Morgunblaðið - 09.09.1978, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 09.09.1978, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1978 Minning: Magnús Andrésson frá Ytri-Hól í dag, 9. september, verður borinn til hinztu hvílu að Breiða- bólstað í Fljótshlíð Magnús Andr- ésson frá Ytri-Hól í Vestur-Land- eyjum. Hann lézt í Borgarsjúkra- húsinu í Reykjavík 19. ágúst sl., 94 ára að aldri. Það gefur auga leið, að á svo langri ævi hefur margt á dagana drifið, sem hér verður ekki rakið; til þess skortir undirritaðan bæði þekkingu og hæfileika, enda ekki ætlunin að rita ævisögu, þótt vissulega væri til þess full ástæða. Það, sem hér verður sagt, verða því aðeins örfá minningarorð. Magnús fæddist að Hemlu í Vestur-Landeyjum 4. júlí 1884, sonur hjónanna Andrésar Andrés- sonar og Hólmfríðar Magnúsdótt- ur, sem þar bjuggu, og var Magnús þriðji í röðinni sjö barna þeirra hjóna, er fullorðinsárum náðu. Hann ólst þar upp í glöðum systkinahópi á mannmörgu mynd- arheimili. Eins og venja var í þá daga, vandist hann snemma á að taka til hendi við margvísleg sveitastörf, enda varð hann fljótt orðlagður fyrir dugnað og ósérhlífni við öll störf, hvort sem hann vann við heyskap, húsbyggingar, sjóróðra úr Landeyjarsandi eða annað, sem gera þurfti á stóru búi á þeim árum. Árið 1907 kvæntist Magnús Dýrfinnu Gísladóttur. Hún var fædd 20. maí 1884 að Seljavöllum undir Eyjafjöllum, og taldi hann það hafa verið sína mestu gæfu í lífinu að hafa kynnzt henni. Þeim varð sjö barna auðið, sem hér eru upp talin í aldursröð: Gíslína, f. 1907, var gift Andrési Einarssyni, sem nú er látinn. Þau bjuggu allan sinn búskap í Vest- mannaeyjum, en hún býr nú að Laufvangi 16 í Hafnarfirði; Hólm- fríður, f. 1910. Hennar maður er Guðmundur Gíslason og búa þau að Uxahrygg á Rangárvöllum; Guðleif, f. 1911, gift Ásgeiri Jóhannssyni. Þau bjuggu lengi að Kálfholti í Rangárvallasýslu, en nú að Mánavegi 5, Selfossi; Andrés, f. 1913. Hann býr ásamt konu sinni, Þorgerði Sveinsdóttur, að Vatnsdal í Fljótshlíð; Lilja, f. 1913, var gift Gretti Ásmundssyni. Þau bjuggu í Reykjavík, síðast að Rauðalæk 55, en eru bæði látin; Sigurður, f. 1918. Hann dó á barnsaldri; Sigurósk, f. 1924, var gift Þorkeli Árnasyni, og bjuggu þau í Grindavík. Hún er nú látin. Auk þess ólu þau Magnús og Dýrfinna upp tvö sonabörn sín: Sigurð Andrésson og Dýrfinnu Andrésdóttur. Þau Magnús og Dýrfinna tóku á leigu jörðina Gaularáshjáleigu í Austur-Landeyjum og reistu þar bú vorið 1907, en Magnús vildi vera sjálfstæður og þótti sér of þröngur stakkur skorinn að vera leiguliði annarra. Hann ákvað því, þrátt fyrir lítil efni, að ráðast í að kaupa jörðina Brók í Vestur-Land- eyjum og þangað fluttust þau hjón vorið 1908. í Brók voru hús öll í mikilli niðurníðslu, nánast ónýt með öllu, svo að byggja varð þau upp frá grunni. Gekk Magnús að því verki með sömu atorku og einkenndi öll hans störf, og tókst honum, meðfram öðrum búverk- um, að- reisa ný hús yfir fólk og fénað á undraskömmum tíma. Síðar lét hann svo breyta nafni jarðarinnar og nefndi hana þá Hvítanes. I Hvítanesi bjuggu þau hjón síðan góðu búi í fjórtán ár eða til ársins 1922. Árið 