Morgunblaðið - 09.09.1978, Side 24

Morgunblaðið - 09.09.1978, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1978 ■ ■1 ' ERLENT, Árekstur á Ermarsundi Brest, Frakklandi, 8. sept. AP, Reuter. ÞRJÁTIU og fjórum norskum sjómönnum af flutningaskipinu Banderiate var í dag bjargað eftir að skip þeirra hafði lent í árekstri við gríska skipið Maroudio á Ermarsundi skammt frá eyjunni Ushant. Mjög slæmt skyggni var er áreksturinn varð. Leit um tíma út fyrir að norska skipið myndi sökkva en síðar rétti það sig af og voru nokkrar líkur taldar á að takast mætti að bjarga því. Gríska skipið komst án aðstoðar til Brest, en þangað flutti franskt strand- gæzluskip einnig norsku skip- brotsmennina. Stórskota- árásir á hægrimenn Beirút, 8. sept. Reuter. SÝRLENZKIR friðargæzlumenn gerðu tvívegis stórskotaárásir á hverfi kristinna manna í Beirút með nokkurra klukkustunda millibili í dag. Sýrlenzkir skriðdrckar skutu líka á suðausturúthverfi borgar- innar þar sem bardagar blossuðu aftur upp milli sýrlenzkra friðar gæzluhermanna og kristinna hægrimanna. A.m.k. tveir biðu bana og 20 særðust. Leyniskyttur hófu átökin í dag eins og venjulega, síðan tóku vélbyssuskyttur við og loks var beitt eldflaugum og stórskotaliði. Þar með fór fallvalt vopnahlé út um þúfur. Sýrlendingar segja að bar- dagarnir hafi byrjað þegar tveimur hermönnum þeirra hefði verið rænt og einn særzt af skoti frá leyniskyttu. Þeir segja að vopnaðir menn hafi síðan ráðizt á sýrlenzkar stöðvar og Sýr- lendingar hefðu neyðzt til að svara í sömu mynt. England hreppti meistara- titilinn Mexikóborg 8. sept. AP. ÖLLUM á óvart sigraði enska sveitin þá kúbönsku á heims- meistaramóti unglinga f skák á fimmtudag og hreppti þar með meistaratitilinn. Keppni þessi var háð með sveitafyrirkomulagi og sigraði enska sveitin þá kúbönsku með tveimur og hálfum vinningi gegn einum og hálfum. Lokastaðan á mótinu varð sú, að England varð í fyrsta sæti með 26 og ‘/2 vinning, en Sovétríkin urðu í öðru sæti með 25 og Vi vinning. í þriðja sæti varð sveit Kúbu með 24 og '/2 vinning. Beztum árangri einstaklinga náðu þeir Guillermo Garcia frá Kúbu og Aleksandr Beliavskii frá Sovétríkjunum, en vinningshlut- fa.ll þeirra var 82%. Bráðabirgðalög BRÁÐABIRGÐALÖG um kjaramál. Forskti Islands gjörir knnnugt: Forsætisráðherra hcfur tjáð mér 4ið i samslnrfsyfirlýsingu fiokk- anna þriggjn, scm ini hafa myndað Hkisstjórn, scu ákvcðnar ráðstafanir lil að tryggju rckstur alvinntivegannn, ntvinnuörvggi og l'rið á vinnumarkað- iniim, sem iirýna nauðsyn bcri til að hrinda í framkvæmd þegar í stað; þar á mcðal scu ráðslafanir til þcss að kjarasamningar gangi að nýju i gihli að þvi er varðar laun alniennra launjicga, ráðstafanir til niðurfærslu voruvcrðs og til fjáröflunar til þcss að standa strauni af kostnaði vifc niður- færsluna mcð scrstökuin sköttum á cignir, hátckjur, atvinnurekstur og eyðslu, auk þcss scm dregið verði úr útgjöldum rfkissjóðs. Fyrir því cru hór með sett bráðabirgðalög samkvæmt 28. grcin stjórnarskrárinnar