Morgunblaðið - 08.09.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.09.1978, Blaðsíða 8
FLUGFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER. 1978 DC-8-63 — Langd 57,1 m, vasnghaf 45,2 m, ha»ö 13,1 m. Hémarkahraöi 900 km/klst. Farhagafjötdi 340. B-727 — Langd 40,7 m, vmnghal 35,9 m, haaö 10,4 m. Hámarkshraöi 900 km/klst. FarÞegafjöldi 126. bjóðum öllum landsmönnum þátttöku DC-8-63 — Langd 57,1 m, vaanghaf 45,2 m, hæö 13,1 m. Hámarkshraöi 900 km/klst. FarÞegafjöldi 249. F-27 — Langd 23^*7 m, vaanghaf 29416 m, haö 8,53 m. Maöalhraöi 420 km/klst. FarÞagafjöldi 48. Á fimm ára afmæli sínu bjóða Flugleiðir lands- mönnum öllum þátttöku í félaginu. Til sölu eru nú hlutabréf að upphæð kr. 300.000.000 og er það vilji félagsins, að sem allra flestir landsmenn gerist hluthafar. Til sölu verða hlutabréf af stærðunum 10.000 kr. — 50.000 kr. og 100.000 kr. Umboðsmenn og söluskrif- stofur félagsins um allt land munu annast sölu bréfanna, en í Reykjavík, hlutabréfadeild félagsins, aðalskrifstofu á Reykja- víkurflugvelli, sími 27800. Þegar sölu þess hlutafjár, sem nú er boðið út, er lokið, mun heildarhlutafé félagsins verða 2.940 millj. króna. Eigendur eru nú um 2300, en það er von forráða- manna félagsins að þessi tala verði orðin margfalt stærri þegar hlutabréfa- sölunni er lokið. SHHBBI Ferdalög komast upp ívana Sárasjaldan, sem teppist Margir menn úti á landi, sem starJa í viðskiptum, þurfa að ferðast mjög oft til Reykjaví! r. Sumir þeirra fljúga, í tugi skipta á ári með flugvélu Flugleiða. Sem dæmi má nefna að einn besti ðskiptavinur í innanlandsflugi um árabil, var Einar i tinn Sigurðsson, útgerðarmaður, sem rak umsvifamikla tarfsemi bæði í Vestmannaeyjum og í Reykjavík. Einn þeirra manna, sem oft eru á ferðinni, er Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri, sem ferðast á að giska 20 sinnum á ári milli Akureyrar og Reykjavíkur. Gunnar stjórnar stóru fyrirtæki, sem hefur mikið af viðskiptum sínum á Reykjavíkursvæðinu, auk þess sem hann er í stjórn Félags dráttarbrauta og skipasmiðja, sem hefur höfuðstöðvar sínar í Reykjavík. Gunnar segir: „Okkar markaður eru útgerðarmenn og skipstjórar út um allt land. Það er mjög algengt að það milli Akureyrar og Reykjavíkur henti báðum að hittast í Reykjavík, ekki síst þegar fjalla þarf um fjármál vegna nýsmíði og viðgerða á skipum. Öll samningagerð þarf að fara fram í samráði við fjármálastofnanir, svo sem Byggðasjóð og Fiskveiða- sjóö.“ „Ekki verður framhjá því gengið að Reykjavík er svo mikil miðstöð í viðskiptum, að nauðsynlegt er að vera þar oft á ferð. Það hefur mikið að segja að geta verið á mannamótum, til að kynnast mönnum, sem oft verða af viðskipti." „Ferðalög eins og þessi komast upp í vana. Ferðin tekur ekki nema 50 mínútur og það er sárasjaldan, sem teppist hingað til Akureyrar. Þetta er ekki mikið meira fyrirtæki en að fara til Reykjavíkur úr Hafnarfirði". Á flugvellinum á Akureyri er Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar, kunnugleg sjón, * Laufey BöÖvarsdóttir umboðsmaður og afgreiðslustjóri á Patreksfirði: — vinnutíminn og amstrið eru þá gleymd „Það skapast vissar taugar til þessa starfs, taugar sem fá mann til að gleyma erfiðu hliðunum en muna þær björtu og að langa að halda starfinu áfram" sagir Laufey Böðvarsdóttir, umboðsmaður og afgreiðslustjóri á Patreksfirði, — mætt út á flugvöll á drekkhlöðnum flutningabíl og önnum kafin við að sjá um rétta fermingu og affermingu Fokker vélarinnar, takandi á móti farþegum, afgreiðandi aðra til brottfarar og gætandi þess að hvert smáatriði gengi upp. Það er mikill erill hjá henni, enda segir hún „að á svona litlum stöðum verður maður að vera allt í öllu.“ Flugvöllurinn er í 25 kílómetra fjarlægð frá plássinu og er lagt þaðan upp áleiðis til vallarins um leið og fréttist að vélin er að leggja upp frá Reykjavík. Veðráttan er hrekkjótt þar, svo sem gerist og gengur. Stundum snúa vélarnar við, bíða jafnvel nokkurn tíma eftir tækifæri til að lenda og á vetrum getur ruðning brautarinnar tekið mislangan tíma, svo eitthvað sé nefnt. Vinnutími Laufeyjar er því teygjanlegur. „En maður Laufey fylgir farangrinum eftir alveg upp í vél ef með þarf. Sonur hennar, Halldór Traustason fylgist með. hugsar ekki um það, heldur að allir og allt komi og allir og allt komist," segir Laufey. „Anægjan við starfið er m.a. fólgin í að allt gangi upp, og komi upp erfiðleikar er næsta skrefið alltaf að sigrast á þeim.“ Við þessar aðstæður segir hún tilfinnanlega vanta skýli yfir farþegana á vellinum og einnig sé bagalegt á vetrum að brautin er ekki upplýst og verða því góð veðurskilyrði og birta að fara saman svo flugið gangi vel. Laufey hefur unnið við þetta starf í tíu ár, þar af sem umboðsmaður í fjögur. Einn helsta kost starfsins telur hún vera þann, að það er ekki eins vanabundið og mörg önnur vinna. Þá hefur hún einnig gaman af að kynnast nýju fólki, og þá ekki síst starfsliði Flugleiða fyrir sunnan. „Þá er allt ágætis fólk sem ég er farin að þekkja ágætlega þótt ég hafi ekki séð það, en ég bæti mér það upp með að ímynda mér hvernig það lítur út miðað við viðmót þess, það væri gaman að sjá það sumt í raun og veru,“ segir Laufey og brosir. Nú er ekki lengri tími til skrafs, þótt aðstoðarmenn Laufeyjar hafi að þessu sinni séð að mestu um affermingu og fermingu. Laufey snarast upp í hlaðinn flutningabílinn, ræsir díselvélina og ekur kröftuglega af stað frá flugvélinnni, ekki má tefja vélina að óþörfu. — Ánægjan í því fólgin láta allt ganga upp að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.