Morgunblaðið - 09.09.1978, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 09.09.1978, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1978 23 Menn ínýjum stöðum Júlíus S. Ólafsson viðskipta- fræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kristjáns Skagfjörðs h.f. frá 1. september að telja. Júlíus var áður skrifstofu- stjóri Iðnlánasjóðs og fram- kvæmdastjóri Félags ísl. stórkaup- manna. Gísli Benediktsson viðskipta- fræðingur hefur verið ráðinn skrifstofustjóri Iðnlánasjóðs. Gísli var áður útibústjóri Iðnaðarbank- ans í Breiðholti en tók við hinu nýja embætti hinn 1. september. bórður Sverrisson viðskipta- fræðingur hefur tekið við starfi Friðriks Sophussonar sem fram- kvæmdastjóri Stjórnunarfélags- ins. Þórður lauk námi frá Háskóla Gísli Benediktsson Júlíus S. Ólafsson íslands í janúar 1977 en lagði auk þess stund á rekstrarhagfræði um eins árs skeið við háskólann í Gautaborg. Viðskiptasíðan óskar öllum þessum mönnum til hamingju með hin nýju störf. Þórður Sverrisson Jákvæð þróun í rekstri Alþýðubankans ÞAR SEM peningamál hafa verið all mikið til umræðu að undan- förnu er ekki úr vegi að fjalla lítillega um þá hlið mála hér á Viðskiptasiðunni. Verður að þessu sinni gerð grein fyrir starfscmi Alþýðubankans á síð- asta ári. I ársskýrslu bankans segir svo um þróunina í starfsemi bankans á síðasta ári: Á árinu 1977 sneri mjög til betri vegar í rekstri Alþýðubankans. Hin jákvæða þróun innlána, sem hófst í júlí 1976 hélt áfram á árinu 1977 og jukust innlán um 383,9 m.kr. eða 33,7% samanborið við 2,9% árið áður. Aukning útlána varð 170,3 m.kr. eða 16,3%. Heildartekjur bankans námu 329,1 m.kr. og útgjöld 325,0 m.kr. Allt bendir nú til þess að bankinn sé að vinna sig upp úr þeirri lægð, sem varð í starfsemi hans á fyrri hluta ársins 1976.“ Við athugun á Þróun innlána má sjá að almennar innstæður hafa aukist úr 54% heildarinnlána í árslok 1976 í tæp 60% í árslok 1977. Á sama tíma varð veruleg aukning í innstæðum í formi vaxtaaukareikninga. Heildarinn- lán í árslok námu alls um 1525 millj. kr.og höfðu aukist um 33,7% á árinu. Heildarútlán bankans námu í Hlutfallsleg skipting útlána AI- þýðubankans f árslok 1977. árslok 1214 millj. kr. og höfðu þau aukist um 16,3%. Hlutfallsleg skipting útlána eftir útlánsform- um var þannig í árslok 1976 og 1977: 1977 1976 % % Víxillán ............. 41,5 46,5 Yfirdráttarlán ....... 12,8 17,7 Almenn verðbréfalán . 27,4 28,8 Vaxtaaukalán ......... 18,3 7,0 Samtals: - 100,0 100,0 Að lokum birtist hér mynd sem sýnir hlutfallslega skiptingu út- lána bankans í árslok 1977. Noregur. Á fyrstu 7 mánuðum þessa árs framleiddu Norðmenn um 9,7 millj. tonna af olíu á móti 7,2 millj. tonna á sama tíma í fyrra. Framleiðslan á Ekofisksvæðinu einu nam í ár um 5,2 millj. tonna. Ilolland. Philips-hringurinn jók sölu sína á fyrri Hluta þessa árs um 7% m.v. 1977 og er þetta meiri söluaukning en gert hafði verið ráð fyrir. Aukningin er aðallega fólgin í meiri sölu á alls konar skemmtitækjum s.s. plötuspilurum og segulböndum. Kaupmannahöfn. Gildi