1921 urðu þau fyrir þeirri þungu sorg að missa dreng á fjórða ári og syrgðu þau hann bæði sárt og lengi, og varð þetta, meðfram öðru, til þess að þau brugðu búi, seldu Hvítanes- ið og fluttust til Vestmannaeyja vorið 1922. í Vestmannaeyjum unnu þau Magnús og Dýrfinna ýmis störf til sjós og lands, á sumrin einnig í kaupavinnu á „fastalandinu". Fljótlega fundu þau þó, að þarna voru þau ekki á réttri hillu í lífinu og var því enn ráðizt í búferlaflutning, að þessu sinni að Borgartúni í Þykkvabæ, þar sem þau fengu leigðan fjórðung jarðarinnar. En eins og áður undi Magnús því illa að vera undir aðra gefinn með allt, eins og leiguliðar urðu oft að sætta sig'við, og var hann því stöðugt á höttun- um eftir öðru jarðnæði. I ársburjun 1926 bauðst honum loks til kaups hluti eða tveir þriðjungar jarðarinnar Ytri-Hóls í Vestur-Landeyjum. Kaupin tókust pg þangað var flutt þá um vorið. I Ytri-Hól þurfti, eins og áður í Hvítanesi, að byggja upp flestöll hús á jörðinni, en húsbóndinn lá ekki á liði sínu fremur en áður og á skömmum tíma voru þau ýmist öll reist frá grunni eða endurreist. Bærinn Ytri-Hóll stóð á fallegum stað á austurbakka Hólsár. Megn- ið af landi jarðarinnar er þurrir en þó grösugir valllendisbakkar, góðir til ræktunar. Var þar því gott undir bú, og virtist nú allt leika í lyndi, en ekki er allt sem sýnist. Frá upphafi höfðu Þykkv- bæingar átt við mikla erfiðleika að etja vegna ágangs vatna, og var aðalskaðvaldurinn svonefndur Djúpós, sem var allvatnsmikil kvísl, er rann úr Hólsá til vesturs, norðan við Þykkvabæinn. Hún breiddi þar úr sér og kaffærði iðulega lönd Þykkvbæinga, olli þeim þungum búsifjum og torveld- aði samgöngur. Árið 1923 tókst þeim þó með samstilltu átaki a stífla Djúpós, en við það jókst mjög vatnsmagn í Hólsá, og fór hún þá að'brjóta land a austan- verðu, og breikka farveg sinn, hægt og hægt, en þó fór svo, að um 1940 var farið að ganga mjög á túnið í Ytri-Hól. Bæjarhúsin komust síðan í hættu. 1943 varð að flytja bæinn og byggja allt upp að nýju, og var það í þriðja sinn, sem Magnús gerði það í sinni búskap- artíð. Á nýja staðnum bjuggu þau hjón svo til ársins 1952, en brugðu þá búi, seldu jörðina og fluttust að Hellu á Rangárvöllum; treystu sér ekki til þess að berast með því tæknivæðingarflóði, sem hófst hér á landi eftir stríðið, jafnt í iandbúnaði sem öðrum atvinnu- greinum, enda voru þau þá komin fast að sjötugu og bæði alin upp við búskaparhætti 19. aldar, fædd 1884 eins og fyrr segir. Á Hellu stundaði Magnús ýmsa ígripavinnu, bæði hjá Kaupfélag- inu Þór og víðar, enda var hann alls staðar eftirsóttur til vinnu vegna dugnaðar og samvizkusemi. Fljótlega eftir að þau fluttust að Hellu, festu þau hjón kaup á litlu húsi og bjuggu þar meðan bæði lifðu. 