Morgunblaðið - 07.09.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.09.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 7. SEPTEMBER 1978 raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar tilkynningar Bókaútgefendur Prentsmiðjueigendur Tökum aö okkur setningu á bókum og tímaritum fyrir offset. Höfum comp-set 560 Ijóssetningarvél. Öllum vinum mínum skyldum og vandalaus- um fjær og nær sem glöddu mig á áttugasta og fimmta afmælisdegi mínum 30. ágúst s.l. meö gjöfum, blómum og góöum óskum sendi ég mínar innilegustu þakkir. Guö launi ykkur fyrir mig, Innilegt þakklæti færi ég öllum vinum og vandamönnum sem minntust mín á 90 ára afmælinu meö heimsóknum skeytum, blómum og gjöfum. Guö blessi ykkur öll, Kristín Hreiðarsdóttir, frá Presthúsum. Prentsmiðjan Grágás h.f., Hafnargötu 33, Keflavík, sími 92-1760. Frá Tónlistarskóla Rangæinga Rangárvallasýslu Innritun í Tónlistarskóla Rangæinga, fer fram dagana 8. og 9. sept. föstudag og laugardag í Hvoli, kl. 1—6, báöa dagana. Skólagjöld greiðast viö innritun. Skólastjóri. Ólafur Ormsson, Keflavík. Alúöarþakkir kann ég öllum þeim, er minntust mín á áttræðisafmæli mínu, 29. ágúst s.l. Brynjólfur Sveinsson. Hugheilar þakkir til ykkar allra er sýndu mér margvíslega samúö vegna áttræöisafmælis míns 3. sept. s.l. Bestu árnaöarkveöjur. Árný Ágústsdóttir, Kambsvegi 2. VANTAR ÞIG VINNU (n VANTAR ÞIG FÓLK í ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUG- LÝSIR í MORGUNBLAÐINU Heilsa, heilíndi, heillir eru stór 0}; föjjur orð, þótt stutt séu. Forfeðrum okkar og sjáendum har saman um að hamingjan væri þeim einstaklingi veitt, sem heilyndi sitt hafa náir og sólarsýn. En hvernig er þessu annars varið hjá okkur nú? Við erum þjóð skólagöngu og vísindaiðju, þar sem alls konar rannsóknir og tölvutækni er nú þegar í heiðri höfð. Sjúkrahús eru fögur, mörg, stór og vel búin og „miðað við fólksfjöld" frábær. Læknar margir, lærðir og snjallir, út- skrifaðir í útlöndum í alls konar sérmenntun og sérfræðinga- vizku. En hvernig varðveitum við hæfni til heilsu? Hvernig njót- um við þessara vísinda? Hvernig notum við þær heilsulindir, sem lífið veitir innan og utan þessa milda tækis, undursamlegra öllum öðrum vélum, sem Guð faðir gaf og heitir mannslíkami? Margir eiga bifreið og gæta hennar vel. En hvernig gætir þú þíns eigin líkama öllum bif- reiðum æðri? Ileilsa og heimska eru drottningar í hásætum við allra veg. Hvorri þeirra er veitt meiri virðing? Hvorri er lotið dýpra og af fleirum kropið að fótstalli tróns? Segja má að hið ciníalda. ódýra og eðlislega henti bezt við heilsunnar fótstall. En við hásæti frú heimsku er allt svo margþatt. íburðarmikið. dýrt og framandi. Litumst um í leiftursýn við hásæti þessara drottninga einn dag. Við hásæti heilsunnar drekka menn vatn, sem hér á Islandi „verðbólgunnar" miklu kostar yfirleitt ekki neitt. Við trón heimskunnar þamb- ar fólkið brennivín, sem hve verða fokdýrt og til fram- reiðslunnar þarf heilar hallir, en vatn má drekka úr lind í hlíð. Vatnið veitir kraft, svölun og sælu sé það hreint og er frumþáttur lífs á jörð ásamt geislum sólar og í auðnum öllu gulli dýrmætara. Vínið eyðileggur æðstu líftæki líkamans og truflar samband milli sálar og lífsfruma. Heili, lifur, hjarta, magi, taugar allt truflast við of- drykkju og fræknasti garpur og glæsimenni getur orið sem örvita aumingi á stuttri stund. Við hásæti heilsupnar neyta menn lýsis, nýmjólkur og græn- metis. Sagt er að þær þjóðir t.d. Grænlendingar, sem nú eru að sögn á knjám fyrir frúm heimsku áfengisins njóti enn svo mikils af auðlegð lýsis og náttúrulegrar ^fæðu, að þar þekkist naumast hjartasjúk- dómar. Sagt er og sannað af ekki ómerkari manni en Dr. Linus Pauiing, prófessor, sem hefur hiotið friðarverðlaun Nóbels í vísindum heilbrigðisfræði, að C-vítamín sé eitt hið bezta lyf gegn ýmsum krahbamcinum. Og