Morgunblaðið - 07.09.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.09.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 7. SEPTEMBER 1978 13 kannski langan tíma a.m.k. sumir hverjir ef ekki flestir. Svona mætti lengi telja. Unglingar fyllast tilgangsleysi, þegar þeir eru hvað næmastir að nema þarflega hluti, leiðast út í iðjuleysi og hangs og þaðanaf verra. — Hin svokölluðu æðrimennta- kerfi þarfnast einnig endurskipu- lagningar. Það má ekki líðast neinum sjálfskipuðum „meistur- um“ að hreiðra um sig á básum og hleypa engum ferskum þekkingar- vindum inn í menntafjósin. Margt hefur staðið til bóta hjá hinum réttsýna og víðsýna rektor háskól- ans, sem nú lætur brátt af störfum og skulum við biðja um réttan mann í hans stað. Öll samkeppni er holl en það hæfir ekki frjálsum mönnum, sem vilja telja sig menntaða, að hleypa ungum mönnum í háskólann til e.t.v. margra ára náms og fella þá svo á svokölluðum prófum, sem kannski eru gerð tilsvarandi erfið og hve marga þarf að fella hverju sinni. — Margir kennarar hafa í gegnum árin orðið þekktir fyrir að kúga og jafnvel hegna nemendum í gegnum einkunnavald sitt, jafn- vel svo að viðkvæmar sálir hafa liðið fyrir, en aðrir hafa herzt, eins og gengur þar sem valdið er misnotað, hverju nafni sem nefn- ist. Þetta stendur til bóta. - Sjálf UNDIRSTAÐAN er að kenna börnunum Guðs orð ómeng- að og að það eru tveir stofnar að berjast, hinn betri og hinn verri. Að hinn betri hefur sigrað, sem er sannleikurinn Jesús Kristur Meistari okkar og frelsari, en að hinn verri, sem er faðir lyginnar og áður ljóssins engill, Satan, er enn höfðingi heimsins, þar sem hans útmældi tími er enn ekki útrunninn og að hann gengur nú um með sínum skröttum að afvegaleiða þá útvöldu eins og grenjandi ljón, enda veit hann að tíminn er stuttur eftir. Þetta er ekkert feimnismál iengur, enda tími spottaranna og apakenn- ingarmanna að renna út og bið ég Guð í nafni Frelsarans Jesús Krists að opna augu sálnanna. Hnausum, 3. september 1978. Loftur Jónsson. rædd, nokkrar breytingar gerðar á henni og hún síðan samþykkt samhljóða. 9. Tilraunaráð gerði sér far um að fá sem gleggsta og hlutlausasta mynd af því, á hvaða forsendum beitarþol landsins væri reiknað, og einkum var leitast við að fá sem best sérfræðilegt yfirlit um málið. Ekkert mál hefur, mér vitanlega, verið tekið jafnrækilega til með- ferðar í Tilraunaráði. A fundinum kom skýrt fram, að menn voru að leita eftir því, hvað væri sannast og réttast í málinu. Á það var bent, að ef fram kæmi við skoðun, að allar forsendur væru réttar, og þar með að búfé í landinu væri mörghundruð þúsund ærgildum of margt, þá yrði Tilraunaráð að leggja sitt af mörkum til að vara við þeirri hættu, sem af því stafaði. Á sama hátt var bent á, að ef í ljós kæmi, að fóðurgildi úthagagróðurs væri stórlega vanmetið, þá væri jafn- mikil ástæða til að taka það til meðferðar. 10. Að aflokinni þeirri umfjöllun um málið, sem lýst er hér að framan, samþykkti Tilraunaráð samhljóða eftirfarandi ályktun: „Þar sem fram hafa komið rökstuddar efasemdir um, að forsendur beitarþolsútreikninga séu byggðar á nægilega traustum grunni, telur Tilraunaráð óæski- legt, að settar séu fram opinber- lega fullyrðingar um beitarþol ákveðinna landssvæða eða lands- ins í heild. Tilraun^ráð RALA vill því skora á stjórn stofnunarinnar að láta hraða sem mest uppgjöri á þeim rannsóknaniðurstöðum, sem þegar liggja fyrir, þar á meðal niðurstöðum úr þeim víðtæku beitartilraunuip, sem nú standa yfir. Lögð verði áhersla á að fá við úrvinnslu þessara gagna endurmat á grundvelli beitarþolsútreikninga og að framhald tilraunanna