Morgunblaðið - 03.09.1978, Page 29

Morgunblaðið - 03.09.1978, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1978 29 um flúðir og fossa yfir tún og akra, því að: „Stjórnmála- áróðurinn beinist ekki aðeins að einstaklingnum, heldur — sér- staklega í seinni tíð — fyrst og fremst að fjöldanum“ eins og dr. Alfred Sturminger gerir rækileg skil (í bók sinni „3000 Jahre politische Propaganda", Wien 1960). Þessa augljósu staðreynd hafa vinstrisinnar fyrir löngu gert sér ljósa og notfært sér eftir megni, með þeim árangri m.a. að þeim hefir auðveldlega tekizt að narra svonefnda and- stæðinga á værðarvald sátta- hyggjunnar í trausti þess, er ekki hefir brugðizt, að fjöl- hyggjufólk hefir ekki gert sér grein fyrir því, sem ítalska stórskáldið, Dante Alighieri (1265—1321) var sannfærður um fyrir bráðum 700 árum, hvar slík manntegund væri bezt geymd: „Heitasti staðurinn í Helvíti er ætlaður þeim, sem láta sér annt um hlutleysi sitt á hættutímum." Viljastyrkur ræður úrslitum Ekki er því að heilsa, að marxistar láti við það sitja að misbeita, einoka og ranghverfa orðum og hugtökum. Fjölda góðra og gildra orða og þeim merkingum, sem í þeim felast, leitast þeir við að gera útlæg úr málinu eða a.m.k. tortryggileg. Lög, regla og réttarríki, dreng- skapur og göfuglyndi, arfleifð og fórnfýsi hafa verið þeim alveg sérstakir þyrnar í augum frá því fyrsta. Einnig þar hefir „frjáls- lyndi“ rótslitinnar hraðgróða- stéttar reynzt þeim frjór jarðvegur; þeim hefir yfirleitt verið óhætt að treysta á tómlæti hennar og skilningsleysi á mikilvægi sem frávikalausastra umgengnis- og sambúðarhátta í siðuðu þjóðfélagi. Þannig hefir t.d. reginfirran, „það er ekki hægt að stjórna nema í samráði við verkalýðshreyfinguna", runnið ofan í yfirvöld og at- vinnurekendur eins og ljúffeng- ur svaladrykkur enda þótt reynslan beri því bærilega traust vitni, að hið gagnstæða muni vera sönnu nær, og á það raunar einnig við um önnur sérplægnissamtök. Hér hefir verið vakin athygli á einni veigamikilli ástæðu fyrir sigrum vinstrimennsku á þjóð- félagsháttum, sem henni hafa verið vanþóknanlegir, og lífrík- inu því skjól og skjöldur. Langt er frá að henni hafi verið gerð þau skil, sem æskilegt væri og nauðsyn krefur, enda naumast fært í stuttri blaðagrein. En það, sem lífverndarfólki einkum er hollt að hafa í huga í þessu sambandi, er fyrst og fremst, að athafnir og athafnaleysi, hvort heldur er til góðs eða ills, ráðast af hugmyndum og að driffjöður hugmyndanna eru orð, ósjaldan slagorð, sem oft reynast marg- falt áhrifameiri en værukærir borgarar gera sér grein fyrir. í sannleika sagt, trónar fátt eitt hærra eins og nú er ástatt í heiminum eða er í meiri metum. Sjálfbirgingar, sem telja sér til gildis að vera óháðir öllum hugsjónum, kenningum eða stefnum, eru venjulega í and- legri ánauð einhverra sullukolla, sem hafa aldrei getað gert greinarmun á frelsi og rótleysi. Ohætt mun ennfremur að reiða sig á, að loftdælur flokka og fjölmiðla, er hæst hvín í út af „einokunaraðstöðu auðvaldsins" til þess að móta almenningsálit- ið, hafa speki sína oftar en ekki úr einhverjum langdauðum blekiðjumanni úr andaheimum vinstrimennskunnar. Sjálfum finnst mér ástand og horfur eindregið benda til þess, að þynningaráhrif þeirra á heilbrigða dómgreind hafi orðið drjúgum meiri á síðari áratug- um heldur en sæmilega gefið fólk gæti játað kinnroðalaust. En ósveigjanlegur gagnbaráttu- vilji gæti bjargað. FRÍKIRKJUFOLK Séra Kristján Róbertsson, eini umsækjandi um Fríkirkjuna í Reykjavík, flytur messugjörö í kirkjunni, sunnudaginn 3. september 1978 kl. 11. árdegis. Fjölmenniö. Allir hjartanlega velkomnir. Athugið breyttan messutíma. Safnaðarstjórn Efnalaugin Glæsir Lokar um óákveöinn tíma frá 15. september. Fatnaöur sem liggur hjá okkur óskast sóttur fyrir þann tíma. Tökum ekki fatnaö til hreinsunar eftir 4 september 1978. tcSÉSSTA? EFÞAÐERFRÉTT- 9) NÆMTÞÁERÞAÐí MORGUNBLAÐINU Okkar árlega útsala er hafin og stendur í fáa daga. Komiö og geriö góð kaup. I I Hymprísa— J Verzlanahöllinni, Laugavegi Dreifingaraðili: Fálkinn hf. Suðuriandsbraut 8 sími 84670 _____________________________ oódat frá úeirnsteini Gylfi Ægisson með splunkunýja plötu og í hörkustuði eins og venjulega. Þad kaupir enginn köttinn i sekknum þegar Gylfi á í hlut. Hljómsveitin Geimsteinn meö sína þridju plötu, „GEIMFERÐ". Þessi plata er eins og þruma úr heiðskiru lofti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.