Morgunblaðið - 07.09.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.09.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 7. SEPTEMBER 1978 Loftur Jónsson; Advörun vid ad vörun — Við lestur greinar Jóns Gíslasonar „AÐVÖRUN" í blaðinu 26. 8. komu í huga minn orð Meistara okkar, að eins og við mælum sjálfir verði okkur sjálfum mælt. Orð unga mannsins, sem eins og Jón segir „hrópaði til mín með miklum þjósti: „Afram, á- fram! Hertu þig karlskratti" hafa hitt í mark og orðið m.a. kveikjan að grein Jóns. Kveikjan að grein minni er margþætt; e.t.v. get ég uppfrætt Jón eins og hann myndaðist við að uppfræða mig í þýzku fyrir liðugum 20 árum á skólabekk í Verzlunarskólanum. — Jón telur „að siðmenningu hrakar geigvænlega, eigi aðeins í Karvelíu heldur og um allt land. Hefur siðspilling þessi siglt í kjölfar hinna nýju atvinnuhátta". Hvað segir Prédikarinn 7:10: „Seg ekki: hvernig stendur á því, að hinir fyrri dagar voru betri en þessir? Því að eigi er það af skynsemi, að þú spyrð um það.“ — Farisear allra tíma eru prúðir í framkomu en geta þeir ekki verið eins og glefsandi úlfar og kalkaðar grafir? Hvaða siðalærdóm er Jón að kenna okkur með dæmisögu sinni um manninn, hinn prúða, sem hafði lofað konunni sinni á giftingardaginn að bragða aldrei framar brennivín, en fannst sjálf- sagt að hafa þriggja stjörnu konjak um hönd? Eða er dæmisag- an dýpri? Er það svo siðleysi hjá Karveli Pálmasyni að deila á hina miklu yfirbyggingu háskólans? Eru ekki greypt á svokallaðan hornstein háskólans orð Meistara okkar að sannleikurinn muni gera okkur frjálsa? Við skulum minn- ast þess, að við eigum að vera musteri Guðs og að það er Guð sem styrkir andann hverju sinni og í ljósfyllingu ti. ans. Því spyr ég: Er ekki Guð að gefa þér viðvörun, Jón, gegnam anda sinn í unga manninum og er ekki Guð að gefa háskólakerfinu viðvörun í gegnum anda sinn í Karvel? Taktu eftir, að ég nota stóran staf, er ég rita Guð, en lítinn staf, er ég rita „háskólinn", öfugt við það, sem þú notar í grein þinni sbr. er þú ritar „Samband þeirra við náttúruna og guð er rofið." Þar að auki ritar þú náttúruna á undan Guð. A þetta svo að þýða, að ungir menn, um allt land, séu ekki í sambandi við Guð sinn og Meistara, sem þeir hétu að fylgja í lífi og dauða í fermingunni? — Verður er verkamaðurinn launanna og því skyldi enginn öfundast út í háar tekjur ungra manna, sem hafa kosið að starfa í náttúrunni við öflun undirstöðu- tekna þessarar þjóðar og halda þannig uppi sínum hluta og vel það í hinu hrikalega „menntakerfi" þjóðarinnar, menntakerfi, sem þeir hafa sjálfir kosið að snið- ganga, en menntast frekar í skóla lífsins og er það ekki frekar í samræmi við Guðs vilja? Jón og aðrir menntamenn gerðu betur í því, að kynnast slíkum ungum mönnum og lífsviðhorfum þeirra gagngert, en að dæma þá. Jón telur þessa ungu menn skorta bæði uppeldi og menningarlega undirstöðu til að fara skynsam- lega með mikla fjármuni. Hér tel ég mig hæfan til að setja orð á prent, eftir að hafa gengið mína 40 ára eyðimerkurgöngu um flat- neskju þessa mammonskerfis, sem Jón og forverar okkar hafa lagt sinn skerf að og við öll orðið samdauna, í mismunandi mæli þó, hér á þessu Guðs útvalda landi. UPPELDI barnanna hefur hingað til verið í höndum fjöl- skyldunnar, eins og vera ber. Lengi býr að fyrstu gerð og e'r ómetanlegt hið dýrmæta vegar- nesti barnanna