Morgunblaðið - 08.09.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1978 1 1
THE OBSERVER
Rússar óttast svo mjög auk-
inn mátt Kínverja aö veriö
getur að þeir hafi stórfækkað
þeim herfylkjum, sem þeir hafa
haft yfir að ráða til þess að
styrkja Varsjárbandalagið í
aðgerðum gegn NATO sam-
kvæmt síðustu útgáfu Alþjóð-
legu herfræðistofnunarinnar í
London á ritinu „The Military
Balance".
Þar segir að telja megi
ólíklegt að Rússar muni beita
herfylkjum, sem þeir hafa teflt
fram í austurhlutum Sovétríkj-
anna, í ttyrjöld gegn vestrænum
ríkjum. Samgönguerfiðleikar
eru ekki eina ástæðan. Meira
máli skiptir að Rússar mega
varla við því að skilja landa-
mærin að Kína eftir berskjöld-
uð.
Af þessum sökum hefur her-
fræðistofnunin endurskoðaö það
mat sitt, að Rússar kunni að
geta styrkt Varsjárbandalagið
með 141 herfylki og áætlar nú
að fjöldi þessara herfylkja sé
aðeins 99.
Stofnunin lýsir sem fyrr
áhyggjum vegna gífurlegrar
uppbyggingar hernaðarmáttar
Sovétríkjanna, bæði í venju-
legum herafla og kjarnorkuher-
afla, en þó er komizt að þeirri
niðurstöðu í „The Military
Balance“, að heildarmyndin
virðist gera að verkum, að
hernaðarárás virðist ekki líkleg
til árangurs frá sjónarmiði
Rússa. I ritinu segir, að varnir
NATO séu bæði svo umfangs-
miklar og á svo háu stigi, að
iSfe THE OBSERVER
hvers konar tilraun til að rjúfa
þær mundu krefjast stórásásar.
Samkomulag Bandaríkjanna
og Sovétríkjanna þess efnis að
takmarka fjölda kjarnorku-
vopna við það, sem kveðið er á
um í Vladivostok-samningnum
þar til ljóst sé hvaða árangur
náist í viðræðunum um tak-
mörkun gereyðingarvopna (Salt
II), hefur gert það að verkum að
lítil breyting hefur orðið á
fjölda vopnanna á síðastliðnu
ári að því er segir í ritinu. En
þess ber að gæta að báðir aðilar
hafa haldið áfram stöðugum
endurbótaáætlunum.
Munurinn á venjulegum her-
styrk Varsjárbandalagsins og
THE OBSERVER
NATO eykst stöðugt. Rússar
hafa komið sér upp 7.000 nýjum
skriðdrekum af öllum gerðum á
þessu ári og ráða alls yfir 50.000
skriðdrekum. (Arlega eru fram-
leiddir rúmlega 2.000 skriðdrek-
ar af nýjustu gerð, T-72, og
ýmsar endurbætur hafa verið
gerðar á byssum og skotbúnaði
þeirra).
Aftur á móti hefur styrkur
NATO í skriðdrekum haldizt
tiltölulega stöðugur að sögn
stofnunarinnar, en þó hefur
gagnskriðdrekavopnum banda-
lagsins fjölgað verulega og það
vegur að nokkru upp á móti
stöðugum yfirburðum Rússa í
skriðdrekum.
THE OBSERVER
Stofnunin telur Atlantshafs-
bandalagið ekki lengur fært um
að ráða yfir öllum hafsvæðum,
sem máli skipta, í upphafi
átaka. Berjast verður um mörg
hafsvæði. Þetta þýðir að NATO
verður að ákveða hvar banda-
lagið eigi að einbeita styrk
sínum.
Komizt er að þeirri niður-
stöðu, að fýrir 10 árum hefði
bandalaginu svo til örugglega
reynzt kleift að leysa af hendi
öll verkefni sín á höfunum í einu
og með góðri von um árangur.
Þetta getur bandalagið ekki
lengur og það er til marks um
vaxandi getu Rússa til að hindra
siglingar á höfunum og minnk-
andi getu Vesturveldanna til að
nota höfin sér til framdráttar.
Stofnunin bendir líka á stöð-
ugt vaxandi vígbúnað landa
„Þriðja heimsins", þar sem mjög
erfitt reynist að hindra út-
breiðslu venjulegra vopna vegna
togstreitu ríkjahópa og þess
greiða aðgangs sem þau hafa að
nýtízku vopnabúnaði.
THE OBSERVER
I mörgum Arabalöndum, íran
og ísrael standast mörg vopn,
sem þangað hafa verið flutt eða
löndin hafa pantað, fyllilega
samanburð við vopnabúnað, sem
NATO og Varsjárbandalagið
hafa tekið í notkun (flugvélar af
gerðunum F-14, F-15 og F-16,
T-62-skriðdrekar og nýjustu
gagnskriðdrekaflaugar).
Tölur sýna að herútgjöld
nokkurra landa hafa aukizt
gífurlega á undanförnum þrem-
ur eða fjórum árum. Meðal
þeirra landa sem eyða tvisvar
eða þrisvar sinnum meiri upp-
hæð en 1975 eru: Marokkó
(30091 aukning), Suður-Kórea
(rúmlega 275% aukning) og
Eþíópía (tæplega 200% aukn-
ing).
Herútgjöld Japana hafa ekki
farið fram úr 0.9% af þjóðar-
tekjum, en þó hafa útgjöld
þeirra til landvarna næstum því
tvöfaldazt (185%). Á hinn bóg-
inn hafa herútgjöld NATO og
Varsjárbandalagsins aukizt
miklu minna bæði að raungildi
og miöað við þjóðartekjur.
Sovézkir hermenn á kínversku landamærunum.
Kínverjar halda
Rússum í skefjum
Morgan
m Kone
Ný bók um
Morgan Kane
ÚT ER komin ný bók í bókaflokkn-
um um Morgan Kane, og er það 11.
bókin í röðinni. Nýjasta bókin
nefnist „Hefnd“ og fjallar hún sem
hinar fyrri um ævintýri söguhetj-
unnar í villta vestrinu. Höfundur
bókanna er Louis Masterson.
Fyrirhugað er að 12. bókin í
flokknum, „Stormur yfir Sönora“,
komi út í október. Þá er og
ákveðið, að út komi fyrir jól stór
bók um Morgan Kane, þar sem
hann blandast inn í atburðina við
Little Big Horn 1876, þegar
stríðsmenn Indíánahöfðingjans
Sitting Bull gjörsigruðu riddara-
sveitir Custers hershöfðingja.
Prenthúsið s.f. gefur bækurnar
út.
New York á útsölu
Þú getur gert allt í New York. Verslaö, fariö
á Broadway, séð nýjustu kvikmyndirnar,
skoðað hæstu byggingar heims, boröað mat
frá öllum heimsálfum og fleira og fleira...
Ótrúlegt en satt.
Vikuferð til New York
frá kr. 127.400.-
Dvalið á hótel Piccadilly rétt við
TIMES SQUARE í hjarta
Manhattan
Farið verður: 3., 10. og 17. október.
íslenskur fararstjóri SUNNU á staðnum. Flogið með DC 8 þotum Flugleiða