á þessa leið: I KAFLI Um kjarasamninga og greiðslu verðbóta á laun *• °8 2. gr. laga nr. 3 17. febrúar 1978 uin ráðstafanir i efnahagsmálum og lög nr. 63 24. mai 1978 um brevting á þcim löguni skulu falla úr gildi 1. september 1978. Fra 1. september 1978 skal hámark verðbóta á mánuði fyrir fulla dagvinnu vera hið sama i krónutölu og reiknast samkvæmt ákvæðum almennra kjarasamn- inga, sem gerðir voru á árinu 1977 og á fyrstu fimm mánuðum 1978, á þau dag- vinnulaun scm voru 200 000 krónur á mánuði miðað við verðbótavísitölu þá er gilti 1. desembcr 1977 til 28. febrúar 1978, sbr. þó 3. gr. Hámark verðbóta skal breytast ineð áfangahækkun launa frá því i desember 1977. Setja má með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd þessarar greinar, þar ineð hvað skuli telja laun fyrir fulla dagvinnu, m. a. samkvæmt kjarasamningum sjómanna. 3. gr. Frá 1. desember 1978 og þar til um annað hefur verið samið skulu grunnlaun og tilhögun verðbóta á laun haldast óbreytt eins og ákveðið er frá 1. september 1978 samkvæmt almennum kjarasamningum, sem gerðir voru á árinu 1977 og á fyrstu fimm mánuðum 1978, og samkvæmt lögum þessum. II KAFLI Um bætur almannatrygginga samkvæmt lögum nr. 67/1971 með áorðnum breytingum, sbr. lög nr. 96/1971, nr. 62/1974, nr. 13/1975, nr. 36/1976, nr. 53/1977, nr. 56/1977, nr. 3/1978 og nr. 91/1978 4. gr. llætur almannatrygginga, aðrar en fæðingarstyrkur, skulu taka sömu hlutfalls- hækkun 1. september 1978 og 1. desember 1978 og laun verkamanna þessa daga. Hækkun þessi skal einnig taka til greiðslna skv. 73. gr. laganna. III KAFLI Um niðurfærslu vöruverðs og verðlagseftirlit 5. gr. Ríkisstjórninni er heimilt að auka niðurgreiðslur vöruverðs frá því stigi sem gilti í ágústlok sem svarar 4.9% af verðbótavísitölu eins og hún er fyrir gildistöku þessara laga. 6. gr. Fjármálaráðherra er heimilt að fella niður sölugjald af einstökum matvörum eða matvöruflokkum, drykkjarvörum eða drykkjarvöruflokkum, sbr. lög nr. 10/1960 með áorðnum breytingum. Fjármálaráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd þessarar lækkunar, svo og um bókhald og sölugjaldsframtal þeirra sem versla með þessar vörur. 7. gr. Ekki má hækka verð vöru eða þjónustu eða endurgjald fyrir afnot af fasteign eða lausafé frá j>ví sem var 9. september 1978 nema að fengnu samþykki réttra yfirvalda, og skulu þau ekki leyfa neina hækkun nema þau telji hana óhjákvæmi- lega. Leyfi til hækkunar tekur þó ekki gildi fyrr en það hefur hlotið staðfestingu ríkisstjórnarinnar. Frá 11. september 1978 skal lækka hundraðshluta verslunarálagningar sem því svarar að levfð hefði vcrið álagning á 30% þeirrar hækkunar álagningarstofnsins, sem leiðir af hækkun á verði erlends gjaldeyris frá því gengi sem gilti 28. ágúst 1978, miðað við þá álagningarreglu sem gilti samkvæmt ákvörðun Verðlagsnefndar þann dag. Ekki má hækka hundraðshluta álagningar á vöru í heildsölu, smásölu eða öðrum viðskiptum frá því sem var 9. september 1978 ineð breytingum skv. 