Morgunblaðið - 03.09.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.09.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1978 31 Martin Ennals aðalritari Amnesty International. Myndin er tekin stuttu eftir að tilkynnt hafði verið að Amnesty International myndi hljóta friðarverðlaun Nóbcls árið 1977. Guarneriusfiðl- an i gagnið á ný reglu, svo hægt sé að finna gögnin seinna. Ekkert hafði verið unnið að því áður að skipuleggja skjalasafnið og aðr- ar upplýsingar á þeim 17 árum, sem liðin voru frá stofnun samtakanna, þannig að nóg var fyrir mig að gera. Um þetta leyti var skrifstofan líka að flytja í stærra og betra húsnæði, svo mikið verk var að koma öllu í röð og reglu eftir flutningana." „Starfsemi samtakanna hefur aukist mjög mikið á síðasta ári og til samanburðar má geta þess að í apríl á síðasta ári störfuðu um 80 manns á skrifstofunni, en í dag er starfsmannafjöldinn kominn upp í 130 manns.“ Fengu varla vinnufrið fyrir blaöa og sjónvarpsmönnum — Hvernig likaði þér svo að starfa þarna úti? „Ég fór utan fyrst og fremst vegna áhuga fyrir starfinu en ekki vegna borgarinnar. Ég er mjög ánægð með að hafa farið út og kynnst því hvernig unnið er að slíkum mannréttindamál- um og hefur það því verið mikil reynsla fyrir mig að starfa þarna. A því tímabili, sem ég var við störf, var alltaf mikið að gerast og í hverri viku var haldinn starfsmannafundur, þar sem sagt var frá því, sem gert hafði verið í vikunni á undan. Starfsfólk sagði líka frá ferðum, sem það hafði farið á vegum Amnesty International og öðr- um málum, sem það hafði unnið að.“ „Amnesty International fékk úthlutað friðarverðlaunum Nóbels fyrir árið 1977 og í sambandi við það var mikið um að vera. Amnesty International var þá mikið í fréttum og á tímabili var varla nokkur vinnu- friður fyrir blaðamönnum og sj ónvarpsmönnum. í starfinu gafst mér líka kostur á að kynnast nokkrum skoðanaföng- um, þannig að ég var í mikilli snertingu við hreyfinguna, sem heild.“ — Hverngi fannst þér að búa í London? „Það var ákaflega gaman að búa í London þetta eina ár, því borgin hefur upp á mikið að bjóða. í London er fjölbreytt tónlistar- og leikhúslíf og rétt við skrifstofuna var mikil lista- miðstöð, sem ég sótti mikið, þegar ég var ekki að vinna.“ Mannréttindaafbrot höfða til allra — Hvernig starfar íslands- deild Amnesty International? „íslandsdeild Amnesty International var stofnuð þann 15. september árið 1974 en í dag eru meðlimir hennar um 200. íslandsdeildin er til húsa í Hafnarstræti 15 hér í borg og er hún opin á fimmtudögum frá klukkan 5 til 7, en vonast er til að hægt verði að lengja opnun- artíma hennar innan skamms. íslandsdeildin þarf mjög mikið á virkum þátttakendum að halda og geta þeir, sem áhuga hafa fyrir samtökunum, komið á skrifstofuna og fengið upplýsingar um starfsemina og gerst meðlimir. Mannréttinda- afbrot höfða til allra í heimin- um og ættu því allir að leggja sitt af mörkum til að bæta mannréttindi. Mikill kostnaður fylgir þessari starfsemi og er hún fjármögnuð að hluta með meðlimagjaldi, sem á íslandi er 2000 krónur yfir árið.Einnig berst oft gjafafé til samtakanna og hafa ýmsar fjáröflunarher- ferðir verið skipulagðar á vegum Amnesty International." „Einu sinni á ári er haldið ársþing Amnesty International með fulltrúum frá öllum lands- deildunum. Var ég í september í fyrra fulltrúi íslands á slíku þingi og fannst mér það sérstak- lega fróðlegt, þar sem þá gafst mér tækifæri til að kynnast fulltrúum frá öðrum landsdeild- um. Formaður íslandsdeildar Amnesty International er Margrét Bjarnason, og verður hún fulltrúi íslandsdeildarinnar á næsta ársþingi, sem haldið verður í Englandi." Aðspurð sagði Linda að á ársþingum þessum væru teknar ákvarðanir um starfið á næsta ári og einnig væri á þinginu kosin alþjóðleg framkvæmda- nefnd er bæri ábyrgð á starf- semi samtakanna fram að næsta þingi. Aðalritari Amnesty International er Martin Ennals og er hann ábyrgur fyrir hinu daglega starfi alþjóðaskrifstofunnar. „Amnesty International gefur út mikið af bókum og skýrslum um ferðir, sem farnar eru á vegum samtakanna, til að rann- saka mannréttindaafbrot í ýms- um löndum og var t.d. gefin út skýrsla í júní s.l. um ástandið í slíkum málum á Norður-ír- landi.“ — Ilvað er svo framundan hjá þér? „Ég er ennþá mjög virk innan Islandsdeildar Amnesty International og ætla ég nú að nota þekkingu þá er ég öðlaðist við starfið á alþjóðaskrif- stofunni í þágu íslandsdeildar- innar. Þar sem starfið hér er allt unnið í sjálfboðaliðsvinnu, verð ég þó að vinna við eitthvað samhliða hinu og í sumar hef ég starfað sem leiðsögumaður fyrir erlenda ferðamenn, en er nú að leita mér að vinnu til frambúðar. A Islandi er ekki mikið framboð af störfum við Eiríkur áfram aðstoðarmaður dómsmálaráð- herra ÞRÍR menn störfuðu sem að- stoðarmenn ráðherra í síðustu ríkisstjórn en það Voru Einar B. Ingvarsson, sem var aðstoðar- maður sjávarútvegsráðherra, Ei- ríkur Tómasson aðstoðarmaður dómsmála- og viðskiptaráðherra og Þorvarður Alfonsson, sem var aðstoðarmaður iðnaðarráðherra. I gær v^r Eiríkur Tómasson ráðinn sem aðstoðarmaður dómsmálaráð- herra, Steingríms Hermannssonar en hinir tveir hverfa aftur til sinna fyrri starfa. Einar fer á ný til starfa hjá.Landsbanka íslands og Þorvarður tekur við sínu fyrra starfi sem framkvæmdastjóri Iðn- þróunarsjóðs. mannréttindamál, þannig að helst vildi ég fá starf, þar sem ég gæti notað tungumálakunn- áttu mína, t.d. við ferðamál eða annað slíkt. “ A.K. Á mánudagskvöldið þann 4. sept. kl. 20i30 munu Guðný Guðmundsdóttir og Philip Jenk- ins halda hljómleika í Norræna húsinu, en þau hafa undanfarin tvö haust gengizt fyrir svipuðum hljómleikum við mjög góðar undirtektir. Að þessu sinni verður á efnis- skránni vorsónatan eftir Beethov- en, sónata eftir Debussy, sónötu- þáttur eftir Brahms og sónata nr. 2 eftir Prokofieff. Þess má geta að þetta er í fyrsta sinn sem Guðný leikur opinberlega hérlendis á hina frægu Guarnerius fiölu Ríkisútvarpsins, sem verið hefur til viðgerðar í Bandaríkjun- um í tvö ár. Hljómleikarnir hefjast kl. 20:30 og verður aðgangur seldur við innganginn. Guðný Guömundsdóttir og Philip Jenkins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.