20. marz 1958 lézt Dýrfinna eftir langa og stranga baráttu við ólæknandi sjúkdóm, en þá komu mannkostir Magnúsar ef til vill betur í ljós en nokkru sinni fyrr, er hann hjúkraði konu sinni á banasænginni, svo vel, að það hafa kunnugir sagt, að vart hefði betur verið gert á nokkru sjúkrahúsi eða þótt lærð hjúkrunarkona hefði hana stundað. I fjórtán mánuði vék hann varla frá sjúkrabeði hennar, því að hún var honum dýrmætari en flest annað í þessum heimi, og henni unni hann hugást- um, allt frá fyrstu kynnum til hinztu stundar, og það hafa börn þeirra sagt, að aldrei hafi þau orðið þess vör, að eitt einasta + Eíginmaöur minn og faöir ÞORGRÍMUR ÞORSTEINSSON Hrísarteig 21, andaðist aö Landakotsspítala 8. september. Jóhanna Halldórsdóttir Hulda Þorgrímsdóttir. t ÓLAFUR F. ÓLAFSSON, fyrrverandi forstjóri, Eiríksgötu 2, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 11. sept. kl. 3. Valgeróur Marteinsdóttir og börn hins látna. + Elskuleg dóttir okkar og systir SIGURBJÖRG KATRÍN INGVADÓTTIR andaöist 5. september 1978. Jaröarförin auglýst síöar. Foreldrar og systkini. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og jaröarför, SÓLBORGAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Lokastíg 24. Fyrir hönd aöstandenda, Ögmundur Þorsteinsson. + Innilega þökkum viö auösýnda samúð viö fráfall og jaröarför fööur okkar, tengdafööur og afa, JÓHANNS GUÐMUNDSSONAR, frá Dalbas. Kristrún Jóhannsdóttir, Halldór V. Sigurösson, Gyóa Jóhannsdóttir, Kristján Magnússon, Guómundur H. Jóhannsson, Anna Sigurðardóttir, Erlingur Kristjánsson, og barnabörn. styggðaryrði félli milli þeirra, og hefðu þau alla tið verið eins og nýlofuð væru. Eftir iát konu sinnar, bjó Magnús einn í húsi sínu um tíma, og á því tímabili er víst, að hann var oft einmana, því að konu sína syrgði hann mjög. Árið 1965 varð Magnúsi þungt í skauti. Á því ári hjó „maðurinn með ljáinn“ stór skörð í ástvina- hóp hans. Þá dóu, með fárra vikna millibili, dótturdóttir hans, Ingi- björg Guðmundsdóttir, og sonar- dóttir, sem var jafnframt uppeld- isdóttir hans, Dýrfinna Andrés- dóttir. Er þær voru báðar fallnar frá í blóma lífsins, treysti hann sér ekki lengur til þess að búa einn. Dýrfinna varð aðeins 32 ára og átti sjö ung börn, er hún féll frá. Um þetta leyti hafði dótturson- ur hans, Erlingur Guðmundsson, og kona hans, Sigurvina Samúels- dóttir, reist sér hús á Heiðvangi 4 á Hellu. Magnús fór til þeirra og bað þau að lofa sér að vera og var það auðsótt mál. Hjá þeim hjónum átti hann síðan heimili og þar leið honum vel, enda voru þau „Elli og Vinsý", og þá ekki síður börn þeirra fimm, samhent um að búa vel að honum þar, og áreiðanlegt er, að á því heimili varð ekki vart við „kyn- slóðabil", þrátt fyrir 83 ára aldursmun á elzta og yngsta heimilismanni. Þar var ekki kvart- að yfir þrengslum, þó vissulega hefði einhver ung kona gert það við svipaðar aðstæður, og sannast þar orðtækið: „Þar sem hjartarúm er, þar er og húsrúm", og mættu víst margir af því lærdóm draga. Magnús Andrésson var meðal- maður á hæð, léttur á fæti og kvikur í hreyfingum, andlitið svipmikið og augun glettnisleg, Hann var maður sjálfstæður í skoðunum og sagði sitt álit á mönnum og málefnum umbúða- laust og var þá oft ómyrkur í máli. Af þeim sökum sýndist mörgum hann óheflaður við fyrstu kynni, en þeir, sem betur þekktu hann, vissu, að undir hrjúfu yfirborði bjó hreint og göfugt hjarta, og tilfinn- ingar þessa manns, sem mikið hafði reynt, voru viðkvæmar. Mestan hluta starfsævi sinnar var hann bóndi, og þar var áreiðanlega réttur maður