ráðstefnuhalds og sýningarhalds fyrir ferðamanna- iðnaðinn kemur vel fram í Kaupmannahöfn þessa dagana. Flest ef ekki öll hótel munu vera uppbókuð í september. Er þetta jákvæð þróun því nýtingin á fyrri hluta þessa árs var 4,3% minni en á sama tíma 1977. Fyrirlestur um Ibsen Dr. Harald L. TveterÁs, fyrrum ríkisbókavörður Norðmanna, flyt- ur opinberan fyrirlestur í boði Háskóla íslands mánudaginn 11. september 1978 kl. 16.00 í stofu 201, Árnagarði. Fyrirlesturinn nefnist „Ibsen- forskerene og Henrik Ibsen“ og verður fluttur á norsku. Öllum er heimill aðgangur. (Frétt frá Iláskóla íslands). Gustav Wagner: Kröfu um kyrrsetningu vísad frá Brasilíu, Brazilíu, 7. september AP. HÆSTIRÉTTUR Brazilíu úr- skurðaði í dag, að ekki væri hægt að verða við kröfum Vestur-Þjóð- verja um að Gustav Wagner, fyrrverandi SS-foringi, yrði kyrr- settur í höfuðborginni með það fyrir augum að yfirvöld framseldu hann ef til vill á næstunni. Krafist var fyrir skemmstu að Wagner yrði fluttur til Sao Paulo svo hann gæti verið nær kunningjum og fjölskyldu sinni. Þrátt fyrir úrskurðinn eru allar líkur taldar á að Wagner verði áfram í Brasilíu þar sem hann dvelur nú á geðsjúkrahúsi, en hann er þar í haldi eftir að hann reyndi tvívegis að svipta sig lífi. Wagner var handtekinn 31. maí í Sao Paulo. Höfum kaupendur aö eftirtöldum veröbréfum: Verötryggö spariskírteini ríkissjóös: Yfirgengi miðað Kaupgengi við innlausnarverð pr. kr. 100.- Seðlabankans 1967 2. flokkur 2913.95 57.7% 1968 1. flokkur 2537.79 39.6% 1968 2. flokkur 2386.77 38.8% 1969 1. flokkur 1777.74 38.7% 1970 1. flokkur 1633.28 8.2% 1970 2. flokkur 1190.30 38.5% 1971 1. flokkur 1119.58 8.5% 1972 1. flokkur 976.06 38.5% 1972 2. flokkur 835.16 8.5% 1973 1. flokkur A 638.84 8.9% 1973 2. flokkur 590.59 1974 1. flokkur 410.20 1975 1. flokkur 335.37 1975 2. flokkur 255.95 1976 1. flokkur 242.38 1976 2. flokkur 196.82 1977 1. flokkur 182.79 1977 2. flokkur 153.12 1978 1. flokkur 124.79 Höfum seljendur aö eftirtöldum veröbréfum: HAPPDRÆTTISSKULDABREF: Sölugengi pr. kr. 100.- 1972 — A 666.12 (10% afföll) 1973 — B 571.47 (10% afföll) 1974 — D 432.15 (10% afföll) 1974 — F 305.79 (10% afföll) 1975 — G 212.99 (10% afföll) 1976 — H 206.27 (10% afföll) 1977 — J 153.34 (10% afföll) VEÐSKULDABREF:* Sölugengi pr. kr. 100.- 1 ár Nafnvextir: 26% 78—79- 2 ár Nafnvextir: 26% 69—70- 3 ár Nafnvextir: 26% 62—64- HLUTABREF ■ ■ Málning hf. Kauptilboö óskast PjáRFEfTlfKMRFéUMa ÍfUMDJ HF. VERÐBRÉFAMARKAÐUR Lækja'rgötu 12 — R (Iðnaðarbankahúsinu) Sími 2 05 80. Opi8 frá kl. 13.00 til 16.00 alla virka daga. Er þaö nema von. Þaö eru svo margar nýjar aðferðir, við bókhald, sem eru betri og hentugri. Okkar lausn tryggir t.d. þægilegri vinnubrögð, meiri hraða, auðveldar hvers konar sundurliðanir og eftirlit með gangi rekstrar og er í mörgum tilvikum ódýrari en gamla lausnin. Okkur væri mikil ánægja að heimsækja þig og sýna þér okkar lausnir á þínum bókhaldsmálum. HAGTALA HF. Tölvu- og götunarþjónusta Grensásvegi 13, Sími 81706

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.