Morgunblaðið - 10.09.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.09.1978, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 1978 Ovenjuleg túlkun á Án efa eru Þeir margir, sem einhvern tíma í æsku, hafa lesiö „Innrásina frá Marz“ eftir H.G. Wells, en Þar segir frá Því er Marzbúar ráðast á jörðina og heppnast næstum Því að taka völdin í sínar hendur. Nú er komin út hljómplata Þar sem saga Wells er flutt í tali og tónum, en tjalli að nafni Jeff Waynes hefur samið tónlistina á plötunni og útsett texta Wells á henni. Plata pessi ber einfaldlega nafnið „The War of the Worlds“ og hefur hún hlotið góða dóma í Bretlandi, meðal annars verið í hópi 10 bezt seldu breiö- skífa í Bretlandi viku eftir viku. Plata pessi, sem er tvöföld, skiptist í kafla og tekur hver kafli eina plötu. Fyrri kaflinn nefnist „The Coming of the Martians" (Koma marzbúanna) og fjallar hann eins og nafniö bendir til um aödragandann aö komu marzbú- anna og valdatöku peirra. Síðari kaflinn ber heitið „The Earth Under The Martians" (Jörðin undir stjórn marzbúanna) og í honum er lýst yfirráðum marzbúanna á jörðinni og endalokum yfirráöa Þeirra. Hver kafli skiptist í nokkur lög, en alls eru á plötunni 10 lög og Þar af hefur eitt, „Forever Autumn", náð miklum vinsældum í Bretlandi. Lagiö syngur Justin Hayward, aðalsöngvarí og gítarleikari hljóm- sveitarinnar Moody Blues. Sögumaöur á plötunni er Rich- ard Burton, en hans hlutverk er að tengja saman einstök lög og útskýra Þaö, sem tónlistin á plötunni á aö tákna. Tónlistin sjálf er aðallega byggð upp á nokkrum stefum, sem ganga í gegnum alla plötuna, án Þess þó aö hlustandi verði nokkurn tíma leiður á Þeim. Hér er þó ekki verið að segja aö hægt sé að hlusta á Þessa plötu oft á dag og hafa alltaf jafn gaman af. Öðru nær. „Innrásin frá Marz“ er hljómplata, sem hlustandi veröur fljótt Þreyttur á, vegna Þess aö á plötunni er eiginlegur sögupráður, sem bezt nýtur sín viö fyrstu hiustun. Af tónlistinni er sömu sögu að segja, við fyrstu hlustun er hún magnprungin og fellur einkar vel að efninu, en Þegar hlustandi fer aö Þekkja tónlistina út og inn, fer nýjabrumiö aö fara af henni. Segja má að heill stjörnuskari standi að Þessari plötu og er Þá einkanlega átt við söngvarana, en hver söngvari fer með hlutverk ákveðinnar persónu í sögunni. Meðal peirra sem hér eiga hlut að máli má nefna David Essex, en hann fer með hlutverk stórskota- liðsmanns, Justin Hayward fer með hlutverk blaöamanns, Julie Cov- ington (sú sama og söng lagið „Don‘t Cry For Me Argentina“, úr pop-óperunni Evita) fer með hlut- verk einu konunnar, sem við sögu kemur á plötunni og Phil Lynott fer með hlutverk prestsins. Af höfundi tónlistarinnar, Jeff Wayne, er Það að segja að hann er fæddur og uppalinn í New York. Á unga aldri hóf hann píanónám og síðar meir lagöi hann stund á jazz við Juilliard School of Music. Á unglingsárum sínum vann hann margs konar vinnu og pað var á Þessum tíma, sem hann fór að dútla við að semja lög. Árið 1966 fluttist Jeff til Englands og hóf nám við Trinity College of Music en síöan Þá hefur hann leikið á hljómborö í fjölmörgum hljóm- sveitum, auk Þess, sem hann hefur gert nokkrar heimildakvikmyndir. Jeff Wayne hefur í áraraðir verið góökunníngí David Essex og hann útsetti meðal annars lag Essex „Rock On“, sem varð geysivinsælt bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum árið 1974, Þótt ekki kæmist Það í efsta sæti vinsældalistanna. Fyrir útsetníngu sína á „Rock On“ fékk Wayne verðlaun frá New Musical Express fyrir bezta útsetta pop-lagið 1974. — SA Á laugardag var haldið „djamm-session" eitt í verzluninni Tónkvísl. Tilefni pess var pað, að eigandi verzlunarinnar Birgir Hrafnsson, var að stækka verzlunina og vildi hann gefa áhugamönnum tækifæri til að hlýða á atvinnumenn leika á hljóöfæri Þau, sem hann hefur á boöstólum. Þá má geta Þess að Birgir hefur nýlega tekið í umboðssölu píanó frá fyrirtækinu WUrlitzer, en píanó Þessi eru bandarísk-Þýzk. Þeir Sigurður Karlsson, lengst til vinstri, Pálmi Gunnarsson og Karl Sighvatsson léku af fingrum fram fyrir viðstadda í dágóða stund og viö góöar viötökur. . • Næstkomandi miðvikudag leika Valsmenn fyrri leik sinn viö austur-Þýzku bikarmeistarana, Magdeburg í Evrópukeppni bikarmeistara í knattspyrnu. í tilefni af pví að í ár eru liðin 10 ár frá hinum sögufræga leik Vals við Benfica, hyggjast Brimkló og Halli og Laddi halda tónleika á Laugardalsvelli fyrir leik Vals og Magdeburg. Tónleikar Þessir eiga aö hefjast klukkan 16.30 og standa til klukkan 17.30 og verður aðgangur aö Þeim ókeypis, Það er að segja aðeins Þarf að borga inn á knattspyrnuleikinn, en aukagjald er ekkert. Þetta mun veröa í fyrsta sinn, sem útihljómleikar eru haldnir á Laugardalsvelli og vonandi er að veðurguöirnir verði Reykvíkingum nú hliðhollir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.