Morgunblaðið - 08.09.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.09.1978, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER. 1978 MORGUNBLAÐIÐ FLUGFRÉTTIR flugfélög, sem flugu yfir Norður Atlantshaf, en eru nú að nálgast 50. En hvaða áhrif hefur þetta verðstríð á flugleiðir á Norður Atlants- hafi? Sigurður segir: „Yfirleitt veit fólk ekki að framboð af lægstu fargjöldum yfir hafið er í mesta lagi 20 prósent af öllu framboði á sætum. Þar af er stór hluti sæti, sem ekki er hægt að panta fyrirfram, svo sem með Laker, sem ekki má selja fyrirfram og aukasæti hjá öðrum flugfélögum, sem seld eru skömmu fyrir brottför, ef þau ekki fyllast af öðrum farþegum. Reynslan hefur sýnt að þetta skapar mikið óöryggi fyrir ferðafólk, eins og lesa hefur mátt í Newsweek og Time að undanförnu. Þar er sagt frá fólki, sem hefur orðið að liggja úti dögum saman á meðan það bíður eftir flugfari." „Styrkur Flugleiða liggur í því að við getum boðið pöntuð, frátekin sæti á hliðstæðu verði við þessi aukasæti, en fólk hefur tryggingu fyrir að komast leiðar sinnar. Fóik lætur sig ef til vill hafa það einu sinni að liggja úti og lenda í öðrum vandræðum, til að komast Íeiðar sinnar fyrir lítið fé, en næst þegar það ferðast leitar það að öðrum lausnum." „Eins lág fargjöld og boðið er upp á hjá Laker og í aukasætum, sem seld eru á síðustu stundu, geta aðeins gengið ef framboð er takmarkað, því að þau krefjast mjög mikillar sætanýtingar, ef ekki á að verða tap á að selja þau. Fólk áttar sig ekki alltaf á því að starfsemi Flugleiða á Norður Atlantshafi hefur alltaf byggst á sömu grundvallaratriðum og starfsemi Lakers, að bjóða takmarkaðan fjölda sæta, á mun lægra verði en aðrir. Með þessu móti hafa Flugleiðir getað haft sætanýtingu, sem hefur lengst af verið miklu betri en hjá nokkru öðru flugfélagi á Norður Atlantshafi. Þess má geta að á sumrin getum við selt miklu meira en við gerum, en það er ekki hagkvæmt, þegar haft er í huga hversu miklu minni umferð er á veturna." „Mér virðist að við þurfum ekki að svo stöddu að óttast þetta verðstríð. Þrátt fyrir öll nýju fargjöldin hefur farþegatala okkar á Norður Atlantshafi vaxið um 12%, það sem af er þessu ári og nýting verið betri en í fyrra. Ekki má gleyma því að lág fargjöld hvetja fólk til að ferðast og við njótum góðs af auknum ferðalögum, eins og aðrir.“ „Við teljum að þetta verðstríð gangi yfir eins og bylgja og fljótlega skapist jafnvægi á þessu sviði. Meðal þess sem við höfum gert, til að mæta þessari samkeppni, er að einfalda fargjöld okkar og fækka fargjaldaflokkum. Þá hafa Flugleiðir fengið leyfi til að fljúga á nýjan áfangastað, Baltimore í Maryland, en flugvöll- urinn þar er stutt frá Washington og einn af þrem flugvöllum, sem þjónar Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. Það eykur til muna samkeppnisgetu Flugleiða.“ Þá segir Sigurður að Flugleiðir hafi farið fram á viðræður um fleiri lendingarstaði, en allt sé í óvissu um árangur af því. Meðal borga, sem komi til greina, séu Boston, Cleveland, Detroit og Pittsburgh. Sigurður segir að eitthvað af þeim farþegum, sem kæmi frá þeim borgum, kynni að verða á kostnað New York, en einnig mætti búast við að fólk í þessum borgum og nágrenni þeirra vildi notfæra sér þau þægindi að geta ferðast úr heimaborg sinni. Fjárhagsleg afkoma Flugleiða hefur verið góð undanfarin þrjú ár og að sögn Sigurðar leikur enginn vafi á því, að það má þakka sameiningu flugfélaganna. Tvö til þrjú ár á undan var tap á rekstri beggja flugfélaganna. Árum saman hefur verið tap á rekstri innanlandsflugs, sem stafar af því að verðlags- yfirvöld hafa haldið þar niðri verði. Saman- burður leiðir í ljós að innanlandsfargjöld á íslandi eru miklu lægri en á Norðurlöndum. „Ekki verður annað sagt en að Flugleiðum hafi gengið vel að koma sameiningunni í kring og bregðast við þeim miklu breytingum sem yfir hafa dunið á síðustu árum, svo sem olíukreppunni og öllum hennar afleiðingum og nú hinu mikla verðstríði á Norður Atlants- hafi.