Morgunblaðið - 07.09.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.09.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR, 7. SEPTEMBER 1978 25 Þórður Jónsson: Veður- breyt- ingar af manna völdum Á undanförnum árum hafa áhyggjur af yfirvofandi breyting- um á veðurfari af völdum mengun- ar farið vaxandi. Einkum er talið, að aukið magn koltvísýrings í andrúmslofti muni leiða til hækk- unar á hitastigi jarðar. Hitastigs- hækkun getur síðan haft í för með sér ófyrirsjáanlegar afleiðingar, tilfærslu úrkomubelta, bráðnun jökla, breytingu á sjávarhæð o.s.frv. Hafa ber í huga, að árlegar sveiflur í meðalhita eru talsverðar og jafnframt langtímasveiflur, svo að erfitt getur reynzt að meta með vissu áhrif mengunar á hitastig. Hitastig jarðar ræðst af jafn- vægi milli útgeislunar hennar og þeirrar varmageislunar, sem hún fær frá sólu. Jörðin er miklu kaldari en sólin, svo að bylgju- lengd útgeislunar jarðar er að mestu leyti mun lengri en bylgju- lengd sýnilegs ljóss. Lofthjúpurinn getur því verkað sem hálfgegnsær spegill, er hleypir í gegn um sig sýnilegu ljósi, en endurkastar til jarðar varmageislum með lengri bylgjum en sýnilegt ljós. Koltví- sýringur er ein þeirra lofttegunda, er auka á hálfgegnsæi andrúms- loftsins. Með öðrum orðum: Aukist magn koltvísýrings í lofti, dregur ekkert úr þeirri varmageislun frá sólu, er lendir á yfirborði jarðar, en útgeislun jarðar minnkar. Niðurstaðan verður, að yfirborð og andrúmsloft jarðar hitna. Um þessar mundir eru 325 hlutar koltvísýrings í hverjum milljón hlutum lofts (325 ppm). Koltvísýringur myndast við hvers kyns bruna á lífrænum efnum, svo sem kolum, olíu eða timbri, en er hins vegar nýttur af gróðri til ljóstillífunar. Að svo miklu leyti sem vitað er, stendur stærð gróðurhjúps jarðar í stað. Á hinn bóginn eykst bruni kola og olíu sífellt, svo að hlutfall koltvísýrings í andrúmslofti hlýtur að aukast. Talið er, að þetta hlutfall muni verða u.þ.b. 400 ppm um næstu aldamót verði ekkert að gert. Frá því að nákvæmar mæl- ingar hófust á styrk koltvísýrings í andrúmslofti á sjötta áratug þessarar aldar hefur hann aukizt talsvert, þótt hluti umframfram- leiðslunnar leysist að líkindum upp í hafinu. Þótt ljóst sé, að aukning á styrk koltvísýrings í lofti hafi áhrif til hækkunar hitastigs, er talsverðum erfiðleikum bundið að meta, hversu mikil hitastigshækkun fylgir gefinni aukningu koltvísýr- ings. Flestir útreikningar benda þó til, að aukist styrkur koltvísýr- ings í lofti í 400 ppm um næstu aldamót, muni meðalhitastig yfir- borðs jarðar hækka um eina gráðu. Verði ekkert lát á notkun olíu og kola á næstu öld, mun hitastig jarðar að öllum líkindum verða hækkað um þrjár gráður frá núverandi gildi árið 2050. Þess ber að geta, að hitastigshækkunin verður mest á heimskautasvæðun- um, en minnst um miðbaug. Ekki er vitað hve mikil óvissa fylgir þessum hitastigsspám, en tæpast meiri en 50 af hundraði. Margir vísindamenn eru tregir til að stunda langtímaspádóma af þessu tagi, sem óvíst er, hversu vel muni reynast, en aðrir benda á, að hér sé um of mikilvægt málefni að ræða til að vísindamenn geti leyft sér að sitja hjá undir yfirskyni ónógrar þekkingar. Hinir