2. mgr., nema að fengnu samþykki réttra yfirvalda og staðfestingu ríkisstjórnarinnar, sbr. 1. mgr. Gildir þetta einnig um hvers konar umboðslaun vegna sölu vöru eða þjónustu og um hvers konar álagningu sem ákveðin er sem hundraðshluti á selda vöru eða þjónustu, þar með vinnu. Ákvæði 1., 2. og 3. mgr. taka einnig til verðs hvers konar vöru og þjónustu sem riki, sveitarfélög, stofnanir þessara aðila eða aðrir opinberir aðilar láta í té gegn gjaldi. Ríkisstjórnin getur ákveðið lækkun á verði vöru eða þjónustu telji hún til þess gilda ástæðu eða brýna nauðsyn. IV KAFLI Um eignarskattsauka, sérstakan tekjuskatt og sérstakan skatt á tekjur af atvinnu- rekstri til þess að standa undir kostnaði af niðurfærslu vöruverðs skv. III kafla 8* #r- Eignarskattsauki skal lagður á álagðan eignarskatt gjaldársins 1978 (skattársins 1977) skv. 26. gr. laga nr. 68/1971 um tekjuskatt og eignarskatt, sbr. 2. gr. laga nr. 63/1977 um breyting á þeim lögum, og ákvarðast hann þannig: a. 50% af álögðum eignarskatti á menn, sbr. 1. tl. 26. gr. greindra laga. b. 100% af ólögðum eignarskatti á innlend og erlend félög og aðra skattskylda aðila, sbr. 2. tl. 26. gr. greindra laga. Eignarskattsauki skal vera frádráttarbær frá tekjum á sama hátt og eignar- skattur. 9. gr. A árinu 1978 skal lagður sérstakur tekjuskattur á alla menn, sem tekjuskatt- skyldir eru samkvæmt ákvæðum laga nr. 68/1971 með síðari breytingum, sem hér segir: a. Einstaklinga: 6% af skallgjaldstekjum skattársins 1977 að frádregnum 2 800 000 kr., auk 220 000 kr. fyrir hveit barn sem er á framfæri þeirra, sbr. 1. mgr. C-liðar 25. gr. laga nr. 68/1971, sbr. 9. gr. laga nr. 11/1975 og 4. gr. laga nr. 3/1978. b. Samsköltuð hjón og karl og konu sem búa saman í óvigðri sambúð, sbr. 5. mgr. B-liðar 25. gr. laga nr. 68/1971 íneð síðari breytingum: 6% af skattgjaldstekj- um skattársins 1977 að frádregnum 3 700 000 kr., auk 220 000 kr. fyrir hvert barn sem er á framfæri þeirra, sbr. 1. mgr. C-liðar 25. gr. laga nr. 68/1971, sbr. 9. gr. laga nr. 11/1975 og 4. gr. laga nr. 3/1978. c. Hjón, sem telja fram hVort í sínu lagi: 6% af skattgjaldstekjum hvors um sig á skattárinu 1977 að frádregnum 2 220 000 kr. hjá hvoru, auk 110 000 kr. hjá hvoru fyrir hvert barn sem er 5 framfæri þeirra, sbr. 1. mgr. C-Iiðar 25. gr. laga nr. 68/1971, sbr. 9. gr. laga nr. 11/1975 og 4. gr. laga nr. 3/1978. Neini munur vergra tekna lil skatts og skattgjaldstekna hærri fjárhæð en 532 500 kr. hjá einstaklingi og hvoru hjóna sem telja fram hvort í sínu lagi, en 798 700 kr. hjá samsköttuðum hjónum, skal hækka skattgjaldstekjur samkvæmt stafliðum a., b. og c. um þá fjárhæð sem munurinn er umfram þessar fjárhæðir, eftir því sem við ó, og reiknast þá sérstaki tekjuskatturinn af þessum upphækk- uðu skattgjaldstekjum, sbr. stafliði a., b. og c. Áður en skattur er ákvarðaður samkvæmt þessari grein skulu skattgjaldstekj- ur manna skv. 1. mgr., sem hafa með höndum atvinnurekstur eða sjálfstæða starf- semi, lækkaðar um hreinar tekjur nf atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi eða hækkaðar um rekstrartöp af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi á skattárinu 1977, svo og um yfirfærð rekstrarlöp frá fvrri árum samkvæmt ákvæðum 2. mgr. I’-liðar 11. gr. greindra laga. Þessi sérstaki tekjuskattur er ekki frádráttarbær frá tekjum. . 