“ Það kostar 4,2 milljónir að þjálfa flugstjóra segir Alfreð Eliasson, forstjóri. Mikilvæg fjárfesting að þjálfa starfsfólk Fjöldi af sérhæfðu starfsfólki starfar hjá Flugleiðum Á því leikur enginn vafi að Flugleiðir eru það fyrirtæki á íslandi, sem mestu fé eyðir í að þjálfa starfsfólk sitt. Alfreð Elíasson, forstjóri, bendir á að fjöldi starfa hjá félaginu eru þess eðlis, að þau eru algerlega sérhæfð. Þar af leiðir að félagið verður að þjálfa starfsfólk, sem ekki er að finna hér á landi. Dýrast er að þjálfa flugmenn, enda miklar kröfur gerðar um þjálfun þeirra. Alfreð nefnir sem dæmi að það kostar 4,2 milljónir króna að þjálfa flugstjóra á DC-8 flugvél og 3,1 milljón að þjálfa flugvélstjóra á samskonar flugvél. Alfreð segir: „En þar er ekki nema hálf sagan sögð. Þegar búið er að þjálfa flugmenn verða þeir stöðugt að fara í endurþjálfun. Flugstjórar þurfa að fara í þjálfun tvisvar á ári, en aðrir flugmenn einu sinni á ári. Flugvélstjórar þurfa að fara í endurþjálfun eini sinni á ári. Það kostar á þessu ári um 10 milljónir króna að endurþjálfa 33 flugmenn á Boeingflugvélum Flugleiða. Endurþjálfun 93 flugliða á DC-8 þotum kostar um 24 milljónir á þessu ári og um 11 milljónir króna fyrir 33 flugmenn á Fokker flugvélunum." „Þá má ekki gleyma flugfreyjunum. Erfitt er að meta þjálfun þeirra til fjár, þar sem hún fer fram í húsnæði félagsins og fastir starfsmenn félagsins sjá um hana. Eftir sem áður kostar hún mikið fé. Flugfreyjur eru ekki til þess eins í flugvélum að bera fram mat, heldur hafa þær mikilvægu hlutverki að gegna í öllum öryggis- málum flugvélarinnar. Staðgóð þjálfun þeirra skiptir engu minna máli en annarra áhafnar- meðlima." „Þó að tölur um þjálfun flugliða virðist háar, má ekki gleyma því að þetta fólk kemur til starfa með margvíslega þjálfun að baki. Til dæmis verður flugmaður að hafa lokið atvinnu- flugprófi og flugvélstjóri verður að leggja í æði kostnðarsamt nám.“ „En það eru fleiri en flugliðar, sem vinna sérhæfð störf. Sem dæmi má nefna að starfsfólk á söluskrifstofum vinnur störf, sem krefjast mikillar þjálfunar og kunnáttu. Oft getur það skipt miklu fyrir farþega, að það fólk kunni vel til starfa, bæði hvað verð og skipulag ferðar snertir. Þannig mætti lengi telja upp starfsfólk, sem félagið hefur lagt mikið í að þjálfa." „Eignir fyrirtækis eins og Flugleiða eru ekki aðeins vélar og hús. Það skiptir ekki minna máli fyrir fyrirtækið að eiga traust og gott starfsfólk, sem ber hag félagsins fyrir brjósti. Sennilega er það mikilvægasta fjárfesting, sem félagið leggur í, þegar starfsfólk er þjálfað vel. Fyrirtæki standa og falla með því, að halda góðu fólki.“ Aðspurður um atvinnuöryggi flugmanna sagði Alfreð að um starfsaldur þeirra væru ekki til neinar reglur. Nú væri unnið að reglugerð um það mál og reiknað væri með að hámarksaldur þeirra gæti orðið 65 ár. Eins og kunnugt er gangast flugmenn reglulega undir mjög stranga læknisskoðun. Finnist eitthvað að, svo sem einhver óregla á hjartslætti, getur flugmaður átt á hættu að verða að hætta störfum fyrirvara- laust. Fari svo, fá þeir. hinsyegar greidda fjárupphæð, sem skiptir verulegu máli, sem nefnist skírteinistrygging, sem keypt er hjá tryggingafélagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.