Morgunblaðið - 08.09.1978, Síða 1

Morgunblaðið - 08.09.1978, Síða 1
 mm k Sjálfstæði þjóðar og eigin samgöngur í tilefni af fimm ára afmæli Flugleiða hefir verið ákveðið að efna til nokkurs dagamunar: í fyrsta lagi er öllum íslendingum boðið til „Fjölskyldugetraunar Flug- leiöa", þar sem góð verðlaun eru í boði. í öðru lagi býður félagið öllum landsmönnum að gerast meðeigandur í Flugleiðum. Þótt Flugleiöir fagni nú aðeins fimm ára aldri eru þó bakhjallar þeir, sem að félaginu standa, mun eldri — Flugfélag íslands stofnaö sem Flugfélag Akureyrar 1937 og Loftleiðir stofnaö 1944. Skyggnumst við lengra aftur í tímann vitum viö að á undan störfuðu hér tvö önnur flugfélög, sem stofnuð voru 1919 og 1928. Langt er því síðan fyrst var efnt til flugs á íslandi og af því er nú þegar mikil saga. Ymsar blikur voru á lofti þegar Flugleiðir hf var stofnað. Margir voru þeir líka, sem voru vantrúaöir á aö samstarf sem þetta gæti tekist. Aörir, og þar á meðal stofnendur félagsins, voru á annarri skoðun. Menn gerðu sér grein fyrir vissum byrjunarerfiðleikum. Jafnframt að nokkurn tíma mundi taka að ná samstöðu hjá öllu starfsfólki félaganna, sem svo lengi hafði átt í samkeppni. Þegar litið er yfir fyrstu fimm árin er það flestra dómur að sameining félaganna og starfsfólksins hafi gengið vonum framar. Menn kunna að spyrja hversvegna Flugleiðir, sem er í eigu 2300 aöila, vilji nú fjölga hluthöfum. Ástæðan er einfaldlega sú, aö verksvið félagsins er þess eölis aö æskilegt er aö sem flestir íslendingar séu þar þátttakendur. Þátttaka í starfi Flugleiða er eftirsóknarverð. Okkur er nauösyn aö halda uppi góöum samgöngum innanlands og við umheiminn. Flugfélag íslands og Loftleiðir voru sameinuð til þess aö renna styrkari stoðum undir það nauðsynja starf. Allir íslendingar vita, aö samgönguleysi viö önnur lönd og það, að þurfa að treysta á aöra um samgöngur, varð þjóðinni örlagaríkt fyrr á öldum. Meö tilkomu íslensks skipafélags, og síöar íslensku flugfélaganna, tóku landsmenn samgöngumálin í eigin hendur. Okkur ber aö standa saman um að svo verði áfram um alla framtíð. Flugleiðir er ungt félag, sem byggir á traustum grunni. Félagsins bíða mikil verkefni — stórátök við endurnýjun flugflotans og lausn margþættra verkefna hér heima, bæöi í sambandi við millilanda- og innanlandsflug. En rekstur slíks félags er enginn dans á rósum. Samkeppnin er hörð og flestir keppinautarnir margfalt stærri og sterkari en Flugleiöir. Meö þátttöku í Flugleiöum hf stuðlum viö aö íslensku framtaki, leggjum okkar skerf til íslenskra flugmála og til þess aö íslenskar flugvélar meö íslenskum áhöfnum beri fána landsins meö glæsibrag, jafnt til framandi landa sem ystu stranda heimalandsins. Örn Ó. Johnson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.