Morgunblaðið - 10.09.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.09.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 1978 17 taldir? Bandaríkin, hafa styrkt Somoza frá 1933. Landið hafði þá verið í tvo áratugi að heita má undir stjórn bandarískra hermanna þar til stjórnin í Washington fól Somoza yfirumsjón meé þjóðvarð- liðinu. Meðan Nixon var við völd var samningi milli ríkjanna frá 1914 stungið undir stól en Somoza á enn vini í bandaríska þjóðþinginu og landvarnaráðuneyti Bandaríkj- anna telur það óhagstætt að steypta mesta andkommúnista Mið-Ameríku af stóli. Sandinista — samtökin Víst er að ógnþrungið átak þyrfti til að bola Somoza frá völdum. Aðalandstæðingur stjórn- arinnar er Sandinista-þjóðfrelsis- hreyfingin sem stóð fyrir umsátr- inu um forsetahöllina en samtökin heita eftir Augusto Cesar Sandino sem Anastasio Somoza eldri myrti 1933. Áhrif Sandinista eru orðin áþreifanleg og þeir njóta almennr- ar lýðhylli. Blakta fánar skærulið- anna i fátækrahverfum og skólum og öruggt er að áhrifa þeirra er farið að gæta innan valdakjarnans sjálfs. Einn áhrifamesti stjórnarand- stöðuleiðtogi landsins, presturinn Miguel d’Escota, segir að meiri hluti þjóðarinnar í Nicaragua styðji skæruliðana. Margir eru þeirrar skoðunar að stjórn Somozas beri ekki sitt barr framar og hafi beðið varanlegt skipbrot við umsátur skærulið- anna fyrir fáeinum vikum og nái stjórnin aldrei sömu tökum á landinu og hún hafði áður. Þetta er Somoza ljóst og því gekk hann strax að skilmálum skæruliðanna. „Til að bjarga mannslífum," sagði hann sjálfur, þótt hann viti fullvel að hann átti engra annarra kosta völ — því að Sandinistasamtökin eru aðeins spegilmynd af viðhorfi þjakaðrar þjóðar í garð Somozas. Umsátrið Þegar skæruliðarnir réðust inn í forsetahöllina skutu þeir sex verði, tvo ríkisstarfsmenn og fimmtán aðra sem staddir voru í höllinni. Þar voru alls tæplega tvö þúsund manns og er það án efa mesti fjöldi gísla sem haldið hefur verið í skæruliðaumsátri. Kröfur Sandinista-samtakanna voru að fimmtíu og níu pólitískir fangar yrðu látnir lausir, tíu milljónir bandaríkjadala greiddar í reiðufé, að flutt urði tveggja stunda dagskrá í ríkisútvarpinu og þeir fengju flugvélar frá Venezúela, Panama eða Mexíkó til að flytja þá úr landi. Árás þeirra á forsetahöllina var djörf og hefði getað farið illa en að fjörutíu og fimm klukkustund- um liðnum lauk henni friðsamlega þótt flestir viti að hún boðar ill tíðindi fyrir Somoza. Skæruliðarn- ir voru fluttir á brott úr höllinni til flugvallarins í rútu. Veifuðu þeir rifflum, og svörtum og rauðum fánum, tákni sigurs þeirra. Múgur og margmenni safnaðist saman á götum meðfram leiðinni til flugvallarins og hyllti skæruliðana. „Til fjandans með Somoza," heyrðist æpt og „Lifi Sandinistar!" Skæruliðarnir fengu helming reiðufjárins sem þeir fóru fram á en gengið var að öðrum kröfum þeirra. Á flugvellinum afhentu þeir félögum sínum sem þeir höfðu heimt úr haldi vopn, sem þeir höfðu fengið frá þjóð- varðliðinu og stigu svo um borð í tvær flugvélar sem áttu að fara til 'Panama. Foringi samtakanna, Cero, gekk síðastur og veifaði riffli sínum í átt til mannfjöldans sem hrópaði: „Þeir koma aftur!“ Áður hafði Cero sagt við gíslana í höllinni: „Við komum aftur innan tveggja mánaða." ... aö fórna Iffi heillar Þjóðar Nú þegar skæruliðarnir fagna sigri í Panama og undirbúa þann næsta hafa andstæðingar Somozas komið af stað allsherjarverkfalli í Nicaragua þótt forsetinn reyni að gera lítið úr því samkvæmt síðustu fregnum og hyggist bíða um stundarsakir til að sjá hvórt verkfallsmennirnir gefast ekki upp. „Ég óska andstæðingum mínum alls hins bezta,“ sagði hann hæðnislega. Forseti Venezúela, einn þeirra fáu í Rómönsku-Ame- ríku sem stjórnar landi sínu lýðræðislega, hefur farið þess á leit við Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkin að þau skerist í leikinn í Nicaragua til að koma í veg fyrir frekari blóðsút- hellingar. „Það er sama hve völdin eru mikil, það hefur enginn rétt til að fórna lífi heillar þjóðar." Líkfylgd rítstjórans sem myrtur var í janúar síðastliðnum. Fólkið gekk með kistu hans tólf kílómetr leið og er það mesta mótmælaganga í Nicaragua í meir en áratug. Somoza lýsti ábyrgð á hendur forseta Venezúela og hótaði stjórnmálaslitum. Annað hyggst hann ekki aðhafast í bráð. Hann er fimmtíu og tveggja ára gamall og heilsuhraustur þrátt fyrir hjartaáfall á síðasta ári. Sonur hans, 26 ára, sem einnig heitir Anastasio er sem faðirinn forðum majór í Þjóðvarðliðinu og fhinst nú flestum nóg komið af því góða. Margir telja að þegar að því komi að núverandi forseti telji son sinn hæfan til að taka við embætti verði hann ekki lengur í þeirri aðstöðu að geta sagt: „Sonur minn — ríki mitt er þitt!“ — H.Þ. tók saman. sem hefst á morgun á annarri hæð Laugavegi 66, sem alls enginn hefur efni á aö láta fram sér fara á þessum síöustu og.tímu HREINT ÚT SAGT: FRÁBÆR VERÐ MIKIÐ VÖRUÚRVAL 40%-80°/i o afsláttur Ódýra Iffipnjfl Höfum sett upp sérstakt horn meö ■ Ivi lliu yörum á hreinum „gjafaprísum“. TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS llfe KARNABÆR Útsölumarkaðurinn LAUGAVEG 66 SÍMI FRÁ SKIPTIBORÐI 28155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.