Morgunblaðið - 09.09.1978, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 09.09.1978, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1978 Það var í fyrri heimsstyrjöldinni sem opinber afskipti af verðlagi hófust hér á landi, en áður ákvaö hver verzlun álagningu sína eftir mark- aðsaöstæðum. Þegar stjórnvöld tóku upp verðlags- höft fyrir um 40 árum á tímum innflutningshafta og banna, var vöruskortur í landinu og innflytj- endur biðu í biðröðum eftir innflutningsleyfum. Þegar vörur fengust til sölu seldust þær strax fyrirhafnarlaust og fólk var al- mennt reiðubúiö til þess aö greiöa þá fjárhæð fyrir sem sett var upp. Á þeim tíma má segja að verðlags- ráðstafanir stjórnvalda hafi verið eðlileg afleiðing annarra hafta. Um 1960 var innflutningur gefinn frjáls. Litlar breytingar voru þó gerðar á gildandi verðlagsákvæð- um, nema hvað hámarksálagning var lækkuö um 25%. Því má segja aö þær álagningarreglur sem nú gilda séu enn miðaðar við hafta- kerfi og vöruskort tveggja heims- styrjalda. Sumum greinum innflutnings- og heildverzlunar er skömmtuð svo lág álagning, aö hún er ekki í nokkru samræmi við verzlunar- kostnað. Árið 1952 var leyfileg álagning á kvenskó 7% og árið 1978 er álagning á sömu vöru leyfileg 8.9%. Árið 1952 var skortur á vörunni á markaðnum og ef hún fékkst þurfti ekki að auglýsa hana til þess að hún seldist um leið og kassarnir voru opnaðir í verzlununum. í dag er álagningin leyfileg 1.9% hærri en 1952, verzlunarkostnaðurinn er allur annar og meiri en þá, kostnaður- inn af dreifingu vörunnar er mikill, vextir háir og nú eru gerðar mun meiri kröfur til vöruúrvals og tízku en þegar fólk þakkaði fyrir að hafa skó á fótunum. Lög, verðstöðvanir, hertar verðstöðvanir En hafa verðmyndunarhöftin sannað gildi sitt eöa afsannaö þaö? í V-Þýzkalandi þar sem verðlag er frjálst, hækkaöi neyzluvöruverðið á árunum 1966—1976 um 53.2%, en á sama tíma á íslandi hækkaöi neyzluvöruveröið hvorki meira né minna en um 545.8% eða 10 sinnum meira en á hinum hafta- lausa markaöi. Árin 1961 —1976 varð 118% verölagshækkun í Svíþjóð. Þar ríkir frjáls verðmynd- un með allar vörur aðrar en landbúnaöarafuröir. í Noregi var á sama tíma almenn verðhækkun 132% og í Danmörku 175%. í þeim löndum er nokkru meira verðlags- eftirlit með fjölmörgum innlendum framleiðsluvörum, en verðlagning innfluttra vara er frjáls. Á íslandi þar sem víötæk verðmyndunarhöft hafa verið, er verðlagshækkunin á þessum tíma 785%. Verðhækkanir stjórn- valda styðjast viö „sögulega hefð“ Það vafasama verðlagskerfi, sem við búum við, byggist á ákvörðun hámarksverðs og hámarksálagn- ingar. En hvað liggur að baki ákvörðun álagningarákvæöa fyrir einstakar vörutegundir? Ég spurðist fyrir um það, m.a. hjá verölagsyfirvöldum, hvaða reglur og sjónarmið hefðu verið að baki fyrstu prósentuákvörðununum sem settar voru fram og síöan hefur verið fylgt eftir. Svo undar- legt sem það nú er, þá varö ekki aðeins fátt um svör, heldur gat enginn gefið svar við spurning- unni, þar sem enginn vissi svarið! „Söguleg hefð“ liggur að baki ákvöröun verðlagsákvæðanna en enginn getur útskýrt af hverju þessi ákvæöi eru í gildi en ekki einhver önnur. Ég spuröi aöila sem þekkir til starfa Verðlagsnefndar og um þetta lét hann þau orð falla aö breytingar til hækkunar og lækkunar á álagn- ingu væru stjórnmálalegar ákvarö- anir. Þeir