Morgunblaðið - 10.09.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.09.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 1978 15 A m # m / Irma Karlsdóttir er sænsk og gift Kjartani Jóhannssyni s j áv arútvegsr áðherr a Kristín Guttormsdóttir, kona Hjörleifs Guttormssonar iðnaðarráðherra, er frá Austur-Þýzkalandi tala íslenzku. Lengi vel átti ég svo erfitt með að koma nákvæmlega réttum orðum að þvi sem ég var að segja, — kannski komst inntakið aldrei til skila. Það var ægilega erfitt að geta aldrei tjáð hug sinn til fulls. — Fyrst í stað var töluð sænska hér á heimilinu, og það var alltaf verið að spyrja mig, hvort ég ætlaði ekki að byrja að tala íslenzku. Ég held að það hafi svo verið 1966 eða 7, ég man ég var að strauja og segja eitthvað við dóttur okkar um leið. Þá allt í einu skipti ég yfir í íslenzkuna. Eftir það hef ég alltaf talað íslenzku. Nei, Svíþjóð er ekki mikið inni á þessu heimili. Að vísu kemur fyrir að ég syng fyrir dóttur mína á sænsku, og ef vel liggur á mér segi ég stundum brandara á sænsku. Ann- ars hef ég því miður fylgzt allt of lítið með því sem hefur verið að gerast í Svíþjóð, — þegar ég var að læra og stóð í ströngu missti ég heilmikið niður það, nýjasta í bókmenntum og öðru. Nú er ég að byrja að bæta úr því, fara út í Norræna hús og lesa blöðin til dæmis. Mér finnst samvinna Norðurlanda núna nokkuð góð. Svíar vita miklu meira um Island nú en þegar ég fluttist hingað. Þó veit landsbyggð- arfólk oft alltof lítið um landið. Ég hitti til dæmis nýlega 50—60 ára gamla konu upp í sveit í Svíþjóð, og hún spurði mig, hvort Islendingar gengju enn í skinnpjötlum eins og hún hafði lesið um í skólanum í gamla daga. Auðvitað hafa sam- skipti þessara landa aukizt mikið, og hér er á hverju ári mikið um sænska ferðamenn. Samt held ég, að þegar ég kem til Svíþjóðar, hugsi fólk: „Aumingja stelpan að lenda í þessu." Helzt vildi ég geta farið til Svíþjóðar einu sinni á ári. Annars er eitt svolítið skrýtið fyrir mig. Þegar ég kem til Svíþjóðar, segir t.d. bróðir minn við fólk: „Má eg kynna þig fyrir systur minni frá íslandi." En hér er alltaf talað um að konan hans Kjartans Jóhnnnssonar sé sænsk. Mér finnst ég stundum vera einhvers staðar á auðum sjó.“ Af tómstundaáhugamálum sínum gat Irma nefnt, að henni þætti skemmtilegt að ganga á fjöll, en einnig hefði hún áhuga á blómarækt og því að halda heimilinu í horfinu. Þó væri laxveiði það bezta sem hún vissi. „Ég get staðið heilan dag spennt og beðið," sagði hún. Hins vegar sagðist hún ekki hafa haft mikið tóm til að sinna nokkru þessara áhugamála. „Ég hefði aldrei búizt við að Kjartan ætti eftir að verða sjávarút- vegsráðherra. En hann er rekstrar- hagfræðingur og þetta er auðvitað eins konar rekstur, svo að ég held að þetta sé að því leyti hentugt. Hann hefur líka alltaf haft mikinn áhuga á sjávarútvegi. Það hefur ennþá bara komið fyrir einu sinni, að ég hef heyrt vitnað í sjávarútvegsráðherra, síðan Kjartan tók við starfinu. Er ég heyri slíkt, vona ég að því sem hann er að reyna verði vel tekið, enda er hann ekki að gera þetta að gamni sínu, heldur vill vinna sitt verk samvizkusamlega. En ég dæmi hann líka, þó að enn hafi ekki unnizt tími til þess í þessu nýja starfi. Ég held að kona verði mjög gagnrýnin á þann sem hún er gift, enda vill maður að allt komi sem bezt út hjá honum." „Sem beturfer hefég alltaf haftáhuga á pólitík. • Heiða Gröndal hafði verið á landsleik Islands og Póllands í knattspyrnu fyrr í vikunni. Hún talaði um að „Við hefðum nú staðið okkur ágætlega, þrátt fyrir tapið; Pólverjarnir væru líka engir aukvis- ar í knattspyrnunni. Blm. Morgun- blaðsins hafði heyrt að kona Bene- dikts Gröndal væri bandarisk og undraðist þennan smekk fyrir íþrótt, sem Vestanmenn hafa vart vitað um fyrr en á allra síðustu árum. „Ég er fædd í Þýzkalandi," leið- rétti Heiða, „og ólst þar upp til 14 ára aldurs. Ég kynntist ameríska fótboltanum bara þegar ég var í háskóla í Bandaríkjunum, en þar bjó ég i 11 ár.