Morgunblaðið - 07.09.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.09.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 7. SEPTEMBER 1»78 Hljódriti menningarviti í einu af fjölmörgum æsivið- tölum íslenskrar blaðamennsku er að finna eftirfarandi orð sem sögð voru sl. vetur: „Islenskir popparar eiga heiður skilið fyrir að hafa gefist upp á biðinni og þrammað af stað. Þar gerðu þeir hlálega lítið úr stóryrðum há- skólaborgaranna, skutu þeim ref fyrir rass, svo sem íslensk tónlistarsaga mun væntanlega bera vitni. Framtaksemi popp- aranna, plötuútgáfa og tilburðir allir, eru óendanlega miklu fremur í takt við samtímann en síðasta lag fyrir fréttir, og mosinn á þeim minni.“ Þetta vafalaust ærumeiðandi orð- bragð var viðhaft varðandi muninn á framtakssemi annars vegar poppara vorra og hins vegar þeirra er leika klassíska, sígilda, „alvöru" músík. Annar hópurinn á samkvæmt þessu í erfiðleikum með að hefta at- hafnaþrá sína, og þenur vængi í blóra við afskiptaleysi húsráð- enda gamla tugthússins við Lækjartorg. Á meðan hinn bíður eftir Godot! Auðvitað er þetta orðum aukið. Tilveran er svo svakalega flókin. Upphróp- anir sem þessar eru bara píp og gapaldsháttur. Kunna menn sér ekki hóf — ha? í blóra við kerfið En viti menn. Nú hefur það gerst sem jafnvel römmustu áhangendur framfarahugsjóna í tónlistarmálum létu sig ekki dreyma um. Eitt líflegasta afsprengi eða uppspretta, pop-tónlistar á Islandi, og vafa- lítið fyrirtæki það sem viðtals- seggurinn átti við hér að ofan, Hljóðriti h/f, hefur tilkynnt að það muni hlaupa undir bagga með blessuðum háskólaborgur- unum og hljóðrita og gefa út á hljómplötum hugsmíðar inn- lendra tónsmiða sem og leik núlifandi íslenskra tónlistar- manna. Það sem ríkisbáknið, menningarsjóðirnir, stofnanirn- ar, embættin, og eigendur rót- gróinna hljómplötufyrirtækja hafa ekki treyst sér til að framkvæma til þessa, af ótta við gjaldþrot, ætla nokkrir hug- myndaríkir og bjartsýnir hug- sjónamenn popkynslóðarinnar að kippa í liðinn fyrirvara- og barlómslaust. Þeir óttast ekki að hljóðritanir þessar muni ekki seljast. Þeir óttast ekki að þeim verði illa tekið. Þeir bíða ekki eftir grænu Ijósi niður við Torg. Þeir ætla ekki að skipa nefnd menningarfrömuða til að kanna málið. Þeir ætla ekki að eyða manuðum og árum í -rökræður um fjárhagslegan grundvöll fyrirtækisins. Þeir ætla ekki að æskja opinberra styrkja. Þeir ætla ekki að gera neitt nema hljóðrita og þrykkja í plast. Stutt, fljótgert og vonandi lag-gott! Og það er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægst- ur. Samkvæmt upplýsirtgum sem komu fram á blaðamanna- fundi nýverið stendur til að gefa út a.m.k. tíu 'hPjómplötur á næstunni, ef ekki fleiri. Kona í vesturbænum á að hafa sagt af þessu tilefni, „Hamingjan góða!“ og lái henni hver sem vill. Trompið Við svona „náttúruhamfarir" í tónlistarmálum hlýtur sú spurning að vakna hvaða tromp þessir ungu ofurhugar fela í ermum sér? Hvernig ætla þeir að framkvæma það sem allir töldu vonlaust? Svarið sem þeir gáfu við þessari eðlilegu spurn- ingu var allt í senn ferskt, fífldjarft og bráðsnjallt og eiginlega mátulegt blaðamann- Ínum sem lét hana út úr sér: Hljóðritamenn eru á þeim bux- unum, að gæði tónverkanna og hljóðfæraleiksins sé af þeim toga að allir, jafnt ungir sem aldnir, muni keppast við að eignast slíkt band í sokka; að gæði vörunnar tryggi söluna — fyrr eða seinna. Þessi úrlausn málsins er svo yfirmáta bein- skeytt að vart er við að búast að venjulegar skrifstofublækur og blaðamenn geti látið sér detta svonalagað í hug. Til þess þurfa menn að vera sótthreinsaðir af fordómum og nýir af nálinni. Hitt er aftur