sem sætu í nefndinni vissu í raun lítið um uppbyggingu þessa „kerfis" sem við höfum búið viö undanfarna áratugi. Nú orðið væri hver ákvörðun í raun pólitísk og tilgangslaust aö ætla aö rökræöa þær í Verðlagsnefnd. Ráða launÞegafull- trúarnir gangi mála? Meö verölagsákvaröanir fer 9 manna nefnd, Verölagsnefnd, sem viðskiptaráðherra skipar. Þrír nefndarmanna eru skipaðir skv. tilnefningu ASÍ, einn skv. tilnefn- ingu BSRB, tveir skv. tilnefningu Vinnuveitendasambands íslands, einn skv. tilnefningu Verzlunarráðs og einn skv. tilnefningu SÍS. Formaður er skipaður án tilnefn- ingar og er hann fulltrúi viðskipta- ráðherra í nefndinni. Meiri hluti atkvæöa ræður ákvörðunum nefndarinnar, en verðlagsstjóri hefur ekki atkvæöisrétt á fundum hennar. Fundur er venjulega boöaöur nefndarmönnum daginn áður en hann er haldinn, dagskrá fylgir ekki fundarboöum en upplýsinga um dagskrá í grófum dráttum má oft afla sér. Meö tilliti til skamms tíma frá fundarboöun til fundar- halds, mætir hver nefndarmaður án efa lítið sem ekkert undirbúinn á fundi til aö ákveöa verölag vörutegunda á íslenzkum markaði. Fyrir fundum liggja ýmsar bréfleg- ar beiðnir fyrirtækja eða samtaka um verðákvörðun á vöru eða þjónustu, sem einstakir fulltrúar eða verðlagsstjóri bera upp til ákvöröunar og afgreiðslu. Þegar einstök mál eru tekin fyrir, er það verðlagsstjóri sem jafnan leggur þau fram og gerir tillögu um Tollur 50%, vörugjald 16% Við yfirlestur á prósentutölum Verðlagsnefndar um hámarks- álagningu á innfluttar vörutegundir vakna margar spurningar. Stað- reyndin virðist vera sú, aö því minna sem það kostar í raun að selja vöruna, þ.e. því minni kostn- að sem verzlun hefur í raun af að selja vöruna, því hærri álagning er leyfð. Tökum smásöluna: Nýir ávextir sem eru seldir beint úr kössunum fá 41.6% álagningu. En þegar mið er tekið af hámarks- verði á t.d. kjötfarsi, sem nokkur kostnaður fylgir að útbúa, pakka o.fl., þá virðist sá mismunur sem þar kemur fram vera undarlega mikill. 1. Innkaupsverð erlendis 2. Tollur, vörugjald og söluskattur 3. Flutningsgj., vátr. o.fl. 4. Bankakostn., vextir. 5. Heildsöluálagning 6. Smásöluálagning Innflytjendum er leyfilegt að taka umboðslaun erlendis, þar sem þau eru lögð á söluverðið frá framleiö- anda og tollar og önnur gjöld tll ríkisins leggjast ofan á verðið og hækka útsöluverö á tilsvarandi hátt. Verulegur hluti af tekjum innflutningsfyrirtækja er í formi umboðslauna, sem gjaldeyrisyfir- völdum er gerð grein fyrir. Um- boðslaun eru ekki óeðlileg 2—10%. Það að álagningin er í sumum greinum svo lág að ve'rzl- unarrekstur er í raun ógerningur án mikilla umboðslauna, veldur því að stór hluti verzlunarkostnaðarins er borinn uppi af umboðslauna- tekjum. Ef farið yrði út í tollamál og önnur gjöld til ríkisins af innfluttum vörum væri þaö efni í mjög langt mál. Einfaldast er e.t.v. aö taka dæmi um þau gjöld af ákveöinni innflutningsvöru sem segir sína sögu. Ef við tökum kornfleks þá lítur dæmið þannig út: Fréttaskýring: Sögulegar hefðir og óhagstæð vöruinnkaup afgreiðslu þeirra. Málefnalegar umræður fara sjaldan fram að því er kunnugir segja. Ef umræöur skapast eru þær pólitrskar og fulltrúar hagsmunasamtakanna bítast á víxl. Svo rétt sé eftir haft þá oröaöi einn þaö á þessa leiö: „Það heyrir til hreinna undantekn- inga að málin séu málefnalega rædd og