Morgunblaðið - 10.09.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.09.1978, Blaðsíða 1
t^amiibUútíb 205. tbl. 65. árg. SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Heimsmeistaraeinvígið: Jógum Korchnois meinaður aðgangur Baguio. 9. september AP. FLORENCIS Campomanos for- maður framkvæmdaneíndar heimsmeistaraeinvígisins í skák ákvað í dag að meina tveimur Ananda Marga-jógum aðgang að einvíginu frá og með 20. skák- inni. sem tefld er í dag. Féllst hann á kröfu sovésku sveitarinn- ar þess efnis. en Korehnoi fékk jóga þessa til liðs við sig til að vinna á móti áhrifum dularsál- Námaverka- menn hand- teknir í Chile Santiago, 8. sept. Reuter. ÖRYGGISSVEITIR hafa hand- tekið 52 námaverkamenn í Chile síðustu daga vegna þátt- töku þeirra í leynilegum stjórn- málafundum, að því er innan- ríkisráðuneytið skýrði frá í dag. Hinir handteknu eru félagar í bannfærðum stjórnmála- flokkum. Handtökurnar fóru fram í El Loa-héraðinu, þar sem Quica- matanáman er, en 11,000 verka- menn við námuna hættu nýver- ið mánaðarlöngum aðgerðum þar sem mótmælt var slæmum kjörum. Órói hefur verið í Chile að undanförnu og óttast yfir- völd að til óeirða komi á fimm ára afmæli stjórnarinnar í næstu viku. fræðingsins Zukhars. sem er í fylgdarliði Karpovs. Viktor Baturinsky, liðsstjóri Karpovs-sveitarinnar, krafðist þess að jógunum tveimur yrði meinaður aðgangur að einvíginu, þar sem þeir væru hryðjuverka- menn, eins og hann sagði „Heims- meistaraeinvígið er ekki staður fyrir glæpamenn," sagði hann, en jógarnir tveir voru dregnir fyrir rétt í Manila fyrr á árinu og gefið að sök að hafa myrt indverskan diplómat á Filippseyjum. Jógarnir áfrýjuðu í.iáli sínu tii æðri dóm- stóla og voru látnir lausir gegn tryggingu. Vegna þessarar ákvórðunar sinnar bauðst Campomanes til þess að útvega Korchnoi aðra menn „búna jafnmiklum ef ekki meiri hæfileikum, til að stuðla að sálarró hans". Baturinsky skaut málinu upphafiega til sjö manna dómnefndar einvígisins, en hún komst ekk'i að niðurstöðu í málinu, og því tók Campomanes ákvörðun- ina einhliða. I'annig var umhorfs á einni fjölförnustu götu Teherans eftir að herlög voru sett í fyrradag, en þetta er ein af fyrstu myndunum, sem berast þaðan eftir að öngþveitisástand varð ríkjandi. (AP-símamynd) Áframhaldandi átök þrátt fyrir hervörð og skriðdreka Þrjú ár fyrir að kasta lliisku Varsjá 9. september— Reuter PÓLSKUR knattspyrnuunnandi hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi og fjársekt fyrir að fleygja flösku í höfuð línuvarðar meðan á leik Widzew og Gwardia stóð í borginn Lodz fyrir hálfum mánuði. Maðurinn hefur áður gerzt sekur um brot af þessu tagi. Annar áhugamaður fleygði flösku út á leikvöllinn við sama tækifæri, og fékk hann tveggja ára fangelsisdóm, að sögn frétta- stofunnar. Teheran — 9. september AP - Reuter TIL NÝRRA átaka kom í Teher- an í morgun og mátti víða heyra skothrið í borginni. Skriðdrekar eru til taks í mið og austurborg- inni þar sem mest hætta er á ofbeldisaðgerðum. og hervörður er hvarvetna í höfuðborginni og í þeim borgum öðrum þar sem sex mánaða herlög voru sett í gær. Hinn víðfrægi bazar / Teheran var lokaður í morgun og þaðan heyrðist skothríð. Óstaðfestar fregnir herma að herlögregla hafi skotið á mótmælendur sem þar voru saman komnir. en engar fregnir er enn að hafa af mannfalli. Um hádegisbilið benti allt til þess að nýir götubardagar væru í aðsigi í höfuðborginni. Almælt er að tala