10. gr. A árinu 1978 skal leggja sérstakan skatt á tekjur af atvinnurekstri eða sjálf- stæðri starfsemi skattþegna, ákveðnar samkvæmt eftirfarandi reglum: 1. Tekjur mannn, sem tekjuskattskvldir eru samkvæmt ákvæðum laga nr. 68/1971 með síðari breytingum, ákveðast sem hér greinir: Hreinar tekjur af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi skattárið 1977, að viðbættum öllum fyrningum scm gjaldfærðar hafa verið samkvæmt ákvæðum 15. gr. laga nr. 67/1971 með síðari breyiingum við ákvörðun þessara hreinu tekna, en að frádregnum yfirfæríuilegum rekstrartöpum frá fyrri árum sain- kvæmt ákvæðum 2. mgr. B-Iiðar 11. gr. greindra laga. Sé um að ræða rekstrartap á skatlárinu 1977 telst stofninn vera gjaldfærðar fyrningar á skattárinu 1977 samkvæmt ákvæðum 15. gr. laga nr. 68/1971 með síð- ari brcytingum, að frádregnu rekstrartapi skaltársins 1977, svo og að frádregn- um yfirfæranlegum rekstrartöpum frá fyrri árum samkvæml ákvæðum 2. mgr. B-liðar 11. gr. greindra laga. 2. Tekjur þeirra sem tekjuskattskyldir eru samkvæml ákvæðom 5. gr. laga nr. 68/1971 með siðari breytinguin ákveðast sem hér greinir: Hreinar tekjur þessara aðila skattárið 1977, að viðbættum öllum fyrningum sem gjaldfærðar hafa verið samkvæmt ákvæðum 15. gr. laga nr. 68/1971 með síðari breytingum vrð ákvörðun þessara hreinu tekna, en að frádregnum yfir- færanlegum rekstrartöpum frá fyrrd úrum samkvæmt ákvæðum 2. mgr. B-lið- ar 11. gr. greindra laga. Við ákvörðun hreinna tekna þessara aðila skal þó eigi telja raeð skatlskyldar tekjur samkvæml ákvæðum 9. gr. greindra laga og til frádráltar frá hreinuin tekjum skal einungis lekið tillit til ákvæða 6. mgr. 17. gr. greindra laga. Sé um að ræða rekslrartap á skattárinu 1977 telst stofninn vera gjaldfærðar fyrningar á skattárinu 1977 samkvæmt ákvæðum 15. gr. laga nr. 68/1971 með síðari breytingum, að frádregnu rekstrartapi skattársins 1977, sem ákvarð- ast án tillits til ákvæða 9. gr. og 17. gr. greindra laga, að undantekinni 6. mgr. 17. gr., svo og að frádregnum yfirfæranlegum rekstrartöpum frá fyrri árum samkvæmt ákvæðum 2. mgr. B-liðar 11. gr. greindra laga. 3. Hafi skattþegn, sem hefur með höndum atvinnurekstur eða sjálfstæða starf- semi, eigi talið fram til tekjuskalts á gjaldárinu 1978 ber skattstjóra að áælla tekjur hans til þessa sérstaka skatts, að viðbættuin Viðurlögum sem ákvarðast í samræini við ákvæði VII kafla laga nr. 68/1971 með síðari breytingum. Þessi sérstaki skatlur skal nema 6% af tekjum eins og þær eru ákvarðaðar skv. 1. — 3. tl. 1. mgr. þessarar greinar. Þessi sérstaki skattur cr ekki frádráttarbær frá tekjum. 