“ „Auðvitað myndu flestir hér segja að ég væri útlendingur, þó að ég hugsi ekki sérstaklega um það sjálf, — ég á heima hérna. Fyrstu árin eftir að við fluttumst til íslands var ég stundum að hugsa um það, ef upp kæmi sú staða að ég þyrfti að fara heim. Svo allt í einu spurði ég sjálfa mig: „Heim, — hvar er það?“ Hér hef ég búið mestan hluta ævinnar, þó að ég hafi kannski mótast á þroskaárunum í Bandaríkjunum. • • • Það voru mikil viðbrigði að koma fyrst til íslands fyrir 30 árum. Auðvitað var dálítið erfitt að aðlagast aðstæðum fyrst, og þá sérstaklega vegna þess að ég kom frá Bandaríkjunum. Þá var okkar bless- aða Hlíðahverfi að byrja að byggjast upp og var eins og eins konar Klondike. Hér rigndi mikið og göturnar voru eitt forarsvað. Þá var Reykjavík bara krá. Nú er hér allt svo litríkt, fólk er farið að mála húsin í öllum regnbogans litum. — Fyrst var maður auðvitað mállaus. Þá talaði fólk ekki ensku eins mikið og nú, og það var viss hvatning að geta ekki gert sig skiljanlega úti í búð nema á íslenzku. Maður verður að læra málið, — annars er maður alltaf útlendingur." Einn veggurinn í stofunni var þakinn bókum. „Það er óhætt að segja að við séum bókaormar,” sagði Heiða. „Við lesum um allt milli himins og jarðar, en mest um pólitík. Sem betur fer hef ég alltaf haft áhuga á pólitík. Þó tölum við kannski ekki mikið um slíkt hér heima, enda vill Benedikt yfirleitt tala um eitthvað annað en slíkt þegar hann kemur heim. En við höfum alltaf verið spennt fyrir því sem er að gerast úti í heimi. Það hefur alltaf verið slíkur áhugi í minni fjölskyldu. Það var líka sjálfsagður hlutur þegar Hitler komst til valda. —Vissulega verður herstöðin á Keflavíkurflugvelli og samskiptin við Bandaríkin alltaf vandamál sem utanríkisráðherra þarf að hafa afskipti af. Ég held við Benedikt séum yfirleitt á svipaðri skoðun varðandi samskipti við önnur lönd, sem betur fer. I Bandarikjunum var kannski ekki fylgzt svo mikið með öðru en bæjarpólitíkinni, enda er þetta svo stórt land. En það er yfirleitt ekki jafnmikill áhugi á pólitík þar og hér á landi. Ef þú spyrðir fólk þar, hver væri þingmaður fyrir þeirra bæjar- félag, býst ég við að flestir gætu ekki svarað því. I svona litlu landi eins og Islandi, þar sem allir þekkja alla, er auðvitað meira pennandi að fylgjast með slíkum málum. Að því leyti er stjórnmálalífið ólíkt hér og í Bandaríkjunum. En þetta er kannski að breytast alls staðar, og ekki hvað sízt út af sjónvarpinu. Það hefur áreiðanlega mikil áhrif á fólk og hugsunarhátt þess. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á að vera úti í náttúrunni," sagði Heiða um önnur áhugamál sín. „Ég er stórborgarbarn, hef búið í Berlín, Chicago og Boston, og mér finnst lífið miklu skemmtilegra hérna, allt er miklu persónulegra. Við förum svolítið í gönguferðir, og stundum fer ég upp á Öskjuhlíð að tína sveppi. Svo er Miklatún hinum megin við götuna. Fólk mætti gera meira af því að fara þangað í góðu veðri með nestispakka. Maður finnur alls staðar eitthvað skemmtilegt." HHH „Heim, — „Þá var hvar elr það?” Reykjavík 9 bara krá.” „Vona að þetta breyti ekki mynd minni af landi og þjóð.”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.