við móðurkné, hjá ömmu og afa, ásamt föðurlegum aga; — Hin íslenska barnatrú, sem gengið hefur í erfðir gegnum aldirnar og er það haldreipi sálnanna, sem dugar á úrslita- stundu, enda staðfest í ferming- unni. A síðustu tímum er farið að bera á upplausn fjölskyldna og uppeldi barna í auknum mæli komið yfir á uppeldisheimili, yfir daginn, meðan móðirin vinnur utan heimilis. Jafnframt heyrast kröfur um fleiri og fleiri dagheim- ili og aðrar uppeldisstofnanir. Þeir ungu feður og mæður, sem stofnað hafa til fjölskyldu og látið gifta sig undir Guðs heilaga orði og fá síðan ljósgeisla frá Guði, börnin, til varðveizlu og uppeldis, eru á- byrgðarmestu þegnar þjóðfélags- ins, jafnframt því, sem eitt mest þroskandi og uppfyllandi tímabil lífsins fer í hönd. Móðir, sem afsalar sér stórum hluta síns uppeldishlutverks til annarra, jafnvel þótt hæfir uppalendur teljist, missir marks og fyllist sektarkennd og mun uppskera síðar eins og hún sáði til. Að gift kona neyðist til að vinna utan heimilis meðan börnin eru á hinum viðkvæma uppeldisaldri á sér oftast ekki stoð í raunveruleik- anum og er það sem undir býr oft hrein sjálfshyggja og eftirsókn eftir glingri og vindi. Leikskólar fyrir börnin 1—3 stundir yfir daginn eru hins vegar gott uppeld- istæki og ber að hlúa að. Við ferminguna játast barnið Drottni sínum og Frelsara Jesú Kristi og á að kunna að biðja um leiðsögn, ef presturinn hefur gegnt sínu hlutverki ómenguðu, og ef fjöl- skyldan hefur staðið í sínu hlut- verki einnig; er barnið orðið fullorðið og sjálfstæður einstakl- ingur þótt sá einstaklingur leiti að sjálfsögðu trausts og aðhalds áfram hjá fjölskyldunni. Ekkert er þá til fyrirstöðu að móðirin vinni utan heimilis gagnvart uppeldi barnsins, sem nú er ekki lengur barn, enda nauðsynlegt að fullur skilningur hafi skapast á báða bóga, að stórum áfanga sé náð. Hafi móðirin, með aðstoð föðurins, skilið sitt uppeldishlutverk rétt og beðið um leiðsögn, er einstakling- urinn við ferminguna orðinn sterkur og sjálfstæður og fær um að ákveða sjálfur, undir hand- leiðslu Guðs, áframhaldandi nám, sem fjölskyldan þá að sjálfsögðu aðstoðar hann við, eða þá hvort hann vill læra iðn eða fara að vinna tilfallandi störf. Kem ég þá að hinni „MENNINGARLEGU UNDIRSTÖÐU“. íslenzka þjóðin er sterkur stofn, stofn hefur orðið sterkur á þrengingum og ávallt undir Guðs handleiðslu, eins og útvaldir menn og konur okkar hafa skilið á öllum tímum og fengið kraft í þeim skilningi til stöðugs áframhalds. Þessa undirstöðu skilja fleiri og fleiri og er nú lokatakmarkið í þessari löngu fyrirséðu hand- leiðslu framundan, er hvíldartíma- bilið og hið mikla starf hefst, að loknum þrengingum þeim, sem mennirnir og þjóðirnar hafa sjálf sáð til og við erum nú í nálaraug- anu á. — Fræðslulögin 1907 eru aðalupphaf hins yfirgripsmikla „menntakerfis", sem við nú búum við. Minnimáttarkennd gagnvart „menntamönnum" hefur lengi ver- ið landlæg með þjóðinni og það svo, að að öðru leyti réttsýnir menn, telja sjálfsagt að koma á þrælahaldi í „menntun" og síauka þrældóminn, fáum til gagns og flestum til leiðinda. Telja má að verjanlegt sé og jafnvel sjálfsagt að hafa skólaskyldu barna t.d. 7 ára til fermingar, þó þannig að gagn sé að og börnunum kennt sjálfum að leita. Lágmarkskrafa ætti að vera, að heilbrigð börn heilbrigðra foreldra kunni lestur og skrift og hafi lært það af