fallinna í blóðbaðinu í gær skipti nokkrum hundruðum, en í gær var taiið að um 100 manns hefðu látið lífið. Yfirvöld gáfu til kynna í gær að 58 hefðu fallið, en í morgun höfðu þau hækkað þá tölu upp í 85. Orðrómur er á kreiki um það í Teheran að ísraelskir hermenn séu komnir til landsins að beiðni stjórnarinnar til að aðstoða við að halda mótmælendum í skefjum, en yfirvöld hafa harðlega vísað slík- um sögum á bug. Dómsmálaráðherra írans, Amir Abbas Hoveyda, sem var forsætis- ráðherra um árabil þar til keisar- inn setti hann af í agúst í fyrra, sagði af sér í morgun. Andstaðan gegn keisaranum og tilraunum hans til að auka frjáls- ræði í landinu og draga úr hinu gífurlega valdi trúarleiðtoga er bersýnilega að aukast. Hafa ýmsir pólitískir öfgahópar gengið til liðs við trúarleiðtogana og færa sér þannig í nyt öngþveitið, sem ríkjandi er í landinu. Þar á meðal er alræmd hryðjuverkahreyfing, sem gengur undir nafninu Is- lam-marxistar. Rhodesía: Hefndaradgerd- um haldið áfram Salisbury, 9. sept Reuter ÖRYGGISSVEITIR stjórnar- Camp David: Fullyrt að árang- ur hafi þegar náðst Camp David, Maryland AP / Reuter VONIR manna um samkomulag á fundinum í Camp David hafa aukizt mjiig verulega eftir að þagnarmúrinn um framvindu viðræðna Begins og Sadats var rofinn í morgun. Bæði egypzkir og bandarískir þátttakendur í fundunum hafa gefið til kynna að árangur hafi þegar náðst varðandi ýmis ágreiningsatriði. og blaðafulltrúi Begins segir að tekizt hafi að eyða persónulegri andúð, sem ríkjandi hafi verið milli Sadats og Begins. Þátttakendur í viðræðunum fara enn sem fyrr mjög varlega með fregnir af fundunum á sveitasetri Carters forseta, en gáfu þó til kynna í morgun að enda þótt enn væru í vegi ýmsar hindranir mætti fullyrða að árangur hefði þegar náðst. Carter ræðir við Begin og Sadat sameiginlega á morgun, en að því er næst verður komizt beinast tilraunir viðra'ðunefnd- anna einkum að því að finna sameiginlegan grundvöll varðandi framtíð vesturbakka Jórdanár, sem hefur verið á valdi ísraels- manna síðustu 11 ár. Heimildarmenn í Camp David segja að Carter forseta hafi tekizt að milda mjög skap Begins undan- farna daga, en samkomulag þeirra hefur verið brösótt síðustu mánuði. I gær átti Carter fyrst fund með Begin í eina og hálf'a klukkustund, en ræddi síðan við Sadat í þrjá stundarfjórðunga. Sabbathald Begins hefur staðið í vegi fyrir fundum þjóðarleiðtoganna þriggja en það getur hafizt strax eftir sólsetur i kvöld. Að sögn fundar- manna. er Carter mjög röggsamur gestgjafi á fundinum, en Mondale varaforseti, Vance utanríkisráð- herra og Brown varnarmálaráð- herra eru á stöðugum fundum með helztu áhrifamönnum úr fylgdar- líði Begins og Sadats. innar í Rhodesíu hafa lagt að velli níu skæruliða nálægt staðnum þar. sem farþega- flugvél var skotin niður með eldflaug á sunnudaginn var og þar sem skæruliðar myrtu síðan tíu af þeim sem komust lífs af úr flugvélinni. I yfirlýsingu stjórnarinnar í Salisbury í morgun um þess- ar hefndaraðgerðir kom ekki fram hvort hinir föllnu væru úr hópi þeirra, sem talið er að staðið hafi fyrir ódæðinu á dögunum. Síðan það átti sér stað hefur stjórnarherinn skipulagt einhverjar æðis- gengnustu mannaveiðar í landinu í manna minnum, en atburðurinn hefur vakið gífurlega reiði í Rhodesíu. Hafa nú alls 15 skæruliðar verið felldir í hefndarskyni, en 48 manns létu lífið í árásinni á farþegavélina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.