eru nefndarstörfin því ekki annað en skrípaleikur." Laun- þegafulltrúarnir ráða gangi mála, því odcfamaður ráöherra hefur fyrirmæli um að samþykkja það eitt sem þeir mótmæla ekkí of harkalega. Áður en verðlagsstjóri leggur mál fram, fara starfsmenn verðlags- skrifstofunnar yfir , rekstrarreikn- inga og önnur fylgiskjöl umsækj- enda og meta beiðnirnar. Allur gangur er á því hvort mati er fylgt í tillögu verðlagsstjóra til nefndar- innar. Verðlagsnefnd hefur lítil tök á því að fjalla um þessi gögn og gerir það mjög sjaldan. Spurt er út í tölur, en útreikningar ekki gerðir. Nýlegt dæmi um afgreiðslu beiðni um hámarksverð á ákveðinni vörutegund, er ekki úr vegi að nefna: Beiðni lá fyrir um 15% hækkun. Mat starfsmanna verð- lagsskrifstofunnar var það, að 15% væri hæfileg hækkun. Verðlags- stjóri lagði málið fram og gerði tillögu um 10% hækkun, eftir að hafa rætt viö fulltrúa launþega á bak viö tjöldin. Niöurstaða málsins varð sú að 10% hækkun var samþykkt með atkvæðum fulltrúa atvinnurekenda og formanns, gegn atkvæðum launþega. Þannig taka launþegarnir hinar raunveru- legu ákvaröanir þó svo líti út sem þeir séu í andstööu. Eins og nefndin er nú uppbyggö er lítill vafi á því að þetta fyrirkomulag veiti aðilum hennar töluverða valdafullnægingu. Menn biðja um fyrirgreiðslur og vegna áhrifa „okkar“ var þannig haldið á málunum að ekki fór verr en raun varð á. Eitt sinn var beiðni um hækkun hafnað og við afgreiöslu málsins tekið mið af því hversu háar tekjur viðkomandi aðili haföi árið áður! Endanleg afgreiösla mála er sú, að hvert mál fer fyrir fund hjá ríkisstjórninni, sem „stimplar" hverja ákvörðun og eyðir hluta af fundum sínum í afgreiðslu mála eins og hvert verð skuli vera á gosdrykkjaflöskunni. Þarna er tíma hennar náttúrulega vel varið og afgreiðsla mála getur í einstaka tilvikum dregist von úr viti og kostnaöur á kostnað ofan skiptir ekki máli á meðan. Endanleg ákvörðun er ríkisstjórnarinnar. Á íslandi hafa ráöstafanir eins og verðstöðvun, sem erlendis er beitt sem skammtímaráðstöfun, veriö í gildi meira og minna samfellt í 8 ár. Kerfið býöur upp á óhagstæð vöruinnkaup Innflytjendur hafa í 40 ár haldiö því fram, að þetta kerfi byði upp á óhagstæð vöruinnkaup. Ekki vegna þess að innflytjendur leiti að dýrum vörum, heldur vegna þess að þeir láta ógert að leita að ódýrari vörum, sem kostar pen- inga, sem ekki fengjust aftur í söluverði. Á 40 árum getur slík hægfara þróun orðið alvarleg. Frjáls verðlag — núverandi kerfi hefur slævt veröskyn almennings Talsmenn frjáls verðlags eru sann- færðir um aö ef einstök fyrirtæki þyrftu að hækka verð á vörum sínum á eigin ábyrgð, þá yrðu þau mun tregari í hækkunum og ættu erfiðara meö að fá neytendur til þess að samþykkja þær, heldur en eins og það er við núverandi aðstæður, þegar verðlagsyfirvöld auglýsa nýrra og hærra verð og koma því inn hjá almenningi að það verð sé hið eina „rétta" verð. Fyrirtækin myndu kaupa sem ódýrast inn og hagkvæmast til þess aö vera samkeppnisfær viö sams konar vörur á markaðnum og það væri neytandinn sem í raun réði vöruveröinu. Neytandinn gæti hafnað dýru vörunni með því einfaldlega aö kaupa hana ekki. Núna þurfa fyrirtæki að sýna fram á aukinn tilkostnað tll þess að fá verð á vöru hækkað. En reynl þau að gera fjagstæð innkaup, hag-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.