Morgunblaðið - 07.09.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.09.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 7. SEPTEMBER 1978 15 milljónir barna deyja á þessu ári - vegna ónógrar heilsugæzlu Genf — 6. sept. — AP RÚMLEGA 15 milljónir barna 5 ára og yngri munu deyja á þessu ári vegna ónógrar eða ófullkom- innar heilsugæzlu víðs vegar í heiminum, aðallega þó í þróunar- rfkjunum. sagði L. Labouisse framkvæmdastjóri barnahjálpar S.Þ. í erindi er hann hélt á alþjóðlegri ráðstefnu um heilsu- gæzlu í rússnesku borginni Alma Ata, sem Who, alþjóðlega heil- brigðismálastofnunin, gengst fyrir. A ráðstefnunni eru fjöl- mörg mál á dagskrá og m.a. verður það langti'mamarkmið Who rætt, að koma á viðunandi heilsugæzlu í heiminum fyrir næstu aldamót. Schmidt og d’Estaing bezt klœddir London — 6. sept. — AP í nýútkomnu riti brezkra fataframleiðenda er felldur dómur um klæðaburð allra helztu stjórnmálamanna heims um þessar mundir og er niðurstaðan sú, að bezt klædd- ir að öllu jöfnu þyki þeir Valery Giscard d‘Estaing og Helmut Schmidt kanslari V-Þýzkalands. Giscard d‘Estaing er sagður mesti smekkmaður á föt og viti upp á hár hvað honum fari bezt, „og að hann fari ekki í fyrstu flík, sem hann grípur til að morgni." Um Schmidt er felldur sá dómur, að hann hafi d‘Estaing góðan smekk fyrir fötum og sé alger andstæða flestra V-Þjóð- verja, sem yfirleitt klæðist hörmulega. Carter Bandaríkja- forseti fær ekki háa einkunn og er sagður klæðast undarlega Ijótum fötum, sem honum sæmi alls ekki; hann ætti að klæðast í samræmi við glaðlegt bros sitt segir í ritinu. Verstu einkunn allra fyrir klæðaburð sinn fær John Vorster forsætisráðherra S-Afríku og sýni hann fötum algera lítilsvirðingu og sé sígilt dæmi um það, hvernig stjón- málaforingjar eigi ekki að klæðast. í ræðu Labouisse kom fram, að gizkað er á að ein og hálf milljón barna látist á þessu ári í háþróuð- um iðnaðarríkjum af þessum sökum, en 15 milljónir í þróunar- löndunum. Hann sagði, að skýrslur sýndu, að um rúmlega 80% allra íbúa þróunarríkja nytu lítillar eða engrar heilsugæzlu og hefðu ekki öruggan aðgang að vatni. Labouisse sagði ennfremur, að öfgarnar milli hinna ríkari þjóða og fátækari yrðu sífellt meiri og raunar væri ástandið orðið óþol- andi og þessari öfugþróun yrði að snúa við. Flestar hinna ríkari þjóða væru að sligast undan margs konar lyfjaáti og flóknum og kostnaðarsömum heilsugæzlukerf- um, sem þrátt fyrir fullkomnun sína gæfu einstaklingum oft á tíðum ekki fljótustu og réttustu meðferð, sem völ væri á. Um þróunarríkin væri það að segja, að þar væru heilsugæzlumálefni alls óviðunandi. Fær Crawford 5 ára dvöl í vinnubúðum? Moskvu, 6. september, Reuter. SAKSÓKNARI Sovétríkjanna krafðist þess í dag, að handaríski kaupsýslumaðurinn Francis Crawford yrði dæmdur til fimm ára vistar í vinnubúðum, en hann er grunaður um að hafa brotið gjaldeyrisreglur Sovétríkjanna. Krafa saksóknar2ans er vægari en lög leyfa og í kröfunni var einnig klásúla sem gefur Crawford líklega kost á að yfirgefa landið áður en dómurinn kemur til framkvæmda. Crawford hefur frá upphafi málsins haldið fram sakleysi sínu. Dómur verður kveðinn upp á morgun. Þessi mynd var tekin af Moshe Dayan utanríkisráðherra ísraels er hann var að spóka sig í Central Park í New York á mánudag, áður en hann hélt til fundar við Sadat Egyptalandsforseta og Carter í Camp David, sem hófst í gær. Neyðarástand í norð- urhluta Nýju-Delhí Nýju-Delhí, 6. sept. AP. MIKILL vöxtur hljóp í ána Yamuna í dag, sem fellur um norðurhluta Nýju- Delhí. Vatnsborð hennar var í dag 3 metrum hærra en hættumörk. Björgunar- mönnum tókst að flytja flesta fbúa f þessum borgarhluta á brott og er ekki vitað til að neinir hafi farizt, en margir björguð- ust við illan leik. Miðhluti borgarinnar, þar sem aðsetur stjórnarinnar er m.a., er þó ekki talinn í hættu vegna flóðanna í Yamuna. Mest öll umferð frá Nýju-Delhí til norður- héraða landsins lá niðri í dag vegna flóða og margir skólar í borginni voru lokaðir. Stöðugt berast fregnir af tjóni af völdum flóðanna úr norður- héruðum landsins og í dag var vitað um fjögur lítil þorp, sem skoluðust á brott. í þorpinu Naun drukknuðu 13 manns er 13 metra löng stífla brast. Rannsóknin á morði J. F. Kennedys: Connally segir skotin hafa komið frá bókasafninu Washington, 6. september, Reuter. JOHN Connally fyrrum fylkis- stjóri í Texas