Morgunblaðið - 10.09.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.09.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 1978 Eru dagar Somozas SÍÐUSTU atburðir í Nicaragua sýna glöggt aö Anastasio Somoza forseti er að missa tökin á stjórn landsins. Aldrei frá Því að Somoza-fjölskyldan komst til valda á fjórða áratugnum hefur hún átt Það eins mikið á hættu að verða steypt af stóli og nú. Uppreisn vinstri sinnaöra skæruliða sem nefna sig Sandinista-Þjóöfrelsishreyfinguna nú fyrir fáum vikum er ekki eina ógnunin. Skæruliðarnir njóta stuðnings fólks úr öllum stéttum í Nicaragua og voru hylltir sem Þjóöhetjur eftir 45 klukkustunda umsátur um forsetahöllina Þar sem nær tvö Þúsund gíslum var haldið. Anastasio Somoza Debayle er alræmdasti einræöisherra Róm- önsku-Ameríku og óvinsældir hans eftir Því. Það er engum vafa undirorpið að hálfgert lénsskipulag er ríkjandi í Nicaragua. Landið er Þjakað af innanríkiserjum, vinnudeilum, bágum efnahag, almennri fátækt og pólitísku öngpveiti. Upphaf valdaferilsins Valdaferill Somoza-fjölskyld- unnar hófst með Anastasio Somoza García sem varð forseti landsins árið 1937 til ársins 1956. Augljóslega hefur hann ætlað embættinu að ganga í erfðir og sendi son sinn Anastasio af því tilefni á herskóla í New York og síðan til West Point. Þegar hann kom þaðan tvítugur gerði faðir hans hann að majór og eftirlits- mann þjóðvarðliðsins. Þegar ætt- Hann getur ekki lengur vænst stuðnings Bandaríkjastjórnar sem hefur fordæmt framferði hans og að mannréttindi séu fótum troðin í Nicaragua. Einu bandamenn Somoza eru flokksbræður hans og þjóðvarðliðið, sem skipað er sjö þúsund og fimm hundruð mönnum og ekki eru allir á eitt sáttir um að þar ríki samstaða. Ástandi mála í Nicaragua und- anfarin ár má líkja við hægfara byltingu, sem hófst þegar Somoza missti fyrst tök á stjórn landsins þegar jarðskjálftarnir miklu urðu Minni myndin er af harðstjóranum So- moza en sú stærri af Cero foringja Sandinista-samtakanna á leið um borð í flugvél til Panama. íhúar Nicaragua á flugvellinum gefa sigurmerki til skæruliðanna áður en þeir héldu til Panama. Skæruliðar Sandinista með grímur rétt áður en umsátrinu lauk hinn 31. ágúst s.l. Anastasio Somoza García faðir núverandi forseta — sem verður síðasti fulltrúi Somoza-fjölskyld- unnar í því embætti að margra ósk. faðirinn var ráðinn af dögum 1956 tók bróðir Anastasio Luis við völdum. Lauk valdaferli hans 1963 og tók þá bráðabirgðastjórn hlið- holl Somoza-feðgunum við stjórn- inni fram til 1967 þegar Anastasio, þá yfirhershöfðingi, var kjörinn forseti. Þrátt fyrir sívaxandi óvinsældir og kröfur um að hann segi af sér virðist hann harðákveð- inn í að vera áfram við völd út kjörtímabil sitt til 1981. Þó á hann það meir á hættu en nokkur fyrirrennara sinna að verða steypt af stóli. Andstaðan gegn honum er í öllum stéttum og jafnvel innsta hring valdakerfisins. í höfuðborginni Managua 1972. Þá létu tíu þúsund manns lífið, tuttugu þúsund slösuðust og á þriðja hundrað þúsund manns stóðu uppi heimilislausir. Matvæli og vistir í tonnatali bárust