11. gr. Skattstjórar sjá um úlreikning þcirra skatta sein um ræðir í 8. — 10. gr. laga þessara og gilda um þá ákvæði VI, VII og VII kafla laga nr. 68/1971 með síðari breylingum, eftir því sem við á. Skattstjórar skulu við útreikning þessara skatta j*lyðjast við sömu skatta og sömu stofna sem á byggðist álagning eignarskatts og tekjuskatts samkvæmt skattskrám 1978. Verði um að ræða breytingu á eignar- skatti, skatlgjaldstekjum eða fyrningum við úrskurð á kærum eða af öðrum ástæðum vegna gjaldársins 1978 ber skattvfirvöldum og ríkisskattanefnd af sjálfsdáðum að lækka eða hækka eða leggja á skatta, sem um ræðir í 8. — 10. gr. laga þessara, til samræmis við þær brevtingar. 12. gr. Innheimtu skalta skv. 8. 10. gr. laga þcssara skal skipt jafnt á fjóra gjald- daga, hinn 1. nóvember 1978, 1. desember 1978, 1. janúar 1979 og 1. febrúar 1979. Nái sanitala þeirra skatta sem lagðir eru á einstaka skattaðila eftir ákvæðum 8. — 10. gr. laga þessara ekki 4 000 kr. skulu þeir felldir niður við innheimlu. Skattar þessir skulu innhcimtir af sömu aðilum og innheimta tekjuskatt og eignarskatt. Um dráttarVexti og innheimtu þeirra skal að öðru leyli fara eftir ákvæðum þeim er gilda um innhcimtu tekjuskatts og eignarskatts, sbr. 4<>. gr. laga nr. 68/1971 mcð síðari breytingum. V KAFLI Um breyting á lögum nr. 86 1. júní 1978 um sérstakt tímabundið vörugjald 13. gr. 1. gr. laganna orðist svo: Greiða skal í ríkissjóð sérstakt vörugjald. Skal gjaldið vera 16% til og með 8. september 1978 en timabilið 9. september 1978 til 31. desember 1979 skal greiða það í eftirfarandi tveimur gjaldflokkuni: A. Af vörum i eftirgreindum tollskiárnúmerum grciðist 16% gjald: 03.01.11 11.02.10 19.04.09 21.07.06 04.06.00 11.02.29 19.05.00 21.07.07 04.07.00 11.02.31 19.07.01 . 21.07.08 05.13.00 11.02.32 19.07.02 21.07.11 06.02.01 11.04.00 19.07.09 21 07.12 06.02.09 11.05.01 19.08.01 21.07.19 06.04.01 11.05.09 19.08.02 22.01.01 06.04.09 11.08.01 19.08 03 22.02.01 07.02.00 11.08.02 19.08.04 22.02.09 07.03.00 11.08.03 19.08.09 22.03.01 07.04.00 11.08.09 20.01.00 22.03 09 07.06.00 11.09.00 20.02.02 22.10.00 08.01.50 13.03.03 20.02.03 25.01.01 08.01.60 17.01.10 20 02.04 27.08.20 08.01.79 17.01.21 20.02.05 , 29.04.50 08.03.00 17.01.22 20.02.06 30.03.44 08.04.21 17.01.25 20.02.07 30.05.00 08.04.22 17.01.26 20.02.08 34 07.00 08.10.00 17.02.01 20.02.09 36.02.00 08.11.00 17.02.02 20.03.00 36.04.00 08.12.01 17.02.03 20.04 00 38.14.00 08.12.02 17.02.09 20.05.01 38.17.00 08.12.03 17.03.02 20.05.02 38.19.31 08.12.09 17 03.09 20.05.03 38.19.32 08.13.00 17.04.01 20.05.09 38.19 35 09.03.00 17.04.03 20.06.10 39.01.25 09.04.00 17.04.04 20.06.20 39.01.35 09.05.00 17.04.05 20 07.11 39.01.44 09.06.00 17.04.06 20.07.19 39.01.45 09.07.00 17.04.09 20.07.20 39.01.54 09.08.00 18.06 04 20.07.30 39.01 J69 09.09.00 18.06.05 20.07.40 39 01.79 09 10.10 18.06.06 20.07.50 39.01.89 09.10.20 18.06.09 20.07.60 39.01.96 11.01.23 19.02.09 20.0770 39.02.16 11.01.24 19.03.00 21.07.04 39.02.24 11.01.25 19.04.01 21.07.05

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.