tjáði þingskipaðri nefnd, sem fæst nú á ný við rannsókn morðsins á John F. Kennedy Bandaríkjaforseta í Dallas 1963, að hann væri sann- færður um að kúlurnar sem hittu hann sjálfan og forsetann hefðu Leita Þjóðverjar að olíu fyrir Norðmenn? Ósló, 6. september, AP. ALLT bendir til þess, að vestur-þýzka olíufyrirtæk- ið Deminex sé að bætast í hóp þeirra fyrirtækja sem leita að olíu og gasi á landgrunni Norðmanna í Norðursjónum, að því er forstjóri fyrirtækisins skýrði frá í Ósló í dag. Norska stjórnin tilkynnir nú í haust úthlutanir sínar og er það von forráða- mannanna að umsókn þeirra verði tekin til greina. Forstöðumaður Deminex hefur ástæðu til bjartsýni þar sem fyrirtæki hans gengur frá samningum við Þetta gerðist 1977 — Samningarnir um Panama-skurð undirritaðir. 1974 — Bandaríkin hætta úraníumsendingum til Indlands. 1958 — Krúsjeff segir að árás á Kína verði skoðuð sem_árás á Rússland. 1940 — Þýzkar sprengjuflug- vélar hefja árásir á London. 1938 — Súdeta-Þjóðverjar slíta sambandi við tékknesku stjórnina og Frakkar kalla út varalið. 1904 — Younghusband fer til Lhasa og undirritar samning við Dalai Lama. 1901 — Boxara-uppreisninni lýkur með friðnum í Peking. 1860 — Garibaldi sækir inn í Napoii og Franz I flýr. 1822 — Braziiía lýsir yfir sjálfstæöi. 1812 — Orrustan um Borodino: Kutuzov hörfar til Moskvu. 1807 — Danir gefast upp fyrir Bretum eftir flotaárásina á Kaupmannahöfn. 1764 — Stanislaus Poniatowski (skjólstæðingur Rússa) kosinn konungur Pól- lands. 1714 — Friðurinn í Baden: Frakkar halda Elsass og Strass- borg. 1701 — Haag-samingurinn um bandalag Breta, Hollendinga og Þýzkalands keisara gegn Frökkum („Stóra bandalagið"). Afmæli dagsinsi Thomas Eratus, þýzkur guðfræðingur (1524-1583)------Elísabet Englandsdrottning (1533—1603) — Baldvin Belgakonungur (1923---). Innlenti Vígð dómkirkja á Hólum 1107 — D. Sigurður Guðmundsson málari 1874 — Skúli fógeti dæmdur í embætti 1786 — D. Arnes Pálsson útilegumaður 1805 Orð dagsinst Aðalmunurinn á körlum og konum er sá að karlar eru vitskertir og konur vitlausar — Rebecca West, brezkur rit- höfundur (1892---). ríkisfyrirtækið Norsk Hydro í október um sam- eiginlega byggingu og starf- rækslu plastverksmiðju í Bamble á Þelamörk. Sú verksmiðja mun veita um 200 manns atvinnu en auk þess mun Deminex og systurfyrirtæki þess dreifa vörum frá Bamble á markað í Vestur-Þýzkalandi. Auk plastefnanna eru ýms önnur efni unnin úr olíu í Bamble. Þá hefur Deminex komið við sögu olíuleitar á Thistle-svæðinu brezka. komið frá bókasafnsbyggingu þeirri sem Lee Ilarvey Oswald er sagður hafa skotið frá. Connally bar vitni fyrir nefndinni í dag, en hún reynir nú að fá endanlega úr því skorið hvort Oswald var einn að verki en um það hafa ekki allir verið á sáttir þó að Warrennefnd- in hafi komizt að þeirri niður stöðu. „Það hefur aldrei vafist fyrir mér hvaðan skotin komu. Þau komu aftan að okkur, hægra megin frá. Mér fannst ég heyra riffilskot og grunaði strax að um morðtilraun væri að ræða,“ sagði Connally. Hann sagði að fyrstu skotin hefðu hæft Kennedy, en hins vegar gæti hann ékki sagt um hvort það hefði verið sérstök kúla sem hefði hæft sig eða kúla sem komið hefði af Kennedy. Eiginkona Connallys bar einnig vitni fyrir nefndinni og sagði hún, að það hefði verið kúla nr. 2 sem sært hefði eiginmann sinn þegar hann hefði snúið sér við til að gæta að forsetanum. „Eg heyrði skerandi hávaða. Ég ímyndaði mér ekki byssuhvell í fyrstu, en þegar ég leit augnabliki síðar til hægri sá ég að forsetinn tók um háls sér báðum höndum," sagði frú Connally. Hún bætti því við að hún hefði ekki séð forsetann eftir að eiginmaður hennar var hæfður, en hún hefði þó heyrt forsetafrúna segja með gráthljóði: „Þeir hafa myrt eiginmann minn. Ég er með höfuð hans í höndunum." Frakkar taka þátt í heræfingum NATO Brússel, 6. sept. — AP. YFIR 200 nerskip á vegum Nato eru nú við margháttaðar heræf- ingar á N-Atlantshafi og hafa æfingar þessar staðið í þrjá daga. Um það bil 40.000 hermenn frá 10 þjóðum taka þátt í æfingunum. Allur flotinn verður við Hjalt- landseyjar á næstunni þar sem „óvinaárás“ verður sett á svið. Nokkrar herdeildir Frakka taka þátt í þessum æfingum og er það að eigin frumkvæði. Frakkar hættu þátttöku sinni í hernaðar- uppbyggingu herja Nato árið 1966, en hafa af og til síðan tekið þátt í æfingum þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.