Morgunblaðið - 07.09.1978, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.09.1978, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 7. SEPTEMBER 1978 Hópferðabílar 8—50 farþega Kjartan Inflimarsson Sími 86155, 32716. Arlegar við- ræður við Tékka og Pólverja í viðskiptasamningum íslands við Tékkóslóvakíu og Pólland er gert ráð fyrir árlegum viðræðum um framkvæmd samninganna og önnur atriði sem varða viðskipti landanna. Viðræðurnar við Tékka fóru fram í Bratislava 28.—30. ágúst og við Pólverja í Varsjá 30. ágúst til 1. september. r Iranskeisari til A-Þýzkalands Berlín — 5. september — AP AUSTUR-ÞÝZKA stjórnin til- kynnti í dag að íranskeisari hygðist koma í fimm daga opin- bera heimsókn til Austur-Þýzka- lands hinn 17. þessa mánaðar. Heimsóknin fylgir í kjölfar til- rauna Austur-Þjóðverja til að bæta samskipti landanna. Biðja um aukið hlutverk friðar- gæzlusveitanna Beirút, 5. september. Reuter. Líbanonstjórn bað Sameinuðu þjóðirnar í dag um að vikka hlutverk friðargæzlusveitanna sem eru í Líbanon á vegum S.Þ., þannig að sjálfstæði landsins yrði tryggt. Þá kom í dag enn á ný til átaka miili sýrlenzkra hermanna og hermanna kristinna hægri manna í Beirút. Líbanonsstjórn sendi öryggis- ráði S.Þ. orðsendingu. Það var fastafulltrúi Líbanons hjá S.Þ., Ghassan Tweini, sem kom þessum boðum til öryggisráðsins. Ekki var nákvæmlega kveðið á um á hvern hátt ætti að víkka hlutverk friðargæzlusveitanna, en frétta- skýrendur telja að Líbanonsstjórn vilji að friðargæzlusveitirnar komi á friði í Suður-Líbanon með hervaldi, en noti ekki aðeins vopn sín til varnar. Utvarpsstöð kristinna hægri manna, „Rödd Líbanons", sagði að einn óbreyttur horgari og fimm hermenn hefðu særzt í átökunum í dag. Átökin, sem stóðu í stutta stund, brutust út aðeins tæpum klukkutíma áður en Sarkis Líbanonsforseti var væntanlegur heim frá Róm, en þar var hann viðstaddur krýningarathöfn Jóhannesar Páls páfa. Þetta er annar dagurinn í röð, sem til átaka kemur í Beirút. l*orst<*inn (). Strphrnsen. Hclua Sijfuróur Rúrik Stephc-nson Skúlason Haraldsson (lUÓhjörK horbjarnardóttir Valur (■íslason ITtvarp kl. 20.10: írsk gamansemi „DAGUR er liðinn“ nefn- ist leikritið sem flutt verður í kvöld og er það eftir George Shiels. Flutningur leikritsins hefst kl. 20.10 og tekur röskar tvær stundir. Leik- stjóri er Þorsteinn Ö. Stephensen en aðalhlut- verkið leikur Valur Gísla- son. Önnur stærstu hlut- verk í leikritinu eru í höndum Ævars Kvaran, Helgu Stephensen, Sigurðar Skúlasonar, Rúriks Haraldssonar og Guðbjargap Þorbjarnar- dóttur. Auk þess koma fram fjórir leikarar í minni hlutverkum: Flosi Ólafsson, Sigurður Karls- son, Þórhallur Sigurðsson og Karl Guðmundsson. Höfundurinn George Shiels er írskur að ætt- erni og hefur hann skrifað allmörg leikrit en flest þeirra eru í léttum stíl. Irsk gamansemi virðist honum í blóð borin og hann sér broslegu hliðina í fari flestra persónanna sem koma fram í leikrit- um hans. Þetta leikrit ætti því að verða góð kvöldskemmtun fyrir þá sem á það hlýða. Útvarp ki. 9.05: ”Ferðin til Sæ- dýr asaf nsins ’ ’ I MOItGUNSTUND barnanna í dag Ics Jón frá Pálmholti annan lestur sögu sinnar „Fcrðin til Sædýrasafnsins“. Alls munu lestrarnir verða 20. Ferðin til Sædýrasafnsins er dýrasaga og fjallar hún um húsdýr austur á landi. Þau heyra um sælustað fyrir sunn- an, Sædýrasafnið. og þeim leiðist og þau langar að fara þangað suður. Dag nokkurn Ieggja þau af stað frá tveimur stöðum en safnast saman á leiðinni. En eins og svo oft vill verða þá eru sælustaðir ekki eins yndislegir þegar þangað er komið og þeir virðast í fjarlægð. Jón sagði að margt kæmi fyrir dýrin á leiðinni sem væri nokkuð löng, byrjar á Norðfirði og endar í Hafnar- firði. en sagan fær nokkuð óvæntan endi. Jón frá Pálmholti kvað það vera kveikjuna að þessari sögu að hann hefði byrjað að segja krökkum sögur af íslenskum dýrum í íslensku umhverfi þar sem þau hefði lesið svo mikið af svipuðum sögum erlendis frá. „Síðan fóru krakkarnir að heimta þessar sögur í bók“, sagði Jón að lokum. lltvarp Reykjavlk FIMdiTUDtvGUR 7. september MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Létt lög og morgunrabb. (7.20 Morgunleikfimi). 