sömu telja, að beita verði öllum tiltæk- um aðferðum til að spá fyrir um _ rás atburða, því að nú standi mannkyn frammi fyrir langtíma- breytingu á loftslagi af eigin völdum í fyrsta skipti í sögunni. En hvaða breytingar verða á veðri samfara hitastigshækkun? Úrkoma er t.d. ekki síður mikilvæg en hitastig fyrir alla afkomu landbúnaðar. Því miður er ákaf- lega erfitt að spá fyrir um þetta. Tvennt er þó víst. Munur hitastigs á heimskautum og miðbaut mun minnka, og eru því líkur á, að draga muni úr dýpt lægða og hæða og þar með úr styrk vinda. Meira gufar upp af vatni í heitu veðri en köldu og mun því heildarúrkoma aukast, þótt við^ vitum ekki, hvernig hún kemur til með að dreifast. Tilfærsla úrkomusvæða yrði eflaust afdrifaríkasta afleið- ing hitastigshækkunar. Rótgróin landbúnaðarþjóðfélög kynnu að hrynja til grunna og unnt yrði að breyta núverandi eyðimerkur- svæðum í bleika akra og gróin tún með lítilli fyrirhöfn. Hvort meira myndi tapast eða ávinnast fyrir mannkyn í heild veit enginn. Ekki skortir þó á, að menn hafi reynt að setja sér fyrir sjónir, hvað gæti gerzt í einstökum löndum. C.F. Cooper, vistfræðing- ur við Kaliforníuháskóla, telur að Sovétmönnum muni falla í skaut ný og blómleg héruð í Síberíu, en á hinn bóginn muni draga úr frjósemi og úrkomu í hinum rótgrónu landbúnaðarhéruðum Sovétríkjanna. Cooper telur enn- fremur, að skilyrði til landbúnað- ar, einkum kornræktar, í Kanada og á Norðurlöndum muni batna, en mesta kornframleiðsluþjóð heims, Bandaríkjamenn, beri skarðan hlut frá borði vegna minnkandi úrkomu. Þjóðir heims hafa ekkert gert til að draga úr koltvísýringsaukningu í andrúmslofti, þótt einstöku verkfræðingar hafi látið sér detta í hug, • hvernig losna mætti við hluta koltvísýringsins. Einkum hefur komið til tals að leysa hann upp í úthöfnunum. í landbúnaðar- ráðuneyti Bandaríkjanna virðist sú skoðun ráða, að ástæðulaust sé að hafa áhyggjur af yfirvofandi hitastigshækkun. Mönnum verði ekki skotaskuld úr að bæta úr því með tæknibrellum. Vonandi er, að þessi skoðun sé rétt. Ljóst er hins vegar, að koltvísýringsaukningin er líklega flóknasta og viðamesta mengunarvandamál, sem mann- kyn stendur frammi fyrir. Nauð- syn er á rannsóknum og alþjóð- legri samvinnu í meiri mæli en hingað til, eigi kylfa að ráða kasti, og kleift verði að takast á við koltvísýringsmengunina af ein- hverri skynsemi. Folaldakjöt Nautakjöt Buff ......... 2.530 - kr. pr. kg. Snitzel ...... 2.350.- kr. pr. kg. Gúllach ....... 2.380- kr. pr. kg. Fille, Mörbráö 2.780.- kr. pr. kg. Saltaö folaldakjöt 780.- kr. pr. kg. Hakk ........... 890.- kr. pr. kg. Hakk 3. kg. í pakka 1980- kr. pr. kg. Opið til kl. 10 föstudaga. Lokaöá laugardögum Roast Beaf ................. 3.980 kr. pr. kg. Snitzel .................... 3.870 kr. pr. kg. Gullach .................... 3.440 kr. pr. kg. Fille Mörbráö .............. 4.890 kr. pr. kg. \ Kópavogsbúar Komiö og lítiö á okkar glæsilega kjötboö. Fille Mörbráö . 4.890 kr. pr. kg. Hakk 2.290 kr. pr. kg. Hakk í 5 kg. pk. leyft verö ;C3H795 okkar verö 10.000 pk. Grillsteikur meö beini. Vöróufell Þverbrekku 8 símar 42040 og 44140.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.