mótist af sama viðhorfi." Málaskóli Halldórs 25 ára: Kennir íslending- um sex tungumál og útlendingum íslenzku MÁLASKÓLI Halldórs er 25 ára um þessar mundir. Var skólinn fyrstu 9 árin starfandi í Kennaraskólanum gamla, síðan í 10 ár í Barnaskóla Austurbæjar, og nú síðustu sex árin í Miðstræti 7. Auk skólastjórans, Halldórs Þorsteinssonar, sem kennir mest sjálfur, starfa bæði inn- lendir og erlendir kennarar við skólann. Námsgreinar eru þessari Danska, enska, þýska, franska, spænska, ítalska og svo íslenska fyrir útlendinga. Málaskóli Halldórs hefur svo einnig gert talsvert í því að útvega íslendingum skólavist erlendis, ef þeir hafa haft í hyggju að læra frekar í viðkomandi landi. Getur skólinn útvegað skólavist i Þýskalandi, Frakklandi, Spáni, ítalíu, Bret- landi, írlandi og Bandaríkjun- um ef óskað er. I samtali við Morgunblaðið, sagði Halldór Þorsteinsson skólastjóri, að nemendur skól- ans væru á öllum aldri, eða frá 12 ára upp í 75 ára. Flest væri þetta þó yngra fólk, og væru konur í meirihluta. Sagði Halldór þetta vera „alls konar fólk“, fólk sem væri að fara í utanlandsferðir, eða jafnvel fólk sem hefði það sem tómstunda- gaman að læra tungumál. Halldór sagði, að það væri misjafnt, hve vel lægi fyrir fólki að læra hin ýmsu tungumál, og sagði hann að spænskan væri íslendingum auðveldust af rómönsku málunum. Hún væri jafnvel auðveldari en sum germönsku málanna, svo sem Halldór Þorsteinsson, skólastjóri Málaskóla Halldórs, sem nú hefur kennt erlend tungumál í aldarf jórðung, auk þess sem hann hefur kennt útlendingum í íslensku. þýska. Málfræðin væri frekar auðveld, og svo væru í spænsku ýmis hljóð sem íslendingar þekktu, svo sem framburður á sérhljóðum og r. Við kennsluna notar Mála- skóli Halldórs segulbönd og hljómplötur, en auk þess hefur skólinn bryddað upp á ýmsum nýjungum, svo sem að taka tal af kvikmyndum sem nemendur sjá, og fara yfir það í kennslu- stundum. Þá er það einnig nýjung, að skólastjóri málaskólans Estudio International Sampere í Madrid kemur hingað til starfa við kennslu í skóla Halldórs og síðan er ætlunin að fara utan með hóp nemenda til dvalar í Madrid. Munu það væntanlega verða á milli 40 og 50 manns er þangað fara, og munu nemendur dvelja þar í 3 til 4 vikur, og dvelja hjá spænskum fjölskyld- um. Sýning á hrein- ræktuðum hundum Hundaræktarfélag ís- lands hefur ákveðið að gangast fyrir sýningu á hreinræktuðum hundum 22. október n.k. Sýningin verður haldin í íþróttahús* inu Ásgarði, Garðabæ. Á sýningunni verða aðeins sýndir hreinræktaður hundar og verða þeir að hafa ættbókarnúmer í viðurkenndri ættbók erlendis eða í gömlu íslenzku ættbókinni (Ólafsvalla) eða, ef hvorugt er fyrir hendi, að fá ættbókarnúmer í hinni nýju ættbók Hundaræktar- félagsins, en til þess að það sé hægt verða að liggja fyrir trúverð- ugar upplýsingar um minnst 3 ættliði hundsins. Dómari á sýningunni verður heimsþekktur alþjóðlegur dómari, Miss Jean Lanning, en hún var dómari á sýningunni í Hveragerði árið 1973. Beztu hundar hverrar tegundar verða verðlaunaðir á sýningunni. (Fréttatilkynning) New York á útsölu Ótrúlegt en satt. Vikuferð til New York frá kr. 127.400.- Dvalið á hótel Piccadilly rétt við TIMES SQUARE í hjarta Manhattan Þú getur gert allt í New York. Verslað, farið á Broadway, séð nýjustu kvikmyndirnar, # skoðað hæstu byggingar heims, borðað mat frá öllum heimsálfum og fleira og fleira.... Farið verður: 3., 10. og 17. október. íslenskur fararstjóri SUNNU á staðnum. Flogið með DC 8 þotum Flugleiða. SUNNA Bankastræti 10, sírrai 29322. SUNNA Akureyri sími 21835.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.