7.55 Morgunbam. 8.00 Fréttir. 8.10 Dagskrá. 8.15 Veðurfr. Forustugr. dagbl. (útdr.). 8.30 Af ýmsu tagi. Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna. Jón frá Pálmholti les sögu sína „Ferðina til Sædýra- safnsins“ (2). 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Til- kynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Víðsjá. Friðrik Páll Jóns- son fréttamaður stjórnar þættinum. 10.15 Dagvistunarheimili á vegum fyrirtækja. Þórunn Sigurðardóttir tekur saman þáttinn. 11.00 Morguntónjeikar. Aaron Rosand og Útvarpshljóm- sveitin í Baden-Baden leika Sex húmoreskur fyrir fiðlu og hljómsveit op. 87b og op. 89 eftir Sihelius. Tibor Szöke stj./ Josef Greindi syngur ballöður eftir Carl Loewet Hertha Klust leikur með á píanó./ Barokk-hljómsveit Lundúna leikur „Litla sinfóníu" fyrir blásarasveit eftir Gounod. Karl Haas stj. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. SÍÐDEGIÐ_____________________ Á frívaktinni. Sigrún Sig- urðardóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.00 Miðdegissagan. „Brasilíufararnir" eftir Jóhann Magnús Bjarnason. Ævar R. Kvaran leikari les (21). FÖSTUDAGUR 8. september 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Söngfuglar (L) Þýsk mynd um ýmsar teg- undir sérkennilegra söng- fugla. og lífshætti þeirra. Ennfremur er sýnt, hvernig kvikmyndatökumenn bera sig að við töku fuglamynda. Þýðandi og þulur Eiríkur Haraldsson. 21.20 Frá Listahátíð 1978 „Maraþontónleikar" íLaug- ardalshöll. íslcnskir kórar syngja. Stjórn upptöku Egili Eð- varðsson. 15.30 Miðdegistónleikar. Sinfóníuhljómsveit danska útvarpsins leikur í bláa hellinum", þátt úr ballettin- um „Napólí" eftir Níels Gadct Launy Gröndahl stj. / Geza Anda og Sinfóníu- hljómsveit útvarpsins í Lundúnum leika Píanókon- sert nr. 1 eftir Béla Bartók. Ferenc Fricsay stj. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Tónleikar. 21.35 Hæpinn happafengur (L) (There is a Girl in My Soup) Bresk gamanmynd írá ár- inu 1970. Leikstjóri Roy Boulting. Aðalhlutverk Peter Sellers og Goidie Hawn. Robert Danvers er sérfræð- ingur í matargerðarlist og þykist einnig vita allt um konur. Ilann kynnist Mari- on. sem hefur orðið ósátt við sambýlismann sinn. Marion á sér engan sama- stað, svo að Robert býður henni að búa hjá sér. Þýðandi Dóra Ilafsteins- dóttir. 23.05 Dagskrárlok __________/ 17.10 Lagið mitt. Ilelga Þ. Stephensen kynnir óskaliig barna. 17.50 Víðsjá. Endurtekinn þáttur frá morgni sama dags. 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kvnningar. KVÖLDIÐ 19.35 Daglegt mál. Gísli Jónsson flytur þáttinn. 19.10 íslenzkir einsöngvarar og kórar syngja. 20.10 Leikrit. „Dagur er lið- inn" eftir George Shiels. Þýðandi og lcikstjóri. Þor- steinn Ö. Stephensen. Persónur og leikcndur. John Fibbs/ Valur Gíslason. Frú Fibbs/ Guðbjörg Þor- bjarnardóttir, Peter Fibbs/ Sigurður Skúlason, Charles Daw/ Rúrik Haraldsson, Annie hjúkrunarkona/ Helga Stephensen, Læknir/ Ævar R. Kvaran, Herra Black/ Flosi Ólafsson, Samson/ Sigurður Karlsson, Looney/ Þórhallur Sigurðs- son. Hcrra Hind/ Karl Guðmundsson. 22.30 Yeðurfregnir. Fréttir. 22.45 Áfangar. Umsjónarmenn. Ásmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.