Morgunblaðið - 10.09.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.09.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 1978 13 ÞAÐ var sólskin en talsverð gjóla, þegar Morgunblaðsmenn bar að garði í bykkvabænum nú fyrir helgina. Garðurinn var vitaskuld kartöflugarður, einn af ótal mörgum slíkum í þessum hreppi. Grænar breiður af kartöflugrösum teygðu sig svo langt sem augað eygði og hér og hvar mátti sjá stórar uppskeruvélar að störfum. Þegar við höfðum litast dálít- ið um, lögðum við leið okkar út Guðmundur á dráttarvélinni með uppskeruvélina í eftirdragi. Guðmundur dráttarvélarstjóri við stjórnvölinn. að kartöflugarði, þar sem fólk var að störfum, með uppskeru- vél. Þegar við nálguðumst sáum við reyndar að vélin stóð kyrr og var mannlaus, en þegar betur var að gáð, mátti lítá nokkurn hóp fólks að drekka síðdegis- kaffi í þar til gerðum vagni. Ilörður stóð í ströngu við að skipta um poka. en Magnús skotraði augunum til hinna dularfullu ljósmyndatækja. Eftir að hafa gert vart við okkur, ákváðum við að aka um Þykkvabæinn á meðan fólkið drykki kaffið sitt, en heilsa síðan upp á það aftur, þegar það tæki til við uppskeruna að nýju. Eftir skamma stund var dráttarvélin lögð af stað og farin að mjakast eftir kartöflu- breiðunni með uppskeruvélina í eftirdragi. Okkur var boðið upp í yfirbyggða uppskeruvélina, þar sem fólkið var að störfum. Þar voru þeir bændur, Ingvi Markússon og tengdasonur hans Hörður Júliusson, Eygló Ingva- dóttir, kona Harðar og þrjú ungmenni, Aðalsteinn Heiðar Markússon, Magrús Magnússon og Sigríður Harðardóttur, en Guðmundur, sonur þeirra Harðar og Eyglóar ók dráttar- vélinni. — Við búum á sitthvorum partinum," sagði Hörður, „ég á Önnuparti, en Ingvi á Oddsparti og við rekum félagsbú. Ingvi er með dálítið af kindum fyrir utan kartöflurnar, en ég er ekki með neitt annað. Við spurðum Ingva hvenær þeir hefðu byrjað að taka upp. — Við byrjuðum í gær, mánudag, en sumir voru byrjaðir eitthvað um helgina. Mér sýnist að þetta verði Aðalsteinn Heiðar og Sigríður við minna fa'ribandið. verðan tíma. Sumrin eru svo rólegasti árstíminn hjá okkur. Á veturna stunda sumir aðra vinnu, eða fást við viðhald á vélum og húsnæði." Það var nóg að gera innan- borðs á uppskeruvélinni. Ingvi og Eygló tíndu skemmdar kartöflur burt, en Hörður þurfti með stuttu millibili að skipta um poka við endann á færiband- inu. Þau Aðalsteinn og Sigríður stóðu einnig í ströngu við annað færiband, en Magnús lét sér nægja að hafa vakandi auga með öllu sem fram fór. Þegar við RAX höfðum farið tvo hringi með uppskeruvélinni í þessu víðáttumikla kartöflu- beði, kvöddum við fólkið og ókum um Þykkvabæinn til að leita uppi myndaefni og þegar RAX hafði myndað nægju sina héldum við á brott og ókum í bæinn með sólina í fangið og ræddum verðbólguvandann með sérstöku tilliti til kartöflu- ræktar. — SIB Það var með naumindum að Hörður hafði tíma til að kveikja í pípunni. Kartöflubændur í Þykkvabænum sóttir heim „Sumrin eru róleg- asti tím- innhjá okkur” svona alveg þokkalegt, allavega mun betra en í fyrra, enda var nú ekki úr háum söðli að detta. — Þetta er svona rúmur hektari," sagði Hörður, þegar við spurðum hann um stærðina á blettinum sem verið var að taka up úr.„Við fáum svona 300 poka upp úr þessu, en alls erum við með um það bil 18 hektara og upp úr því höfum við fengið allt frá 1300 og upp í 6000 poka. I fyrra fengum við 3000, en það þýðir svona 2000 poka í sölu, því að það verða alltaf svona 25—30% afföll af þessu. Það er ómgöulegt að segja hvað við fáum mikið núna. — Það er ekki ennþá búið að ákveða hvað við fáum fyrir kílóið í haust en í ágúst voru það 180 kr. Þannig við fengum 9000 kr. fyrir pokann. — Ætli við séum ekki svona þrjár vikur að taka upp, ég gæti trúað því. Hins vegar erum við ekki nema viku að setja niður á vorin, en áður en við getum það, þurfum við náttúrulega að framkvæma ýmiss konar jarðvinnslu, sem tekur tals- Ingvi og Eygló við færibandið. — „Hér áður fyrr sáum við stundum risakartöflur, en það er liðin tíð.“ Ljósmyndiri RAX.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.