á réttum stað, því að hann elskaði starf sitt. Hann var jafnframt geysilegur áhugamaður við vinnu og hlífði sjálfum sér sízt af öllum. Megnustu óbeit hafði hann á öllum seinagangi og slóðaskap. Hjúum sínum var hann góður húsbóndi og konu sinni og börnum góður heimilisfaðir. Honum þótti vænt um sveitina sína og á efri árum var það hans helzta skemmtun að fara að heimsækja gömlu sveitungana. Hann dvaldist þá stundum nokkra daga hjá þeim, enda var hann aufúsugestur hvar sem hann kom. Oft dvaldist hann hjá dóttur sinni og tengdasyni á Uxahrygg, enda voru þau honum góð, og þar var hann í nágrenni við æsku- stöðvarnar í Hemlu. Á milli þeirra feðgina var mjög innilegt og gott samband, og veit ég, að Hólmfríð- ur lét sér mjög annt um föður sinn. Þannig talaði hún við hann í síma 1 hverri viku í rúm tuttugu ár, eða frá því að móðir hennar lézt árið 1958. Magnús var trúmaður og ætíð mjög kirkjurækinn. Hann trúði því í einlægni, að hann fengi að hitta horfna ástvini sína, er hann kæmi yfir móðuna miklu, og lét oft í ljós, að fremur hlakkaði hann til endurfunda við þá en að hann kviði dauðanum. Eg, sem þessar línur rita, þakka fyrir að hafa átt þess kost að kynnast Magnúsi Andréssyni og njóta samvista við hann. Með þessum fátæklegu orðum votta ég honum virðingu mína og ástvinum hans mína dýpstu samúð. Emil Ragnarsson. Minning: Kristján Bjart- marz Stgkkishólmi Fæddur 4. mars 1886. Dáinn 1. september 1978. í dag verður gerð frá Stykkis- hólmskirkju útför Kristjáns Bjart- marz fyrrverandi oddvita en hann lést 1. september s.l. 92 ára að aldri. Kristján var kosinn heiðurs- borgari Stykkishólms fyrir margra áratuga vinnu að málefn- um Stykkishólms, þar sem hann hafði forustu um bæjarreksturinn og var auk þess virkur þátttakandi í margs konar félagsmálastarfi. Það eru því hlýjar þakklætiskveðj- ur sem Hólmarar senda hinum aldna heiðursmanni að leiðarlok- um. Kristján var fæddur að Hara- stöðum í Vesturhópi 4. mars 1886 en á unglingsárunum bjuggu foreldrar hans í Dalasýslu. Arið 1907 fluttist hann til Stykkishólms og bjó þar til dauðadags. I Stykkishólmi stundaði Kristján ýmis verslunar- og skrif- stofustörf. Kristján var fyrst kosinn í hreppsnefnd 1931 og sat samfellt í hreppsnefnd til ársins 1954 og var ávallt oddviti hreppsnefndar. Skrifstofumaður hreppsins var Kristján á árunum 1954 til 1966 að hann lét af störfum sökum aldurs. Langt starf Kristjáns að mál- efnum Stykkishólms einkenndist af óbilandi trú hans á byggðarlagi sínu og framtíðarmöguleikum þess. Allt vinnulag hans einkennd- ist af léttleika og glaðværð enda urðu störf hans gifturík og hann naut mikilla vinsælda. Hugur Kristjáns var við fram- kvæmdir sveitarfélagsins allt til hinstu stundar og hann samgladd- ist viðtakendum sínum við hvern unninn sigur við að gera bæinn lífvænlegri og betri. Stykkishólmsbúar þakka í dag Kristjáni Bjartmarz áratuga leið- sögn í bæjarmálum og margvísleg félagsmálastörf. Þau störf vann hann af óeigingjörnum huga til að skila bæjarfélagi sínu fram á veginn. Megi minningin um góðan dreng og ötulan félagsmálamann lifa. Ellert Kristinsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.