hvaðanæva að en Somoza virtist ekki sjá sér fært að koma í veg fyrir að þjóðvarðliðið og ýmsir áhangendur þess rændu og rupluðu matvælum, lyfjum, klæð- um og beinhörðum peningasend- ingum. Kom forsetinn fram með „viðreisnaráætlun" sem beindist fremur að því að tryggja hag ættarinnar en því að draga úr öngþveitinu í Managua. Helming- ur þjóðarinnar fékk aðeins fimm; tán af hundraði þjóðartekna. í vanþróuðum hlutum Nicaragua voru árstekjurnar 130 dalir, van- næring, barnadauði og ólæsi voru á háu stigi. Ólgan sem hófst á moröi ritstjórans Helzti gagnrýnandi og opinber andstæðingur Ánastasiö Somazas var Pedro Joaquin Chamarro Cardenal ritstjóri stærsta dag- blaðs, landsins, La Prenza, og líklegasti mótframbjóðandi Som- ozas ef svo ólíklega færi að efnt yrði til lýðræðislegra kosninga. Miklar vonir runnu út í sandinn þegar ritstjórinn var myrtur í janúar síðastliðnum. Somoza sjálf- ur fordæmdi morðið en samherjar hins myrta halda fast í þá skoðun að forsetinn hafi átt sinn þátt í því. Morðið á ritstjóranum varð uppspretta mikillar ólgu. Tveggja vikna allsherjarverkfall skall á og í kjölfar þess miklar óeirðir. Við jarðarför ritstjórans brenndu and- stæðingar Somoezas vefnaðar- verksmiðju hans. Síðan hefur spennan aukizt hröðum skrefum í Nicaragua. Framámenn í fjármálálífinu telja Somoza ófyrirleitinn prangara og gróðapúka. Sagt er að forsetinn ráði yfir eitt hundrað fyrirtækjum sem metin eru á fimm hundruð milljónir bandaríkjadala og fer þá enginn í grafgötur um að hann er ríkasti einstaklingur landsins. Þá á Somoza dagblað, sementsverk- smiðju og eina flugfélagið í Nicaragua er í hans eigu. Umsvif hans ná allt frá Mercedes Benz verksmiðjunum þar til nautgripa- búa. Aðstoðarmaður hans, Roger Bermúdes hershöfðingi, segir það hneykslanlegt að væna forsetann um að notfæra sér aðstöðu sína. „Það getur enginn sakað stjórnina um að vera með fingurna á kafi í viðskiptum," segir Bermúdes, en það er einmitt það sem allir gera fyrir utan hinn þrönga hóp aftaníossa Somozas. Jafnvel Bandaríkjastjórn sem studdi Somoza ættina í nær hálfa öld er búin að fá sig fullsadda. Siðleysi Somozas er ögrun við mannréttindastefnu Carters. Amnesti International ásakar Somoza um morð og misþyrming- ar á pólitískum föngum. Líklegt þykir að forsetinn notfæri sér fjárhagsaðstoð Bandaríkjanna til að tryggja eigin stöðu og það fellur sannarlega ekki í kramið hjá bandarískum skattborgurum. Bandaríska utanríkisráðuneytið veitti tólf milljónum bandaríkja- dala til félagslegra framkvæmda í Nicaragua síðastliðið vor og tók það stíft fram að þetta væri ekki pólitískur stuðningur. Margir eru þó á því að sú s^ einmitt raunin. BHíiíáíV ÓÍV ö1#C) iöliii! GUEfífílLLAS KIU TWO SOLDIEfíS AND TWO GUAfíDS ON THE STAIfíCASE LEADING TO THE CHAMBEfí Of DEPUTIES Þessi teikning af árás Sandinista skæruliða á forsetahöllina birtist í bandaríska vikutímaritinu Time. Sýnir hún hvernig þcir gengu fylktu liði inn f höllina og þá þegar þeir skutu niður fjóra verði til að komast upp f fulltrúadeildina. ^■7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.