Morgunblaðið - 10.09.1978, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.09.1978, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 1978 Þessa dagana stendur yfir í Luagardatshöll sýningin „íslenzk föt 1978“ par sem 23 fataframleiöendur kynna vörur sínar. Blaöa- menn Mbl. litu inn á sýninguna og tók Emilía Björg myndirnar. (Jr sýningarbás Hensons „Höfum fengid góðar viðtökur erlendis” Henson sýnir íþróttafatnað á sýningunni í Laugardalshöll og tjáði okkur Halldór Einarsson eigandi fyrirtaekisins að þeir sýndu aðeins brot af framleiðslu sinni. „Við erum einungis að minna á okkur, minna á að það er framleiddur íþróttafatnaður á íslandi," sagði Halldór. Halldór er einnig með aðra sýningu í gangi þessa daga en hún er í sambandi við Alþjóða handknattleiksþingið sem nú stendur yfir á Hótel Loftleiðum. Þar er sýning á íþróttafatnaði eri Henson er eina íslenzka fyrirtækið sem tekur þátt í þeirri sýningu. „Við erum aðeins byrjaðir að flytja út og ætlum okkur að halda því áfram af því að við teljum okkur vera með jafngóða framleiðslu og á jafngóðu verði og aðrir framleiðendur erlend- is,“ sagði Halldór og hann lét vel yfir þeim viðtökum sem þeir hefðu fengið erlendis hingað til. I sambandi við samkeppnina sagði Halldór að þeir hefðu ekki þurft að vera hræddir við hana. „Þeir sem fylgjast vel með nýjustu tækni og eru með það, sem fólkið vill, eiga ekki að þurfa að vera hræddir," sagði Halldór. „Staðan hefur batnað eftir síðustu gengisfellingu.” ELGUR h.f. sýnir herrafrakka, kuldajakka, dömujakka og pils á fatasýningunni. „Aðaluppistaðan í framleiðslu okkar eru herrafrakkarnir", sagði Þorsteinn Þorvaldsson hjá Elgi. Efnið í framleiðslu Elgs er að mestu leyti erlent, og kvað Þorsteinn ástæðuna til þess vera þá, að þau efni, sem þeir notuðu, terelyn og bómull væru ekki framleidd hér á landi. „Það hefur gengið illa að standast erlenda samkeppni síðustu 12 mánuðina. Mikið af erlendum fatnaði er flutt inn frá Englandi og Svíþjóð og greiða t.d. Svíar niður laun starfsfólks.' Einnig eru þessar vörur fluttar inn á hagstæðum samningum. Staðan hefur nú samt batnað eftir síðustu gengisfellingu og nú erum við færari að standast samkeppni," sagði Þorsteinn. Þorsteinn var mjög ánægður með sýninguna og aðsóknina að henni síðustu dagana. Hann kvað samt kaupmenn hafa sótt hana illa og þá sérstaklega kaupmenn utan af landi. Sýningarsvæði Elgs h.f. „Það verður að efla fataiðnaðinn.” Bræðurnir Tómas Svein- björnsson og Óli H. Svein- björnsson eru eigendur verk- smiðjunnar Bótar. Bót framleið- ir einungis buxur úr innfluttum efnum. „Það eru vissir aðilar sem hafa einokun á íslenzkum efnum sem hægt er að nota í buxur,“ sagði Tómas er við inntum hann eftir því hvers vegna innlent efni væri ekki notað í fram- leiðslu Bótar. Tómas var ekki of hress yfir stöðu íslenzks iðnaðar. „Hingað til höfum við ekki átt bót fyrir rassinn á okkur og komum sennilega ekki til með að eiga nema núverandi ríkis- stjórn geri einhverjar ráð- stafanir til þess að efla fata- iðnaðinn." Hann kvað einnig samkeppn- ina við erlenda iðnaðinn vera mjög erfiða vegna þess hve erfitt væri að halda verðlaginu niðri. „Launin og hráefnisverðið skapa verðlagið á framleiðsl- unni,“ sagði Tómas „en staðreyndin er sú að innlend vara er mörgum sinnum vandaðri en sú erlenda." Tómas var einn af þeim fáu sem var ánægður með aðsóknina að sýningunni og sagði hana fara vaxandi. Tómas Sveinbjörnsson og óli H. Sveinbjörnsson. Hluti af sýningarsvaeði Hildu h.f. „Eftirlíkingar valda okkur miklum vandræðum” HILDA h.f. sýnir hluta af þeirra framleiðslu og einnig nokkrar kápur og jakka á tískusýning- unni að sögn Sigurðar Jóns- sonar. „Við erum eingöngu að sýna, að við erum til, annars leggjum við ekkert upp úr þessari sýningu þar sem við sendum eingöngu til útlanda," sagði Sigurður. Sigurður sagði í sambandi við útflutninginn að þeir teldu sig standa mjög vel að vígi hvað gæði ftnerti en hins vegar væri allur tilkostnaður mjög mikill. Það sem veldur þeim mestum vandræðum að sögn Sigurðar eru eftirlíkingarnar. „Við erum t.d. með jakka hér sem er alveg eins og jakkar sem við framleiðum nema hvað hann er úr nýsjálenzkri ull. Þessi jakki kostar 70 dollara í Kanada á meðan okkar kostar 140 dollara." Hilda selur mest til Banda- ríkjanna og Kanada en einnig til ýmissa Evrópuríkja. „Mér finnst vera komin hálf- gerð sýningaþreyta í fólk,“ sagði Sigurður. „Eg hef aldrei séð jafnfá fyrirtæki sýna á neinni sýningu eins og núna en við höfum lítið af sýningunni að segja þar sem hún mun hvort eð er ekki koma til með að auka söluna hjá okkur þar sem við fiytjum einungis út.“ sagði Sigurður að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.