Morgunblaðið - 03.09.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.09.1978, Blaðsíða 32
 r Allíl.YSIViASIMINN KR: ^»22480 \ IWorxsunblotiið J&wgnnÞfafetó SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1978 Lúðvik Jósepsson formaður Alþýðubandalagsins: Alþýðuflokkurinn hefur eng- in fyrirheit um breytingar á efnahagsstefnu stjórnarinnar „ÞAÐ ER alrangt að Al- þýðuflokknum hafi verið gefin einhver fyrirheit eða loforð um það að þegar í ríkisstjórnina væri komið yrði efnahagsstefnan eitt- hvað sveigð að þeirra vilja. Alþýðuflokknum var gef- inn kostur á því að láta st jór nar myndunarviðræð- urnar slitna á ef nahagslegum atriðum, en það varð ekki og stefna ríkisstjórnarinn- Tólf háhyrn- ingar veidd- ir í haust? ERLENDIR aðilar hafa mikinn áhuga á_aö veiða háhyrninga á Islandsmiðum fyrir dýrasöfn í haust. Samkvæmt þeim upplýsing- um sem Morgunblaðið hefur aflað sér, þá hefur Konráð Júlíusson skipstjóri fengið leyfi til að veiða 6 háhyrninga fyrir franska aðila og Sædýrasafnið í Hafnarfirði hefur fengið heimild til að veiða aðra sex. ar verður sú sama sem í samstarfsyfirlýsingunni segir", sagði Lúðvík Jós- epsson formaður Alþýðu- bandalagsins, er Mbl. bar undir hann fréttir af flokksstjórnarfundi Al þýðuflokksins þess efnis að Alþýðuflokknum hefðu verið gefin fyrirheit um breytingar á efnahags- stefnunni, þegar ríkis- stjórnin væri komin á. „Það er því algjörlega út í hött ef samþykkt einhverra alþýðuflokksmanna á stjórnarsamstarfinu hefur verið bundin slíkum vonum að ég nú tali ekki um fyrirvari einhverra þing- mannannau, sagði Lúðvík. „Þessi ríkisstjórn er mynduð á grundvelli þeirra sex meginatriða í efnahagsmálum, sem samkomu- lag varð um í viðræðunum undir minni stjórn. Um framhaldið eftir áramót má segja að þessi grund- völlur nái fram yfir þau varðandi áhrif gengisfellingarinnar, kaupið verður fast og 10% niðurfærsla á verðlagi verður áfram. Alþýðubandalagið gengur til þessarar stjórnar sem ríkisstjórn- ar með það afmarkaða verkefni að leysa launahnútinn og vanda atvinnuveganna alveg eins og ég sagði, þegar ég stóð á tröppunum á Bessastöðum og lýsti því, hvers konar stjórnarmyndun ég hygðist beita mér fyrir. I beinu framhaldi af þessari yfirlýsingu minni fengum við inn í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar ákvæði um endurskoðun hennar á næsta ári, vissulega í óþökk hinna, sem töldu að það undirstrikaði það að hér gæti verið um bráðabirgðastjórn að ræða". Góð loðnu- veiði í gær Veður batnaði á loðnumiðunum norður af landinu í fyrrinótt og eftir mið.iætti fóru skipin að kasta á ný. Um hádegisbil í gær höfðu tveir bátar tilkynnt loðnunefnd afla, Kap 2. VE 630 lestir og Keflvíkingur KE 530 lestir. Þá var vitað að Náttfari og Örn voru búnir að fylla sig, og mörg önnur skip voru komin með góðan afla. Þessa mynd tók Sigurgeir í Eyjum af togbát fyrir vestan Eyjar síðla dags fyrir skömmu, en afli trollbáta þar hefur verið sæmilegur annað veifið. Vinstra megin við bátinn sést út í Surtsey, en báturinn er Ófeigur II VE. Benedikt Gröndal i fyrradag: Flugstöðin mun rísa Benedikt Gröndal í gær: Efnahagsastandið kann að hafa áhrif á þessa milljarðaframkvæmd Ólafur Jóhannesson: Flugstöðin á