Morgunblaðið - 10.09.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.09.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 1978 ERLENDAR EIGINKONUR ÞRIGGJA NÝRRA RÁÐHERRA SVO VILL TIL aö Þrjár af eiginkonum ráðherra nýju ríkisstjórnarmnar eru erlendar að uppruna. Morgunblaðið hitti konurnar prjár að máli og spurði pær um kynni af landi og Þjóð og Þá aðstöðu, að vera svo nátengdar Þremur af æðstu ráðamönnum landsins. Heiða Gröndal er fædd og uppalin í Þýzkalandi og gift Benedikt Gröndal utanríkisráðherra „Lœknisstarfið hefurhjálpað mér að festa rœtur á Islandi. ” „ Vona aðþví verði vel tekið, hann sem er að gera. ” • Eiginkona Hjörleifs Guttorms- sonar, iðnaðar- og orkumálaráðherra, Kristín Guttormsdóttir, er fædd og uppalin í Austur-Þýzkalandi. Hún kom til íslands fyrir 15 árum, og hefur starfað lengi sem læknir á Neskaup- stað. Morgunblaðinu tókst að ná tali af Kristínu á Ítalíu. Þar dvelst hún á alþjóðlegu læknaþingi. „Ég frétti þetta fyrir viku, en þar sem ég hef verið hér á þinginu, höfum við ekkert getað rætt hvaða breytingar þetta kann að hafa í för með sér,“ sagði hún. „Ég hef bara ýtt öllu slíku frá mér og einbeitt nlér að því að sinna störfum hér, það þýðir ekki annað. Að vísu er erfitt að ímynda sér annað en við verðum að flytjast búferlum til Reykjavíkur, en það kemur allt í ljós. Það er auðvitað erfitt fyrir svona útivinnandi konu að breyta sínum högum. Læknis- starfið er annasamt, og ég held sennilega áfram að vinna fyrst um sinn, hvað sem síðar verður. Ég hef alveg ákveðnar skoðanir á útivinnu hjóna. Mér finnst alveg sjálfsagt að bæði karl og kona vinni úti, á meðan ekki eru á heimilinu lítil börn. En ef heimilið er stórt, og þar búa t.d. gamalmenni, sem þarfnast umhyggju, finnst mér sjálfsagt að konan sé heima og reki heimilið. Það voru kannski ekki svo mikil viðbrigði fyrir mig að flytjast til Islands á sínum tíma, því að ég ólst upp í fjalllendi nálægt svissnesku landamærunum. Annars var mesta breytingin sú, að við vorum á svona afskekktum stað. Allt menningarlíf var af skornum skammti, og við- brigðin urðu afskaplega mikil fyrir manneskju, sem hafði búið í stórborg eins og Leipzig, farið á tónleika og fylgzt með menningarlífinu þar. Ég get reyndar nefnt eitt smáatriði, sem ég . átti kannski svolítið erfitt með að aðlagast á íslandi fyrst í stað. Hjá okkur í Þýzkalandi byrjuðu menn daginn miklu fyrr, og þar var ekki hægt að fara í heimsókn eftir klukkan níu á kvöldin, — fólk var farið að sofa þá. Það tók mig svolítinn tíma að venjast því að fara ekki að sofa fyrr en um 12 eða eitt eftir miðnætti. Ég kann hins vegar afskaplega vel við þetta nú, þegar ég veit af hverju þetta stafar." Blm. spurði, hvort Kristínu líkaði þá ekki illa hin orðlagða óstundvísi Islendinga. „Nei, nei, ég kann mjög vel við hana. Það er alltaf allt hægt á Islandi, það má sífellt bjarga hlutunum á einhvern hátt, og þá yfirleitt á svolítið persónulegan hátt. Samskipti verða yfirleitt öll svo mannleg. Mér hefur líkað afskaplega vel að vera í þessu læknisstarfi, og það hefur hjálpað mér mikið að festa rætur á Islandi, þannig nær maður svo miklu sambandi við fólk. Og auðvitað á ég fjölskyldu og vini í Þýzkalandi, en ég lít á mig sem Islending. Ég fylgist að sjálfsögðu eitthvað með pólitíkinni á íslandi. — Já, já, ég er yfirleitt á svipaðri skoðun og Hjörleifur." Hjörleifur er líffræðingur að mennt og Kristín læknir. Blm. spurði, hvort umræðuefni á heimil- inu væri ekki oft tengt líffræðilegri hlið tilverunnar. „Það er þá helzt að ég fylgist með hans málum,“ sagði Kristín, „Enda hef ég bæði gaman af grasafræði og áhuga á jarðfræði. Ég les því stundum hans tímarit. — Annars væri tóm vitleysa að segja að maður hefði engar tómstundir. Ég er mikil garðyrkjukona, og ætlaði alltaf að verða garðyrkjukona þegar ég var lítil, — mér hefði aldrei dottið.í hug, að það væri hægt að rækta svo margvíslegar tegundir á Islandi. Mér er alveg ljóst að ráðherra- starfið er mikið og tímafrekt," sagði Kristín að lokum. „En ég held það breyti í engu mínu viðhorfi gagnvart fólki eða viðhorfi annarra til mín. Og ég vona að það hafi engin áhrif á mynd mína af landi og þjóð.“ • „Hér er ekki mikill daglegur umgangur,“ sagði Irma Karlsdóttir og vísaði blm. Morgunblaðsins til stofu. Irma er sænsk, gift Kjartani Jóhannssyni, sjávarútvegsráðherra. Hún kom fyrst til íslands árið 1964 og vinnur nú á daginn í Búnaðar- bankanum. „Ein vinkona mín sænsk sagði við mig, að þetta væri ekki hægt, ég yrði að hætta að vinna, því að nú þyrfti ég að fara að gegna svo mörgum mikilvægum störfum. Ég ætla að sjá til; ef ég get ekki haldið áfram að vinna, þá hætti ég því. Ég var fyrst og fremst ánægð með að það skyldi loksins takast að mynda stjórn, þetta var búið að vera langt og erfitt. En ég hef eiginlega ekkert hugsað út í það ennþá, hvaða áhrif það kunni að hafa á okkar líf að Kjartan er orðinn ráðherra. — Þetta eru kannski ekki mikil- vægir hlutir sem ég geri í bankanum, en mér finnst gott að hafa þessa vinnu til að geta hugsað um eitthvað annað en heimilið. Ég er þó ekkert sérstaklega á þeirri skoðun að hjón eigi bæði að vinna úti — finnst að það geti farið mikið eftir því, hvernig hjónabandið er eða stærð fjölskyld- unnar. Við eigum eina 15 ára stúlku. Ég hefði vafalaust ekki unnið úti ef börnin hefðu verið fleiri." Þau Kjartan og Irma giftust úti í Svíþjóð, er Kjartan var þar við nám. Daginn eftur fluttust þau til íslands. Irma vann á sínum tíma einn vetur í Bæjarútgerð Hafnarfjarðar („Mér fannst strax er ég kom hingað, að ég yrði að kynnast því hvernig er að vinna í fiski,“ sagði hún.) og svo hóf hún nám og lauk stúdentsprófi frá M.R. 1974. „Það versta við fyrstu árin hér var kannski það þegar ég var að byrja að „Það er alltaf „Fannst strax er ég „Var að strauja allt kom hingað, að ég yrði og skipti allt hægt á íslandi” að kynnast því hvernig í einu yfir er að vinna í fiski.” í íslenzku.”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.