annað mál, að það ætti ekki að koma ævintýri Hljóðritamanna aÓ sök að gera eitthvað til þess að vekja athygli á því. Kannski væri árangurs- ríkt að taka loftmynd af Atla Heimi, Jóni Þórarinssyni og Manuelu Wiesler úti í tjarnar- hólma! Eða hefur það verið gert Manuela Wiesler Gísli Magnússon Leifur Þórarinsson FyrirtækiÖ Hljóðriti í Hafnarfirði tilkynnti nýverið að það hygðist hefja útgáfu hljómplatna með íslenskri samtímatónlist og hljóðfæraleikurum. A þessu ári eiga að koma út fimm hljómplötur og fimm að auki eftir áramót. Hér gæti hæglega verið um að ræða tímamóta-framkvœmd í íslenskri tónlistarsögu. Tónhvísl eftir GUÐMUND EMILSSON nú þegar? Nú, menn gætu borið Leif Þórarinsson í rómversku marmararúmi um Austurvöll til sólseturs, eða látið Hamra- hlíðarkórinn syngja um vor- menn íslands í fallhlífum yfir Sandskeiði. Eitthvað í þessa átt ætti að geta hvatt rokkara og ráðvillta til að fjárfesta í íslenskri „alvöru-tónlist". Nú, svo geta menn látið það eitt nægja að vera venjulegir og Jón Þórarinsson Atli Heimir Svcinsson Gunnár Reynir Sveinsson „normal" og efnt til kynningar- tónleika þar sem allir ýmist klappa, hneigja sig í kjólfötum eða faðma rósir. Þaö í sjálfu sér gæti komið „trúlausum" í opna skjöldu. Hið hversdagslega og sjálfsagða kemur stundum svo skemmtilega fíatt upp á menn. Var þetta ekki annars grunn- tónn Dadaismans forðum? Átti hneykslið og truflun venjulegrar atburðarásar ekki að hafa frels- andi kraft líkt og þegar vondir andar eru reknir út? Hvernig væri að halda áskriftartónleika í Háskólabíói? Væri það ekki bráðsnjallt? Stefnumörkun Ekki er alveg ljóst hvaða Ilalldór Haraldsson Jón Ásgeirsson tilgangi útgáfustarfsemi Hljóð- rita á að þjóna, ef frá er skilin hin augljósa búbót sem af henni verður: Ætla Hljóðritamenn að draga upp þverskurð af tón- smíðum á Islandi í dag? Eða tónsmíðum á íslandi sl. tuttugu ár? Eða skiptir það kannski engu máli þar sem vöntunin er algjör? Ætla Hljóðritamenn að gefa innsýn í jafnt kammertón- list sem hljómsveitarverk, hljóðfæraleik sem einsöng? Ætla Hljóðritamenn að gerast tónmenntafrömuðir með þjóð- inni. Ætla þeir að semja ein- hverskonar kynningarefni með hljómplötunum, eða eiga þær að tala sínu máli? Er hljómplötun- um ætlað að höfða til allra aldurshópa, jafnt barna sem fullorðinna? Á að gefa út Apaspil og Dimmalimm, eða Þrymskviðu og Esju? Kannski væri stefnumörkun útgáfunni til bóta, kannski til trafala. Menn verða engu að síður að taka af skarið: Að ákveða að láta framtíðina skera úr um stefnuna, eða hitt að marka hana í upphafi. Þetta er áríð- andi þar sem um algjöra frum- raun er að ræða. Við verðum að gera allt til að tryggja það að þessi tímamótaframkvæmd renni ekki á rassinn vegna skorts á forsjá. Avant Garde No. II? Þegar riðið verður á vaðið, þegar fyrsta hljómplatan kemur út, verður eitthvað lagt af mörkum í dálkum þessum til að veita henni brautargengi. Þeirri ósk er jafnframt komið á framfæri við alla þá sem á einhvern hátt gætu blandast í málið, að styrkja Hljóðritamenn eftir bestu getu. Ég leyfi mér að fullyrða að útgáfa Hljóðrita á íslenskri samtímatónlist geti, ef vel er að staðið, markað djúp spor í tónlistarsögu okkar. Þegar jafn fjáð og metnaðar- fullt útgáfufyrirtæki sem Deutsche Grammophon tvístíg- ur í áraraðir áður en það telur í sig kjark til að gefa út hljómplöturöðina Avant Garde, sem vegna sérstöðu sinnar skipar öndvegi í hljómplötu- söfnum margra áhugamanna um samtímatónlist, hlýtur það að vekja óblandna ánægju þegar hafist er handa við álíka stór- fyrirtæki á Islandi. Áfram með smjörið. Þorgerður Ingólfsdúttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.