íslenzku umráðasvæði Lúðvik Jósepsson: Framhjá okkar hnút- um verður ekki gengið EINS OG komið hefur fram í Morgunblaðinu er risin deila um það milli Alþýðuflokks og Alþýðubandalags, hvort stjórn- arsáttmálinn eða samstarfs- yfirlýsingin heimili að ný flugstöð rísi á Keflavíkurflug- velli. í Morgunblaðinu í fyrra dag staðhsefði Benedikt Grön- dai utanríkisráðherra að hún myndi rísa. en í gær sagði hann i samtali við Morgunblaðið, að þess bæri að geta að það gcngi í gegnum stjórnarsáttmálann, að efnahagsástandið krefðist aðhalds, þar á meðal minnk- andi fjárfestingar og fram- kvæmda. Kynni það að hafa einhver áhrif á þessa fram- kvæmd, sem væri milljarðaf jár festing. Benedikt Gröndal sagði að hann hefði áður tjáð sig um þetta mál við Morgunblaðið og hann héldi sig við það sem hann hefði sagt þar. Hins vegar kvað hann þetta vera mjóg flókið mál, sem hann ætlaði að kanna og rannsaka mjög vandlega. „Ég hef náttúrulega ekki meiri vitneskju um þetta," sagði Bene- dikt, „þegar ég byrja, en venju- legir þingmenn og ég mun því kynna mér þetta mjög vandlega. Eg tel að þörfin fyrir stöðina sé ákaflega brýn og það verði að halda málinu áfram. Skoðanir, sem ég hefi látið í ljós, byggjast á grundvallaratriðum. Þar legg ég áherzlu á að þetta sé íslenzkt mannvirki, sem er hlið þjóðar- innar að umheiminum. Það er aðkallandi þörf að fá þetta mannvirki." I samstarfssamningnum segir að ekki verði heimilaðar nýjar meiri háttar framkvæmdir á yfirráðasvæði varnarliðsins. í Morgunblaðinu í gær kemur fram að ákveðið sé að taka í notkun nýjar ratsjárflugvélar Bcnedikt og framkvæmda sé þörf þeirra vegna. Um þetta atriði sagði Benedikt Gröndal: „Það er alveg eins meði það, Ég get aðeins vísað í það sem stendur, „meiri háttar framkvæmdir", og ég hefi ekki haft á þeim tveimur klukkutímum, sem ég hafði í gær, aðstöðu til þess að skoða þetta, eins og ég ætla mér að gera áður en ég fer að ræða þessi mál opinberlega." ólafur Jóhannesson forsætisráðherra sagðist ekkert geta um þetta mál sagt á þessu stigi, en það væri skoðun sín að flugstöð, sem kæmi til fyrir íslenzkt flug, yrði undir yfirráð- um íslendinga og á umráða- svæði þeirra. Hann kvaðst ekki vita hvort stöðin risi í tíð núverandi ríkisstjórnar, en taldi líklegt, að ætti að vera þarna flugvöllur til frambúðar yrði ný flugstöð að rísa. Taldi hann vafalaust að íslendingar legðu fram eitthvert fé og færi það þá inn á fjárlög. „Samstarfsyfirlýsing ríkis- stjórnarinnar ber það með sér, að það er ekki samið um stefnuna í utanríkismálum. Frá okkar sjónarmiði berum við því enga ábyrgð þar að lútandi, enda er sérstaða okkar til tveggja stórmála undirstrikuð í samstarfsyfirlýsingunni," sagði Lúðvík Jósepsson formaður Alþýðubandalagsins í samtali við Morgunblaðið í gær. „En þessu til viðbótar fengum við tvö önnur atriði með; þessari stefnu verður ekki breytt nema með okkar samþykki. Þar er bundið fyrir annan endann. Og hins vegar verða ekki heimilað- ar nýjar meiri háttar fram- kvæmdir á yfirráðasvæði varn- arliðsins. Þar með er bundið fyrir hinn endann. Þetta hlýtur öllum, sem þetta lesa, að vera ljóst og fram hjá þessum hnútum verður ekki gengið."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.