í mörgum fallegum litum sem eru inn- brenndir og þarf aldrei að mála. A/klæðning er seltuvarin og hrindir frá sér óhreinindum. Fáanlegir eru ýmsir fylgihlutir með A/klæðningu sem hefur þurft að sérsmíða fyrir aðrar klæðningar, auk þess er hún þykkari og þolir því betur hnjask. A/klæðning hefur sannað yfirburði sína, og reynst vel í íslenskri veðráttu. Leitið nánari upplýsinga og kynnist möguleikum A/klæðningar. Sendið teikningar og við munum reikna út efnisþðrf og gera verð- tiíboð yður að kostnaðarlausu. INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SÍMI 22000 - PÓSTHÓLF 1012. TELEX 2025 - SÖLUSTJÓRI: HEIMASÍMI 71400.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.