Morgunblaðið - 10.09.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.09.1978, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER'1978 Þessa dagana stendur yfir í Luagardalshöll sýningin „íslenzk föt 1978“ Þar sem 23 fataframleiðendur kynna vörur sínar. Blaöa- menn Mbl. litu inn á sýninguna og tók Emilía Björg myndirnar. Birtfir Úífsson hjá Sportveri h.f. „Fr jáls sam- keppni á f ullan réttásér.” Við sýningarsvæði Karnabæj- ar hittum við Kristin Karl. „Við sýnum herraföt, dömuföt og Bandídóbuxur á alla fjöl- skylduna, alveg niður í 3—4 ára börn. Þetta er sýnishorn af megninu af framleiðslu Karna- bæjar og þessar vörur verða flestar á boðstólum í verzlun okkar eftir þessa viku,“ sagði Kristinn. Um rekstarvandamál iðn- aðarins sagði Kristinn, að þar spilaði hvað mest inn í hversu hráefnið væri dýrt og öll að- staða til framleiðslunnar einnig. Kristinn taldi að launahækkan- ir settu einnig sitt mark þar á. „Við erum að framleiða hér skyrtur sem kosta um 4000 krónur en svo eru fluttar inn skyrtur frá Kóreu mjög svipað- ar nema hvað gæðin á þeim eru minni og þær kosta allt niður í 1500 krónur," sagði Kristinn. „Frjáls samkeppni á fullan rétt á sér en eins og staðan er í dag er mjög erfitt að standast samkeppnina við erlenda fatn- aðinn,“ sagði Kristinn að lokum. „Allt uppselt f ram ad áramótum.” SPORTVER h.f framleiðir undir merkjunum Korona, Adamson og Lee Cooper. Birgir Úlfsson tjáði okkur einnig að fyrirtækið væri að koma fram með nýja línu í svokölluðum „punk“ stíl og nefndu þeir þessa línu Louis. Birgir kvað það sem þeir kynntu á sýningunni vera sýnishorn af allri þeirra framleiðslu. Birgir var fyllilega ánægður með þær viðtökur sem fram- leiðsla Sportvers hefði fengið. „Það sýnir sig í sölunni," sagði hann „við erum algjörlega upp- seldir fram að áramótum". Sérstaklega sagði Birgir að Lee Cooper-buxurnar hefðu fengið góðar viðtökur og í ár hefðu þeir framleitt um 50.000 buxur. Varðandi heitið á vöru- merkinu sagði hann að þeir framleiddu þessar buxur með einkaleyfi frá Lee Cooper í Danmörku en framleiðsla með þessu merki er um allan heim. „Ég held að þrátt fyrir það að merkið beri enskt nafn þá geri fóik sér fyllilega grein fyrir því að hér er um íslenzka fram- leiðslu að ræða þar sem það fer ekki á milli mála á merkimiðum sem við látum fylgja buxunum." w „Islenzk framleidsla er yfirleitt öruggari.” „Við erum stærsti barnafata- framleiðandinn á þessari sýn- ingu“, sagði Sveinn Harðarson sölumaður hjá Klæði h.f. Klæði framleiðir buxur og úlpur á börn og fullorðna og er þeirra framleiðsla aðallega úr flaueli og næloni. Vörumerki Klæðis er Blue Jay og kvað Sveinn það vera nafn á banda- rískum fugli er við spurðum hann um merkinguna. Sveinn kvað þá hjá Klæði h.f. reyna að vera undir verðlagi á erlendum fatnaði og jafnframt að vera með góða og örugga vöru. „Islensk framleiðsla er miklu öruggari yfirleitt," sagði Sveinn. Aðsóknina að sýningunni kvað Sveinn vera mjög dræma. „Ég tel að það sé að miklu leyti vegna þess að Sambandið hefur dregið sig út úr og heldur sérsýningu á sínum vörum og einnig því sem þeir flytja inn.“ Wuc? Sveinn Harðarson, sölumaður hjá Klæði h.í. Kristinn Karl við sýningarsvæði Karnabæjar Sigríður Þorgeirsdóttir kynnti og safnaði áskriftum að tízkublaðinu Líf á sýningunni „íslenzk föt 1978“ í Laugardalshöll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.