foreldrunum. Að ætlast til, eins og heyrst hefur, að börn komi ólæs og óskrifandi til kennslu er fáránlegt og ekki orðúm að eyðandi, frekar. Fermingarárið ætti starfsfræðsla, bókleg og verkleg, að sitja fyrir ásamt fermingarundirbúningi. Engin frekari skólaskylda ætti að vera eftir fermingarárið og framhaldsmenntun því algerlega frjáls, en án kostnaðar fyrir þá sem áfram vilja halda. Við sjáum einnig Guðs handleiðslu í þeim þrengingum, sem nemendur, kenn- arar og menntastjórar hafa farið í gegnum og eru enn að fara í gegnum á þessum síðustu tímum: þannig, að nú hefur vitleysan náð hámarki og mettun orðið, bæði hjá nemendum að sækja kennslu í þvælu og tilgangsleysi og kennur- um að eltast við nýjustu kennslu- tízkuna til nágrannalanda, kennslutízku, sem oft hefur reynzt úrelt þegar á var komið hér hjá okkur. Nú mun okkar góða liðsveit hæfra ungra kennara, sem hefur lært af reynslunni, taka til hönd- um og byggja upp íslenzkt menntakerfi, sem verður til fyrir- myndar fyrir þjóðirnar. Staðnaðir „menntamenn", sem vilja halda í ímynduð völd hljóta að sjá að sér og biðja um leiðsögn, því lygin þolir ekki ljósið og hlýtur að falla í myrkrið um leið og sannleikurinn sigrar. — Ég vil minna á hve hinn frjálsi vilji er viðkvæmur. Ég tala af eigin reynslu frá barnaskóla, þegar nemendur voru kúgaðir t.d. til að læra kvæði utanað. Ég hafði lengi engan áhuga á ljóðum vegna þessarar kúgunar. Enn er skylda að læra kvæði utanbókar, þótt í minna mæli sé. Er þetta heilbrigt? Ef nemendum væri leyft að lesa ljóð og kvæði að frjálsu vali t.d. 1 tíma í viku, fengju flestir vafa- laust áhuga á áframhaldandi lestri. Einnig veit ég til að nú er skylda að lesa vissa bókakafla eftir skáldin okkar og hvað skeður? Nemendur missa allan áhuga á viðkomandi skáldum í Sónötukvöld TÓNLEIKARNIR hófust á Vor- sónötunni eftir Beethoven, sem er sérlega fallegt en viðkvæmt verk. Guðný Guðmundsdóttir er góður fiðluleikari en einhvern veginn var leikur hennar rúinn öllum skáldskap. Þá má vera að henni og Philip Jenkins hafi 'ekki gefist langur tími til samæfinga en einmitt svona verk, eins og sónötur, verða ekki vel leikin nemá til komi náin samvinna flytjenda, tímafrek athugun og upplifun. Annað verkið á efnisskránni var Són- ata í g-moll eftir Debussy. Þrátt fyrir það að efni verksins léki í höndum Guðnýjar vantaði mjög mikið á alla túlkun. Eftir hlé hvað við svolítið annan tón. Guðnýju lætur vel að leika með reisn og einn sterkasti þátturinn í túlkun hennar er þróttur og sterkt skap, allt að því skapofsi, en viðkvæmni og „lýrisk" blæ- brigði týnast í eins konar Tðnllsl eftir JÓN ÁSGEIRSSON Guðný Guðmundsdóttir. kæruleysi. Síðasta verkið á efnisskránni var D-dúr Sónatan nr. 2, eftir Prokofjeff. í flutningi þessa verks var margt mjög vel gert, en það vantaði þó herzlu- muninn á, einkum er varðar nærgætni og hlýju. Til-að leika þessi verk með glæsibrag þarf mikla tækni, en til að túlka þau vel, eins ólík og þau eru, þarf flytjandinn að vera skáld og gæddur næmi fyrir margvísleg- um blæhrigðum. Þá er von til þess að flutningurinn verði annað og meira en vei útfærð spilamennska. Philip Jenkins er frábær píanisti og „stal sen- unni“ nokkrum sinnum. Stefán Aðalsteinsson, form. Tilraunaráðs: Forsendur beitar- þolsútreikninga Nokkur blaðaskrif hafa orðið í Morgunblaðinu undanfarið um samþykkt Tilraunaráðs Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins varðandi forsendur beitarþolsút- reikninga. Til nánari skýringa og til að leiðrétta ýmiss konar misskilning tel ég rétt að gera stuttlega grein fyrir því, hvers vegna Tilraunaráð tók þetta mál til meðferðar, hvernig Tilraunaráð fjallaði um málið og hvaða þætti málsins ráðið fjallaði um. 1. Tilraunaráði var sent samrit af bréfi ásamt fylgiskjölum, sem dr. Ólafur R. Dýrmundsson, land- nýtingarráðunautur Búnaðarfé- lags íslands sendi til stjórnar Rannsóknastofnunar landbúnað- arins, dags. 24. apríl, 1978. . 2. Ég sendi bréfið ásamt fylgi- skjölum áfram til Landgræðslu- og landnýtingarnefndar Tilrauna- ráðs með bréfi dags. 10. maí, 1978. Þá höfðu nýlega verið tilnefndir í Landgræðslu- og landnýtingar- nefnd þeir Stefán H. Sigfússon, landgræðslufulltrúi, dr. Björn Sigurbjörnsson, forstjóri og Olaf- ur E. Stefánsson, nautgripa- ræktarráðunautur. í bréfi mínu óskaði ég þess, að nefndin aflaði upplýsinga um tiltekin atriði og gerði grein fyrir málinu í heild á fundi Tilrauna- ráðs, sem áætlaður var upp úr miðjum júní. 3. Landgræðslu- og landnýting- arnefnd sendi málið áfram með bréfi dags. 12. maí til sérfræðing- anna Ingva Þorsteinssonar og Gunnars Ólafssonar. Óskaði nefndin eftir greinargerð frá sérfræðingunum um málið fyrir miðjan júní. 4. Ilinn 19. júní barst nefndinni svar frá sérfræðingunum. Sama dag barst Tilraunaráði bréf dags. 19. júní frá fulltrúum Búnaðarfé- lags Islands í ráðinu, þar sem þess var óskað, að málið yrði tekið á dagskrá undir liðnum „Önnur mál“ á fundi Tilraunaráðs daginn eftir. Jafnframt var þess óskað í því bréfi að dr. Ólafi R. Dýr- mundssyni yrði boðið á fundinn til að gera grein fyrir málinu og rökstyðja það. 5. A fundi Tilraunaráðs hinn 20. júní var málið siðan tekið fyrir undir liðnum „Önnur mál“. Dr. Ólafur R. Dýrmundsson mætti á fundinum að beiðni ráðsins og skýrði málin frá sinu sjónarmiði. Ennfremur mætti Gunnar Ólafs- son, fóðurfræðingur, á fundinum að beiðni ráðsins til að gera grein fyrir málinu frá sjónarmiði stofn- unarinnar. Ingvi Þorsteinsson gat ekki mætt, þar eð hann var staddur á Norðurlandi. 6. Á fundinum var málið kynnt, gestir fundarins röktu sín sjónar- mið og svöruðu fyrirspurnum fundarmanna, rakin voru skrifleg svör sérfræðinganna Ingva Þor- steinssonar og Gunnars Ölafsson- ar við fyrirspurnum Landgræðslu- og landnýtingarnefndar Tilrauna- ráðs, og miklar umræður fóru fram um málið. 7. Sérfræðingarnir Ingyi Þor- steinsson og Gunnar Ólafsson höfðu verið beðnir skriflega um upplýsingar um það, á hvern hátt ýmsar rannsóknaniðurstöður væru fundnar, hvernig þær væru notað- ar við útreikninga á beitarþoli og hvaða formúlur væru notaðar við þá útreikninga. Skrifleg svör sérfræðinganna við þessum atriðum voru í sumum tilvikum fullnægjandi, í öðrum tilvikum óljós, og við nokkrum spurningum fengust ekki svör. Það skal tekið skýrt fram, að hvergi voru gagnrýndar rann- sóknaniðurstöður sérfræðing- anna. Umræður og fyrirspurnir fjöliuðu einvörðungu um það, hvað mikið lægi fyrir af slíkum niðurstöðum, og hvernig rann- sóknaniðurstöðurnar væru notað- ar við útreikninga á beitarþoli. 8. Á fundinum komu fram nokkur uppköst að ályktunum um málið. Var tilnefnd þriggja manna nefnd á fundinum til að fella tillögurnar saman í eina ályktun. Tillaga nefndarinnar var síðan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.