Morgunblaðið - 07.09.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.09.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 7. SEPTEMBER 1978 15 Um músaraustur, safnverði, ráðuney ti og þing Bréf til landsþings bókavarða í TÓNDÁLKUM Morgunblaðsins undanfarna mánuði hefur verið þrástagast og margjaplað á þeirri staðreynd að á öllu íslandi er ekki starfrækt eitt einasta hljómplötu- og tónbókasafn sem heitið gæti því nafni. Það litla sem við eigum af gögnum er tvist og bast, út og suður. Skólar og söfn sitja uppi með óflokkaðar hækur valdar af handahófi, oft gjafir úr dánarbúum tóneiskandi hjartna. í Reykjavík er slík smásöfn að finna f og á Lands- bókasafni. Borgarbókasafni, Há- skólasafni, Bókasafni fslenskra barnakennara, Hljóðvarpi, Tón- listarskólanum í Reykjavík, Tón- menntaskólanum, Tónskóla Sigursveins, Söngskólanum, Söngskóla Þjóðkirkjunnar, Menningarstofnun Bandaríkj- anna, Norræna Ilúsinu. Mennta- skólum og sendiráðum erlendra ríkja. Sennilega er ekki allt upp talið. Það sjá allir að þetta er engin skrúðönd. Eiginlega músaraustur! Skoðanaskipti og upplýsing Þrátt fyrir fjölmargar blaða- greinar, hvatningarorð og jafnvel áskoranir, hefur enginn forráða- maður islenskra bókasafna álitið það vera í verkahring sínum að gera grein fyrir þessum ákveðna málaflokki, stöðu hans, og fram- tíðaráformum honum lútandi. En einhvers staðar í öllu skriffinnsku- bákninu hlýtur sá að leynast sem annað tveggja ber embættisleg eða siðferðileg skylda til að hundsa ekki fyrirspurnir um svo þýðingar- mikið mál sem uppbyggingu hljómplötu- og tónbókasafna. Það hlýtur einhver öðlingur að hafa einurð og áhuga á að sinna beiðni um skoðanaskipti og upplýsingu. Það er ekki verið að ásaka neinn um vanrækslu, nema þá tónlistar- fólkið í landinu, sem hefur þegj- andi og hljóðalaust látið bjóða sér að starfa að tónlistarmálum, að veita leiðsögn samkvæmt lögboð- inni námsskrá, án aðgangs að almennustu uppsláttarritum hvað þá öðru. Það er ekki hægt að ásaka neinn fyrir það að krákan skuli sitja, bíða og svelta, nema þá krákuna sjálfa. Því skal það ítrekað og undirstrikað að einung- is er verið að leita eftir upplýs- ingu, ekki syndajátningu. Afskiptaleysi forsvarsmanna bókasafnsmála, hverjir sem það nú eru, vekur furðu. Gestir bóka- safna standa nefnilega í þeirri trú að bókaverðir séu andríkari og listhneigðari en gengur og gerist. Þeir setja svip á tónleika höfuð- borgarinnar, svo dæmi sé tekið, og sækja þá sennilega betur en aðrar stéttir ef tónlistarmenn eru undanskildir. Þeir eiga margir hverjir glæsileg hljómplötusöfn og sækjast eftir návistum við tónbók- menntir jafnt sem aðra menningu. Síðan hvenær skiptir tónlist bóka- verði og bókasafnsfræðinga engu máli? Síðan hvenær eru þeir ragir við að tjá sig á prenti? Síðan hvenær, greyskinnin? Málsbætur Bókasafnamönnum til málsbóta skal það tekið fram að hvorki réttkjörnir fulltrúar landslýðs á Alþingi, né þeir sem stýra hvers- dagsákvörðunum í menntamála- ráðuneytinu, hafa gert sig líklega til að hefja máls á úrlausn þeirrar ringulreiðar er einkennir málefni tónlistarsafna. Innan veggja ráðu- neytisins var undirrituðum nýlega tjáð að ekkert muni gerast þar nema til komi frumkvæði „þrýsti- hóps“; sem í sjálfu sér sýnir hversu ráðuneytið er vakandi á verðinum, djúprist. Málsvari Að þessu öllu athuguðu vil ég leyfa mér að skora á landsþing bókavarða að gerast málsvari eða „þrýstihópur" tónlistarsafnamála á íslandi: Ég skora á forsvarsmenn bókavarða að gera grein fyrir stöðu tónlistarsafna í dag og framtíðaráformum ef einhver eru. í þessu sambandi kemur t.d. væntanleg Þjóðarbókahlaða í huga. Fróðlegt væri að fá vitneskju um hvernig búið skal að tónlist þar, og hvort samráð verður haft, eða hefur verið haft, við tónlistarmenn. Ég skora á þingið sjálft að samþykkja ályktun þess efnis að þingið mælist til þess að menntamálaráðherra láti gera úttekt á stöðu tónlistarsafna í landinu. Auk athugunana á því hvaða stefnur komi til greina um heildarskipulag þeirra í framtíð- inni. Jafnframt að menntamála- ráðherra birti upplýsingar sem hann kann að hafa undir höndum um þessi mál til að rjúfa þögnina og hvetja tónlistarmenn sem aðra til skoðanaskipta. Hvað hefur verið gert? Hvað er verið að gera? Hvað á að gerast? Með vinsemd og virðingu, Guðmundur Emilsson. SNYRTING A STAÐNUM Tískusýningarnar á síðustu fatasýningu gjörbyltu hugmyndum flestra um innlenda fataframleiðslu. Nú hafa tuttugu og þrir framleiðendur tekið höndum saman við félaga úr Sambandi islcns.kra fegruna rsérfræði nga. Jafnhliða tiskusýningum kl. 18 og kl. 21 alla virka daga, og einnig kl. Tj:30 um helgar, verða sérsýningar fegrunarsérfræðinga sem vafalaust eiga eftir að vekja mikla athygli. FOT ’78 i Laugardalshöll er opin daglega kl. 17—22, en kl. 14—22 um helgar. Aðgöngumiðar kosta kr. 700 (fullorðnir) og kr. 300 (börn). STÓRGI.ÆSILEG SÝNING 1 — 10. scptcmber 19^8. ismnt rai/78 GOD GJÖF SAMEINAR NYTSEMI Ofi FFfíUDD Hinir heimsþekktu hönnuðir hjá Iittala eru sífellt að endur- nýja úrvalið af Iittala glösum, diskum, könnum, karöfflum, bökkum, vösum, og stjökum. Nýjar vörur frá Iittala eru ávallt augnayndi. Komið, skoðið, veljið vörur frá Iittala. Orvalið hefur sjaldan verið fallegra. HÚSGRGnflVERSLUn KRISTJflnS SIGGEIRSSOnflR HF. LAUGAVEG113. REYKJAVÍK. SÍMI 25870 L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.