þó enn betri vörn, ef þess sé neytt stöðugt frá bernsku. Fæst það ekki einmitt í frumstæðum og eðlilegum fæðu- tegundum, sem kennt er um og frætt í hverjum barnaskóla? En vart heyrist þess getið á vegum heilsuverndar hér, þrátt fyrir færa lækna og frábær sjúkrahús. Við hásæti heimskunnar er svolgrað sem mest af kók og sleikt heil kynstur af gervi- rjóma og ótal tegunda, sem einu nafni nefnast gos og sælgæti, sósur og „triffli". En það mun vera enskt orð, sem þýðir hégómi. Á ráðasvæði heilsu hreyfir fólk sig sem mest, stundar íþróttir, gönguferðir, sund og strætisvagna til leiks og starfa og nauðsynja. Við fótstall frú heimsku er ferðast á „luksus" bílum, sem kosta margar milljónir og þurfa benzín fyrir hundruð þúsunda á ári. Ferð á slíku farartæki kostar þúsundir sömu leið, sem unnt er að ferðast fyrir einn strætisvagnamiða á einar hundrað krónur. Og svo eyðir bíllinn í áha'ttu. árekstrum, slysum. örkumlum og hjartabilunum hreyfingarleysisins hundruðum milljóna hjá heilli fjölskyldu á fáum árum. En frú heimska er húsbóndi sem ræður með harðri hendi og fær frk. tízku til að brosa með sér, töfra og trylla. Hjá heilsu er etið í hófi og helzt sú fæða, sem er auðfengin, auðmelt og auðug af eðlilegum fjörefnum. Hún er þá jafnframt svo ódýr að undrum sætir. Nefnum t.d. hafragraut, nýmjólk og skyr, ýsu, gellur og kjötsúpu, rúgbrauð og kartöflur. Hjá heimsku er heimtað sem mest af kjöti og þá helzt horkjöti, sem var ekki virt viðlits í gamla daga í garðshorni hvað þá í kóngsríki. Hins vegar skal allur matur kjötkyns eða fiskur kryddað með dýrindissósum og kosta minnst tvö til þrjú þúsund krónur á munn, jafnvel í heima- húsi hvað þá á matsölustað. Við hásæti heilsudrottningar njóta menn loftsins við opna glugga, teyga frjálsan og hrein- an fjallablæ í ferðalögum og útivist. Hreint og heilnæmt andrúms- loft er þeim, sem veita henni virðingu uppspretta unaðar og heilla. Að tróni heimskunnar skal hreina loftið útlægt gjört, jafn- vel inni á öræfum með reyk úr „rettum“, sem kostar víst nær fimmhundruð krónur einn pakki. Þar vantar ekki peninga. Þá eru laun nógu há, þegar heimska krefst útgjalda. Og óloftið, reykurinn brýtur niður heilsuna ögn fyrir ögn, lífsfrumu eftir lífsfrumu. Lungu, hjarta, æðar öllu skal fórnað á altari heimsk- unnar. Og sóðaskapurinn er ofar öðrum. Sagt er að sigurinn yfir berklunum, tæringunni, hvíta- dauðameinum, æðsta óvini ís- lenzkrar æsku sé nú þegar breytt í ósigur með tóbaksreyk, sem eyðileggi nú enn meira en berklabaktérían gerði í gamla daga. Sorglegt en líklega of satt. Við hásæti heilsunnar er unglingum kennt að varast allt eitur og óhollustu. Og þeim er varnað áfengis og tóbaks í lengstu lög. Bannað að leika sér með eldinn og lúta að altari heimskunnar. En hjá frú heimsku gildir frelsið og forsjárleysið, gleðin og gullið. Ekkert skal bannað. Alls skal notið, unz bikarinn er í botn drukkinn. Afleiðingar, bótalaust böl. Sjúkdómurinn, sem einu sinni var nefndur ofdrykkja, en nú á latínu alkoholismi, einn hættu- legasti, algengasti og ægilegasti sjúkdómur, sem mannkyn hrjá- ir, skal svo læknaður með alls konar ráðum, á geðdeildum, göngudeildum, afvötnunarstöðv- um og endurhæfingarhælum. Þetta er allt saman afbragð. En skyldi ekki vera betra að „stemma sé áð ósi“, koma í veg f.vrir sýkingu og smitun? Það er gert við aðra sjúkdóma t.d. berkla, lömun og barnaveiki. Hælin eru dýr almenningi til greiðslu. Kannske á eftir að finna efni í sprautu, sem eyðir löngun í áfengi ævilangt. Húrra. En frú heimska finnur þá vafalaust einhver ráð í vizku sinni. Einföld ráð við altari og hásæti heilsu drottningar, dagleg neyzla: Hreint vatn, Hreint loft, Hreyfing, Hæfileg fæða og holl. Hér eru fjögur „H“ til heilla. Njótið heil. Reykjavík, 12.08.1978. Árelíus Nielsson. Við hásæti heimsku og heilsu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.